Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 9
Léttir frakkar og úlpur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Opið frá kl. 11–18 • Laugardaga frá kl. 10.30–16 Ný sending af vorvörum fyrir konur á öllum aldri. Toppar bolir og margt fleira. Stærðir 36-52 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 9 Ný sending frá Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Full búð af undirfötum v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Lager útsala 50-90% afsláttur Snorrabraut 38, sími 562 4362 ALVÖRU ÚTSÖLULOK Kápur 1.000 - Kjólar 500 - Veski 500 Svartir dragtarjakkar 1.000 Silkijakkar 2.000 Svartar flíspeysur 5.000 segir jafnframt að á það beri að líta að markaðurinn stækki ekki mikið þótt ferðum fjölgi verulega sem þýði að tekjur af flutningum aukist mjög lítið og rekstrarstyrkurinn þurfi því að aukast á hverja ferð. Fjölgun ferða sé fyrst og fremst aukin þjónusta. „Þetta átti við um fjölgun ferða í febr- úar 2002, en þó enn frekar þegar ákveðið var í október 2002 að fjölga ferðum um 75 á ári til viðbótar fyrri fjölgun. [-] Varð því enn að semja og samkvæmt eðli máls hækkaði styrkur á hverja ferð í seinni fjölguninni enn frá fyrri viðbótarsamningi, þar sem tekjur af flutningum vaxa ekki að sama skapi. Rétt er að ítreka að slíkir samningar hefðu orðið að fara fram þó að Herjólfur hf. hefði átt í hlut í stað Samskipa,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Ferðum fjölgað um 30% frá 2001 Pálmar Óli Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samskipa, segir það gleymast í umræðunni um aukin framlög Vegagerðarinnar til Sam- skipa vegna reksturs Herjólfs að búið sé að fjölga ferðum úr 438 í 570 á ári frá 2001 eða um 30%. Pálmar Óli segir að tilboð Sam- skipa hafi á sínum tíma gefið Vega- gerðinni svigrúm til að fjölga ferðun- um. Samgönguráðherra hafi gefið það út að Eyjamenn myndu njóta sparn- aðarins sem fékkst með útboðinu og það hefði gengið eftir með bættri þjónustu. Hann segir að aukinn kostnaður sé einkum í því fólginn að verið sé að bæta við ferðum á kvöldin, aukinn kostnaður sé samfara hverri ferð því vinna þurfi ýmis störf í næt- urvinnu, s.s. viðhaldsþjónustu og þrif. VEGAGERÐIN fullyrðir að frá því að Samskip tóku við rekstri Vest- mannaeyjaferjunnar í ársbyrjun 2001 hafa sparast margir tugir milljóna miðað við að tilboði Herjólfs hf. hefði verið tekið. Þá sé einnig ljóst að sá sparnaður muni aukast enn á næstu árum eftir þá samninga sem nýlega hafa verið gerðir við Samskip. Í tilkynningu Vegagerðarinnar kem- ur og fram að efni samningsins við Samskip verði ekki gert opinbert enda hafi Vegagerðin lengi haft þá stefnu að gefa ekki upp efni samninga sinna við einkaaðila. Vegagerðin segir að tilboð Herjólfs hf. hafi hljóðað upp á rúmar 108 millj- ónir en tilboð Samskipa hf. upp á 64 milljónir en gert hafi verið ráð fyrir 436 ferðum milli lands og Eyja. Þá hafi bjóðendur einnig verið beðnir um tilboð í viðbótarferðir við grunnáætl- un, sem gætu orðið 16 á ári og auka- ferðir, sem miðað var við að gætu orð- ið tvær á ári. Komnir út fyrir samningsgrundvöll „Í ársbyrjun 2002 var ákveðið að ósk Vestmannaeyinga að fjölga ferð- um um 55 á ári. Með þessari fjölgun var komið langt út fyrir grundvöll samningsins um ferðafjölda. Varð þá ekki komist hjá að semja sérstaklega um fjölgunina, eins og alltaf þegar komið er út fyrir ramma verksamn- ings. Niðurstaðan var sú að greiða fyrir þessar ferðir á einingaverði aukaferða í tilboði Samskipa en verð aukaferðanna var svipað í báðum til- boðunum og í báðum nokkru hærra en verð í viðbótarferðir.