Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 38
LISTIR
38 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
S
kemmtilegar hug-
myndir eru vel þegnar
til að létta lands-
mönnum lund í
skammdeginu og er
innflutningur lamadýra ein slík.
Ekki spillir fyrir að væntanlegir
innflytjendur eru augsýnilega
gefnir fyrir gamansemi og hafa
því til staðfestingar nefnt félag
sitt Íslama. Þá vilja þeir koma
dýrunum fyrir í Dalasýslu í þeim
tilgangi væntanlega að þau verði
kölluð Dala lama.
Á þessari hugmynd eru hins
vegar fleiri hliðar og ekki allar
eins spaugilegar. Ein er að alls
óvíst er að Íslama fái að flytja
lamadýrin til landsins, því yf-
irvöldum kann að þykja þau slæm
viðbót við íslenska fánu. Þau eru
sennilega ekki eins geðgóð og ís-
lenska belj-
an, að
minnsta
kosti ekki ef
marka má
heims-
bókmenntir
á borð við Fangana í sólhofinu,
þar sem þau veittust ítrekað að
þeim mæta manni Kolbeini
kafteini. Og svo hafa þau líka
þann skelfilega ágalla að líta öðru-
vísi út en íslenska beljan, íslenski
hesturinn og íslenska rollan. Þau
myndu því stinga í stúf og það
þykir ekki gott.
Þeim rökum er oft beitt gegn
innflutningi dýra að þau geti borið
með sér smit, en slík rök verða
varla tekin nema mátulega hátíð-
lega. Hægt er að gera kröfur um
að smitberar séu ekki fluttir til
landsins, en þegar slíkum rökum
er beitt til að hindra algerlega
innflutning er aðeins um að ræða
tæknilegar hindranir gegn inn-
flutningi. Þá er í raun verið að
leggja ígildi óendanlega hárra
tolla á innflutninginn, en skiln-
ingur hefur sem betur fer farið
vaxandi á því að tollar eru tæki
sem hafa fáar aðrar afleiðingar en
að gera þjóðir fátækari. Tollar
eru iðulega rökstuddir með því að
þeir eigi að vernda innlenda fram-
leiðslu eða afla ríkinu tekna, en
þeir eru afleitt tæki til þessara
hluta.
Tollar eru vel þekktir úr land-
búnaði og hafa þar það hlutverk
að vernda innlenda framleiðslu
sem ýmsir telja að muni ekki að
öðrum kosti geta keppt við hina
erlendu. Á þetta hefur svo sem
ekki reynt, en líklegt er að margir
innlendir framleiðendur þyrftu að
hverfa til annarra starfa ef inn-
flutningur landbúnaðarafurða
yrði gefinn frjáls. Það yrði vissu-
lega sársaukafullt á meðan á því
stæði, en þó illskárra en að halda
uppi óhagkvæmri framleiðslu, því
sú stefna er líka sársaukafull fyrir
þá sem þurfa að greiða hærra
verð fyrir framleiðsluna. Auk
þess hefur kerfið þvælst fyrir
hagræðingu í greininni og þannig
dregið nauðsynlega aðlögun á
langinn. Miklu nær væri að leysa
bændur úr viðjum kerfisins, en
leyfa þeim þá líka að stunda þann
búskap sem þeir kjósa sjálfir,
hvort sem það er lamadýrafram-
leiðsla, stækkun búa eða annað
sem þeir telja að geti orðið þeim
til hagsbóta. Engin grein, hvorki
landbúnaður né nokkur önnur,
getur orðið hagkvæm þegar hún
er undir „verndar“væng hins op-
inbera og reglur þess hindra hag-
ræðingu og frumkvæði.
En jafnvel þótt vilji verði áfram
til að halda bændum í fjötrum rík-
isins og ekki náist um það sam-
staða að hætta opinberum af-
skiptum af landbúnaði, þá eru
tollar ekki rétta leiðin til að styðja
við framleiðslu bænda. Tollar
hafa tvo stóra ókosti, þeir brengla
starfsemi markaðarins og fela
þann kostnað sem hlýst af stuðn-
ingnum. Miklu hreinlegra væri að
hafa alla styrki til framleiðenda
uppi á borðum svo allir gætu séð
hver kostnaðurinn er í raun. Þess
vegna væri skárra að fella niður
alla tolla og aðrar innflutnings-
hindranir vegna landbúnaðarins
og auka þess í stað niðurgreiðslur,
í stað þess að halda í núverandi
kerfi. Faldir styrkir eru almennt
óæskilegir, en þeir eru því miður
vinsælir í stjórnmálum, því þá veit
enginn hver styrkurinn er í raun.
