Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 18
18 B ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir AF MERKUM borgum6.000 ára siðmenning-arsögu mannsins stendurRóm líklega öllum fram- ar. Í um 1.000 ár var hún höf- uðborg rómverska heimsveldisins, í nærfellt 2.000 ár hefur hún verið fremsta miðstöð kristinnar trúar og um rúmlega 100 ára skeið hefur hún verið höfuðborg endurreistrar Ítalíu. Róm var fyrsta borg heims til þess að ná íbúatölunni ein millj- ón, sem gerðist á blómatíma henn- ar á fyrstu tveimur öldum tímatals vors. Eftir hrun vesturhluta Róma- veldis á fjórðu og fimmtu öld hófst aldalangt hnignunarskeið í Evr- ópu, oft kennt við myrkar miðaldir. Menningararfur Rómar til handa Vesturlöndum hefur hins vegar reynst óbrotgjarn, nefnum aðeins slíka grunnþætti vestrænnar menningar sem kristna trú, sem upphófst einna fyrst meðal borg- arlýðs Rómar og hið latneska letur sem grein þessi er rituð með. Brauð og leikar Róm birtist á sviði sögunnar á sjöttu öld f. Kr. sem uppvaxandi borgríki við Miðjarðarhafið, eitt af mörgum á þeim tíma. Í Púnversku stríðunum ruddu Rómverjar veldi Karþagó úr vegi og upp hófst blómaskeið borgríkisins unga, fyrst sem lýðveldis og svo keis- aradæmis, þ.e. frá og með Júlíusi Sesar og fóstursyni hans, Ágúst- usi, þess sem skrásetja lét alla heimsbyggðina um það leyti er Jesús Kristur fæddist í Betlehem. Borgarbragur í Róm til forna var engu líkur fyrr eða síðar í mannkynssögunni. Ríkidæmi borg- arinnar byggðist algerlega á drottnunarstöðu hennar innan hins stöðugt stækkandi heimsveldis. Til Rómar streymdu gífurleg verð- mæti frá skattlöndunum, korn og önnur matvæli, dýrahjarðir til hringleikahúsanna, ásamt ótölu- legum fjölda þræla. Mörg hundruð brauðgerðarhús dreifðu ókeypis brauði til borg- arlýðsins og helsta skemmtun hans var að sækja hringleikahúsin þar sem fram fóru blóðugir bardagar manna við menn og manna við villidýr. Með þessum hætti var borgarbúum – svo sem frægt er – séð fyrir „Panem et Circenses, brauði og leikum.“ Byggðar voru hallir og opinber- ar byggingar og vatnsveitukerfi Rómar var einstakt verkfræðilegt afrek, sem m.a. gerði mögulegan rekstur gífurlegs fjölda baðhúsa, bæði opinberra og í einkaeign. Fráveitukerfið þótti ekki síðra og Cloaca Maxima, sem rann út í Tíb- er er líklega „móðir allra klóaka“. Þegar verkfræðingar á 19. öld stóðu í ströngu við að leysa frá- veitumál Lundúna, urðu 2000 ára gamlar lausnir Rómverja á þessu brýna vandamáli þeim mjög til fyr- irmyndar. Sú hefð skapaðist smátt og smátt í Róm að nýir keisarar leit- uðust við að feta í fótspor Ágúst- usar og skilja eftir sem stórkost- legust mannvirki. Þetta jók enn á mikilfengleik borgarinnar en var að sama skapi ákaflega kostn- aðarsamt. Hin rómverska framkvæmda- hefð lifir enn góðu lífi meðal þjóð- arleiðtoga í þeim löndum sem fyrir margt löngu tilheyrðu keisardæm- inu forna; enn þann dag í dag reyna allir þeir sem kjörnir eru forsetar í Frakklandi að skilja sem óbrotgjarnasta minnisvarða eftir sig í París og skiptir þá engu hvort forsetinn heitir Pompidou, Mitterr- and eða Chirac eða hvaðan hann kemur úr litrófi stjórnmálanna. Hnignun og endurreisn Hnignun Rómar og Rómaveldis hélst í hendur. Árið 330 lýsti Konstantín mikli – sem einnig vann sér það til frægðar að gera kristni að ríkistrú Rómaveldis – yfir stofnun nýrrar höfuðborgar, Konstantínópel, í stað Rómar. Árið 410 hertóku Vestgotar Róm og Vestrómverska ríkið leystist upp í ný og sundurlaus ríki er stofnuð voru af germönskum þjóðflokkum þjóðflutningatímans. Suður- og Vestur-Evrópu