Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 25 Kraftur – stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, held- ur fund á morgun, þriðjudaginn 4. mars, kl. 20 í húsi Krabbameins- félagsins í Skógarhlíð 8, á 4 hæð. Guðbjörg Gissurardóttir heldur fyr- irlestur um hvernig nýta megi elda- mennskuna og eldhúsið í skapandi þroska og kynnir bók sína „Hristist fyrir notkun“. Kaffi og meðlæti í lok fundar. Allir velkomnir. Málstofa Lagastofnunar verður á morgun, þriðjudaginn 4. mars, kl. 12.15–13.15 í stofu 101 í Lögbergi. Stefán Már Stefánsson prófessor ræðir samninginn um hið evrópska efnahagssvæði. Fyrirlestur hans heitir: Er samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið lífvænlegur? Í lok fundar verða fyrirspurnir og umræður eftir því sem tilefni gefst. Fundurinn er öllum opinn. Framhaldsnám við Kennarahá- skólann Á morgun, 4. mars, verður kynning á framhaldsnámi við Kenn- araháskólann kl. 16.15. Fundurinn verður haldinn í Bratta, fyrirlestr- arsal í Hamri, nýbyggingu skólans við Stakkahlíð. Sautján náms- brautir verða í boði og hafa þær aldrei verið fleiri. Framhaldsnámið er ætlað kennurum, þroskaþjálfum og öðrum uppeldisstéttum sem hafa áhuga á að efla þekkingu sína og hæfni og taka þátt í öguðum um- ræðum um skóla- og uppeldismál. Námið mun nýtast þeim sem vinna að eða hafa hug á að sinna þróun- arverkefnum, rannsóknum eða öðr- um fræðistörfum, námsefnisgerð, ráðgjafar- og sérfræðistörfum, mati á skólastarfi eða starfsemi annarra stofnana. Námið er einnig ætlað fólki í forystu- og stjórnunar- störfum eða þeim sem eru að búa sig undir störf af þeim toga. Unnt er að ljúka framhaldsnámi við Kennaraháskólann með þrennum hætti, með formlegri viðurkenningu (diplómu), meistaraprófi (M.Ed.) eða doktorsprófi (Ph.D) Kynningarfundurinn er öllum opinn en þeir sem hyggjast sækja um nám við framhaldsdeild skólaárið 2003– 2004 eru sérstaklega velkomnir. Nánari upplýsingar um námið og umsóknargögn er að finna á vefsíð- um framhaldsdeildar, sjá vefslóð- ina: http://framhaldsdeild.khi.is/ Á MORGUN „Er Evrópusambandið að bíða eftir okkur? – Hver er okkar samn- ingsstaða?“ er yfirskrift málþings sem Samband ungra framsókn- armanna heldur í dag, mánudag, að Hverfisgötu 33 kl. 20.00. Meðal framsögumanna er Diana Wallis, leiðtogi breskra frjálslyndra miðjumanna í Evrópuþinginu. En í tilkynningu segir að hú hafi lengi haft áhuga á Íslandi og lét fyrir skömmu taka stöðu Íslands, Noregs og Sviss sérstaklega út hjá Evrópu- sambandinu. Framsögumenn eru, auk Díönu Wallis: Birgir Tjörvi Pét- ursson, framkvæmdastjóri Heims- sýnar, Jónína Bjartmarz alþing- ismaður og Ragnar Þorgeirsson viðskiptastjóri. Pallborðsumræður verða að loknum framsögum. Að- gangur er ókeypis og allir velkomn- ir. STJÓRNMÁL Atvinnuleit – á leið út í atvinnu- lífið Endurmenntun Háskóla Ís- lands verður með námskeið fyrir þá sem hyggja á atvinnuleit, hvort sem þeir eru að skipta um starfsvett- vang, eru að koma út á vinnumark- aðinn í fyrsta sinn, hafa verið að sækja um vinnu með misjöfnum ár- angri eða vilja auka hæfni sína í samskiptum við mögulega atvinnu- rekendur. Einnig verður m.a. farið í gerð ferilsskrár, hvernig ráðning- arstofur starfa o.fl. Leiðbeinandi er Agla Sigríður Björnsdóttir ráðning- arstjóri hjá Vinna.is. