Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is „ÞAÐ leysist svo margt, Elín, yfir góðri skák.“ Þetta sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, fyrrver- andi formaður Dagsbrúnar, stund- um við eiginkonu sína, Elínu Torfadóttur. Elín segir að Guð- mundur hafi alla tíð haft mikinn áhuga á skák, auk þess að tefla mik- ið sjálfur. Guðmundur var formaður verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í ára- tugi og alþingismaður og borg- arfulltrúi um skeið. „Þegar Guðmundur var í kjara- samningaviðræðum fannst honum hvíld í því að taka skák,“ sagði Elín. Hún sagði að Guðmundur hefði aldrei neitað góðri skák og hann hefði lagt upp úr því að rækta skák- áhuga meðal félagsmanna í Dags- brún. Hann stóð m.a. fyrir skákmót- um innan félagsins og beitti sér fyrir því að skáksveit félagsins keppti við skáksveitir úr öðrum fé- lögum. „Guðmundur sótti öll skákmót sem hann átti möguleika á að sækja. Áhuginn á skák var geysi- lega mikill, en hann gat ekki sinnt þessu áhugamáli sínu eins mikið og hann langaði til,“ sagði Elín. Kunni því illa að tapa „Guðmundur og Albert Guð- mundsson tefldu mikið saman bæði niður á þingi og eins heima hjá okk- ur. Það var mikið kapp í þeim báð- um enda gamlir íþróttamenn. Þeir kunnu því illa að tapa og báðir áttu það til að setja höndina undir skák- borðið þegar illa gekk og slá því framan í andstæðinginn. Þegar fréttir bárust af því að Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, hefði verið myrtur sátu þeir saman heima hjá okkur að tafli. Þegar ég heyrði þessa frétt fór ég fram til þeirra og sagði þeim frá þessu. Þessi frétt sló mig illa eins og nærri má geta. Þeir hins vegar litu upp og hlustuðu á mig, en svo sagði annar hvor þeirra: „Þú átt leik.“ Svona stórfrétt náði ekki einu sinni að trufla þá við skákina.“ Elín sagði að meðan Guðmundur sat á Alþingi hefði hann verið fulltrúi á þingi Sameinuðu þjóð- anna. Í þessum ferðum hefði hann notað tækifærið og teflt á götum úti. „Hann fór alltaf beint að tefla og lét mig hanga þarna á Manhatt- an,“ sagði Elín og brosir. „En ég hafði nú dálítið gaman af því að fylgjast með honum. Áhuginn var svo mikill.“ Elín sagði að einu sinni hefðu þau verið í Svíþjóð og gengið inn í garð þar sem var útitafl. Hann hefði orð- ið óskaplega hrifinn af því að fólk ætti kost á því að setjast niður og tefla úti. „Ég var þarna að skoða mig um á meðan Guðmundur var að tefla. Þá kom Njörður Snæhólm til mín og spurði hvað ég væri að gera þarna. „Hann Guðmundur er að tefla,“ sagði ég. „Ertu brjáluð. Þessi garður er mesta eiturlyfjabæli í allri Svíþjóð.“ Síðan gekk hann til Guðmundar og sagði: „Viltu gjöra svo vel og passa hana Elínu.“ Guð- mundur leit upp og svaraði: „Já, en ég er nú aðeins að tefla hérna.“ Hvorki hann né ég gerðum okkur grein fyrir að við værum hugs- anlega í hættu. Skákin gekk fyrir.“ Elín sagði að Guðmundur hefði verið í borgarstjórn á þessum tíma og þar hefði hann lagt fram hug- mynd um að koma upp útitafli í Reykjavík. Hugmynd hans hefði verið að setja upp tafl með léttum og einföldum taflmönnum, en þetta hefði ekki gengið eftir eins og hann vonaði, að hluta til vegna þess að taflmennirnir voru svo þungir og mikil listasmíð. Guðmundur J. Guðmundsson hafði mikinn áhuga á skák „Það leysist svo margt, Elín, yfir góðri skák“ Morgunblaðið/Kristinn Elín Torfadóttir situr hér yfir gömlum skákborðum sem eig- inmaður hennar, Guðmundur J. Guðmundsson, tefldi oft við. Vinirnir og stjórnmálamennirnir Guðmundur J. Guðmundsson og Albert Guðmundsson tefldu mikið saman. Þeim líkaði ekki vel að tapa og áttu til að slá undir taflborðið þegar illa gekk. Myndin er tekin í Alþingishúsinu ár- ið 1982. Það er Svavar Gestsson sem fylgist með skákinni. EDDUSKÁKMÓTIÐ 2003, alþjóð- legt atskákmót til minningar um Guðmund J. Guðmundsson, hefst í Borgarleikhúsinu í dag og því lýkur 5. mars. Mótið er opið öllum, en með- al