Morgunblaðið - 29.12.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.12.2002, Qupperneq 17
greinum. Gerum ráð fyrir að stórir bílaframleið- endur, matvælaframleiðendur, tölvufyrirtæki og bankar beiti þrýstingi. Breytingarnar yrðu ekki gerðar samstundis eða í einu vetfangi, heldur gæti tekið mörg ár að smábreyta gildandi lögum þar til einokunarfyrirtæki ráða ríkjum í heiminum. Á tí- unda áratug síðustu aldar runnu saman sam- skiptafyritæki, fyrirtæki í skemmtanaiðnaði, síma- fyrirtæki, þjónustuveitur á Netinu, bankar og fyrirtæki á öðrum sviðum. Þetta voru aðeins fyrstu vísbendingar um það sem koma skyldi. Grunneiningar opna upplýsingasamfélagsins Það er ljóst að ekki verður aftur snúið – bylting hins opna upplýsingasamfélags er hafin og hún er knúin öflum af ýmsum toga:  Tölvum, sem eru nánast jafnalgengar og síminn. Árið 1999 höfðu 54% bandarísku þjóðarinnar að- gang að einkatölvu.  Samskiptaneti. Milljónir tölva eru tengdar með samskiptaneti og fjöldi þeirra eykst hratt. Heims- þorpið er ekki framtíðarsýn heldur raunveruleiki. Árið 1999 voru 32% Bandaríkjamanna áskrifendur að netþjónustu frá heimilum sínum.  Tölvulæsi. Tölvunotendur eru að verða tölvulæs- ir um leið og forrit og tæki eru að verða auðveldari í notkun. Þessi tvíþætta þróun gerir að verkum að í grunninn verður tölvunotkun jafnauðveld og að keyra bíl fyrir milljónir manna.  Viðskipti. Fólk, fyrirtæki og stofnanir vinna saman með því að tengja tölvur sínar. Um allt eiga sér stað skipti á upplýsingum. Rafræn viðskipti við neytendur munu vaxa. Markaðsveltan var 20 millj- arðar dollara árið 1999 og hún verður samkvæmt spám 150 milljarðar dollara árið 2003. Viðskipti og pantanir milli fyrirtækja og farsímaviðskipti er bú- ist við að þróist hratt.  Auknum aðgangi. Það verður erfiðara og dýrara að koma í veg fyrir það að farið verði inn á tölvur í leyfisleysi.  Gervihnettir eru ásamt þróun í söfnun upplýs- inga og senditækni að breyta því hvernig við lifum. Að auki hallast heimurinn meir og meir í átt að því að allt sé opið og meira sé vitað um staðreyndir og atburði. Stjórnvöldum hefur hvað eftir annað mis- tekist að fela upplýsingar, sem þau vilja ekki að al- menningur viti um. Þetta má rekja til ýmissa þátta, þar á meðal eftirfarandi:  Fjölmiðlar verða stöðugt ágengari í sókn sinni eftir „sannleikanum“ eða að vera á undan með frétt- ina. Blaðamenn og Netið leika mikilvægt hlutverk í að brjóta niður múra leyndarhyggju og miðla upp- lýsingum. Sem dæmi má nefna Watergate, Persa- flóastríðið og Lewinsky-hneykslið.  Siðareglur hafa verið endurskoðaðar rækilega á undanförnum árum. Nú tala margir til að mynda um kynlíf (til dæmis Lewinsky-hneykslið) og mál, sem eitt sinn voru talin afbrigðileg, með mun opnari hætti en áður.  Það hefur sýnt sig að lýðræði er tískufyrirbrigði níunda og tíunda áratugarins. Hvort sem litið er til Austur-Evrópu, Austurlanda fjær eða Afríku hafa umbætur í lýðræðisátt fært milljónum manna um heim allan áður óþekkt frelsi. Framtíðin er komin Í bókinni 1984 sá Orwell fyrir sér að fjöldinn lyti algerri stjórn. Opna upplýsingasamfélagið sprettur hins vegar út úr lýðræðinu. Vestrænt samfélag hef- ur búið við höft í hundruð ára. Leyndarhyggja, tor- tryggni og ákveðin einangrun hafa verið þrír oft ónefndir grundvallarþættir lífsins. Nú eru grund- vallarbreytingar að eiga sér stað í heiminum. Árum saman hefur landamæra verið vandlega gætt, en nú eru lönd um alla Vestur-Evrópu nánast að afnema tollverði og útlendingaeftirlit á landamærum. Hug- myndin um sameiningu Evrópu er að rætast. Þessi opnun nær einnig