Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 31 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 RADIO X SV MBL  Kvikmyndir.com  SG DV  kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. Salma Hyaek sem besta leikona í aðalhlutverki6 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16. Vinsælasta myndin í Bandaríkjunum 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd.  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlaun- anna í ár fyrir leik sinn í mynd- inni. Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 www.laugarasbio.is Vinsælasta myndin í Bandaríkjunum. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16 ára. Frábær mynd sem frá leikstjóranum Martins Scorsese Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i.16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4. ísl. tal. 400 kr. Í TILEFNI af því að nú er Óskars- umræðan að ná algleymingi þá er ekki úr vegi að líta á sigurmyndina frá því á síðustu hátíð en Fegurð hug- ans (A Beautiful Mind) kom einmitt út á mynddiski síðla síðasta árs. Um myndina sjálfa þarf vart að fjölyrða, fáar myndir hafa fengið eins mikla athygli fjölmiðla á liðnum ár- um, enda ekki nema von því viðfangs- efnið er með afbrigðum áhugavert, líf Nóbelsverðlaunahafans einstaka Johns Nash. Þessa stærðfræðisnill- ings sem háði erfiða baráttu við geð- veiki, sem ekki einasta bitnaði á starfi hans heldur fjölskyldulífi eigi síður. Russell Crowe hefur réttilega verið lofaður í hástert fyrir túlkun sína á Nash, hlaut m.a. Golden Globe- og BAFTA-verðlaunin og er óhætt að fullyrða að það sé ekki síst fyrir frammistöðu hans sem myndin hlýtur styrk sinn. Myndin hlaut alls fern Óskarsverðlaun, var valin besta myndin, Ron Howard besti leikstjór- inn, Jennifer Connell besta leikkonan í aukahlutverki og Akiva Goldsman fékk verðlaun fyrir besta handritið byggt á öðru verki. Mynddiskaútgáfan hefur síðan hlotið sinn skerf af lofi og verðlaun- um. Á bandarísku Mynddiskaverð- laununum (DVD Premiere Awards) fékk útgáfan nýverið verðlaun fyrir bestu lýsingu á kvikmynd en disk- urinn inniheldur nákvæma lýsingu, bæði frá Ron Howard og Akiva Goldsman. Það sem kannski ríður baggamuninn er þó kannski einkar upplýsandi og skemmtileg lýsing Howards á atriðunum sem klippt voru út en þau eru allmörg meðal aukaefnisins. Klipptu atriðin eru alls átján talsins, með eða án lýsingar frá Howard. Alls er þetta tæpur hálftími af efni og allt saman fullklárað því eina ástæðan fyrir fjarveru þess í endanlegu útgáfunni var til að skerpa framvindu í annars vel langri mynd (130 mín.). Lýsing þeirra Howard og Goldsman er fróðleg og flettir hul- unni af ýmsum vangaveltum manna í kringum aðlögun sögu Nash að kvik- myndaforminu og því sem breyta þurfti til að þjóna frásögninni og dramatík. Saknar maður vissulega að þeir félagar svari fyrir þær rang- færslur sem fram koma í myndinni, eins og t.d. að þau Nash-hjónin hafi ekki skilið, líkt og þau gerðu í raun og veru. En burtséð frá því er lýsingin góðra gjalda verð. Þar með er engan veginn allt upp talið því að auki er heill diskur af ít- arefni, aðallega um viðfangsefni myndarinnar John Nash. Mest eru þetta heimildarmyndir og samræður, þeirra áhugaverðastar samræður Howards og Nash, þar sem sá síð- arnefndi reynir að skýra út fyrir leik- stjóranum Leikjakenningar sínar sem færðu honum Nóbelsverðlaunin. Fullflókin fræði fyrir okkur með- aljónana en engu að síður stór- fróðlegur kafli því þar fær maður tækifæri til að bera saman Nash í túlkun Crowe og hinn eina sanna. Sem sagt, meira en nóg af auka- efni, og ólíklegt að nokkrir aðrir eigi eftir að komast yfir það allt en þeir allra áhugasömustu, um kvikmynda- gerð