Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 45  SÆNSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Henrik Larsson mun leika með Celtic gegn Liverpool í UEFA-leik á morgun í Glasgow. Larson hefur verið frá keppni í sex vikur eftir að hann kjálkabrotnaði. Hann hefur skorað 34 mörk fyrir Celtic í vetur.  NORSKI knattspyrnumaðurinn Stig Inge Björnebye hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 33 ára gamall. Björnebye ákvað að hætta í kjölfarið á tveimur alvarlegum meiðslum sem hann varð fyrir á síð- asta ári, fyrst á auga og síðan á fæti.  BJÖRNEBYE hóf feril sinn hjá Kongsvinger í Noregi, síðan lá leiðin til Rosenborg, Liverpool, Bröndby og loks Blackburn þar sem hann lék síðast í desember á síðasta ári.  STEVE Bruce, knattspynrustjóri Birmingham, hefur fengið tvo mark- verði að láni í herbúðir sínar, þá Aleksander Klak frá Póllandi og Bernard Lama, fyrrverandi lands- liðsmarkvörð Frakka, en Bruce hef- ur að undanförnu leitað að reyndum markverði til að hlaupa í skarðið fyr- ir Nico Vaesen sem meiddist gegn Aston Villa í síðustu viku, Vaesen verður frá keppni í hálft ár. Lítist Bruce á annan hvorn markvörðinn reiknar hann með að gera við hann stuttan samning.  OLD Trafford, heimavöllur Man- chester United, og Villa Park, heimavöllur Aston Villa, verða vett- vangur undanúrslitaleikjanna í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu sem báðir fara fram sunnudaginn 13. apríl. Arsenal eða Chelsea leika við Sheffield United á Old Trafford klukkan 13.30 og þremur klukku- stundum síðar eigast við Watford og Southampton á Villa Park.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, segist aldrei hafa hitt Neil Warnock, knattspyrnustjóra Sheffield United. „Vonandi fæ ég tækifæri til þess á Old Trafford. Við myndum ekki mæta með varaliðið okkar þangað, eins og Warnock hef- ur sagt á léttu nótunum,“ sagði Wenger.  KJERSTI Grini ein besta hand- knattleikskona Norðmanna gæti þurft að leggja handboltaskóna á hilluna. Grini gekkst undir sína þriðju aðgerð á hné í vikunni og verður hún frá keppni og æfingum næstu 7–8 mánuðina. Læknar hafa metið stöðuna á þann veg að ferill Grini gæti verið á enda en hnéð er illa farið eftir þrenn alvarleg meiðsli.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, tilkynnti í gær að ljóst væri að tveir af lykil- mönnum hans yrðu frá keppni í minnst fjórar vikur vegna meiðsla á hné. Það eru þeirt Roy Keane og Juan Sebastíán Verón. Þeir missa af Evrópuleikjum gegn Basel og Deportivo La Coruna – og deildar- leikjum við Aston Villa og Fulham. FÓLK EKKI er loku fyrir það skotið að Árni Gautur Arason geti varið mark Íslendinga í leikn- um við Skota í undankeppni EM í knattspyrnu sem fram fer á Hampden Park í Glas- gow þann 29. mars. Árni Gaut- ur gekkst undir aðgerð á oln- boga í byrjun síðustu viku. „Aðgerðin tókst vel og ég er allur að koma til. Saumarnir verða teknir úr á mánudaginn og þá veit ég meira hvernig ég hef það í handleggnum en læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina sagði mér að ég ætti að verða kominn í lag fyr- ir Skotaleikinn. Af minni hálfu er því ekki útilokað að ég geti spilað en svo er aftur annað mál hvort ég verð valinn í lið- ið,“ sagði Árni Gautur við Morgunblaðið. Árni Gautur með gegn Skotum? RÚNAR Sigtryggsson og sam- herjar hans hjá spánska liðinu Ciudad Real drógust í gær gegn Celje Pivovarna Lasko frá Slóv- eníu í undanúrslitum Evr- ópukeppni bikarmeistara í hand- knattleik. Fyrri leikurinn verður á Spáni 29. mars, en seinni leik- urinn í Slóveníu viku síðar. Sænska liðið Redbergslid og Lemgo, Þýskalandi, mætast í