til upplýsinga og þar ráða eiginhagsmunir ferðinni eins og annars staðar. Stöðugt fleiri fyrirtæki láta nú gera áhættu- og kostnaðargreiningu á því hvort tryggja eigi öryggi upplýsinga. Þegar þau átta sig á að þau muni tapa minna með því að draga úr öryggisviðbúnaði en með því að ausa fjármunum í að tryggja öryggi er breytinganna að vænta. Hinn efnahagslegi raun- veruleiki mun leiða til þess að viðskiptageirinn mun slaka á öryggisviðbúnaði, en ekki hugmynda- fræðileg öfl eða hið helga grundvallarlögmál leynd- arhyggjunnar. Hið opna upplýsingasamfélag framtíðarinnar færist nær með hverjum deginum. Það verður stöð- ugt erfiðara að finna fyrirtæki eða banka, sem ekki hefur gengið á hönd hinu opna upplýsingasamfélagi með því að opna vefsíðu og bjóða þjónustu á Net- inu. Hver sá sem reynir að hunsa Netið verður skil- inn eftir ranglandi um gamla sveitavegi á meðan heimurinn þýtur hjá eftir upplýsingahraðbrautinni. Höfundur er stjórnandi rannsóknarseturs Marko og Lucie Chaoul um upplýsingamat við stjórnunardeild Tel Aviv-háskóla í Ísrael. Dag nokkurn kemur sérfræð- ingur við miðlungi stórt verð- bréfafyrirtæki í Bandaríkj- unum í vinnuna og á skrif- borði hans bíður eftirfarandi skýrsla: Dagsetning: 27. mars Tími: 16.00—20.00 Varðar: Jósef K. Starf: háttsettur verðbréfamiðlari Starfsvettvangur: Kyrrahafs- hlutabréfamarkaðurinn. Heimili: Sannleiksgötu 2424, Los Angeles. Kyn: karl Hjúskaparstaða: giftur Skráðar athafnir: 1. 16.17: Viðkomandi fór af skrif- stofu. Heimild: orkueftirlitstölva fyrirtækisins skráði að ljós á skrif- stofu viðkomandi höfðu verið slökkt. 2. 16.19: Viðkomandi yfirgaf bygg- inguna. Heimild: stimpilklukka fyr- irtækisins. 3. 16.24: Viðkomandi fór af bíla- stæði. Heimild: Rafræn tölva við hliðið. 4. 16.35: Viðkomandi keypti bens- ín hjá Skeljungi við Þekkingarveg 11733 (á leið í öfuga átt við heimili sitt). Heimild: Tölva greiðslukorta- fyrirtækis. 5. 16.51: Viðkomandi lagði við Beverly Hilton-hótelið í Beverly Hills. Heimild: Tölva umferðar og bílastæðamiðstöðvarinnar. 6. 16.58: Viðkomandi greiddi flösku af kampavíni og súsjí-bakka með greiðslukorti. Veitingarnar voru sendar á herbergi 434. Heim- ild: Tölva greiðslukortafyrirtækis. Samkeyrsla: Herbergi 434 var skráð á Maríu S. forstjóra flutn- ingafyrirtækisins Bradley (BIF), sem er eitt af helstu vöruflutn- ingafyrirtækjunum á hluta Kyrra- hafs. Heimild: Gestaskrá hótelsins. 7. 18.12: Viðkomandi hringdi í tvö númer í Osaka og var hvort símtal skemmra en mínúta. Heimild: Sím- kortatölva. 8. 18.21: Viðkomandi fór af bíla- stæði hótels. Heimild: Tölva um- ferðar og bílastæðamiðstöðvarinn- ar. 9. 19.12: Viðkomandi kom heim til sín. Heimild: Umsjártölva heimilis. Aðrar upplýsingar, sem máli skipta: A. Hlutabréf í BIF hafa hækkað um 12 dollara hluturinn á hlutabréfa- markaðinum í Tókýó í dag. B. Jósef K. hefur sagt ritara sínum að hann verði seinn fyrir í dag, en beðið hana að fylgjast með for- vitnilegum hreyfingum í vöruflutn- ingageiranum. C. María S. flaug til Tókýó 87 mín- útum eftir að hafa skráð sig út af herberginu á Hilton-hótelinu og tæplega sex klukkustundum eftir að hún kom frá Osaka. Mælt er með að viðkomandi aðili verði kvaddur til og málið rann- sakað frekar. Frysta ber viðskiptareikninga hans og gera verðbréfaeftirlitinu við- vart samstundis. Grunur leikur á um innherja- viðskipti. Skýrslu lýkur hér Lesandann kann að reka minni til þess að framhjáhald var talið glæpur í 1984 eftir Orwell. Dæmið hér á undan mætti einnig leggja út í þá veru. Framtíðar- sýn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.