annars vegar og leyndardóma Nash hinsvegar. Á mynddisknum með Fegurð hug- ans er leitast við að skýra leynd- ardóma John Nash og Óskars- verðlaunamyndarinnar um hann. Margbrotin Fegurð hugans Skarphéðinn Guðmundsson ÞVERT á þíðuna síðustu vikuna skall þokkalega óvænt á Ísöld á markaði mynddiskasölu. Ekki það að hann sé eitthvað frosinn heldur er tölvuteiknaða barna- og fjöl- skyldumyndin orðin söluhæsti mynddiskur landsins og kannski ekki nema von því myndin þykir hreint ansi vel lánuð og höfðar ekki síður til fullorðinna en barna – þökk sé húmornum. Myndin, sem er frá 20th Century Fox en ekki Disney-veldinu líkt og nær allar sigursælar teiknimyndir síðustu árin, er tilnefnd til Óskars- verðlauna sem besta teiknimynd- in. Þar keppir hún við myndina í öðru sæti, Villta folann, auk Gull- plánetunnar, Lilo og Stitch og hina japönsku Á vit andanna (Spirited Away). Það var löngu kominn tími til að verðlauna teiknimyndir í sér- stökum flokki á Óskarnum. Und- anfarin ár, eða allt síðan Litla haf- meyjan sló í gegn 1989 og hóf á ný til virðingar teiknimyndirnar, hef- ur úrval góðra teiknimynda aukist til muna og nægir að líta á mynd- diskalista vikunnar því til sönn- unar því fimm efstu myndirnar teljast allar, meira eða minna, til teiknaðra mynda. Það er einnig til marks um hvað virðist ganga best á mynddiskaforminu, barnamynd- irnar. Af öðrum tíðindum af sölulista vikunnar ber að nefna vænt stökk grínmyndarinnar Sætasta sætt (The Sweetest Thing), með Camer- on Diaz, upp í 7. sæti. Tvær nýjar myndir birtast svo neðarlega á lista; Monty Python-klassíkin Til- gangur lífsins (The Meaning of Life) og dans- og söngvamyndin sí- gilda Tónaflóð (The Sound of Music) með Juliu Andrews. Söluhæstu mynddiskar landsins                       !                                          "#$!  %%& '(% )&&* &&% '&+,  (  -.&- *( ( &/0 ! )1& &2/ ! )&3 $&&#( &/4%(  "5 )6 6+078 )9  $:(&5( 5%#;1(1 *( ( &/0 ! <)9# % & (  ( &09(&  !( *  )+( $%%' '%%5(&/ )( (  #  3 %  )8  )$+ := )8  )8  )$+ :=  (+ )8  )8  )8  )8  )8  )$+ :=  (+  (+ )8  )8  )$+ := )8  )8   (+      )=%% & +   '(#/ 8 + &  > % 52< % )8  (! % ;!9   %"&'' ## ()*## + ,#-, ## Þær voru kyn legar skepnu rnar sem uppi vor u á ísöld. Ísöldin er komin STÓRI Annállinn – The Beatles Anthology útgáfan veglega sem fyrst kom út fyrir sjö árum og inni- hélt nær allar mynd- og hljóðupp- tökur Bítlanna bresku sem ekki höfðu áður komið út – verður gefinn út á mynddiski 31. mars. Útgáfunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en árið 1995 komu út 3 tvöfaldir hljómdiskar og 8 myndbandsspólur saman í pakka sem innihéldu lengstu og ítarlegustu heimildarmynd sem gerð hefur verið um nokkra dægurlagahljómsveit. Margir hafa talið að þessi útgáfa gæti orðið eitt skýrasta dæmið um kosti mynddisksins fram yfir mynd- bandið; mynd- og hljómgæði betri sem og allt aðgengi að efninu, með kaflaskiptunum sem nú þykir orðinn sjálfsagður eiginleiki á mynddiskum. Auk þess að innihalda allt efnið á myndböndunum 8 (alls 10 klukku- stundir) mun mynddiskapakkinn innihalda enn meira efni sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir manna, þ.á m. sögulegar upptökur af Paul, George og Ringo að taka lagið sam- an í garði George 1995. Aukaefnið, sem verður 81 mínúta að lengd, verður á fimmta disk mynddiskaútgáfunnar á Bítlaann- álnum. Þar er einkum lögð áhersla á 12 mánaða langan undirbúning fyrir útgáfu annálsins, þ.á m. myndskeið frá upptökum á lögunum „Free As A Bird“ og „Real Love“ í Abbey Road hljóðverinu. Bítlaannállinn á leiðinni Vinur Bítlanna frá Hamborgarár- unum, Klaus Voorman, átti þátt í hönnun á útgáfu Bítlaannálanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.