Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 11 Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 SÉRA Jón Helgi Þórarinsson, for- maður Prestafélags Íslands, segir að ræða séra Hjartar Magna Jóhanns- sonar, prests Fríkirkjusafnaðarins, sl. sunnudag hafi ekki aðeins vakið undrun sína heldur einnig hryggð. Hátt hafi verið reitt til höggs og frjálslega farið með staðreyndir, svo ekki sé meira sagt. Mörgum þyki óviðeigandi að predikunarstóllinn sé notaður til að skapa deilur og tog- streitu á milli trúfélaga eins og gert var í umræddri ræðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sr. Jóni. „Sr. Hjörtur Magni Fríkirkju- prestur sagðist í ræðu sinni vitna í bréf sem undirritaður hafi skrifað fé- lagsmönnum PÍ. Hið rétta er að ég skrifaði nokkrar línur á lokaðan tölvupóstlista presta, þar sem við spjöllum um eitt og annað sem okkur liggur á hjarta, eða er ofarlega á baugi í samfélaginu. Brugðist er við á sama vettvangi, og hefði sr. Hirti Magna verið í lófa lagið að gera slíkt eins og sumir aðrir prestar gerðu. Langoftast er um óformleg skrif að ræða, sem flokka má undir „hugsað upphátt“, þó svo stöku sinnum komi formlegri erindi sem eru þá með við- eigandi yfirskrift, dagsetningu o.s.frv. Sú orðsending sem ég sendi á listann 27. febrúar var augljóslega óformleg, enda var þar hvorki að finna dagsetningu né nafn Presta- félags Íslands eða fullt nafn undirrit- aðs sem ætíð er, þegar um bréf á veg- um félagsins er að ræða. Það er því ekki rétt sem sr. Hjörtur Magni hélt fram á Rás 2 mánudaginn 10. mars að formleg bréf og óformlegar orðsend- ingar væru með sama „formattinu“ eins og hann orðaði það og því erfitt að greina þar í milli. Í umræddri orðsendingu varpaði ég því fram hvort prestar viti almennt um trúfélagsskráningu fermingar- barna sinna. Ég benti á að þau geti verið skírð í þjóðkirkjusöfnuði, en þar sem skráning barna yngri en 16 ára fylgir trúfélagsskráningu móður, þá geti barnið engu að síður verið utan þjóðkirkjunnar. Það getur verið skráð í annan trúarsöfnuð eða staðið utan trúfélaga. Af langri reynslu fullyrði ég að fólk gerir sér sjaldnast grein fyrir þessu og því bendi ég á mikilvægi þess að upplýsa foreldra fermingarbarna um þetta atriði. Það er eðli- legast að barn fermist í sínum söfnuði en hvergi í orðum mínum er minnst á að leggja eigi að fólki að ganga í þjóð- kirkjuna og því eru slík- ar fullyrðingar sr. Hjartar hans eigin hug- arfóstur.“ Í yfirlýsingunni segir að heimasöfnuðurinn sé mikilvægur í hugmyndafræði ferm- ingarinnar. Því er eðlilegt að benda á þetta atriði. Ef aðstæður barns eru á þann veg að það óski þess að fermast í annarri kirkju er það yfirleitt auðsótt mál. En um leið er rétt að skoða hvort barnið tilheyri ekki söfnuði sem bygg- ist á sama játningargrunni og sá söfn- uður hvar það fermist. „Rétt er að benda á það hér að það er heldur enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu sem birtist í textavarpi RÚV og höfð er eftir sr. Hirti Magna að „formaður Prestafélags Íslands hvetji presta landsins til að skrá alla sem leita til þeirra í þjóðkirkjuna þó þeir tilheyri öðrum trúfélögum“. Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Vona ég að þetta sé rangt eftir haft. Prestar þjóðkirkj- unnar liðsinna þeim sem til þeirra leita, án þess að spyrja um trú- félag og munu gera það áfram. 