Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 27
ÞEGAR ég kem inn á geðsjúkrahús eftir andlegt niðurbrot er tekið á móti mér sem óvita og mér klappað á bakið og sagt við mig sem ég sé barn: „Svona svona.“ Margir lenda í áföll- um og eru brotnir á eftir og jafnvel eru heimilisaðstæður þeirra slæmar. Það er í lagi að koma vel fram við slíka einstaklinga en við megum ekki hjúkra þeim til dauða. Þeir eiga litla möguleika eins og kerfið er í dag. Ef slíkur einstaklingur á ekki fjölskyldu sem er tilbúin að rétta honum hjálp- arhönd getur hann endanlega horfið út úr samfélaginu inn í veröld sem segir við hann að hann sé ekki lengur maður með réttindi. Því ef enginn er tilbúinn til að taka á móti honum og einstaklingurinn passar ekki inn á sambýli verður spítalinn að vista hann og eftir fjögurra mánaða dvöl inni á sjúkrastofnun er hann sviptur öllum möguleikum til að taka þátt í samfélaginu því bætur hans falla nið- ur og hann fær vasapeninga í staðinn. Á vef Tryggingastofnunar segir: „Elli- eða örorkulífeyrisþegi sem er sjúkratryggður hér á landi og dvelst á sjúkrastofnun eða vistheimili getur átt rétt á vasapeningum þegar lífeyrir hans hefur fallið niður. Lífeyririnn fellur niður þegar dvalist hefur verið meira en fjóra mánuði samtals á und- anförnum 24 mánuðum á stofnun eða vistheimili sem er á föstum fjárlögum eða sem sjúkratryggingar greiða fyr- ir dvöl á. Þetta á þó aðeins við er dvöl- in hefur varað í 30 daga samfellt í lok þessa tímabils.“ Og til að bæta um betur segir einnig á vefnum: „Tekjur umfram 4.304 kr. á mánuði skerða vasapeninga um 65% þeirra tekna sem umfram eru.“ Þannig að einstak- lingurinn getur ekki greitt reikninga, haft síma, keypt sér föt, borgað leigu, haft bíl eða tekið þátt í samkomum og haldið mannvirðingu sinni o.s.frv. Það er gert ráð fyrir því að þessi einstak- lingur hafi engar mannlegar þarfir. Þá, sem semja svona lög, skortir al- varlega innsæi í líf annarra mannvera og eru að mínu mati ekki hæfir til sinna starfa. Ég er ekki lögmenntað- ur en eitthvað segir mér að hér sé um mannréttindabrot að ræða. Mér finnst að Geðhjálp ætti í samstarfi við Bændasamtökin að aðstoða slíka ein- staklinga til að fá aðstöðu og vinnu í heilbrigðu umhverfi. Ýta þyrfti á suma til að þeir færu í gang og yrðu að gagni sjálfum sér til heilla. Ef slík persóna sem um ræðir í þessu grein- arkorni hefur ekkert markvisst að gera verður hún byrði á sjálfri sér og samfélaginu. Svona háttsemi brýtur einstaklinginn niður en byggir hann ekki upp. Er ekki markmið heilbrigð- iskerfisins að hjálpa fólki frekar en að hneppa það í ánauð? Sjúklingar eiga ekki að vera sendir í sveit þar sem þeir skila tekjum fyrir viðkomandi heimili. Þar fá þeir sama og ekkert að vinna og fá aldrei að finna fyrir ábyrgð af neinum toga. Þá erum við að tala um vöru, ekki manneskju. Sem fær að valsa um á bæjarhlaðinu og klappa hundunum. Einstaklingur hættir ekki að vera aðili að samfélagi þótt hann þurfi á aðstoð að halda. Við megum ekki taka af honum alla möguleika til að taka þátt í því. Það að svipta manneskju bótunum er að kippa undan henni fótunum. Sjúkling- ur sem getur unnið á vél á að vinna á vél, sjúklingur sem getur mokað skít á að moka skít. Það gerir honum að- eins gott. Og þá er hann ekki lengur sjúklingur. Hann á að geta tekið sér frí þegar hann vill, hafi hann vit til og sjálfstraust. Við eigum ekki að fram- leiða sjúklinga, við eigum