Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 19 ÁGÚST Ólafur Ágústsson, frambjóð- andi Samfylkingarinnar, ritaði grein í Morgunblaðið sl. miðvikudag þar sem hann gerir tilraun til að gera stefnu Sjálfstæðisflokksins í skattamálum tor- tryggilega. Gengur Ágúst svo langt að halda því fram að skattar hafi hækkað í tíð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar og fer miklar krókaleiðir í viðleitni sinni til að rökstyðja þessa fullyrðingu. Full ástæða er til að fara yfir þennan mál- flutning, enda byggist hann á villandi samanburði og röngum fullyrðingum. Ágúst byggir staðhæfingar sínar einkum á því, að hlutfall heildarskatt- tekna ríkissjóðs af vergri landsfram- leiðslu á tímabilinu 1995 til 2001 hafi hækkað úr 25,3% í 29,4%. Notar hann þetta til að styðja þá fullyrðingu að rík- isstjórnin hafi staðið fyrir skattahækk- unum og fer í mikla reikningsleikfimi til að sýna hvað það þýði í aukinni skatt- byrði einstaklinga og fjölskyldna. Stað- reyndirnar í þessum efnum hafa eitt- hvað skolast til hjá Ágústi, enda fór þetta hlutfall hæst í 29,4% árið 2000, lækkaði í 27,5% árið 2001 og í 26,9% ár- ið 2002. Forsendurnar sem Ágúst gefur sér eru því rangar en jafnframt er margt athugavert við skýringar hans á þróun- inni og þær ályktanir sem hann dregur af þessum tölum. Í fyrsta lagi er rétt að athuga, að hækkað hlutfall skatttekna af lands- framleiðslu á sér ýmsar skýringar, sem fráleitt er að tala um sem skattahækk- anir. Auknar launatekjur eiga t.d. mik- inn þátt í hækkuninni, en verulegar launahækkanir hafa átt sér stað í þjóð- félaginu á því tímabili sem hann tekur til viðmiðunar. Þegar hagvöxtur er mik- ill og góðæri ríkir, eins og var á mestum hluta þessa tímabils, hækka launa- tekjur almennings og skila um leið meiri tekjum í ríkissjóð. Þetta gerist þótt tekjuskattshlutfall einstaklinga hafi lækkað. Jafnframt aukast tekjur af neyslusköttum á sama tíma þótt ekki sé hreyft við skatthlutföllum. Vissulega er það rétt hjá Ágústi að í dag borga fleiri tekjuskatt en fyrir átta árum, en það sem skiptir mestu máli í því sambandi er að ástæðan fyrir því að fleiri borga einhverja skatta nú er sú að tekjur þeirra hafa aukist. Og fyrir launþegann hlýtur aðalatriðið að vera að kaup- máttur ráðstöfunartekna hefur aukist verulega, eða um 33% á tímabilinu sem Ágúst fjallar um, en þetta er mæli- kvarðinn á það hvað menn hafa til ráð- stöfunar eftir skatta. Að kalla auknar tekjur ríkissjóðs vegna aukinna tekna í þjóðfélaginu skattahækkun er hrein rangtúlkun. Sama má segja um tekjuskatt fyr- irtækja. Þar hefur hlutfallið verið lækk- að í áföngum úr 45% árið 1991 í 18% í dag. Þessi skattur skilar þrátt fyrir lækkunina mun meiri tekjum í ríkissjóð en áður. Það er rétt hjá Ágústi að ýmsir frádráttarliðir hafa verið afnumdir samhliða hlutfallslækkunum og skatt- stofninn þar með breikkaður, enda er það í samræmi við þá stefnu að skattar eigi að vera sem almennastir, und- anþágur fáar og skattkerfið gegnsætt. Hins vegar eru til mikilvægari skýr- ingar á því hvers vegna lægri skatt- hlutföll skila meiri tekjum og má þar nefna aukin umsvif fyrirtækja og betri árangur í rekstri, en lág skatthlutföll eru einmitt ein mikilvægasta leiðin til að búa atvinnulífinu hagstætt starfsum- hverfi. Ágúst fullyrðir