Og það er jafnvel ekki litið á földu
styrkina sem styrki, þeir eru bara
eitthvert saklaust fyrirbæri – eða
jafnvel jákvætt – á borð við tolla,
skattaívilnanir og tæknilegar inn-
flutningshindranir. Földu styrk-
irnir gleðja fáa mikið og kostn-
aðurinn dreifist á marga. En
kostnaðurinn er engu að síður
fyrir hendi og hann safnast saman
í háar fjárhæðir þegar földu
styrkirnir eru mikið notaðir. Þeir
sem bera kostnaðinn vita þó ekki
hversu mikill hann er og óánægja
þeirra er þess vegna minni en hún
væri ef fjárhæð styrkjanna lægi
fyrir.
En tollar eru ekki alltaf ein-
göngu hugsaðir til að vernda inn-
lenda framleiðslu, stundum er til-
gangurinn með þeim nær
eingöngu að afla ríkinu tekna.
Flókin og stigbreytileg gjöld á
bíla eru gott dæmi þar um og þeir
sem séð hafa verð á bílum í
Bandaríkjunum og Þýskalandi
telja sig sjálfsagt og réttilega
hlunnfarna í hvert sinn sem þeir
þurfa að endurnýja bílinn sinn.
Með þessum háu gjöldum á bíla er
ríkið ekki aðeins að afla sér nokk-
urra milljarða aukalega – og um-
fram þann kostnað sem það ber af
vegagerð – það er líka að draga úr
lífsgæðum hér á landi umfram
það sem ástæða er til vegna tekju-
öflunar. Heppilegra væri að ríkið
aflaði teknanna með almennum
sköttum en ekki þessum sérstöku
bílasköttum. Ástæðan er sú að
með sérstökum sköttum á bíla
skekkir ríkið það val sem fólk
stendur frammi fyrir. Fólk velur
ekki á eðlilegum forsendum í hvað
það vill verja fjármunum sínum
og getur þess vegna ekki komist
að hagkvæmustu niðurstöðu fyrir
sig.
Kostnaðurinn af tollum er þess
vegna tvíþættur, bæði sýnilegur
og falinn. Óhagræðið er aug-
ljóslega fyrir hendi, en hversu
mikið veit enginn. Með því að fella
niður alla tolla og aðrar innflutn-
ingshindranir mætti bæta lífskjör
hér á landi, jafnvel án þess að rík-
ið missi spón úr aski sínum ef ekki
er vilji til þess. Og að auki væri
hægt að flytja inn lamadýr og
sannreyna þannig hvort þau gætu
verið hagkvæm viðbót við aðra
framleiðslu bænda – og hvort þau
eru eins skapstygg og Hergé vildi
vera láta.
Bílar og
lamadýr
Tollar eru iðulega rökstuddir með því
að þeir eigi að vernda innlenda fram-
leiðslu eða afla ríkinu tekna, en þeir
eru afleitt tæki til þessara hluta.
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj@mbl.is
HRAÐSKREIÐIR bílar, stór-
hættuleg og seiðandi glæpakvendi,
banvænir bardagasnillingar og for-
ríkir glæpamenn kemur auðvitað
allt við sögu í nýjustu James Bond-
myndinni, sem margir hafa beðið
spenntir eftir enda var smábútur
hennar tekin upp á Íslandi. Ekki
má svo gleyma sérlega hentugum
tæknibúnaði, sem kemur, ef að lík-
um lætur, okkar manni til aðstoðar
á ögurstundu.
James Bond, njósnara hennar
hátignar, þarf örugglega ekki að
kynna fyrir nokkru mannsbarni. Í
fjóra áratugi hefur þessi lífseigi
kvennabósi skemmt bíógestum um
heim allan með sínum hnyttnu til-
svörum og fágaða skopskyni. Nú er
sem sagt komið að tuttugustu
myndinni um konung njósnaranna
og vonast menn til að Bond bregð-
ist ekki áhorfendum í þetta sinn
eftir alla þá æfingu, sem að baki er.
Sagan hefst á hernumda svæðinu
milli Norður- og Suður-Kóreu með
miklum eltingarleik á svifnökkvum.
Leikurinn berst gegnum Hong
Kong til Kúbu og loks til London.
