Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is merkt ✝ Svava SchevingJónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 12. desember 1916. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 2 20. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sigríður Magn- úsdóttir, f. í Efri- hreppi í Skorradal 3. apríl 1879, d. 19. júní 1945, og Jón Schev- ing Hansson, f. á Brekku á Kjalarnesi 8. maí 1881, d. 25. júlí 1949. Þau hjón eignuðust níu börn, þrjú létust í æsku, en þau sem komust til fullorðinsára eru: Hannes, f. 1906, d. 1957; Magnús, f. 1909, d. 1986; Lárus, f. 1912, d. 1993, Stefanía Ragnheiður, f. 1913, d. 1986; Svava, f. 1916, d. 2003; og Guðrún, f. 1919, d. 1990. Svava giftist 3. apríl 1943 Guð- mundi Á. Magnússyni, járnsmið, f. 30. maí 1913, d. 14. apríl 1989. Son- ur þeirra er Björgvin Guðmunds- son, f. 1. ágúst 1943, kona hans er Kristín Gunnarsdóttir, f. 28. ágúst 1946, og dóttir þeirra er Helen Björgvinsdóttir, f. 4. júlí 1966. Hennar maður er Sherif Shalash, f. 1960, synir Björgvin Brynjars- son og Ómar Shal- ash. Dóttir Svövu er Dóra Scheving, f. 25. nóvember 1936. Hennar maður er Gunnar Petersen, f. 20. apríl 1930. Börn þeirra eru: Rut Pet- ersen, f. 2. janúar 1958, hennar maður Birgir Guðmunds- son, f. 30. júní 1956, þeirra börn Gunnar Ernir og Iðunn Dóra. Hannes Petersen, f. 24. september 1959, kona hans er Harpa Kristjánsdóttir, f. 30. maí 1960, þeirra börn Katla og Hera. Svava og Guðmundur bjuggu lengst af í Bústaðahverfinu. Eftir lát eiginmanns síns flutti Svava á Vesturgötu 7, í þjónustuíbúð, en hafði stutta viðkomu þar vegna sjúkdóms sem hún þurfti að stríða við síðustu árin. Fyrir hjónaband starfaði Svava í Sundhöllinni við Barónsstíg, en var lengst af heimavinnandi húsmóðir, tók síð- an upp þráðinn aftur og hóf störf að nýju í Sundhöllinni og síðar starfaði hún við Grensásdeildina. Útför Svövu verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún fæddist og ólst upp á Vest- urgötunni, átti heima sín fyrstu hjú- skaparár við Barónsstíginn, skammt frá Sundhöllinni, sem hún átti eftir að tengjast allmikið síðar á lífsleið- inni, fluttist síðan inn í Bústaða- hverfi og bjó að Hólmgarði og síðar við Bústaðaveg, fluttist þaðan aftur á bernskuslóðir sínar, að Vesturgötu 7, en naut þess ekki sem skyldi, þar sem orðið var áliðið á ævi, og þaðan fluttist hún í Hjúkrunarheimilið í Sóltúni 2, þar sem hún bjó síðasta ár sitt í umsjá og umhyggju frábærra starfsmanna, hafi þeir alúðar þakkir fyrir, og þar lést hún fimmtudaginn 20. febrúar sl. Ég held að ég hafi séð tengdamóð- ur mína löngu áður en ég tengdist henni sem slíkri, en það var þegar ég, sem unglingur, vandi komu mína í Sundhöllina, á nánast öll sundmót, sem haldin voru, og sem uppfylling á þessum sundmótum var boðið upp á skrautsýningu eða listsund sem flokkar glæsilegra stúlkna tók þátt í og þar var meðal þessara glæsilegu stúlkna Svava sem síðar átti eftir að verða tengdamóðir mín. Strax og ég kynntist tengdamóður minni sá ég að þar fór natin og nýtin kona sem hafði búið maka sínum og syni fallegt og hlýlegt heimili, heimili þar sem ég átti eftir að eiga margar ljúfar og góðar stundir í mörg ár. Það er ekki hægt að segja að tengdamóðir mín hafi verið stór kona, en hún var stór manneskja sem sýndi öllum mikla virðingu, hlý- hug og vináttu, var glaðsinna og dag- farsprúð, átti auðvelt með að eignast vini, vinaföst og vinamörg, naut þess svo sannarlega að taka á móti gest- um, hafði ákaflega gaman af því að hitta vinkonur sínar, og oft var glatt á hjalla þegar allir vinirnir og þá ekki síst vinkonurnar voru samankomin á heimili hennar vegna veislu eða bara vegna annars vinafagnaðar. Þar fóru fremstar systurnar Gunna og Sigga Bein, eða Sæa og Sigga á Hurðar- baki, og ekki má gleyma Fríðu Nilla, Pöllu hans Kidda, Gerðu hans Bjarna, Svölu og fleiri og fleiri, og þegar best lét, heyrðist stundum sagt hátt og snjallt í öllum hávað- anum: „Er það ekki, Svava – var það ekki, Svava?