Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8. Enskur texti. Strangl.B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10..Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.10. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Áður en þú deyrð, færðu að sjá SV MBL Radío X KVIKMYNDIR.IS SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X Sýnd kl. 6. Ísl.tal. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. Norrænir kvikmyndadagar hefjast á fimmtudaginn.  ÞÞ Fréttablaðið / ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sumir tala um það, aðrir fara alla leið Svalar stelpur. hörkuspenna og fjör. Með hasargellunni Michelle Rodriguez úr „The Fast and the Furious“. Vinsælasta myndin í Bandaríkjunum. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. ÚRVAL menningarviðburða var með mesta móti í borginni nú um helgina, þegar lífgað var upp á myrkur og kulda góu á Vetr- arhátíð í Reykjavík. Þetta er í annað sinn sem Vetrarhátíðin er haldin, og standa vonir til að gera hana að árvissum viðburði. Samhliða Vetrarhá- tíðinni var haldin matarhátíðin „Matur og menning“ (Food and fun) svo borgarbúum gafst kostur á að bæði seðja maga og gleðja augu og eyru. Dagskráin var formlega sett af Þórólfi Árnasyni borgarstjóra við Iðnó á fimmtu- dag, og var þá mikið um dýrðir. Meðal ann- ars var tendruð sérstök lýsing á brúnni þar sem Skothúsvegur liggur yfir Reykjavík- urtjörn, og framinn var ljósberagjörningur í tjarnarhólmanum. Alls voru vel á áttunda tug viðburða haldnir í tengslum við hátíðina, og tengdust þeir öllu frá menningu, skólastarfi og at- vinnulífi, til íþrótta og sagnfræði, umhverfis og sögu. Þannig mátti finna á dagskrá Vetr- arhátíðar uppákomu finnsku listasveit- arinnar „Cleaning Women“ í Ráðhúsi Reykjavíkur, upplestur úr Njálu í Alþjóða- húsinu og lista og íþróttadagskrá fyrir börn í Egilshöll. Íþróttafélag fatlaðra leyfði gestum meðal annrs að spreyta sig í bogfimi og bocchia, og Háskóli Íslands og Þjóðleikhúsið héldu dag- skrá tileinkaða hlátri. Einnig var haldin stuttmyndahátíð, og sýnt fyrir allra augum á Ingólfstorgi og gestum gefinn kostur á að rýna bakvið sviðstjöld Íslensku óperunnar. Vetrarhátíð Reykjavíkur haldin með fjölbreyttri lista-, menningar- og matardagskrá Svipmyndir frá Vetrarhátíð Morgunblaðið/Árni Torfason Finnska sveitin Cleaning Women skemmti gestum í Tjarnarsal Ráðhússins. Til að tjá list sína léku þeir af miklum móð á þurrkgrindur og ýmis önnur óhefðbundin hljóðfæri. Morgunblaðið/Árni Torfason Þórólfur Árnason borgarstjóri setti Vetrarhátíð í Reykjavík á fimmtudag. Kyndlar loguðu, lúðrasveit lék og sungið var af krafti á meðan tjarnarsvæðið var lýst upp með ljóslistaverkum. Morgunblaðið/Árni Torfason Meðal fjölmargra viðburða á Vetrarhátíð var söngur Vox Feminae og kórsins Stefnis við setningu hátíðarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Í Egilshöll komu saman um 700 börn úr 4. og 5. bekk allra grunnskóla í Grafarvogi og bjuggu meðal annars til sameiginlegt listaverk og dönsuðu fjöldadans. Morgunblaðið/Árni Torfason „Heimurinn les Njálu“, eða „The Hill is Beautiful“ var yfirskrift dagskrár í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu. Þar lásu erlendir nemendur í íslensku við Háskóla Íslands úr Njálu, hver á sínu tungumáli. Morgunblaðið/Árni Torfason Unnar Geir Unnarsson sýndi hvað fer fram á bak við tjöldin í Óperunni. Sagt var frá starfseminni og sögunni í Gamla bíói og forvitnum gestum leyft að rýna í þá hlið leiklistarinnar sem venjulega er hulin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.