hnignaði mjög og borgarmenning gekk hvarvetna til baka, ekki einungis í Róm heldur á öllu því svæði sem áður tilheyrði heimsveldinu. Róm hélt þó lengst af stöðu sinni sem höfuðborg páfadóms og rómversk-kaþólskrar kristni. Það var þó ekki einhlítt, því í hinu nýja hlutverki átti Róm sér einnig nið- urlægingarskeið, t.d. á fjórtándu öld er aðsetur páfa fluttist til Avig- non í Suður-Frakklandi. Um miðja öldina geisaði svarti dauði í Evr- ópu og eftir þær skelfingar bjuggu innan við tuttugu þúsund manns í Róm. Á fjórtándu og fimmtándu öld hófst endurreisnartíminn á Ítalíu. Róm stóð á þeim tíma að baki öðr- um ítölskum borgum og borgríkj- um eins og Flórens, Feneyjum, Mílanó og Genúa, en eigi að síður átti sér stað mikil uppbygging á tímum endurreisnarpáfa á borð við Sixtus IV. og Leo X. Sá síðarnefndi hóf hina miklu endurbyggingu Péturskirkjunnar, en fjármögnun þess verkefnis með sölu svonefndra aflátsbréfa átti stóran þátt í að hrinda af stað sið- bót Marteins Lúthers. Enn einn framkvæmdaglaður páfi var Sixtus V., sem í lok 16. aldar hugðist breyta hinu forna Colosseum- hringleikahúsi í ullarverksmiðju er veita myndi vændiskonum Rómar heiðarlega atvinnu. Af þessu varð ekki og Colosseum stendur enn á sínum stað. Höfuðborg sameinaðrar Ítalíu Ítalía skiptist til 1860 í 8 sjálf- stæð ríki og hafði hvert þeirra eig- in mynt, mál og vog, tollareglur og tollsvæði. Í anda þjóðernisstefnu 19. aldar hafði stöðugt eflst bar- áttan fyrir sameinaðri Ítalíu; hug- myndfræðingur þessa svonefnda ítalska risorgimento var Genúa- maðurinn Giuseppe Mazzini. Sá sem leiddi heri byltingarsinn- aðra þjóðernissinna var Giuseppe Garibaldi, sem með frægu handa- bandi hinn 25. október árið 1860 afhenti Victor Emmanuel II. kon- ungsríkið Ítalíu. Fyrstu þrjú árin var Tórínó höfðuðborg hins nýja ríkis en 1864 var hún flutt til Flór- ens. Mazzini og fylgjendur hans lögðu gífurlega áherslu á að Róm yrði höfuðborg sameinaðrar Ítalíu. Þar réð hins vegar enn ríkjum hinn erkiafturhaldssami páfi Píus IX. og naut verndar fransks her- vald. Við fall keisaradæmis Napóleons III. árið 1870 lauk þessari hervernd og þá gripu hersveitir ítölsku þjóðstjórn- arinnar tækifærið og lögðu Róm undir sig. Var hún lýst höfuðborg sameinaðrar Ítalíu árið 1870, en Píus páfi fékk til umráða Vatíkan- hverfið, sem í dag er viðurkennt sem frjálst og fullvalda ríki og er með vissum hætti það síðasta sem eftir er af Páfaríkinu er áður náði yfir alla Mið-Ítalíu. Róm – borgin eilífa Reuters Í Róm til forna voru byggðar stórfenglegar hallir og opinberar byggingar. Colosseum er sennilega þekktasta mannnvirkið frá þeim tíma. Merkar borgir eftir Jón Rúnar Sveinsson, fé- lagsfræðing hjá Borgarfræðasetri/ jonrunar@hi.is Dæmi um greiðslukjör: 4ra herbergja íbúðir Við kaupsamn. 1.000.000 Við afhendingu íb. 1.700.000 Þrjá mán. eftir afh. íb. 1.500.000 6-8 mán. eftir afh. íb. 800.000 Með húsbréfum allt að 9.000.000 Með lífeyrissjóðsláni * 3.000.000 Samtals kr............................ 17.000.000 3ja herbergja íbúð Við kaupsamn. 800.000 Við afhendingu íb. 1.500.000 Þrjá mán. eftir afh. íb. 1.000.000 6-8 mán. eftir afh. íb. 800.000 Með húsbréfum allt að 9.000.000 Með lífeyrissjóðsláni* 1.500.000 Samtals kr.............................14.600.000 Möguleiki á undan húsbréfum ef réttur er fyrir hendi. Einnig er möguleiki að seljandi láni hluta kaupverðs. Hlynsalir 1-3, Kópavogil li , i Sérinngangur í allar íb. af svalagangi. Sérgeymsla með öllum íbúðum. Sérþvottahús í öllum íbúðum. Stórar suðursvalir og sérlóð með íb. á jarðhæð. Stæði í bílskýli fylgir öllum íbúðum. Hús steinað að utan. Lóð fullfrágengin. Glæsilegt útsýni Frábært skipulag. Flísalagt baðherbergi með innréttingum. Innréttingar og skápar frá Hér og nú innréttingum Borgartúni. 