Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhanna Björns-dóttir fæddist á Búðum á Fáskrúðs- firði 12. september 1912. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Björn Benediktsson, útgerðarmaður frá Búðum, f. 22.3. 1884, d. 5.4. 1918, og Sig- ríður Ögmundsdótt- ir, veitingakona í Uppsölum f. 1.7. 1886, d. 1.1. 1968, frá Svínhólum í Lóni í A-Skaftafells- sýslu. Systkini Jóhönnu voru Benedikt, f. 31.7. 1916, d. 23.9. 1994, Sigrún f. 26.11. 1908, d. 7.11. 1994, og Birna, f. 17.11. 1918. Jóhanna ólst upp hjá Mar- teini Þorsteinssyni kaupmanni og Rósu Þorsteinsdóttir konu hans eftir að faðir hennar dó. Fóstur- systkini hennar voru: Jóna f. 12.8. 1906, d. 11.2. 1986, Jóhanna f. 18.12. 1907, d. 11.9. 1987, Stein- þór f. 18.6. 1910, d. 12.10. 2000, og Sigurbjörg f. 7.11. 1913, d. 31.10. 1988. Jóhanna stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík vet- urinn 1929-30. Hún lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands í apríl 1937. Hún fór til Danmerkur í fram- haldsnám í geð- veikrahjúkrunar- fræði veturinn 1937-38 og farsótta- og barnahjúkrun veturinn 1938-39. Ennfremur fór hún á námskeið fyrir deildarhjúkrunar- konur á vegum Dansk Sygeplejeråd árið 1954. Jóhanna starfaði sem hjúkr- unarkona við hand- lækningadeild Land- spítalans frá 1.5. 1939 og var deildarhjúkrunarkona á þeirri deild frá 1. 8. 1946. Hún tók sér frí frá störfum veturinn 1953-54 og var þá hjúkrunarkona í Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi. Eftir að hún lét af störfum sem deild- arhjúkrunarkona, vann hún í nokkur ár í Hátúni við umönnun aldraðra, þá komin á áttræðisald- ur. Jóhanna vann að mörgum málefnum tengdum hjúkrunar- fræði alla sína tíð. Hún var í rit- nefnd Hjúkrunarkvennatals og byggingarnefnd hjúkrunarheim- ilisins Skjóls svo eitthvað sé nefnt. Útför Jóhönnu fór fram í kyrr- þey frá Áskirkju 6. mars. Samskipti við Jóhönnu hafa verið mikil allt frá barnæsku og ekki minnkaði sambandið er Jóhanna tók að sér barnagæslu dætra okkar. Hennar er og verður því sárt saknað hjá minni fjölskyldu. Samskipti við Jóhönnu og návist hennar hefur kennt okkur margt og ekki hvað síst eftir að heilsunni hnignaði, en henn- ar líkamlega heilsa fór að gefa sig fyrir um 7 árum. Jóhanna var þó svo heppin að geta farið alla sinna ferða lengi vel, erfiðasti tíminn var síðustu tvo mán- uðina. Óskerta hugsun og greind hafði hún alla tíð. Það að Jóhanna tók að sér barna- gæslu, orðin ellilífeyrisþegi að lok- inni langri starfsævi, lýsir henni vel. Hún var ávallt tilbúin að fórna sér til að aðstoða og hjálpa öðrum. Hún var nr. tvö í sínu lífi. Aðstoð og umönnun við aðra hafði forgang, og alveg fram í andlát kom ekki til greina að neinn ætti að stjana í kringum hana. Hún ætlaði ekki að vera byrði nokkurs manns. Það skyldi heldur aldrei spyrjast um hana þó svo hún væri komin á stofnun að ríki eða bær greiddi fyrir hana, hún krafðist þess að greiða fullt gjald úr eigin vasa. Hún var því manneskja af gamla skólanum eins og sagt er, var ósérhlífin og fórnfús og hún skyldi greiða fyrir sig, ekki vera þiggjandi eða byrði á nokkurn hátt. Fyrstu minningar mínar með Jó- hönnu eru frá Eiríksgötunni þar sem hún bjó með langömmu minni. Jóhanna vann á Landspítalanum og kom heim eftir hádegið og stytti daginn fyrir ömmu og fór svo aftur og kom oftast ekki heim fyrr en eftir kvöldmat. Hún átti oftast frí á þriðjudögum. Ófáa þriðjudaga yfir vetrarmánuðina var ég hjá þeim ömmu og Jóhönnu. Við spiluðum oft mikið og Jóhanna kenndi mér m.a. að strauja. Fórnfýsi Jóhönnu lýsti sér líka vel í því að þegar langamma undi sér ekki á elliheimili leigði Jóhanna íbúð