Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Sími 588 55 30 Hannes Sampsted, sölustjóri, Sigrún Stella Einarsdóttir, sölumaður, Pétur Pétursson, löggiltur fasteignasali, Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteignasali. Fax 588 55 40 • Netfang: berg@berg.is • Heimasíða: berg.is • Opið virka daga frá kl. 9-17.30 MOSFELLSBÆR Reykjavegur - Mos. Mjög skemmtileg 80 fm sérhæð auk 27 fm bílskúrs í járnklæddu timburhúsi. Ný- endurnýjuð snyrting. Rúmgóð herbergi. Stór lóð og fallegur garður. Húsið stendur í útjaðri byggðar á friðsælum og fallegum stað. Áhv. húsbréf 6,4 m. V. 9,9 m. 5171 Álafosskvos - Mos. Höfum í einkasölu atvinnuhúsnæði, 135 fm. Möguleikar til að reka margvíslega starfsemi t.d. gallerí, handverksstofu, verslun o.fl. Frábær staðsetning, mikl- ir möguleikar. V. 11,9 m. 5159 Bjarkarholt - m. bílskúr - Mos. Höfum í einkasölu með frábæra staðsetningu einbýlishús, 136 fm að Bjarkarholti, Mosfellsbæ. Góður lagna- og skriðkjallari, tvöfaldur bílskúr, 58 fm gróðurhús og geymsluskúr. Eign með mikla möguleika og góða staðsetn- ingu. Áhv. 11,0 m. V. 20,9 m. 5152 Byggðarholt - Mos. Snyrtilegt raðhús, 143 fm auk 21 fm bílskúrs. Stórt þvottahús innaf eldhúsi. 3 góð svefnherbergi. Útgengt úr stofu á stóran sólpall með skjó lveggjum. Fallegur garður. V. 18,7 m. 2266 Akurholt - 2ja íbúða hús - Mos. Nýtt í sölu. Mjög gott 233 fm einbýlishús auk 70 fm ósamþykktrar íbúðar í kjallara. 64 fm bílskúr með við- gerðargryfju. 4 góð svefnherbergi. Arinn í stofu. Sjónvarpsherbergi. Ný eldhús- innrétting. Glæsileg ný snyrting m. flís- um í hólf og gólf. Hornbaðkar. Stór 1.000 fm lóð með hellulögnum. Hiti í bíl- aplani. Barnvænt hverfi. Áhv. 7,7 m. bygg.sjóður. 5192 Krókabyggð - endaraðhús Nýtt í sölu. Mjög fallegt 97 fm raðhús í einu vinsælasta hverfi Mosfellsbæjar. Merbau-parket og flísar á gólfum. 2 góð svefnherbergi með skápum. Mikil loft- hæð í stofu og holi. Vandaður frágang- ur. Örstutt í leikskóla og óspillta náttúru með skógi og fallegum útivistarsvæð- um. Áhv. 6 m. byggingasjóður. V. 15,1 m. 5190 Stóriteigur - Mos. Erum með í sölu skemmtilegt 3ja hæða 260 fm rað- hús með innbyggðum bílskúr í grónu og fallegu hverfi í Mosfellsbæ. Rúmgott eldhús með borðkrók. Stór stofa og borðstofa. Á 2. hæð eru 4 svefnherbergi og snyrting. Í kjallara eru 3 herbergi og geymslurými. Fallegur suðurgarður. Hagstætt verð. V. 19,2 m. 5183 Grundartangi - Mos. Nýtt í sölu. Mjög fjölskylduvænt 166 fm timburein- býlishús. Þar af er 23 fm bílskúr. 4 svefnherbergi. Rúmgóð stofa og eldhús. Stór og fallegur garður. Sólpallur. Hellu- lagt bílaplan með varmalögnum. Áhv. húsbréf kr. 7,3 m. V. 19,3 m. 5194 Helgaland - í smíðum - góð kaup Mjög fallegt og reisulegt 2ja hæða 212 fm parhús með innfelldum bílskúr. Húsið er fullb. að utan og fok- helt að innan. Einnig hægt að fá afhent lengra komið t.d. tilbúið undir tréverk. Laust strax. Mjög vandaður frágangur. Stór eignarlóð. Frábær staðsetning með útsýni. Áhv. ný húsbréf kr. 9,0 m. 5086 Í smíðum Lómasalir Glæsilegar og mjög vel skipulagðar 3ja-4ra herbergja íbúðir í 4ra hæða fjölbýli í Salahverfi. Íbúðirnar eru 103-122 fm ásamt stæði í bílageymslu. Eignirnar afhendast fullbúnar að utan sem innan en án gólfefna. Allar nánari uppl. á skrifstofu Berg. Byggingaraðili