hinni viðureigninni. Portland San Antonio frá Spáni og ungverska liðið Fotex KC Veszprém mætast í undan- úrslitum í Meistaradeildinni og í hinni viðureigninni eigast við Prule Ljubljana frá Slóveníu og franska liðið Montpellier. Í EHF-keppninni eigast við rússneska liðið Lukoil-Dynamo Astrakhan og Dunaferr frá Ung- verjalandi og í hinni viðureign- inni eigast við tvö lið frá Spáni – Barcelona og Altea. Sävehof mætir Skjern Mótherjar Gróttu/KR í Áskor- endakeppninni – sænsku leik- mennirnir hjá Sävehof í Gauta- borg leika gegn danska liðinu Skjern í undanúrslitum og franska liðið Creteil mætir gríska liðinu Filippos Verias. Rúnar og félagar til Slóveníu Rune Bratseth yfirmaður knatt-spyrnumála hjá Rosenborg lagði nýtt tilboð á borð Árna Gauts fyrir helgina og ósk- aði eftir svari frá ís- lenska landsliðs- markverðinum á mánudaginn. Árni Gautur lagðist því undir feld en ákvað loks að svara tilboði Rosenborg neit- andi, tilboði sem Braseth segir við norska fjölmiðla að hafi verið lokatil- boð af hálfu félagsins. „Ég var einfaldlega ekki tilbúinn að binda mig áfram hjá Rosenborg svona snemma. Ég vill halda öllum möguleikum opnum fram að sumri en svo getur vel farið svo að ég geri nýj- an samning ef ekkert annað kemur upp. Þó svo að Bratseth segi þetta hafi verið lokatilboð þá getur vel verið að félagið sé að setja á mig pressu. Ef ég hefði skrifað undir núna þá væri ég algjörlega í höndum þeirra ef tilboð kæmi í mig í sumar,“ sagði Árni Gaut- ur við Morgunblaðið í gær. Árni segir að ákvörðun hans um að svara neit- andi hafi ekkert með sjálft tilboðið að gera. Ekki endanlegt svar frá mér „Ég tók það skýrt fram við Brat- seth að þetta væri ekki endanlegt svar frá mér og ég sagðist vera opinn fyrir því að ræða við þá síðar. Þó svo að mér líði mjög vel í Noregi gæti ver- ið gaman breyta til enda er ég búinn að vera hér í rúm fimm ár.“ Leikmannamarkaðurinn í Evrópu verðuropnaður á nýjan leik júlí en Árni Gautur segist geta byrjað að ræða við önnur félög strax ef svo ber undir. En vilja ekki forráðamenn Rosen- borg reyna að selja þig sem fyrst til að freista þess að fá eitthvað fyrir þig? „Jú auðvitað er það ein lausn fyrir þá en ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir hugsa. Ég tók ákveðna áhættu með því að hafna tilboðinu því það getur vel verið að þeir bregðist við með því að setja mig á varamanna- bekkinn þó þeir segist ætla að verða sanngjarnir hvað liðið varðar. Aðal- málið var að ég var ekki tilbúinn að binda mig strax.“ England eða Þýskaland Árni Gautur segist vita um áhuga annarra félaga á sér en að því hann best viti hafi ekkert tilboð borist. Hann segir að fyrirspurnir hafi borist en umboðsmaður sinn sé að vinna í málunum og skoða hvaða lið eru að leita að markvörðum. Ef þú ættir að velja þér einn stað umfram aðra sem þú vildir leika á. Hvar væri hann? „Ég hef svo sem ekkert hugsað það til hlítar en auðvitað væri gaman að reyna fyrir sér í þessum stærri deild- um eins og á Englandi og í Þýskalandi en ég geri mér samt grein fyrir því að markaðurinn er mjög erfiður um þessar mundir.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands. FRAMTÍÐ Árna Gauts Arasonar landsliðsmarkvarðar í knattspyrnu er óljós eftir að hann hafnaði nýju tilboði frá norska meistaraliðinu Rosenborg. Árni hefur leikið með Rosenborg undanfarin fimm ár og hefur orðið meistari í öll skiptin en samningur hans við félagið rennur út í haust. Guðmundur Hilmarsson skrifar Morgunblaðið/RAX Ólafur Stefánsson í landsleik gegn Júgóslavíu á HM í Portúgal. Árni hafnaði lokatilboði Rosenborgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.