“ og ávallt svaraði hún: „Jú, jú, það held ég nú.“ Og síðan var mikið hlegið. Þá var ekki síður glatt á hjalla á sumrin þegar búið var að tjalda öllu því sem til var, sóltjaldinu, sólstólum og bekkjum, garðborðið komið upp sem svignaði undan stór- kostlegum veitingum, kaffi og með- læti, bjór og rauðvín og annað til- heyrandi og vinir og vandamenn og nærliggjandi nágranna dreif að, þá var oft glatt á hjalla og sannkölluð suðræn sumarstemning sem ríkti í garðinum. Síðustu árin sem hún bjó á Bú- staðaveginum eignaðist hún góða ná- granna, Kristínu og Guðbjörn, sem hún bar mikla virðingu fyrir, svo mikla að hún sagðist aldrei myndi kalla þau Stínu og Bubba, eins og þau eru kölluð almennt, og þessu ljúflings fólki, sem veitti henni svo margar ánægjustundir, þökkum við af alhug. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði um leið og ég þakka henni af alúð fyrir allt það sem hún hefur gert mér og mínum. Ég bið hinn Hæsta að varðveita hana og óska henni vel- farnaðar á þeirri leið sem hún hefur nú lagt út á, leið sem boðar birtu bjarta. Gunnar. Þegar ég heyrði um andlát móð- ursystur minnar, Svövu, rifjast upp fyrir mér að Svava er er sú frænka mín sem ég hef lengst þekkt og fylgt mér í mínu lífi, ásamt eiginmanni sínum, Ásta, en það var maðurinn hennar kallaður, en hann lést árið 1989. Foreldrar mínir umgengust Svövu og Ásta mikið þegar ég var að alast upp og mikill samgangur var á milli þeirra. Þau byggðu sér sum- arbústaði rétt fyrir utan Reykjavík upp í Úlfarsfelli upp úr 1945, ég man lítið eftir því umhverfi en Ásti gerði dvölina þar eftirminnilega með myndavél sinni. Þau seldu þessa bú- staði þegar þau fengu úthlutað íbúð- um í Bústaðahverfi í kringum 1950, Svava og Ásti við Hólmgarð en for- eldrar mínir við Hæðargarð þannig að stutt var á milli þeirra systra og fjölskyldna þeirra, enda var sam- gangur mikill. Eftirminnileg eru jólaboð, afmælisveislur og ýmiss konar uppákomur. Foreldrar mínir byggðu sér sum- arbústað á Laugarvatni og voru Svava og Ásti sjálfsagðir gestir þar á bæ, þau voru oft þar ásamt foreldr- um mínum og nutum við öll samveru- stundanna þar með þeim því gott var að vera nálægt þeim, þannig persón- ur voru þau. Eftir að foreldrar mínir skildu fann ég hvað Svava og Ásti voru traustir vinir og góð við hana móður mína. Ég á þeim mikið að þakka fyrir þá aðstoð sem þau veittu henni. Eftir að við Daggý hófum búskap urðu Svava og Ásti sjálfsagðir gestir á okkar heimili og eftir að Ásti dó kom Svava í öll afmæli og uppákom- ur í fjölskyldu okkar þangað til að hún veiktist en hún greindist með alzheimer-sjúkdóm. Það er sorglegt að horfa upp á þennan sjúkdóm sem dregur fólk hægt og rólega út úr hringiðju lífsins. Fjölskyldur Svövu voru lánsamar er hún komst á nýja hjúkrunarheimilið í Sóltúni þegar það var opnað, þar sem uppbygging og starfsemi er til fyrirmyndar. Svava, ég þakka þér fyrir sam- veruna. Við fjölskyldan vottum Dóru og Gunnari, Björgvin og Stínu og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar. Ágúst Friðriksson. Nú er Svava farin frá okkur en hún skilur margar góðar minningar eftir hjá mér og fjölskyldu minni. Hún tók mig að sér