3. Það hlýtur að teljast eðlilegt að for- stöðumenn safnaða haldi utan um félaga- skráningu í söfnuðum sínum. Þannig sjá þeir hvort meðlimum fjölg- ar eða fækkar, sem auðvitað skiptir máli bæði fjárhagslega sem og í öllu safnaðarstarfi. Þetta hafa til að mynda prestar frí- kirkna löngum gert samviskusamlega en prestar þjóðkirkjunnar hafa aftur á móti ekki gætt að þessu sem skyldi og því tel ég rétt að hvetja þá til þess. Tekjur allra trúfélaga og safnaða í landinu fara eftir fjölda skráðra fé- laga 16 ára og eldri, svo eðlilegt er að allir söfnuðir hugi að mikilvægi þess að halda utan um félagaskráningu sína, enda er fjárhagur svo til allra trúarsafnaða landsins erfiður. Oft er rætt um mikla þörf á fleiri prestsembættum á suðvesturhornið vegna mikilla fólksflutninga síðustu áratugi. Um prestsembætti þjóð- kirkjunnar gilda þeir samningar að til að þeim fjölgi, þarf meðlimum hennar að fjölga um 5000 á landsvísu. Fækki félögum að sama skapi fækkar einnig prestsembættunum. Af þessari ástæðu skiptir miklu máli fyrir þjóð- kirkjuna að félögum hennar fjölgi til að hún geti áfram þjónustað alla landsmenn. Fríkirkjan hefur um tíma auglýst að safnaðarmeðlimir þurfi ekki að greiða gjald fyrir skírn, fermingar- fræðslu eða hjónavígslu. Slíkt sé greitt af sóknargjöldum. Var haft eft- ir starfsmanni Fríkirkjunnar í Reykjavík á forsíðu eins blaðs fyrir skömmu, að þetta gætu aðrir söfnuðir allt eins gert. Svo er þó ekki. Prestar fríkirkna geta samið við sína söfnuði um sín laun og fríkirkjusöfnuðir mega greiða prestum sínum beint það sem þjóðkirkjuprestar þurfa að innheimta sjálfir vegna ofangreindra embættis- verka. Ástæðan er sú að prestar þjóð- kirkjunnar eru undir kjaranefnd og taka föst grunnlaun skv. úrskurði hennar, en verða síðan að sækja ann- an hluta launa sinna með því að inn- heimta greiðslur fyrir prestsverk. Fríkirkjuprestar geta hins vegar samið um að fá þessar greiðslur beint frá sínum söfnuði. Þetta hafa þjóð- kirkjuprestar ekki heimild til að gera. Hins vegar er rétt að benda á að prestar og forstöðumenn allra trú- félaga fá greitt úr kirkjugarðasjóði vegna útfara. Eins og fyrr segir væri hægt að gera athugasemdir við all- nokkur atriði í viðbót úr ræðu frí- kirkjuprests sl. sunnudag, en það verður ekki gert hér. Það er rétt og eðlilegt að ræða um stöðu þjóðkirkj- unnar í samfélaginu sem og stöðu annarra trúfélaga, en sú umræða verður að fara fram með allt öðrum hætti en gert var sl. sunnudag úr pre- dikunarstóli Fríkirkjunnar í Reykja- vík.“ Yfirlýsing frá Jóni Helga Þórarinssyni, formanni Prestafélags Íslands Ræðan vakti undrun og hryggð Séra Jón Helgi Þórarinsson SÉRA Hjörtur Magni Jóhannsson, sóknarprestur Fríkirkjunnar, gagn- rýndi formann Prestafélags Íslands í útvarpspredikun sl. sunnudag fyrir að hvetja presta í tölvuskeyti á um- ræðuvef presta, til að skrá ferming- arbörn sem eru utan þjóðkirkjunnar í þjóðkirkjuna og hélt hann því fram að markmiðið væri að ná í trúfélags- gjöld. Í predikun sinni sagði sr. Hjörtur Magni m.a. að unglingar á ferming- araldri vildu gjarnan fylgja sínum bekkjarsystkinum og fríkirkjuung- menni vildu gjarnan fylgja sínum bekkjarfélögum og fermast í sinni hverfisþjóðkirkju. „Fyrir það greiða þau fullt verð, til viðkomandi þjóð- kirkjuprests. En nú virðist það ekki nóg að greiða uppsett gjald fyrir prestsþjónustuna heldur ætla þjóð- kirkjuprestar líka að ná sér í trú- félagsgjöldin af þessu