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11. mars kl. 9 – 12, í húsnæði Endurmenntunar á Dunhaga 7. Skráning er í síma og á netfangi, www.endurmenntun.is Á NÆSTUNNI „ÞAÐ var ótrúleg gleði sem fylgdi því að ná settum markmiðum því að baki lá gífurlega mikil vinna margra, góðra manna,“ sagði Hrafn Jökulsson, forseti Skák- félagsins Hróksins, eftir að lið Hróksins höfðu sigrað í 1., 2., og 3. deild Íslandsmóts skákfélaga um helgina, en sama félag hefur ekki fyrr átt sigurvegara í þremur efstu deildunum. Lokaumferðir keppninnar fóru fram í Menntaskólanum í Hamra- hlíð á föstudag og laugardag og varði Hrókurinn örugglega Ís- landsmeistaratitilinn, fékk 45 vinn- inga. Hellir-a varð í öðru sæti með 39½ vinning, TR-a fékk 36½ vinn- ing, SA-a 29, TR-b 22, Hellir-b 20, Bolungarvík 18 og SA-b 14 vinn- inga. Í 2. deild fékk Hrókurinn-b 32 vinninga og Vestmannaeyjar urðu í 2. sæti með 27 vinninga. Í 3. deild sigraði Hrókurinn-c með 27 vinninga, en Selfoss fékk 26½ vinning. Haukar sigruðu í 4. deild með 35 vinninga en KR varð í 2. sæti með 30 vinninga. Hrókurinn var stofnaður 1998, byrjaði í fjórðu deild, sigraði í einni deild á ári og varð Íslands- meistari skákfélaga í fyrra en varði nú titilinn. „Við sögðum í fyrra, þegar við unnum Íslands- meistaratitilinn í fyrsta sinn, að við ætluðum að axla ábyrgð sem Íslandsmeistarar og ætluðum að gera það með alþjóðlegu móta- haldi og útbreiðslustarfsemi,“ seg- ir Hrafn. „Þessi árangur um helgina verður enn frekari hvatn- ing til þess. Langmest af okkar vinnu fer í annað en Íslandsmót skákfélaga því að þessi stórmót okkar og starfið með krökkunum taka nánast allan okkar tíma og sú vinna heldur áfram.“ Aldrei fleiri stórmeistarar Í dag hefst á vegum Hróksins al- þjóðlega Edduatskákmótið til minningar um Guðmund J. Guð- mundsson, formann Dagsbrúnar og verður það sett í Borgarleik- húsinu klukkan 17. „Þetta er okk- ar langstærsta og viðamesta verk- efni til þessa,“ segir Hrafn og bætir við að nýtt met verði sett varðandi fjölda stórmeistara á einu móti hérlendis. „Þeir verða á bilinu 25 til 30, en við vorum með 25 stórmeistara á minning- armótinu um Dan Hansson í fyrra.“ Stórmeistararnir koma víða að og segir Hrafn að 15 skákmenn á mótinu séu með 2.600 skákstig eða meira og grasrótin í skákinni fái tækifæri til að mæta þessum mönnum, því mótið sé öllum opið upp að 120 manns, en í 1. umferð mætist sá stigahæsti og sá stiga- lægsti. „Þarna munu einhverjir tugir óbreyttra skákáhugamanna fá tækifæri til þess að tefla við fremstu skákmenn heims í fyrstu umferð,“ segir hann. Þrjár umferðir verða tefldar í kvöld, fjórar á morgun og tvær á miðvikudag en keppni hefst klukk- an 17 alla dagana. Hrókurinn sigraði í þremur efstu deildum Íslandsmóts skákfélaga Hvatning til alþjóðlegs mótahalds Morgunblaðið/Jón Svavarsson Íslandsmeistaralið Hróksins 2003. Hrafn Jökulsson, forseti félagsins, er þriðji frá hægri. SÉRFRÆÐIÁBYRGÐ fjármálafyr- irtækja í tengslum við ráðgjöf á kaup- um á verðbréfum var til umræðu í fjórðu málflutningskeppni Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, sem haldin var í Hæstarétti í gær. Verkefnið, sem laganemarnir spreyttu sig á, fjallaði um ráðgjöf ímyndaðs fjármálafyrirtækis á kaup- um á hlutabréfum í deCODE í nóv- ember 