þegar ég missti móður mína, ellefu ára gömul, og bjó ég hjá henni og fjölskyldu hennar í nokkur ár. Þetta voru góð ár, Svava hvatti mig til að halda áfram að læra og gaf mér góð og holl ráð. Ég minnist jóladaganna hjá Svövu og Ásta eiginmanni hennar og börn- in mín minnast oft á hvað þá var gaman. Allt var svo gott og fínt hjá þeim hjónunum. Ég var svo heppin að flytja í næsta hús við Svövu og Ásta þegar ég var sjálf komin með fjölskyldu. Þá gátum við hist daglega og áttum við margar skemmtilegar stundir saman, m.a. í sólinni í garð- inum hjá Svövu. Þetta voru skemmtileg ár og ekki hægt að minnast þeirra án þess að nefna Ásta. Á hverjum sunnudagsmorgni var bankað á útidyrahurðina okkar, opnað og kallað upp stigann: „Er einhver heima á bænum?“ Þá vissum við að Ásti var kominn í heimsókn með góða skapið sitt, ævinlega léttur í bragði. Þegar ég var yngri kallaði ég Svövu fóstru mína en með árunum áttaði ég mig á því að hún var lítið eldri en ég. Þá fór ég að kalla hana vinkonu mína. Ég kveð mína kæru vinkonu með söknuði. Halley Sveinbjarnardóttir. Mig langar að minnast vinkonu minnar, hennar Svövu með nokkrum orðum. Þegar við hjónin fluttum til Reykjavíkur 1984 vorum við svo heppin að kaupa efri hæð í húsi, þar sem þið Guðmundur áttuð þá neðri. Þar bjuggum við saman í sátt og samlyndi í tæp 15 ár. Við áttum sam- an stóra og fallega garðinn og aldrei var misklíð um það sem gera þurfti þar, við máttum bara gera allt sem við vildum. Þetta segir mikið um ykkur Guðmund. Það voru svo marg- ar glaðar og góðar stundir sem við og fjölskyldur okkar áttum í garðinum, bæði við grill og gamanmál. Þú varst mér líka svo góð þegar maðurinn minn fékk hjartaáfallið. Þá kallaðir þú oft í mig þegar ég var að koma úr heimsóknum til hans og varst þá búin að elda fyrir mig kvöld- mat. Þú varst flink við allt sem þú gerðir, mjög gestrisin og góð hús- móðir. Þú hafðir alltaf gaman af þeg- ar börnin og barnabörnin komu í heimsókn og varst stolt af þeim, enda gott fólk. Aldrei heyrði ég þig leggja illt til nokkurs manns. Þú varst líka svo mikil dama og hafðir gaman af að vera fín og flott. Ég man að þú sagðir einhvern tímann við mig, að þér fyndist nóg um allar þessar minningargreinar og hól um látið fólk. Þá sagði ég: „Svava mín veistu ekki, að ég ætla að skrifa um þig þegar þú deyrð?“ Þá fórstu að brosa og sagðir: „Hvaða vitleysa.“ Þess vegna ætla ég ekki að hafa þetta langt. Ég veit að hann Ásti þinn tekur vel á móti þér hinum megin. Við hjónin vottum börnum þínum og fjölskyldu allri innilega samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristín. SVAVA SCHEVING JÓNSDÓTTIR Ég man eftir því þegar ég hitti Möggu í fyrsta skipti fyrir rúmum fimm árum, þegar leiðir okkar Sigga lágu saman. Hún tók mér opnum örmum og strax fann ég hversu hlý og góð kona hún var. Hún var ekki orð- mörg en hafði gaman að vera innan um fólk. Þegar við Siggi eignuð- umst Árna Þór sat hún með lang- ömmustrákinn og væntumþykjan leyndi sér ekki. Og þegar fram líða stundir munum við Siggi setjast niður með Árna og segja honum frá langömmu sinni sem var svo góð við hann. Magga var kona sem kvartaði aldrei þrátt fyrir að heils- an væri farin að gefa sig, heldur lét hún jákvæðni og brosið ráða för, sem við unga fólkið ættum að taka til eftirbreytni. Núna er Magga komin á góðan stað og baráttan við veikindin er lokið, ég vona að þér líði vel og að þú fylgir okkur áfram. Minningin þín er ljós í lífi okkar. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. (Bryndís Jónsdóttir.) Björg Árnadóttir. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR ✝ Margrét Sæ-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 9. júní 1914. Hún lést á Garðvangi í Garði 16. janúar síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Út- skálakirkju í Garði 25. janúar. Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? (Jóhannes úr Kötlum.) Kveðja Árni Þór. Elsku amma mín, orð fá ekki lýst hvað það gaf mér mikið að fá að kveðja þig. Ég gleymi því aldrei hvað þú sagðir við mig og hlýjan sem skein út úr augunum þínum sagði mér meira en þúsund orð, sá himneski friður sem gagn- tók mig allan þessa heilögu stund sem við áttum saman í lokin á þinni jarðvist, en sá friður hefur alltaf faðmað mig þegar ég er hjá þér. Allt frá því ég kom í þennan heim hef ég leitast eftir því að vera í návist þinni og nú í seinni tíð hef ég gert mér grein fyrir af hverju ég og svo mörg önnur börn sækja í nærveru þína því elskulegri mann- eskju hef ég ekki kynnst. Ávallt frá því ég var lítill strákur og til dags- ins í dag var ég strax farinn að sakna þín um leið og ég fór frá þér, þú hafðir svo sterka nærveru og útgeislun að orð skiptu ekki máli, það eitt að vera hjá þér var svo gef- andi og hjartað í mér fylltist af kærleika í hvert skipti sem ég kom til þín. Þú varst og verður alltaf minn æðri máttur sem færir mér ljósið, kærleikann og friðinn inn í hjartað mitt og vísar mér veginn um ókomna framtíð. Það vissu allir að þú varst búin að bíða lengur en þig langaði til að komast til afa og allra hinna og ég er glaður í hjarta mínu að þið séuð saman að nýju. Þú og afi sýnduð mér hvað sönn ást er. Elsku amma og afi, ég þakka ykkur fyrir alla þá ást og alúð sem þið veittuð mér og gerið enn. Ég tilheyri ættinni sem þið bjugguð til með óendanlegri ást, alúð, dugnaði, umburðarlyndi og nægjusemi og þessi stóra ætt endurspeglar svo innilega allt það sem þið stóðuð fyrir. Að fá að tilheyra Miðhúsaættinni fyllir mig af svo miklu þakklæti og stolti að hjartað mitt ljómar. Megi almáttugur Guð geyma ykkur. Kær kveðja. Gísli Torfi. Mig langar að votta Guðmundi virðingu mína og þakklæti nú þegar hann kveður saddur lífdaga. Ég kynntist honum í gegnum manninn minn, barnabarn hans og nafna, þegar hann bjó á Langholtsveg- inum. Alltaf fannst mér til um það að hitta þennan aldna mann sem kunni vísu við öll tækifæri. Það voru lausavísur um ástina, gam- anvísur, kvæði um veðráttuna og þannig mætti áfram telja, enda var vísan sá miðlunarmáti sem hann gat notað óskertan fram undir andlátið. Hann leyfði mér að skyggnast inn í horfinn heim er hann sagði frá bernskuminningum úr veröld sem var. Það var lær- GUÐMUNDUR S. MAGNÚSSON ✝ GuðmundurSteinþór Magn- ússon fæddist í Ólafs- vík 10. september 1904. Hann andaðist á Skjóli, heimili aldr- aðra í Reykjavík, 15. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 26. febrúar. dómsríkt, þakka ég það allt ásamt hlýlegu viðmóti hans við mig alla tíð. Guðmundur Stein- þór vissi hvað það var að hafa fyrir lífinu. Hann lifði kreppuna og átti þó fyrir stórum barnahópi að sjá. Hann þekkti sauðkindina, ættjörð- ina og mat það mikils. Hann var sannur karl á sinni tíð. Lifði sína konu sem ól honum tíu börn. Ég vil votta þeim hjónum virðingu og þökk og kveð Guðmund á viðeigandi hátt með ljóði. Góði Jesús, fyrir greftran þín gefðu síðasta útför mín verði friðsöm og farsæl mér, frelsuð sál nái dýrð hjá þér. Svo að lifa, ég sofni hægt, svo að deyja, að kvöl sé bægt, svo að greftrast sem Guðs barn hér, gefðu, sætasti Jesús, mér. (Hallgrímur Pétursson.) Bára Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.