tekur á sig öll afföll húsbréfa, lánar allt að 85% í kaupverði. Greiðslur úr sölu mæta kaup- um. V. 14,9-16,5 m. 5109 Blásalir Vandaðar og glæsilegar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í 12 hæða blokk. Stórkostlegt útsýni úr öllum íbúðum yfir Suðurnes og Reykjavíkursvæðið. Íbúðun- um er skilað fullbúnum en án gólfefna. Í öllum herbergjum eru sjónvarps- og síma- tenglar og sérhljóðeinangrun. Öll sameign verður fullbúin og lóð fullfrágengin með leiksvæðum. Upphitað bílskýli er í kjallara sem selst sér. Byggingaraðili lánar allt að 85%, greiðslur úr sölu mæta kaup- um. V. 12,5-19,3 m. 2305 Ólafsgeisli - með bílskúr Höfum í sölu nýbyggt einbýlishús á tveim hæðum, 211 fm ásamt 28 fm bílskúr. Húsið selst frágengið að utan og tilbúið undir tréverk að innan. Möguleiki er á 4ra til 5 herbergj- um og lítilli íbúð á 1. hæð. FALLEG OG VEL SKIPULÖGÐ EIGN MEÐ FRÁBÆRU ÚTSÝNI. V. 22,5 m. 2029 Einbýli Hlíðarhjalli - glæsileg eign Í einkasölu glæsilegt 3ja hæða einbýlishús með tvöföldum bílskúr. Húsið er allt hið vandaðasta. Fallegar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Húsið er á einstökum útsýnisstað. Eign fyrir vandláta. Áhv. 8 m. Skipti koma til greina á minni eign. V. 33 m. 2017 Grettisgata Lítið og fallegt 82 fm einbýli. Í risi er fallegt svefnherbergi. Á miðhæð er forstofa, baðherbergi, stofa og eldhús. Í kjallara er herbergi og þvottahús ásamt geymslu. Húsið er mjög vel við haldið, nýjar hitalagnir og gler. Falleg eign á góðum stað. Verð 11,3 millj. 5140 Raðhús Bræðratunga - Kópavogi Ný- komið í sölu vandað raðhús á tveim hæð- um, 135 fm. Bílskúrsréttur. Eignin skiptist þannig: Stofa ásamt borðstofu og tveimur svefnherbergjum. Fataherbergi og tvö baðherbergi. Barnvænt umhverfi og stutt í skóla. Áhvílandi byggsj. 2,8 m. V. 14,9 m. 2263 Hæðir Gnípuheiði - Kópavogi Falleg 80,5 fm 3ja herbergja neðri sérhæð í litlu fjölbýli. Íbúðin er sérlega falleg með vönduðum innréttingum, parket og nátt- úruflísar á gólfum. Stór verönd sem er á móti suðri. Hægt er að kaupa 24,6 fm bílskúr með á kr. 2.000.000. Falleg eign á góðum stað og stutt í skóla. Verð 12,9 m. 5179 Bugðulækur - sérhæð Mjög falleg 131,6 fm sérhæð í þessu vinsæla hverfi. Íbúðin skiptist í þrjú góð svefnherbergi, stofu og borðstofu, rúmgott eldhús með nýrri eldhúsinnréttingu. Flísar og parket á gólfum. Eign á góðum stað og stutt í alla þjónustu. V. 17,3 m. 2308 4ra-6 herb. Kleppsvegur Höfum í einkasölu góða 4ra herb. íbúð, 94 fm, á þriðju hæð í fjöl- býlishúsi. Þrjú svefnherb., stofa og suður- svalir. Ekkert áhvílandi. V. 10,8 m. 5173 3ja herb. Fífulind - Kópavogi Vorum að fá í sölu fallega 3ja herb. 85,5 fm íbúð á 2. hæð. Tvö góð svefnherb. ásamt rúmgóðri stofu, stórt baðherb. með flísum á gólfi og innrétt. í kringum vask. Parket og flísar á öllum gólfum. Þetta er falleg eign á góð- um stað í litlu fjórb.húsi. Stutt er í alla þjónustu. V. 13,7 m. 5195 Ljósheimar - lyftuhús Vorum að fá í sölu fallega 3ja herb. 72 fm íb. á 2. hæð í góðu lyftuhúsi. Parket og flísar á gólfum. Þetta er eign á góðum stað og stutt er í alla þjónustu. Húsið er nýl. klætt að utan með Steni-klæðningu. V. 10,9 m. 5191 Háaleitisbraut - laus strax Skemmtileg 74 fm íbúð í kjallara í þessu vinsæla hverfi. Parket og flísar á gólfum. Hagstæð