Þar hittir Bond tvær konur, sem
koma til með að gegna mik-
ilvægum, en ólíkum hlutverkum í
verkefni hans, en það er að fletta
hulunni af svikara og koma í veg
fyrir hræðilegt stríð. Bond eltir ill-
mennin m.a. til Íslands, þar sem
hann kynnist óþægilega vel nýju
gereyðingarvopni, en uppgjörið við
höfuðóvininn þarf hann að sækja
þangað sem þetta allt byrjaði, til
Kóreu.
Pierce Brosnan fer með hlutverk
Bonds og Bond-stúlkan er að þessu
sinni Óskarsverðlaunahafinn Halle
Berry. Sem fyrr leikur Judi Dench
hina harðsvíruðu M og háðfuglinn
John Cleese er tækjameistarinn R.
Höfundur sögunnar er Ian Fleming
og leikstjórn var í höndum Ný-
Sjálendingsins Lee Tamahori.
Hann á að baki nokkuð ólíkar
myndir, m.a. Once Were Warriors
(1994), glæpamyndina Mulholland
Falls (1996) með Nick Nolte,
óbyggðamyndina The Edge (1997)
með Anthony Hopkins og Alec
Baldwin og spennutryllinn Along
Came a Spider (2001) með Morgan
Freeman.
007 eltir illmenni
alla leið til Íslands
Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó og
Borgarbíó Akureyri frumsýna 007 –
Die Another Day.
Leikarar: Pierce Brosnan, Halle Berry,
Rosamund Pike, Rick Yune, Lawrence
Makoare, Michael Madsen, Judi Dench
og John Cleese.
Komið er að tuttugustu myndinni um konung njósnaranna, James Bond.
BANDARÍKJAMAÐURINN Ro-
land Michell, sem leikinn er af Aar-
on Eckhart, reynir allt hvað hann
getur til að einbeita sér að erfiðu
námi í breskum háskóla og hann
forðast aðstæður, sem skapað geta
náin samskipti við hitt kynið. Hann
hefur fengið styrk til að kynna sér
verk hins virta ljóðskálds Randolph
Henry Ash, sem uppi var á Viktor-
íutímanum og er mikið átrún-
aðargoð í augum Michells.
Hann er enn undir leiðsögn læri-
meistara síns þegar hann finnur tvö
ástarbréf í textabók, sem einu sinni
tilheyrði hinu mikilsvirta skáldi.
Eftir nokkra rannsóknavinnu og
eftirgrennslan, er hann handviss
um að bréf þessi eru ekki frá eig-
inkonu skáldsins, heldur beinist
grunur hans að annarri konu, sem
einnig naut virðingar sem viktor-
ískt skáld og hét Christabel La-
Motte. Roland ákveður að fá í lið
með sér Dr. Maud Bailey, sem leik-
in er af Gwyneth Paltrow, og er að
sérhæfa sig í lífi og verkum La-
Motte.
Í sameiningu púsla þau saman
sögu um forboðið ástarævintýri og
lenda þar að auki í sams konar að-
stæðum sjálf þegar þau feta í fót-
spor ástfanginna skálda þvert yfir
England og yfir til meginlandsins
meira en öld áður. Þau þurfa líka
að passa sig á því að þessi nýja
uppgötvun falli ekki keppinautnum
Fergus Wolfe í hendur.
Handritshöfundur að þessari allri
þessari rómantík er David Henry
Hwang. Handritið skrifaði hann
upp úr samnefndri sögu A.S. Byatt,
sem út kom 1990, en Byatt fékk þá
skáldsagnarverðlaun í Bretlandi
fyrir verk sitt.
Leikstjórinn Neil LaBute, sem
hlaut menntun sína bæði í Banda-
ríkjunum og á Bretlandi, á nokkrar
myndir að baki sem notið hafa virð-
ingar og verðlauna. Nefna má In
the Company of Men (1997), Your
Friends & Neighbors (1998) og
Nurse Betty (2000).
Forboðin fortíðarást
Háskólabíó frumsýnir Possession.
Leikarar: Gwyneth Paltrow, Aaron Eck-
hart, Jeremy Northam, Jennifer Ehle,
Lena Headey, Holly Aird, Toby Steph-
ens, Trevor Eve, Tom Hickey, Georgia
Mackenzie og Tom Hollander.