1999 áður en félagið var skráð á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn og verð þeirra féll. Að sögn Ara Karlssonar, funda- og menningarmálastjóra Orators, var verkefnið búið til á þann hátt að samin var lýsing á málavöxtum sem var rammi umfjöllunarinnar auk þess sem sönnunargögn hafi verið lögð fram. Þannig var reynt að hafa verk- efnið eins raunhæft og kostur var. Spurningin, sem lá fyrir réttinum, varðaði ábyrgð hins ímyndaða fjár- málafyrirtækis á kaupunum eftir að verð bréfanna féll. „Þetta svið skaða- bótaréttarins er dálítið nýtt og það mun væntanlega reyna meira á það á næstkomandi árum í tengslum við breytingar á íslenskum markaði og hlutabréfamarkaði,“ segir Ari. Keppt var samkvæmt reglum ís- lensks réttarfars og var umgjörð keppninnar í samræmi við meðferð mála fyrir dómstólum. Tvö lið kepptu og voru tvær umferðir. Í fyrri um- ferðinni keppti helmingur hvors liðs til sóknar og í seinni umferðinni keppti hinn helmingur liðsins til varn- ar og öfugt en sama verkefni var not- að í báðum umferðum. Að sögn Ara var góð stemning á keppninni, sem haldin er annað hvert ár, en það voru þeir Árni Hrafn Gunn- arsson, Arnar Þór Stefánsson, Berg- ur E. Benediktsson, Daníel I. Ágústs- son og Stefán Bogi Sveinsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Morgunblaðið/Sverrir Oratorsliðar velta fyrir sér tilbúnum sönnunargögnum í keppninni í gær. Ræddu ábyrgð fjármálafyrirtækja Lýst eftir vitnum LÝST ER eftir vitnum að um- ferðaróhappi er varð á bifreiða- plani við Esso, Ártúnshöfða, föstudaginn 28.2. á milli kl.17.55 og 18.15. Ekið var utan í ljós- brúna Mazda 323-fólksbifreið sem lagt var í bifreiðastæði og fór tjónvaldur, sem talinn er aka svartri Toyota Celica-fólksbif- reið, af vettvangi. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsam- lega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Þjóðmenningarhúsið Guðríður Sig- urðardóttir skipuð for- stöðumaður GUÐRÍÐUR Sigurðardóttir hefur verið skipuð forstöðumaður Þjóð- menningarhússins frá 16. mars, en hún hefur gegnt starfinu undanfarna mánuði. Undanfarinn áratug hefur Guðríð- ur verið ráðuneytisstjóri í mennta- málaráðuneytinu og verið með ótímabundna skipun sem slík, en óskað var eftir því að hún tæki við starfi forstöðumanns Þjóðmenning- arhússins og varð hún við þeirri ósk, að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðu- neytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Hann segir að þar sem um flutning í starfi sé að ræða haldi Guðríður öll- um sínum réttindum, þ. á m. ótíma- bundinni skipun, en þegar um nýja skipun sé að ræða gildi hún í fimm ár. Guðríður tók að sér starf forstöðu- manns Þjóðmenningarhússins tíma- bundið frá 27. september til 15. mars og var Guðmundur Árnason settur í starf ráðuneytisstjóra í menntamála- ráðuneytinu á sama tíma. Staða ráðuneytisstjóra hefur nú verið aug- lýst og skal umsóknum skilað eigi síðar en 13. mars, en skipað verður í embættið frá og með 16. mars. LEIÐRÉTT Í REYKJAVÍKURBRÉFI var rangt farið með þar sem fjallað var um efni bókar Samönthu Power um þjóðarmorð á síðustu öld, en þar átti að koma fram að meðal annars segði frá þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Beðist er velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.