að aðstoða fólk til að eignast sjálfstætt og heil- brigt líf. En þá erum við komin að stefnu stjórnvalda, þar sem er að finna upphaf flestra samfélagsmeina. ÖRN ÚLRIKSSON, öryrki. Geðheilbrigðis- kerfið Frá Erni Úlrikssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 27 ÁRIÐ 2000 kom út bókin Minningar úr Menntaskólanum á Akureyri eftir 46 höfunda sem allir eru gamlir nem- endur skólans. Bókin er þykk og mikil og öll hin vandaðasta. Þar lýsa höfundar mannlífi og at- burðum í skólanum á sinni tíð. Oft er slegið á létta strengi og margar greinanna eru skemmtilegar og vel skrifaðar. Þegar ég var í skólanum var mikið um afburðakennara sem einnig voru góðir félagar nemenda. Fyrst má fremstan telja skóla- meistarann Þórarin Björnsson sem var hámenntaður gáfu- og hugsjóna- maður með hjartalag eins og lítið barn. Nemendum þótti afar vænt um Þórarin og að gata hjá honum var dauðasynd. Af öðrum lærimeisturum hvað mest af íslenskukennurunum Árna Kristjánssyni, sem gat gert góðan námsmann úr hvaða skussa sem var, Gísla Jónssyni sem talaði íslenskt mál af slíkri snilld að engu er við jafnað og stærðfræðikennaranum Jóni Hafsteini Jónssyni sem af eld- móði og dugnaði tókst að gera stærð- fræðina skemmtilega og spennandi. Af yngri kennurum voru Bjarni Sigbjörnsson, Friðrik Sigfússon, Helgi Jónsson og Þórir Sigurðsson í miklum metum. Við þessa menn og marga aðra starfsmenn skólans stendur maður í ævilangri þakkarskuld og minnist skólans með mikilli velvild og virð- ingu. Tómas Ingi Olrich skrifar eina grein í bókina og lýsir þar Jóni Haf- stein sem öfgafullum kommúnista og einfeldningi og lýkur sínum pistli um Jón með ósannri slúðursögu um far- angur í eigu Jóns sem var stolið í Sovétríkjunum. Ummæli Tómasar um Jón eru svo móðgandi og röng og í raun hrein öf- ugmæli að ekki er hægt að láta kyrrt liggja. Eftir að hafa kennt við MA í heilan mannsaldur með frábærum árangri og sem aðalhöfundur vandaðra kennslubóka í stærðfræði auk margra annarra góðra verka á Jón betri eftirmæli skilið. Ég hef haft samband við sam- kennara Jóns og gamla nemendur og þeim ber öllum saman um að um- mæli Tómasar séu afar ódrengileg og misvísandi. Þar sem Jón er hættur kennslu og kominn á eftirlaun þekkja margir nemendur MA hann ekki og taka kannski fullalvarlega „skemmtipistil Tómasar.“ Af áratugalangri kynningu af Jóni get ég fullyrt að tæplega er hægt að hugsa sér hjálplegri og velviljaðri mann og aldrei hef ég heyrt hann reka pólitískan áróður af neinu tagi. Þau ár sem ég hef verið í rekstri tölvuskóla og stærðfræðiþjónustu hefur hann margoft komið í heim- sókn, ávallt hvetjandi og áhugasam- ur um allar nýjungar í stærðfræði- kennslu. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá Jón á námskeið í notkun stærð- fræðiforritsins Maple fyrir nokkru og þá varð mér ljóst að gamli meist- arinn hafði engu gleymt. Ávallt hefur Jón komið fram sem sannur menntamaður, hófsamur og jákvæður. Ekki veit ég hvað veldur því að svo ágætur maður sem Tómas Ingi skuli skrifa slíka grein en kannski hefur langur pólitískur ferill einhver áhrif á dómgreind og skopskyn manna. ELLERT ÓLAFSSON, Holtsgötu 19, Hafnarfirði. Minningar úr mennta- skólanum á Akureyri Frá Ellert Ólafssyni, fram- kvæmdastjóra Tölvu- og stærð- fræðiþjónustunnar í Reykjavík: Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 w w w .t e xt il. is Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.