Handritið að þessari rómantísku
mynd skrifaði David Henry upp úr
samnefndri sögu A.S. Byatt, sem út
kom 1990, en Byatt fékk þá skáld-
sagnarverðlaun í Bretlandi fyrir
verk sitt. Jennifer Ehle og Jeremy
Northam í hlutverkum sínum.
LANGHOLTSKÓRINN, undir
stjórn Jóns Stefánssonar, hélt glæsi-
lega tónleika sl. sunnudag í Lang-
holtskirkju og flutti íslensk, færeysk
og dönsk tónverk,
sem flest voru
samin sem sam-
starfsverkefni
Kórs Langholts-
kirkju, Tríton-
kórsins frá Dan-
mörku, undir
stjórn Johns
Høybye, og Skýr-
ák-kórsins frá
Færeyjum, undir
stjórn Kára Bæk.
Tónleikarnir hófust á Canite tuba
in Sion, um áhrifamikinn lúðraþyt,
skemmtilegt verk er var vel flutt.
Kári Bæk átti næsta verk, nokkuð
svo þrástefjað, er óx að innri gerð er
á leið verkið. Í þessu verki sungu
Sigríður Gröndal og Sæmundur
Helgason einsöng og mæddi þó
meira á Sigríði, er naut reynslu
sinnar sem einsöngvari. Frumflutt
var verkið Supremum est mortal-
ibus bonum eftir Oliver Kentish,
töluvert áhrifamikið verk, þótt end-
urtekningar tónhugmynda og fá-
brotið (statískt) tónferlið gerðu
verkið á köflum nokkuð einlitt. Með
kórnum lék Steef van Oosterhout á
klukkur og sjávartrommu, þar sem
framkalla mátti sjávarnið með því að
láta kornótt efni renna til á skinni
trommunnar. Guðmundur Sigurðs-
son lék á orgelið tónefni sem féll
mjög vel að tónmáli kórsins. Ólafur
H. Jóhannsson las ágætlega upp
hluta textans, en vel væri athugandi
fyrir tónskáldið að umrita þann þátt
fyrir einsöngvara. Hvað um það, þá
er þetta verk sérlega áhrifamikið og
stemmningsríkt.
Ég vil lofa eina þá eftir Báru
Grímsdóttur var jafnskemmtilegt
áheyrnar og fyrir nokkrum mánuð-
um, enda lagrænt og sérlega vel út-
fært og var einnig mjög vel flutt af
kórnum. Ég vil vegsama Drottin eft-
ir Árna Harðarson er einnig gamall
kunningi og var þetta ágæta verk
mjög vel flutt. Frumflutt var kór-
verkið Eilífi ljóssins faðir eftir Árna
Egilsson við texta eftir Herdísi
Andrésdóttur. Þetta er að mörgu
leyti sérkennilegt verk, þar sem fitj-
að er upp á ýmsu er einkenndi
„móderne“ söngverk fyrrum. Einnig
má merkja áhrif frá hljóðfæratón-
list, er birtist í hröðum og stuttum
tónstefjum, sem fara vel á hljóðfæri
en eru erfið í söng. Þrátt fyrir þetta
var margt vel gert í þessu skemmti-
lega verki, sem kórinn söng ótrúlega
vel.
Eftir Tryggva M. Baldvinsson var
flutt verkið „From Zachariah’s
praise and prediction“ en líklega er
predikun Sakaríasar hér við enskan
texta þar sem verkið var samið
vegna samstarfs Kórs Langholts-
kirkju og kóranna frá Danmörku og
Færeyjum. Þetta ágæta verk var
mjög vel flutt og sama má segja um
lokaverk tónleikanna, Magnificat
eftir John Høybye, sem er áhrifa-
mikið verk og nokkuð vel samið. Það
var mjög vel sungið og átti Regína
Unnur Ólafsdóttir þar nokkrar vel
sungnar einsöngsstrófur.
Það sem sérstaklega tók hugann
var afburðagóður flutningur kórs
Langholtskirkju, undir stjórn Jóns
Stefánssonar, og þau verk sem best
er að muna eru hið dulúðuga verk
Olivers Kentish, skrítilegt og marg-
litt verk Árna Egilssonar og hinn
glaðværi og lagræni kórall Báru
Grímsdóttur.
Nútíma-
kórverk
TÓNLIST
Langholtskirkja
Kór Langholtskirkju undir stjórn
Jóns Stefánssonar flutti íslensk,
færeysk og dönsk kórverk. Sunnudaginn
24. nóvember.
KÓRTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
Jón
Stefánsson