áhv. lán. kr. 4,7 m. V. 9,9 m. 2275 2ja herb. Grettisgata - laus strax Mjög fal- leg og í góðu viðhaldi 2-3ja herb. 62 fm íbúð í snyrtilegu húsi við Grettisgötuna. Nýtt Danfoss-kerfi. Laus strax. Ekkert áhv. Hagstætt verð. 7,9 m. V. 7,9 m. 5157 Þekking - öryggi - þjónusta Lækjasmári - Kópavogi Vorum að fá í sölu fallega 3ja herbergja 100 fm íbúð ásamt 26 fm stæði í bílageymslu. Parket á gólfum og góðir skápar. Snyrting flísalögð í hólf og gólf með ljósum flísum. Þetta er falleg eign á rólegum stað og stutt er í alla þjónustu. V. 14,8 m. 5174 Reykjavík – Hjá fasteignasölunni Laufási er nú í sölu húseignin Há- teigsvegur 44. Húsið er steypt, reist 1950 og hannað af Guttormi Andr- éssyni húsameistara fyrir Gunnlaug Blöndal listmálara og má ætla að hann hafi haft veruleg áhrif á útlit og gerð hússins. Húsið er á þremur hæðum og við það er tvöfaldur bíl- skúr. Heildarstærð er 419 fermetr- ar. Óskað er eftir tilboðum í húsið. „Húsið stendur við efsta hluta Háteigsvegar, þar sem hús standa aðeins annars vegar við götuna,“ segir Magnús Axelsson hjá Laufási. „Þess vegna er rúmt um húsið, að- koma góð og næg bifreiðastæði. Stutt er í alla þjónustu, t.d. versl- anir og skóla. Húsið er allt afar vandað að allri gerð, m.a. eru gólfefni ýmist gegn- heilt parket eða vandaðar flísar. Sem dæmi um það má nefna að svalir og verandir, samtals hátt í 100 fermetrar eru flísalagðar með frostþolnum flísum. Að innan hefur verið vandað til innréttinga, sem eru stílhreinar og sígildar viðarinnréttingar úr mah- oníi, s.s. hurðir og dyraumbúnaður, lofta- og veggpanell, skápar og eld- húsinnrétting. Innihurðir eru einnig úr mahóníi, ýmist fulningahurðir eða, eins og í stofum, með slípuðum smárúðum. Vönduð flísalögð bað- herbergi og snyrting eru á miðhæð og efstu hæð. Garðurinn við húsið er stór og mikill gróður er í honum, m.a. há og myndarleg tré. Í húsinu eru níu herbergi fyrir utan stofur. Á 1. hæð er 4–5 her- bergja íbúð ásamt risastórum suð- ursvölum, sem ná yfir allan bílskúr- inn, en á þeirri hæð er einnig aðalinngangur í húsið. Á 2. hæð eru 5 svefnherbergi og baðherbergi. Vestur úr húsinu er millihæð með sólstofu og út af henni eru suð- ursvalir. Húsið var upphaflega byggt sem einbýlishús, en skipulag hefur verið aðlagað núverandi notkun, sem felst í útleigu herbergja og stúd- íóíbúða. Gott viðhald Húsinu hefur ávallt verið vel við haldið m.a. skipt um inntök og hei- mæðar og -taugar fyrir heitt og kalt vatn, rafmagn og síma, þ.m.t. breið- band. Sama er að segja um frá- rennslislagnir, sem hafa verið fóðr- aðar. Steyptar rennur voru teknar í gegn árið 2000. Í kringum húsið eru steyptar stéttar og tröppur og snjóbræðsla nær alla leið út í gangstéttarbrún við götu (rennustein). Auk venju- legs búnaðar er í húsinu örygg- iskerfi til varnar innbrotum sem að- varar um vatnstjón og eld. Þetta kerfi er tengt beint í stjórnstöð og er unnt að stýra því frá stjórnborði á vegg og með fjarstýringu að eigin vali. Kerfið getur einnig þjónað ör- yggishnappi, ef íbúar vilja nota slík- an hnapp. Þá er í húsinu fullkomin símstöð sem einnig þjónar dyra- síma. Símar eru í öllum herbergjum og er hægt að tala á milli þeirra. Einnig er hægt að velja það her- bergi sem dyrabjalla á að hringja í, frá dyrasíma utan við aðalinngang, auk