að barnabætur hafi verið skertar í tíð ríkisstjórnarinnar en ekki fylgir hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu. Tölurnar tala hins vegar sínu máli í þessu sambandi. Útgjöld rík- issjóðs vegna barnabóta hafa hækkað um 37,7% frá árinu 1999 en á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 19,7%. Mér er ekki ljóst hvernig Ágúst fær út þá niðurstöðu að í þessu felist skerðing – hvað þá skattahækkun! Þá fullyrðir Ágúst að stimpilgjöld hafi hækkað um 900 milljónir króna, en það stenst ekki frekar en annað. Hið rétta er að þessi gjöld hafa ekki verið lækkuð, en það getur varla talist skatta- hækkun, jafnvel þó að Ágúst langi mik- ið til að klína þeim stimpli á ríkisstjórn- ina. Fullyrðing um hækkun skatta á áfengi og tóbaki missir einnig marks, enda hafa krónutöluhækkanir á þessum sköttum á undanförnum árum ekki ver- ið í samræmi við verðbólgu. Veruleikinn er því sá að þessir skattar hafa lækkað að raungildi en ekki hækkað. Hér er ekki pláss til að svara öllum fullyrðingum Ágústs um skattahækk- anir, en það sem eftir stendur er að þær eru byggðar á rangtúlkunum og villandi samanburði. Staðreyndin er sú að rík- isstjórnir Davíðs Oddssonar hafa beitt sér fyrir skattalækkunum, bæði lækkun á hlutföllum og afnámi ýmissa sér- skatta. Frá 1991 hafa aðeins tveir nýir skattar verið lagðir á, sem skipta máli í þessu sambandi, þ.e. svokallaður há- tekjuskattur og 10% fjármagns- tekjuskattur. Þessir skattar skila vissu- lega tekjum til ríkissjóðs vegna skattstofna sem ekki voru fyrir hendi áður. Hvergi hefur komið fram að Sam- fylkingin vilji leggja af hátekjuskattinn og ekki hafa talsmenn hennar stutt rík- isstjórnina í að lækka hann. Og ekki hafa Samfylkingarmenn lagt til lækkun fjármagnstekjuskatts heldur ítrekað mælt fyrir umtalsverðri hækkun skatt- hlutfallsins. Jafnframt er ljóst að Sam- fylkingarmenn hafa ekki treyst sér til að styðja breytingar á borð við lækkun á tekju- og eignarskatti fyrirtækja. Helstu talsmenn flokksins í skatta- málum, Jóhanna Sigurðardóttir og for- maðurinn, Össur Skarphéðinsson, hafa þvert á móti lýst yfir þeirri skoðun að almennt tekjuskattshlutfall atvinnulífs- ins eigi að vera 25% en ekki 18%. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni ef Samfylkingin hefur allt í einu fengið áhuga á skattalækkunum. Það er hins vegar ekki í samræmi við reynsluna af valdatíð vinstri manna, hvorki í lands- málum né í sveitarstjórnum. Það er heldur ekki í samræmi við fyrri stefnu Samfylkingarmanna í kosningum eða á Alþingi. Í ljósi þess skyldu landsmenn gjalda varhug við skattalækkunarlof- orðum úr þeirri átt – reynslan talar ein- faldlega öðru máli. Hverjum má treysta til að lækka skatta? Eftir Birgi Ármannsson „Staðreyndin er sú að ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar hafa beitt sér fyrir skattalækk- unum.“ Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. EFTIR úrskurð Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, sem heimilar framkvæmdir við Norðlingaölduveitu, hefur skapast grundvöllur fyrir stækk- un álvers Norðuráls á Grundartanga. Nú liggur fyrir að Landsvirkjun telur þessa framkvæmd hagkvæma og ætlar að ráðast í hana, þar með fær Norður- ál þá raforku sem þarf til álframleiðslu í stækkuðu álveri. Þessi niðurstaða er ánægjuefni og skiptir miklu máli fyrir atvinnulíf og búsetuþróun á Vest- urlandi. Ekki er síst mikilvægt að nið- urstöður liggi fyrir nú, vegna þeirrar þróunar sem verið hefur á vinnumark- aði. Gera má ráð fyrir að fram- kvæmdir við stækkun Norðuráls geti hafist innan sex mánaða og eru það góðar fréttir þar sem vart hefur orðið við aukið atvinnuleysi að undanförnu. Framgangur málsins hefur verið í nokkurri óvissu undanfarin misseri en nú liggja fyrir mikilvægar ákvarðanir og niðurstöður. Þrátt fyrir að stækkun Norðuráls verði að veruleika síðar en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, þá er aðalatriðið það að málið er nú nánast í höfn. Ráðherrar Framsókn- arflokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að málið hafi dregist á langinn, en öll- um má ljóst vera að við höfum unnið að þessu máli að fullum heilindum með það að markmiði að ljúka því. Flókin ferli vegna mats á umhverfisáhrifum, það að Þjórsárverin eru eitt helgasta svæði landsins út frá náttúruvernd- arsjónarmiðum ásamt mörgum óvissu- þáttum sem uppi hafa verið á vinnslu- ferli málsins hefur dregið niðurstöður á langinn, en á því eru eðlilegar skýr- ingar. Fyrir okkur framsóknarmenn er þessi staðreynd sérstakt ánægjuefni, allt frá því fyrst komu fram hug- myndir um byggingu álvers Norðuráls á Grundartanga hafa framsóknarmenn unnið að heilindum að því að uppbygg- ing þessa mikilvæga fyrirtækis yrði að veruleika. Rétt er að rifja upp að á þeim tíma þegar undirbúningur bygg- ingar álversins stóð yfir sætti Fram- sóknarflokkurinn miklum andbyr af hálfu þeirra sem börðust gegn ál- verinu vegna umhverfissjónarmiða, en okkur féllust ekki hendur heldur var markvisst unnið að því að ná málinu í höfn. Reynslan af starfsemi Norðuráls er mjög góð, fyrirtækið er til fyr- irmyndar og það hefur skipt miklu máli fyrir Vesturland og þjóðarbúið í heild. Orkuframleiðsla með Norð- lingaölduveitu og nýting orkunnar til álframleiðslu hjá Norðuráli er dæmi um atvinnustefnu Framsóknarflokks- ins. Um er að ræða nýtingu orkuauð- lindar að teknu tilliti til náttúruvernd- arsjónarmiða og uppbyggingu á atvinnustarfsemi til aukinna þjóð- artekna. Ávinningurinn er sá að fleiri fá atvinnu, útflutningstekjur aukast og þjóðarbúið styrkist. Með auknum tekjum skapast meiri möguleikar á að efla velferðarkerfið, verja auknum fjármunum til ýmissa verkefna sem fólkið kallar eftir og svigrúm til skattalækkana eykst. Staða mála varð- andi byggingu Norðlingaölduveitu og stækkun Norðuráls er því mikið fagn- aðarefni fyrir þjóðina alla. Stækkun Norðuráls Eftir Magnús Stefánsson Gera má ráð fyrir að framkvæmdir við stækkun Norðuráls geti hafist innan sex mánaða og eru það góðar fréttir þar sem vart hefur orðið við aukið atvinnuleysi að undanförnu. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks á Vesturlandi og er í fyrsta sæti á framboðs- lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. haldið að hann fagnaði því að þjóðir ESB væru að þróa samstarfið í átt að hefð- bundnu milliríkjasamstarfi á þeim svið- um sem þau teldu að eigi betur heima í löndunum sjálfum. Þar að auki ætti Birgir Tjörvi að vita að utanríkismál heyra undir aðra Stoð samstarfs Evrópusambandslanda og þar hefur framkvæmdastjórnin (yfirþjóðlegt vald) ekki lögsögu. Í