Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SAMFÉS heldur ár hvert ball þar sem koma saman krakkar úr 8., 9. og 10. bekk um allt land. Ballið var haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði. Í ár voru miðarnir uppseldir mjög fljótt vegna skorts á plássi, því komust ekki allir sem vildu á ballið. Þar á meðal 8. bekkur í Þorlákshöfn. Voru þá margir fúlir og sárir því þeir komust ekki. Félagsmiðstöðvar landsins fengu jafn marga miða og þeir fengu í fyrra en þeir dugðu ekki fyrir alla þá sem vildu komast í ár. Því að ásókn á ballið hef- ur aukist GÍFURLEGA síðan í fyrra. Og við ætlumst til að fulltrúar Samfés færi ballið í stærra húsnæði, t.d. Laugardalshöllina. Margir eru mjög reiðir yfir því að komast ekki og því viljum við vinkonurnar stinga upp á því að Samfés haldi annað ball fyrir þá sem komust ekki! En við viljum að þið (Samfés) hafið stærra húsnæði í huga þegar þið skipuleggið ballið næst. KOLBRÚN GUNNARSDÓTTIR, Reykjabraut 21, Þorlákshöfn, ÍRIS DRÖFN ÁRNADÓTTIR, Heinabergi 17, Þorlákshöfn. Samfés-ballið Frá Kolbrúnu Gunnarsdóttur og Írísi Dröfn Árnadóttur: Í MBL. 9. mars sl. spyr Ragnar Ei- ríksson á Sauðárkróki hvort ég hafi ekki skotið mig í fótinn með því að segja að „minnihlutahópur um öfga- fulla friðun hálendisins eigi að fara að sýna þann þroska að kunna að tapa“. Rökstuðningur Ragnars er að ég sé sjálfur í minnihlutahóp. Ég er vissulega í minnihlutahóp þeirra sem telja að óhætt sé að veiða mun meira magn af flestum fisktegundum, nema loðnu sem ég tel eina fiski- stofninn sem er rétt nýttur. Lengra nær samlíkingin ekki og er hæpin röksemd hjá Ragnari. Það er inni- hald eða kjarni málefna sem er aðal- atriði. Ég þakka Ragnari tækifærið til að ræða hvoru tveggja, auknar veiðar og fleiri virkjanir. Ég gagnrýni frið- arsinna hálendisins fyrst og fremst fyrir að hafa gengið allt of langt í vafasömum áróðri og hótunum. Lýðræðislega kjörin stjórnvöld ráða hérlendis, – en ekki öfgahópar – með áróðri og hótunum! Áróðursað- gerðir, – með eða án þátttöku er- lendra öfgahópa, – sem miða að því að spilla fyrir eða skaða samnings- möguleika Landsvirkjunar hjá er- lendum verktakafyrirtækjum eða erlendum lánastofnunum, – eru til- raunir til að fremja skemmdarverk! Ég sé alls enga samlíkingu á þessu og því að leyft verði að veiða meira af flestum fisktegundum, – á faglegum forsendum fenginnar reynslu. Ef leyft yrði að veiða meira kæmu stórauknar tekjur, atvinnuleysi myndi minnka og staða fólks og fyr- irtækja alls staðar á landinu myndi batna. Sama gerist við virkjun og ál- ver. Með auknum veiðum – og fleiri virkjunum, byggjum við blómlega landsbyggð, – og um leið – blómlegt höfuðborgarsvæði. Um það snúast þessi málefni. Ef ekki hefði verið byggt Norður- ál, – ekki stækkað í Straumsvík, – ekki virkjað fyrir þessi iðjuver, – ekki leyfð starfsemi deCODE, – hvað væru þá margir atvinnulausir? 20 þúsund? Þið þessir „grænu“ viljið ekki skilja þetta, – hafið gengið allt of langt með vafasaman áróður, – og leyft ykkur að gera tilraunir til að fremja skemmdarverk á vönduðum áformum Landsvirkjunar! Er ekki ríkissaksóknari skyldugur til að kalla ykkur á teppið og gera ykkur grein fyrir því að svona hegðun kunni að vera refsiverð háttsemi? Hver skaut sig svo í fótinn? KRISTINN PÉTURSSON, Bakkafirði. Hver skaut sig í fótinn? Frá Kristni Péturssyni: Í MORGUNBLAÐINU fimmtudag- inn 6. mars var grein þess efnis að lag okkar Íslendinga gæti verið stol- ið. Fræðimenn Samtaka lagahöf- unda telja afar hæpið að senda lagið til þátttöku erlendis vegna tengsla þess við þekkt erlent dægurlag. Þeir telja að möguleiki sé á kæru vegna lagastuldar. Þeir geta því ekki mælt með því að þetta tiltekna lag sé sent „eins og það er“. Er verið að mælast til þess að laginu verði breytt? Ég tek undir með þessum fræði- mönnum enda getur maður varla annað en trúað orðum þeirra. Hvers vegna ættum við að senda lag til þátttöku í keppni þegar það er ekki frumsamið? Ég held að þetta sé spurning um að hafa vaðið fyrir neð- an sig og láta ekki „lagahöfundinn“ ákveða hvort lagið fer eður ei. Þetta er framlag Íslands en ekki framlag eins manns. Hann verður að beygja sig fyrir því að hann gerði mistök, vísvitandi eða ekki. Þá er það spurningin. Telst þetta lag sigurlagið á Íslandi? Ég held ekki. Lagið er jafn mikið stolið hér heima eins og í erlendum keppnum. Ég myndi halda að það ætti að senda lag sem var númer tvö í undan- keppninni til þátttöku enda hlýtur lag númer eitt að falla út úr keppni eins og í öðrum keppnum þar sem rangt er haft við. Það er ekki hægt að breyta laginu til að komast hjá kærum. Lagið sigraði hér heima eins og það er. Ef því er svo breytt er alls óvíst að það hefði unnið hér heima. Maður tryggir ekki eftir á! SIGURÐUR SIGURÐARSON, Tjarnarlöndum 13, 700 Egilsstaðir. Lagastuldur eða ekki lagastuldur Frá Sigurði Sigurðarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.