þáttakenda verða nokkrir af öfl- ugustu skákmönnum heimsins, flest- allir íslensku stórmeistararnir og margir af efnilegustu skákmönnum landsins. Á mótinu tefla 16 stór- meistarar sem eru með yfir 2600 skákstig. Vegleg verðlaun verða veitt þeim sem bestum árangri ná, en verð- launaféð er samtals um 2,4 milljónir. Flestir af íslensku stórmeisturun- um tefla á mótinu. Þegar eru skráðir til keppni Jóhann Hjartarson, stiga- hæsti skákmaður Norðurlanda, Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, Hannes H. Stefánsson, Þröstur Þórhallsson, Margeir Pét- ursson, Helgi Áss Grétarsson og Helgi Ólafsson. Þá er ótalinn fjöldi erlendra skákmanna af ýmsum styrkleika en alls er gert ráð fyrir um 120 keppendum. Hrannar Björn Arnarsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að þrír af tíu stiga- hæstu skákmönnum heims muni keppa á mótinu. Margir af erlendu stórmeisturunum sem tóku þátt í stórmóti Hróksins keppa á mótinu. Meðal þeirra sem taki þátt í Eddu- skákmótinu eru Veselin Topalov, Alexei Shirov, Michael Adams, Ivan Sokolov, Loek van Wely, Predrag Nikolic og Jaan Ehlvest. Mjög sterkt mót Hrafn Jökulsson, forseti Hróks- ins, sagði að þetta skákmót yrði gríð- arlega sterkt. Á því kepptu hvorki fleiri né færri en 28 stórmeistarar. Þrír af tíu stigahæstu skákmönnum heims tefldu á mótinu og 16 stór- meistarar sem væru með meira en 2600 skákstig. Þetta yrði því með sterkustu skákmótum á þessu ári. Teflt er eftir svissnesku kerfi. Tefldar eru níu umferðir. Í fyrstu umferð mega þeir sem hafa minni reynslu við skákborðið reikna með að fá erfiða andstæðinga, en síðan keppa saman þeir sem eru með jafn- marga vinninga. Hrafn sagði að fyrsta umferðin yrði mjög skemmtileg því þar fengju stigalágir áhugamenn um skák tæki- færi til að keppa við bestu skákmenn í heimi. Fæstir þeirra fengju nokk- urn tímann annað tækifæri til að reyna sig við þá bestu. Taflmennska hefst klukkan 17 alla dagana. Mjög vegleg verðlaun eru á mótinu, alls 30.000 dollarar, og eru fyrstu verðlaun 10.000 dollarar. Sér- stök verðlaun verða veitt fyrir best- an árangur kvenna, ungmenna og stigalausra skákmanna. Hrókurinn stendur fyrir skákmótinu í samvinnu við Eddu útgáfu hf. og aðaleiganda félagsins Björgólf Guðmundsson, sem veitt hafa skáklistinni mikinn stuðning að undanförnu. Atskákmót til minningar um Guðmund J. Guðmundsson Reiknað með yfir 120 þátttakendum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Ólafi S. Andréssyni, lífefnafræðingi: „Af lestri leiðara Morgunblaðsins sunnudaginn 2. mars er helst að skilja að ritstjórar stærsta prent- miðils landsins telji rétt að takmarka tjáningarfrelsi náttúruverndarsam- taka og fleiri varðandi Kárahnjúka- virkjun og er þar vitnað til leikreglna lýðræðisins. Eins og margir aðrir lýðræðissinnar get ég ekki fallist á að réttur til að gagnrýna stjórnvöld falli niður þegar lýðræðislega kjörið stjórnvald hefur tekið ákvörðun. Janfvel þótt einhverjum þyki það, þá eiga menn rétt á að fara með vafamál fyrir dómstóla, eins og Atli Gíslason hrl, Náttúruverndarsamtök Íslands, Guðmundur Páll Ólafsson og Ólafur S. Andrésson hafa gert. Þar til að dómstólar hafa kveðið upp sinn úr- skurð hljóta menn að mega halda því fram opinberlega að úrskurður um- hverfisráðherra hafi verið ólögmæt- ur, einmitt vegna þess að ekki var farið að leikreglum lýðræðisins. Hér hafa ritstjórar Morgunblaðsins sest í dómarasætið en það er ekki í þeirra verkahring í þessu máli. Burt séð frá þeirri grundvallar- reglu að virða rétt manna til að hafa skoðanir þar til dómstólar hafa kveð- ið upp úr um lögmæti þeirra, eru fjölmörg önnur atriði varðandi Kára- hnjúkamálið sem eru og munu verða gagnrýniverð hvað sem líður ákvörð- unum stjórnvalda, niðurstöðum dómstóla og ritstjóra Morgunblaðs- ins. Svipað gildir um mörg önnur mál sem eru eða hafa verið ofarlega á baugi, t.d. fyrirhugaðan stríðs- rekstur í Írak og stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Víetnam. Ég held að varla detti nokkrum sóma- kærum fjölmiðlamanni í hug að tak- marka eigi tjáningarfrelsi almenn- ings í Bretlandi og í Bandaríkjunum um þessi mál. Umræður og mótmæli varðandi Víetnam-stríðið voru víð- tæk, langvarandi og hávær í Banda- ríkjunum. Á sama tíma studdi meiri- hluti þings og almennings stefnu stjórnvalda. Er einhver sérstök ástæða til að takmarka rétt til mótmæla og tján- ingar skoðana varðandi ákvarðanir stjórnvalda á Íslandi frekar en á öðr- um Vesturlöndum svo sem í Banda- ríkjunum og á Bretlandi? Slík af- staða hefur að vísu komið fram áður hjá stjórnarformanni Landsvirkjun- ar og hjá iðnaðar- og viðskiptaráð- herra en það kemur á óvart að sjá hana birtast í ritstjórnargrein Morg- unblaðsins.“ Ólafur S. Andrésson, lífefnafræð- ingur Þverási 21, Reykjavík Aths. ritstj. Athugasemd Ólafs S. Andrésson- ar lífefnafræðings við forystugrein Morgunblaðsins í gær er óskiljanleg. Hann telur, að Morgunblaðið hafi lýst þeirri skoðun, að réttur til gagn- rýni falli niður, þegar lýðræðislega kjörið stjórnvald hafi tekið ákvörð- un. Þetta er fáránleg staðhæfing og hvergi hægt að finna henni stað í for- ystugrein blaðsins. Það sæmir Ólafi S. Andréssyni ekki að hafa uppi ómerkilega útúrsnúninga af þessu tagi. Í forystugrein Morgunblaðsins í gær sagði m.a.: „Fyrirhugaðar framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun eru mjög um- deildar eins og skýrt hefur komið fram í almennum umræðum og mót- mælaaðgerðum andstæðinga virkj- unarinnar. Slíkar mótmælaaðgerðir eru þáttur í okkar lýðræðislega sam- félagi og ekkert við þeim að segja.“ Í lok leiðarans sagði: „En þegar ákvarðanir af þessu tagi hafa verið teknar í lýðræðislegu þjóðfélagi á grundvelli þeirra leikreglna, sem í því gilda er of langt gengið, þegar al- þjóðleg umhverfisverndarsamtök reyna að bregða fæti fyrir þær ákvarðanir með allt að því dulbúnum hótunum í garð alþjóðlegra fjármála- fyrirtækja.“ Náttúruverndarsinnar þurfa hvorki nú né hafa þurft að kvarta undan því að tjáningarfrelsi þeirra sé takmarkað á síðum Morgunblaðs- ins. Það vita þeir sjálfir og ættu því að spara sér ómaklegar ásakanir um að blaðið vilji takmarka þau sjálf- sögðu mannréttindi, sem tjáningar- frelsi er og Morgunblaðið hefur í bráðum 90 ár háð harðari baráttu fyrir en margir aðrir í þessu þjóð- félagi. Of langt gengið? í febrúar. Frjálslyndi flokkurinn fengi tæplega 2% atkvæða. Sam- kvæmt þessu er R-listinn með svip- að fylgi og í síðustu borgarstjórn- arkosningum, Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæplega fimm pró- sentustigum og Frjálslyndi flokkur- inn tapar rúmlega fjórum prósentu- stigum. Könnunin var gerð í gegnum síma dagana 30. janúar til 26. febrúar sl. og var úrtakið 4.945 manns á aldr- inum 18 til 75 ára. Svarhlutfallið var ríflega 68%. Rúmlega 7% vissu ekki hvað þau myndu kjósa eða neituðu að gefa það upp og tæplega 1% sagðist skila auðu eða ekki kjósa. Fleiri konur kjósa R-listann Samkvæmt niðurstöðu Gallups kýs meirihluti kvenna R-listann en Sjálfstæðisflokkurinn sækir ívið meira af fylgi sínu til karla. Þegar fylgið er skoðað eftir aldri kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkur- inn sækir meira fylgi til fólks á aldr- inum 25 til 34 ára og 55 til 75 ára en R-listinn. Á hinn bóginn sækir R- listinn meira fylgi til yngstu kjós- endanna og fólks á aldrinum 35 til 54 ára. R-LISTINN fengi tæplega 53% at- kvæða og Sjálfstæðisflokkurinn ríf- lega 45% samkvæmt könnun Gall- ups á fylgi borgarstjórnarflokkanna Reykjavíkurlistinn með 53% fylgi BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Vantar þig gervi fyrir grímuballið? Hárkollur • Trúðanef • Gervinef • Tannlakk Gerviskegg • Gerviaugnhár • Lithársprey Leikhúsfarði • Gervitennur • Gervieyru Gerviskallar • Gerviblóð • Gervihor Sendum í póstkröfu! Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.