þess að stjórna má úthring- ingum úr símum í einstökum her- bergjum, t.d. skammta unglingum ákveðinn úthringikvóta o.s. frv. Mjög góð útilýsing er við húsið og má nefna 8 útiljós götumegin og einn ljósastaur og 5 útiljós í garð- inum. Garðurinn sunnan við húsið er af- ar sérstakur. Í honum eru mörg há grenitré, en auk þess ösp, fallegur hlynur og sírenur. Tvær hellulagðar verandir eru í garðinum, önnur sunnan við húsið sjálft, en hin sunn- an við bílskúrinn. Þær eru tengdar með hellulögn og auk þess eru hellulagðir stígar um garðinn. Öll beð í garðinum eru uppbyggð og hlaðið í kringum þau með nátt- úrugrjóti. Að öðru leyti skiptist garðurinn upp í grasflöt og svæði með sjávargrús. Steypt og flísalögð tjörn er í miðjum garðinum. Háteigsvegur 44 Húsið er á þremur hæðum og við það er tvöfaldur bílskúr. Heildarstærð er 419 ferm. Óskað er eftir tilboðum í húsið, en það er til sölu hjá Laufási. Efnisyfirlit Ás ........................................... 20–21 Ásbyrgi ........................................ 33 Berg ................................................. 2 Bifröst .......................................... 32 Borgir ..................................... 18–19 Brynjólfur Jónsson .................... 10 Eign.is ........................................... 12 Eignaborg .................................... 44 Eignalistinn ................................ 42 Eignamiðlun ....................... 44–45 Eignaval .......................................... 7 Fasteign.is .................................. 30 Fasteignamarkaðurinn .... 34–35 Fasteignamiðlunin .................... 37 Fasteignamiðstöðin ................... 17 Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 21 Fasteignasala Íslands .............. 35 Fasteignastofan .......................... 15 Fasteignaþing ............................... 3 Fjárfesting .................................. 38 Fold ............................................... 48 Foss ................................................ 16 Garðatorg .................................... 47 Garður ............................................. 6 Gimli ...................................... 26–27 Heimili ............................................. 6 Híbýli ............................................ 42 Híbýli og skip ................................. 9 Hóll ........................................ 28–29 Hraunhamar ........................ 40–41 101 Reykjavík .............................. 14 Húsakaup .................................... 43 Húsavík ........................................... 5 Húsið ............................................... 4 Höfði ............................................. 22 Höfði Hafnarfirði ....................... 23 Kjöreign ....................................... 46 Laufás ........................................... 39 Lundur .................................. 24–25 Lyngvík .......................................... 31 Miðborg ......................................... 13 Skeifan ........................................... 11 Smárinn .......................................... 4 Stakfell ........................................... 9 Valhöll ......................... 8–9–17–38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.