utanþjóð- kirkjufólki svo að þau streymi nú í þjóðkirkjusjóðina um ókomin ár,“ sagði hann. Fá fleiri stöðu- gildi frá ríkinu Vék hann orðum sínum síðan að skrifum sr. Jóns Helga Þórarinsson- ar, formanns Prestafélagsins, á um- ræðuvef presta og sagði: „Nú fyrir örfáum dögum sendi formaður Prestafélags Íslands prestum þjóð- kirkjunnar boð með baráttukveðjum um að nú skuli þeir vera vakandi yfir því að skrá þá sem til þeirra leita í trúarlegum erindagjörðum en til- heyra öðrum kristnum trúfélögum, að skrá þá í þjóðkirkjuna. Hann seg- ir orðrétt: „Það hlýtur að vera eðli- legt að börn sem fermast í þjóð- kirkjusöfnuði séu í þjóðkirkjunni“. Síðan útskýrir hann hvaða leiðir prestar geta farið til að ná því mark- miði sínu. Þá segir formaður Presta- félagsins orðrétt: „Og síðan er eðli- legt að við bendum foreldrum viðkomandi fermingarbarns eða barna á þetta og segjum að eðlilegt sé að þau séu í söfnuðinum. Við eig- um viðkomandi eyðu- blöð um skráningu í trúfélag. Við þurfum að vera vakandi yfir þessu at- riði“ – heldur formaður presta þjóðkirkjunnar áfram og segir síðan – „og getum þannig án efa fjölgað enn hraðar í þjóðkirkjunni sem er mikilvægt í alla staði – við fáum fyrr fleiri presta til starfa og fleiri bera byrðarnar með okkur þegar fram í sækir. Börn þessara barna verða síðan skráð eftir trúfélagi þeirra ... þetta er snjó- bolti sem er fljótur að hlaða utan á sig. Baráttukveðjur.“ Athyglisvert er að formaður Prestafélagsins opinberar ástæð- urnar fyrir þessu baráttuátaki þjóð- kirkjupresta. Ástæðurnar eru ekki þær að þeir vilji ná til fleiri með fagnaðarerindi Jesú Krists sem þeir eru kallaðir til að boða. Nei aldeilis ekki. Ástæðan, hvatinn og markmið- ið er að fá fleiri stöðugildi frá ríkinu, meiri pening og bætt kjaramál rík- ispresta frá ríkinu, umfram önnur trúfélög, það er markmið. Það er sannarlega sorgleg tilhugs- un og væri hreint ótrúlegt ef ein- hverjir þjóðkirkjuprestarnir hér í Reykjavík sæju ofsjónum yfir og einhverja glataða þúsundkalla fyrir augum sér, yfir því að 20 til 30 ung- menni hafi árlega ákveðið að ferm- ast hér í Fríkirkjunni í Reykjavík, en ekki ríkiskirkjunni þar sem greiða þarf presti a.m.k. 8.000 krón- ur. Flest öll þeirra ungmenna sem fermast hér í Fríkirkjunni við Tjörn- ina tilheyra rótgrónum fríkirkjufjöl- skyldum, því að frí- kirkjusöfnuðurinn á sér meira en aldar sögu hér í borg. Margir þjóðkirkjuprestar fá marga tugi ef ekki hundruð fermingar- barna til sín ár hvert, og þurfa síðan nauð- beygðir að telja alla hundraðþúsundkallana í kjölfarið sem þeir fá persónulega fyrir. Frí- kirkjan er að vísu ekki sett undir þá miklu byrði og kvöð að telja slíkar peningaupphæð- ir, þar sem hún tekur ekki krónu fyrir viðvik- ið við kirkjulegar at- hafnir,“ sagði séra Hjörtur Magni í predikun sinni. Sendu biskupi Íslands kvörtun Hann sagði einnig að aðstandend- ur fermingarbarna sem hafa tilheyrt Fríkirkjunni „en verið fengin til þess að skrá sig úr henni og í þjóðkirkj- una við fermingu, það af ríkislaun- uðum þjóðkirkjupresti í Kópavogi, [hafi] ritað biskupi Íslands bréf og kvartað yfir þessu og leitað skýr- inga. Biskup Íslands vísaði málinu frá sér til prófasts og ekkert gerðist. Eftir ítrekun svaraði biskup með því að segja að hann hafi lagt áherslu á að öll auglýsingastarfsemi til mannaveiða sé óeðlileg hvað þjóð- kirkjuna varðar en að prestar þjóð- kirkjunnar séu vissulega skyldugir til að halda utan um sóknarbörn sín,“ sagði sr. Hjörtur Magni. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Karl Sigurbjörnsson, bisk- up Íslands, vegna málsins í gær vís- aði hann á sr. Jón Helga, þar sem honum hefði ekki gefist færi á að kynna sér það. Tekið 5 þúsund kall upp í í einhverjum tilvikum Séra Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur sagði aðspurður í samtali við Morgunblaðið að dæmi væru um að börn sem skráð væru í þjóðkirkjuna hefðu fermst í Frí- kirkjunni, yfirleitt í kringum tvö af 20–30 barna fermingarhópi á ári. Spurður hvort Fríkirkjan tæki einhverja þóknun fyrir að ferma börn úr þjóðkirkjunni sagði hann svo „yfirleitt ekki“ vera. „Það er engin regla í því en ég hef stöku sinnum tekið, held ég, upp í fimmþúsund kall en í önnur skipti hef ég ekkert tekið. Ef það kæmi einhver flóðbylgja af þjóðkirkjufólki þá mætti endurskoða það en þetta hefur verið það lítið, umfang ferminganna hjá okkur.“ Hann segir að miðað við þann ár- gang sem ætti með réttu að tilheyra Fríkirkjunni, samkvæmt skráningu, ættu 60–70 börn að fermast þar á hverju ári. Spurður hvort hann hafi stungið upp á því við þau eða forráðamenn þeirra að þau færðu sig á milli trú- félaga sagðist Hjörtur Magni hafa nefnt það við fólk. Í sumum tilfellum hefði orðið af því að þau færðu sig úr öðrum trúfélögum yfir í Fríkirkjuna en í öðrum ekki. Þess má geta að Fríkirkjan stefnir að því að birta útvarpsprédikun séra Hjartar Magna í heild sinni á vef Fríkirkjunnar á næstu dögum, www.frikirkjan.is. Sóknarprestur Fríkirkjunnar gagnrýnir tölvubréf formanns Prestafélagsins Segir reynt að skrá utanþjóð- kirkjufólk vegna trúfélagsgjalda Séra Hjörtur Magni Jóhannsson LISTASAFN Reykjavíkur og Ís- landssími hafa gert með sér nýtt sam- komulag vegna loka á samstarfs- samningi sem verið hefur í gildi milli aðilanna tveggja frá desemberlokum 2000. Í stað fullnaðargreiðslna á um- sömdum styrk Íslandssíma á þessu ári mun fyrirtækið greiða safninu helming umsaminnar upphæðar, 3 milljónir, en mun í staðinn greiða fjar- skiptakostnað safnsins til ársloka 2005, samtals 4 milljónir. Íslandssími mun áfram standa undir kostnaði við GSM-leiðsögn í sölum safnsins. Upphaflegur samningur tók til samstarfs á sviði fræðslu- og útgáfu- mála, kynningar- og markaðsmála og fyrirlestra og rannsókna og gildir til loka árs 2003. Borgarráð staðfesti í gær breytta tilhögun samstarfsins. Í bréfi forstöðumanns safnsins til borg- arráðs segir að Listasafnið og Ís- landssími hafi átt farsælt samstarf en í ljósi breyttrar stefnu Íslandssíma í styrkjamálum sé eðlilegt að semja sérstaklega um lok samningsins. Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafn Reykjavíkur, sagði að í ljósi breytinga á eigendahópi og uppbygg- ingu Íslandssíma hefði fyrirtækið gef- ið það út að þeir væru að endurskipu- leggja styrkveitingar fyrirtækisins og losa sig frá samningum sem hvort eð er væru að renna út. Fleiri listasöfn og fyrirtæki hafa ekki endurnýjað samstarfssamninga sín á milli. Eiríkur bendir á að Lista- safn Íslands og Síminn hafi ekki end- urnýjað samning sín á milli í fyrra. Eiríkur álítur að í tilviki Listasafns Reykjavíkur fari saman áherslu- breytingar fyrirtækja og efnahags- ástandið í þjóðfélaginu. Samningur Íslandssíma og Listasafnsins Greiðir helming styrksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.