Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 6
FORSTJÓRI Samkeppnisstofnunar vísar á bug staðhæfingum Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, um skipulagðan leka stofnunarinnar á upplýsingum er varða rannsókn hennar á fyrirtækinu. Hann segir ásakanir Kristins ákaflega ómakleg- ar. Á aðalfundi Skeljungs á föstudag gagnrýndi Kristinn Samkeppnis- stofnun fyrir að gæta ekki þag- mælsku um rannsóknarefni sín og talaði jafnvel um skipulagðan leka í því sambandi. Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, vísar staðhæfing- um Kristins á bug sem tilhæfulaus- um. „Mér finnst þetta mjög ómakleg ummæli,“ segir hann. „Upplýsingar viðkomnar málinu eru ekki frá okk- ur komnar.“ Ætla að klára málið á árinu Á fundinum gagnrýndi Kristinn enn fremur seinagang stofnunarinn- ar við rannsóknina, sem hófst í des- ember 2001, og sagði líklegt að hún ætti eftir að taka mörg ár til við- bótar. Georg segir hins vegar ekki útlit fyrir það. „Svona mál geta tekið mörg ár en við ætlum að klára rann- sóknina á þessu ári, það er okkar stefna. Svo geta menn farið með okkar úrskurð fyrir dómstóla ef því er að skipta,“ segir Georg Ólafsson. Loks gagnrýndi Kristinn að skýrsla um frumathugun Sam- keppnisstofnunar innihéldi einhliða frásögn stofnunarinnar af málinu og væri full af getgátum. „Þetta er ein- faldlega plagg sem við sendum þeim og svo fá þeir tækifæri til að svara fyrir sig,“ segir Georg. Þannig sé um eðlilegan framgangsmáta að ræða. Forstjóri Samkeppnisstofnunar vísar gagnrýni forstjóra Skeljungs um leka á bug „Mjög ómakleg ummæli“ FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MJÖG góð mæting var á opn- unarhátíð Vöruhótelsins við Sunda- höfn í Reykjavík í gær, að sögn Gunnars Bachmann, fram- kvæmdastjóra Vöruhótelsins, en húsið var opið almenningi í gær. Vöruhótelið er dótturfyrirtæki Eimskips ehf. og TVG Zimsen. Það er sjálfstætt, tölvustýrt vöru- húsakerfi sem á að tryggja há- marksnýtingu á húsnæði, tækjum og starfsfólki. Vöruhótelið er hið stærsta á Íslandi en fimm og hálf Laugardalshöll gætu rúmast í því. „Við vildum bjóða almenningi að skoða húsið og erum mjög ánægð með mætinguna,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Frá og með deginum í dag verður húsið hins vegar lokað almenningi. Fjölmargar uppákomur voru í húsinu í gær; m.a. var boðið upp á dans og söng. Þá fengu gestir rjómabollur og kaffi. Morgunblaðið/Sverrir Fjöldi fólks skoðaði Vöru- hótelið við Sundahöfn í gær GEIR H. Haarde, fjármálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði á umræðufundi um stjórnmál í Valhöll sl. laug- ardag að alþingiskosningarnar í vor væru óvenjulega mikilvægar fyrir allan almenning og þjóðlífið í landinu. „Það er búið að magna hér upp öðruvísi mynd en verið hefur og það er verið að gera allt sem hægt er af hálfu tiltekinna aðila til þess að koma Sjálfstæðisflokknum út úr Stjórnarráðinu. Við ætlum ekki að láta það yfir okkur ganga þegjandi og hljóðalaust,“ sagði hann. Geir var gestur á fyrsta opna spjallfundi upplýsinga- og fræðslu- nefndar Sjálfstæðisflokksins sem haldinn er vegna komandi Alþing- iskosninga. „Við stefnum auðvitað að því að fá þannig útkomu að við verðum áfram í lykilaðstöðu gagnvart því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Geir. Kaupmáttur jókst um 33% frá árinu 1994 sem er einsdæmi „Við erum að sjálfsögðu klár í þennan slag, bæði á grundvelli þess sem við höfum verið að gera á und- anförnum árum og ekki síður á grundvelli þess sem tekur við. Nú hefur verið búið þannig í haginn hér í efnahagsmálum, sem er grundvöllur alls annars sem við viljum gera, að nú getum við farið að láta ýmsa aðra drauma rætast,“ sagði Geir. Hann fjallaði um þann árangur sem náðst hefði í efnahagsmálum á undanförnum árum og greindi frá því að á næstunni yrði birt skýrsla frá OECD um íslensk efnahagsmál. Það væri mjög fróðleg lesning því þar væri staðfestur sá árangur sem náðst hefði. Í skýrslunni kæmi m.a. fram að kaupmáttur launa eftir skatta hefði aukist um 33% frá 1994. „Þetta þýðir einfaldlega að hinn venjulegi maður á Íslandi hef- ur að einum þriðja meira í vas- anum sem hann notar til sinan eig- in þarfa en hann hafði 1994. Þetta er árangur sem er óþekktur á Ís- landi. Svona mikil aukning á svo stuttum tíma hefur aldrei gerst áð- ur og er hvergi þekkt í nálægum löndum,“ sagði Geir. Vilja að Sjálfstæðisflokkurinn taki við heilbrigðismálunum Töluverðar umræður urðu á fundinum um þá málaflokka sem fundarmenn vildu að Sjálfstæðis- flokkurinn léti sérstaklega til sín taka á næsta kjörtímabili, m.a. í heilbrigðismálum. Kom fram áhugi á því við umræður fundarmanna að flokkurinn ætti að leggja áherslu á að taka að sér ráðuneyti