24 nýjar glæsiíb. í lyftuhúsi, stæði í bílskýli með öllum íbúðum 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Rvík •Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali Byggingaraðilar: Byggingarfél. Gustur ehf. og Dverghamrar ehf. „5 íbúðir þegar seldar“ Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Stærðir : 3ja herbergja íbúðir frá 102 fm, 4ra herbergja íbúðir frá 116 fm Nýbyggingar HELGUGRUND - KJALARNES Vorum að fá í sölu vel staðsett 183,4 fm einnar hæðar einbýli með 30,1 fm innbyggðum bílskúr. 4 svefnherbergi. Húsið er til afhendingar strax, fullbúið að utan, steinað, lóð grófjöfnuð, en í fokheldu ástandi að innan. V. 12,5 m. 5482 NAUSTABRYGGJA 43-47 Sérlega glæsileg raðhús á sjávarbakkanum í Bryggjuhverfinu við Grafarvog. Raðhúsin, sem eru af stærðum frá 199-208 fm, eru með inn- byggðum tvöföldum bílskúr og öll húsin eru með stórbrotnu sjávarútsýni. Húsin eru einangruð að utan og klædd með litaðri álklæðningu og eru því viðhaldslétt. Fyrstu húsin eru tilbúin til af- hendingar fullbúin að utan en í fokheldu ástandi að innan. 4841 GVENDARGEISLI Falleg og vel skipulagt einnar hæðar einbýlishús á góðum stað í Grafarholtinu. 4 svefnherbergi. Innbyggður bílskúr. Húsið selst í fokheldu ástandi að innan en fullbúið að utan. Lóð gróf- jöfnuð. Afh. fljótlega V. 16,9 m. 5179 NAUSTABRYGGJA - ENDA- RAÐHÚS Raðhúsið Naustabryggja 28 er 227 fm hús með innbyggðum tvöföldum bílskúr. Húsið selst til- búið til innréttinga eins og það er nú. Mjög áhugavert hús á góðum stað. Gott útsýni. Hag- stætt verð. V. 21 m. 4928 JÓNSGEISLI 7 - PARHÚS Mjög fallegt tveggja hæða parhús, ca 230 fm. Húsið afhendist fullbúið að utan m. grófjafnaðri lóð og að innan er húsið fokhelt. Óvenju vel frá- gengið og vel skipulagt hús. Góð staðsetning - mikið útsýni. Til afh. strax. V. 17,9 m. 5050 MARÍUBAUGUR Raðhús á einni hæð. Selst tilbúið til innréttinga samkv. staðli og fullbúið að utan. Húsið er alls ca 200 fm, þar af 25 fm innbyggður bílskúr. Gott skipulag. Húsið er tilb. til afhendingar. V. 18,8 m. 5023 ÓLAFSGEISLI 31 - ÚTSÝNI Reisulegt og mjög vel staðsett einbýlishús á tveimur hæðum, alls um 200 fm. Húsið stendur innst í botnlanga við opið svæði. Húsið er rúm- lega tilbúið til innréttinga að innan og fullbúið að utan. Afhending strax. Möguleg skipti á 3ja- 4ra herbergja íbúð. V. 24,5 m. 4768 Eldri borgarar HJALLASEL Fallegt parhús á einni hæð fyrir eldri borgara. Húsið er vel staðsett við þjónustumiðstöð aldr- aðra við Hjallaseli. Húsið skiptist í forstofu, geymslu, hol, stofur, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. V. 13,9 m. 5436 Einbýli HLAÐBREKKA - VANDAÐ HÚS Einbýlishús ofanvert í götu á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr ásamt grónum og skjólgóðum garði. Í húsinu eru m.a. þrjú svefn- herbergi, stór stofa og rúmgóður innbyggður bíl- skúr. Vönduð eign. Sjón er sögu ríkari. V. 22 m. 5284 JÓRUSEL - STÓR AUKAÍBÚÐ Vönduð húseign á þremur hæðum. Aukaíbúð 100 fm er á jarðhæð með sérinngangi. Góður 28 fm bílskúr með útgröfnum kjallara. Skipti á minni eign koma til greina. V. 27,9 m. 4713 VANTAR EINBÝLI Á EINNI HÆÐ Höfum kaupanda að einbýlishúsi á einni hæð við rólega götu. Húsið þarf að hafa gott aðgengi með tilliti til fatlaðra. Seljendur vinsamlega hafið samband við Magnús eða Snorra á skrifstofu okkar. 5353

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.