“ Í tilkynningu Vegagerðarinnar Hann segir að ef Vegagerðin hefði tekið tilboði Herjólfs hf. á sínum tíma og þeir byðu upp á jafnmargar ferðir og Samskip gera væri ríkið í raun að borga hærri upphæð en þeir borga Samskipum nú. Vegagerðin muni greiða Samskipum um 165 milljónir króna vega reksturs ferjunnar í ár en væri að borgar Herjólfi hf. 183–4 milljónir. „Og þá er ég samt að gefa mér það að Herjólfur hf. gæti staðið við sama einingaverð fyrir aukaferðir og þeir voru með í upprunalegu tilboði sem ég veit að þeir gætu ekki gert því kostnaður við aukaferðir er umtals- vert meiri, þeir væru beinlínis að tapa á hverri aukaferð,“ segir Pálmar Óli. Í tilboði Herjólfs var gert ráð fyrir 300 þúsund kr. greiðslu fyrir aukaferð en í tilboði Samskipa 800 þúsund króna. Vægi farþega- og farmflutninga ekki mikið í heildina Spurður um aukin framlög ríkisins til rekstursins í ljósi hækkunar far- gjalda á síðasta ári, fleiri farþega og aukinna vöruflutninga, segir Pálmar Óli að farþega- og farmflutningar séu í raun óverulegur hluti af rekstrar- kostnaðinum og vægi þeirra ekki þungt í heildina litið. Það sé einu sinni þannig að rekstur af þessu tagi sé um- talsvert styrktur af ríkinu. Hann bendir á, varðandi 13% far- gjaldahækkun á síðasta ári, að samið hafi verið sérstaklega um hana í þrí- hliða samningum Vegagerðarinnar, Samskipa og bæjarstjórnar Vest- mannaeyja. Samhliða hafi verið ákveðið að seinka brottför frá Vest- mannaeyjum um hálftíma og koma þannig til móts við heimamenn. Vegagerðin telur að rétt hafi verið að bjóða út rekstur Herjólfs Tugir milljóna sparast HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða þess efnis að við uppkaup á húseign í Hnífsdal, sem stendur á snjóflóða- hættusvæði, skuli miða við mark- aðsverð eignarinnar en ekki brunabótamat. Þessi dómur er stefnumarkandi fyrir sveitarfélög sem þurfa að kaupa upp húseignir á snjóflóða- hættusvæðum. Magnús Jóhanns- son, ráðuneytisstjóri umhverfis- ráðuneytisins og formaður Ofanflóðasjóðs, segir gott að kom- in sé niðurstaða í málið. Þótt ráðu- neytið hafi ekki verið beinn aðili að því varði það framkvæmd laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum sem ráðuneytið fer með. Bolungarvíkurkaupstaður hefur einnig þurft að taka húseignir eignarnámi þar sem varnarmann- virki eiga að rísa. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu náð- ist ekki samkomulag um verð fyrir húsin. Úrskurðarnefnd eignar- námsbóta sagði að greiða skuli eigendum húsanna endurbygg- ingakostnað, sem er hærri en markaðsverð húsanna. Það sættu sveitarfélagið og Ofanflóðasjóður sig ekki við. Málið fór því fyrir dóm. Magnús segir tilgreint í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum að Ofanflóðasjóður styrki sveitarfélög vegna kaupa á húsnæði á snjóflóðahættusvæði um 90% af markaðsvirði. Sjóðurinn hafi styrkt sveitarfélög í Hnífsdal, Siglufirði og Neskaupstað til upp- kaupa á íbúðarhúsum af sama til- efni. Í öllum þeim tilvikum hafi náðst samkomulag um markaðs- verð eins og lögin kveði á um. Þetta er fyrsti dómur þar sem reynir á eignarnám samkvæmt þessum lögum. Í honum kemur fram að samið var um kaup á hús- eign í Hnífsdal, sem stóð á snjó- flóðahættusvæði, við Ísafjarðarbæ. Eigandinn gerði fyrirvara við kaupin og vildi að dómstólar úr- skurðuðu um hvort greiða ætti markaðsverð eða brunabótaverð fyrir eignina. Krafði hann Ísa- fjarðarbæ um að greiða sér mis- muninn. Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi að þessi kaup fælu ekki í sér ólögmæta mismunum sem færi í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þar sem ekki yrði annað séð en að reglan hefði náð til allra sem svipað var ástatt um. Þá taldi rétturinn að jafnvel þótt kaupum Ísafjarðarbæjar á eigninni yrði jafnað við eignarnám yrði að fallast á með sveitarfé- laginu að markaðsverð eignar teld- ist vera fullt verð nema sérstak- lega stæði á. Hæstiréttur um uppkaup húseigna á snjóflóðahættusvæðum Markaðsverð telst fullt verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.