Morgunblaðið - 29.12.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 29.12.2002, Qupperneq 31
Mörgum fannst besta „verkið“ á sýningunni í ár korktafla nokkur þar sem fólk gat látið í ljósi skoðun sína á verkunum. Sjálfur menning- armálaráðherra Breta tranaði sér þar fram með því að gefa skít í sýn- inguna og var það heldur blaut tuska framan í alla aðstandendur, sem þó eru öllu vanir. Snillingar framtíðarinnar Þetta var fyrsta Turner-sýningin sem ég sá og hef því ekki forsendur til að bera saman sýningar. Ég held að Tyson hafi verið vel að þessu kominn í ár, en hinir gætu átt möguleika seinna. Menn geta nefnilega fengið tilnefningu oftar en einu sinni, eins og t.d. var raun- in með þá Richard Long, Tony Cragg, Damien Hirst og Gilbert og George sem unnu ekki fyrr en í annarri tilraun. Víst er að oft hefur samtíma- mönnum skjátlast í vali sínu á snill- ingum og gaman verður að sjá hvernig nútímaupplýsingatækni meltir verk listamanna dagsins í dag og hvort rúm verður í framtíð- inni fyrir óuppgötvaða snillinga sem í dag híma uppi á hanabjálka með ódauðlegri myndlist sinni. Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir alla peningalyktina af Turner-verð- laununum og gagnrýnina sem verð- launin fá á hverju ári vekja þau umræðu og athygli á samtíma- myndlist og það á hún allt skilið. Myndlistin hefur oft yfir sér ein- hvern dularfullan mátt. Hún er af- sprengi vakandi hugar og langs sköpunarferils, en listamenn eyða tíma í hluti sem engum öðrum dett- ur í hug að velta fyrir sér. Þess vegna getur listin orðið svo sérstök sem raun ber vitni. Turner-sýningin og sýning Douglas Gordons standa til 5. jan- úar nk. Sýningu Chapman-bræðra er lokið. Bubble Chambers: 2 discrete Molecules of Simultaneity eftir Keith Tyson. tobj@mbl.is LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 31 Símon Z. Bahraoui, 30 ára, sölufulltrúi Ég hef farið á þrjú námskeið og er alltaf jafn ánægður. Andrúmsloftið í hópunum hefur verið létt og hvetjandi. Það er gott að vera hluti af samstilltum hóp með svipuð markmið. Oddur Ólafsson, 45 ára, lögreglumaður Námskeiðin eru frábær leið til að koma sér af stað í líkams- þjálfunina. Síðan ég byrjaði í Hreyfingu er ég búinn að léttast um 27 kíló og hef gert þjálfunina af föstum lið í mínu lífi. Egill Örn Einarsson, 32 ára, deildarstjóri Frábær félagsskapur, kraftmikil og markviss þjálfun og góður árangur er það sem mér finnst lýsa námskeiðunum í Hreyfingu best. Góð leið til að koma sér aftur af stað eftir nokkurt hlé. Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400, Kringlunni, sími 568 0400, www.myndlist.is Úrval góðra brúðkaupsgjafa SÍÐUSTU tónleikar ársins hér á Ís- landi verða í Hallgrímskirkju á gamlársdag kl. 17. Það verður í tí- unda sinn sem þeir félagar, tromp- etleikararnir Ásgeir H. Stein- grímsson og Eiríkur Örn Pálsson og orgelleikarinn Hörður Áskels- son, kveðja gamla árið og fagna því nýja með viðeigandi lúðraþyt og orgelleik. Rétt fyrir jólin kom út geisla- diskurinn Trometeria þar sem þeir félagar gefa sýnishorn af því sem þeir hafa á borð borið fyrir tón- leikagesti sína við undanfarin ára- mót. Þar er að finna konsert eftir Vivaldi, sónötur eftir Pezel, Adagio Giazottos og Albinonis, kansónur eftir Frescobaldi og trompetflug í Te Deum Carpentiers. Þá er á disk- inum hin fræga Tokkata og fúga í d-moll eftir Johann Sebastian Bach. Á tónleikunum að þessu sinni munu tónleikagestir fá að heyra sýnishorn af þeim verkum sem eru á geisladiskinum en fyrsta verk tónleikanna er þó nýtt á efnisskrá þeirra félaga. Það er Galliard Batt- aglia eftir Samuel Scheidt. Þá heyrist Sónatína nr. 61 eftir Johann Pezel og hið fræga Adagio eftir Giazotto og Albinoni. Þar næst leikur Hörður hina þekktu Tokkötu og fúgu í d-moll eftir J.S. Bach. Tónleikunum lýkur svo með Kans- ónu nr. 3 eftir Frescobaldi og For- leiknum að Te deum eftir Charp- endier. Samstarf Ásgeirs, Eiríks Arnar og Harðar hófst árið 1993, en auk Hátíðarhljóma við áramót hafa þeir tvisvar leikið á tónleikum Sum- arkvölds við orgelið. Þá leika þeir Ásgeir og Eiríkur oft með Herði við ýmsar athafnir í kirkjunni. Þeir leika yfirraddir við uppáhalds- sálmana okkar, yfirraddir sem oft- ar en ekki verða til með penna Harðar vegna tilefnisins. Forsala aðgöngumiða er í Hall- grímskirkju og er hún opin kl. 9– 17. Þar gefst tónleikagestum einn- ig kostur á að kaupa geisladiskinn á sérstöku tilboðsverði. Hátíðarhljómar við áramót Morgunblaðið/Jim Smart Eiríkur Örn Pálsson, Hörður Áskelsson og Ásgeir H. Steingrímsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.