utanríkismálum leit- ast ríkin við að samræma skoðun sína en hverju landi er þó heimilt að hafa sjálf- stæða stefnu eins og glöggt hefur komið fram í Íraksmálinu á undanförnum vik- um. Þrátt fyrir tilraunir Birgis Tjörva að draga athyglina frá aðalatriðum í mál- flutningi sænska utanríkisráðherrans, þá standa þau samt sem áður óhögguð. Anna Lindh hefur skipt um skoðun á gagnsemi aðildar lands síns að Evrópu- sambandinu. Hún telur að það hafi styrkt Svíþjóð bæði félagslega, efnahagslega og pólitískt að ganga í Evrópusambandið og þar með hafi rödd Svíþjóðar á al- þjóðavettvangi ekki veikst heldur þvert á móti styrkst. smærri ríkin innan ESB órnað rétti sínum til að hafa oðun í utanríkismálum. Þau og standa eins og stóru knist. Máli sínu til stuðnings inn Baldur Þórhallsson, dós- óla Íslands, og vísar í rann- á stöðu smáríkja innan sam- Birgir Tjörvi hefur lesið rð Baldurs um þessi mál, þá esið einhverja aðra útgáfu en din er hins vegar sú að meg- n í ritgerð dósentsins er sú afi nokkuð vel náð að tryggja na innan bandalagsins. Að am er mikil mistúlkun á nið- erðarinnar. ýtur það skökku við að Birgir harma það að aðildarríkin draga úr yfirþjóðlegu valdi astjórnarinnar. Maður hefði pna augun Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. dh um reynslu Svía a vakið töluverða þeim sárast. Hann virtist vera að segja þeim að Frakkland og Þýskaland væru í öndvegi, önnur ESB-ríki sætu skör lægra, og væntanleg aðildarríki sambandsins væru hornrekur sem ættu að þegja. Ummæli Chiracs varpa skæru ljósi á hvernig Evrópusambandið hefur fjar- lægst hugsjónina um jöfnuð milli allra að- ildarríkjanna. Skammademba hans gæti reyndar orðið til þess að horfið yrði frá nokkrum af þeim umbótum, sem verið er að ræða á ráðstefnu Evrópusambandsins og miðast að því að einfalda ákvarð- anatökuna innan ESB með því að koma á fót stofnunum sem myndu auka áhrif fjöl- mennustu ríkjanna. Slíkar umbætur geta aðeins gengið ef stóru aðildarríkin falla ekki fyrir þeirri freistingu að nota þessar stofnanir til að sneiða hjá eða traðka á hagsmunum litlu ríkjanna. Reiðilestur Chiracs er mjög skaðlegur einingu Evrópu vegna þess að hann grefur undan þessari meginstoð hennar, traustinu. faldlega látið í ljósi hollustu in nú þegar Bandaríkjastjórn ð halda. Ef til vill er mergur þau líta svo á að meðan Evr- ð hefur ekki komið sér upp kerfi geti þau þurft á Banda- halda til að tryggja öryggi ja sjálfstæði þeirra. aðildarríki ESB eru milli gju. Neiti þau að lýsa yfir Bandaríkin, sem þau þurfa í öryggismálum, geta enn sakað þau um sviksemi. ituðu því óbeint að styðja akka og Þjóðverja við Banda- málinu voru þau sökuð um pusambandið. benda á þessa valþröng puríkjanna er á engan hátt ka hrokafull ummæli Chiracs dan einingu Evrópu. Það ættulegasta – við yfirlýsingu að hann setti samasem- vrópusambandsins og g Þýskalands. Hann réðst Spánverja eða Ítali fyrir ra við Bandaríkin eins og puþjóðirnar og það svíður a einingu u Jiri Pehe var stjórnmálaráðgjafi Vaclavs Havels, fyrrverandi forseta Tékklands. Reuters uðningi við stefnu Bandaríkjanna gegn Írak. Greinarhöfundur segir ríki aðstoðina við að sigrast á kommúnismanum og seinna fyrir að hvika ekki viðbrögð við eiturefnaárás í Kúveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.