heilbrigð- ismála í næstu ríkisstjórn. Einnig var rætt um kosningabar- áttuna og lýstu nokkrir fundar- manna því yfir að Sjálfstæðisfokk- urinn ætti að kappkosta að reka jákvæða kosningabaráttu gegn þeirri neikvæðu kosningabaráttu sem andstæðingarnir héldu uppi og var sérstaklega vísað til Samfylk- ingarinnar í því sambandi. Sjá reikninga Samfylking- arinnar fyrir leigu á Top Shop Garðar Ingvarsson vék að frétt- um og könnunum sem birst hefðu að undanförnu í Fréttablaðinu sem kæmu Samfylkingunni vel og minnti á að þekkt væri í Svíþjóð að um árabil hefði verið heilagt bandalag á milli stórfyrirtækja og sænska jafnaðarmannaflokksins á kostnað millistéttarinnar og lítilla og meðalstóra fyrirtækja. Spurði Garðar hvort nú væri farið að örla á einhverju slíku bandalagi hér á landi á milli Samfylkingarinnar og því sem kalla mætti „nýja kapít- alsins“. Geir sagði ummæli Garðars at- hyglisverð en vildi þó ekki dæma um hvort samanburðurinn við Sví- þjóð væri réttur. ,,En ég hlakka til þess þegar Jóhanna Sigurðardóttir í krafti réttlætiskenndar sinnar og kröfu um gagnsæi og upplýsingar, birtir reikninga fyrir það hvað Samfylkingin borgar Top Shop fyr- ir húsnæðið í Lækjargötu, sem þeir eru búnir að taka til afnota,“ sagði Geir. Geir H. Haarde fjallaði um stöðu efnahagsmála og kosningarnar í vor á stjórnmálafundi Stefnum að því að verða áfram í lykilstöðu Morgunblaðið/Sverrir Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur á fyrsta spjallfundi upplýsinga- og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins, en slíkir fundir verða haldnir á laugardagsmorgnum fram að kosningunum í vor. PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur skipað samráðsnefnd til fjög- urra ára um aðgerðir gegn ofbeldi gagnvart konum. Formaður nefndar- innar er Hanna Sigríður Gunnsteins- dóttir, lögfræðingur í félagsmála- ráðuneytinu. Þetta kom m.a. fram í ávarpi ráðherra í upphafi ráðstefnu um átak Norðurlandanna og Eystra- saltsríkjanna gegn verslun með kon- ur, sem haldin var á Grand hóteli í Reykjavík fyrir helgi. Félagsmála- ráðuneytið og dóms- og kirkjumála- ráðuneytið stóðu að ráðstefnunni. „Hlutverk nefndarinnar er að sam- hæfa aðgerðir stjórnvalda á ólíkum fagsviðum sem eru til þess fallnar að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum,“ útskýrði ráðherra. „Lagt verður fyrir nefndina að hafa yfirsýn yfir aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til og vera til ráðuneytis um frekari úrbæt- ur á þessu sviði. Enn fremur er nefnd- inni ætlað að skipuleggja herferðir og ef þurfa þykir framkvæmdaáætlanir sem hefðu það markmið að opna augu almennings fyrir ofbeldi gegn konum og því samfélagsböli sem af því leið- ir.“ Ráðherra sagði að ofbeldi gegn konum væri staðreynd í öllum sam- félögum og að mansal væri ein birt- ingarmynd þess. Verslun með fólk útbreitt vandamál Meginumfjöllunarefni ráðstefn- unnar var mansal og sagði ráðherra að menn hefðu smám saman áttað sig á því hversu útbreitt vandamál versl- un með fólk væri og þá einkum versl- un með konur og börn. „Sameinuðu þjóðirnar áætla að árlega sæti yfir 4 milljónir manna mansali og að ágóð- inn af þessari starfsemi sé yfir 5–7 milljarðar bandaríkjadala, eða næst á eftir ólöglegri fíkniefna- eða vopna- sölu heimsins. Hér er um að ræða al- þjóðlega og skipulagða glæpastarf- semi sem virðir engin landamæri og hefur vandamálið teygt sig til Norð- urlandanna líkt og annarra landa heimsins.“ Ráðherra sagði að aðalatriðið í þessu öllu væri að konur væru ekki vara sem ætti að vera hægt að versla með fyrir peninga. Hvorki hér á landi, né neins staðar í heiminum. „Hér er um að ræða brot á grundvallarmann- réttindum og þarf að beita öllum brögðum til að hindra að mansal nái fótfestu hér á landi.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Félagsmálaráðuneytið og dóms- og kirkjumálaráðuneytið stóðu að ráð- stefnu um mansal fyrir helgi. Fremst á myndinni eru Páll Pétursson félags- málaráðherra og Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. Nefnd fjalli um ofbeldi gegn konum Félagsmálaráðherra segir að beita verði öllum ráðum til að hindra mansal ÓLÖF Guðný Valdimarsdóttir, varaþingmaður Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum, hefur sagt sig úr Framsóknarflokkn- um. Í tilkynningu frá Ólöfu Guð- nýju segir að hún hafi sent Hall- dóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, bréf þar sem gerð sé grein fyrir þeim meginatriðum sem séu ástæða úrsagnarinnar. „Framsóknar- flokkurinn stendur ekki lengur fyrir þeim gildum sem ég vil styðja í uppbyggingu íslensks samfélags,“ segir Ólöf Guðný. Sagði sig úr Framsóknar- flokknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.