svo þær gætu búið saman. Birna systir hennar tók einnig mikinn þátt í þeirri umönnun. Þær systur kaupa síðan íbúð á Laugarnesveg 40 með það í huga að þær þrjár geti búið saman en það fór reyndar svo að langamma dó áður en að þeim flutn- ingi kom. Heimili þeirra hefur ætíð verið fjölskyldumiðstöð. Þær nutu þess að taka á móti gestum og veita ríku- lega. Það gaf þeim systrum mikið að geta tekið á móti fjölskyldumeðlim- um og kunningjum og miðlað frétt- um, ekki síst af fólki að „austan“. Það er reyndar aðdáunarvert hvað þeim systrum hefur tekist að halda utan um ættartengsl og minni Jó- hönnu á mannanöfn og fæðingar- daga óbrigðult fram í andlát. Þær systur studdu hvor aðra í blíðu og stríðu og nutu samverunnar bæði heima og á ferðalögum. Fyrir 20 árum þurftum við að fá gæslu fyrir dóttur okkar, Ester, þá ungabarn. Bjuggum við þá ekki langt frá þeim systrum. Hún tók að sér gæta Esterar og Guðrúnar þeg- ar hún var ekki í vinnu í Hátúni. Þannig var ósérhlífni hennar. Betri umönnun hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Jóhanna varð því meira inná heimili okkar en ella og urðu því tengsl okkar nánari. Þegar Jó- hanna hætti störfum jókst barna- gæslan að sama skapi. Þá hafði fjöl- skyldan flust nær Lauganesveginum og þegar Ester var komin á skóla- aldur fór hún eftir skóla á Laug- arnesveginn til þeirra systranna sem dekruðu við hana og fannst þeim að virtist aldrei gera nóg. Sú barnagæsla verður seint fullþökkuð. Síðustu tvö skiptin sem Jóhanna kom á heimili okkar eru sérstakar og góðar minningar sem við munum varðveita. Ester útskrifaðist sem stúdent í des sl. Við það tækifæri flutti Jóhanna tölu með mikilli reisn þrátt fyrir heilsubrest, til að óska Ester til hamingju og það var ekki laust við að hún væri stolt af af- rakstri barnagæslunnar forðum. Á aðfangadagskvöld var hún hjá okkur eins venjulega á því kvöldi. Þetta var í síðasta skiptið sem hún kom til okkar. Við áttum góð jól og hún fékk möndlugjöfina. En hún tók minna þátt í samræðum en oftast áður. Hún fór á hjúkrunarheimilið Skjól um mitt síðasta ár. Hennar líkam- legu heilsu hafði þá hrakað allnokk- uð og hún þurfti meiri umönnun en unnt var að veita í heimahúsi. Það sem henni þótti verst var að hún hafði svo fáa til að tala við þar og að þurfa að láta starfsfólkið þjóna sér. Hún var svo heppin að þar er margt elskulegt starfsfólk sem hún naut samskipta við, td hjúkrunarfræðing- ar sem höfðu verið nemar eða starfsmenn hennar sem deildar- hjúkrunarkonu. Það var heldur ekki langt í deildarstjórann, þó svo hún léti þess ekki getið við starfsfólkið, þá hafði hún sínar skoðanir á nútíma sjúkrahúsrekstri. Daginn fyrir gamlársdag fór hún heim og ætlaði að dvelja á Laug- arnesveginum með Birnu systur sinni yfir áramótin eins og hún hafði gert yfir jólin. Þá er tekið í taumana, hún fékk áfall og missti málið og náði því ekki aftur nema að mjög litlu leyti. Eftir að hún missti málið var erf- iðara að heimsækja hana, hún var auðvitað ekki sátt við að missa málið og urðu tjáskipti því erfið. Hún vildi ekki klæðast fyrr en núna síðustu vikurnar. Hún var því meira við rúmið og suma dagana hlustaði hún ekki einu sinni á fréttir, þá vissi maður að henni leið ekki vel, hún sem fylgdist með öllu í þjóðlífinu og hafði ekki áhuga lengur. Samt fór henni fram og hún reyndi að tjá sig og gera sig skiljanlega og við skild- um hvor aðra betur. Síðustu vikur lífsins – var það dagblaðalestur, lest- ur í Familie Journal, e-mail frá dætrum mínum svo og heimsóknir frá ættingjum og vinum sem stytti henni stundir. Jóhanna hefur verið þátttakandi í öllum stærri atburðum og ánægju- stundum hjá okkur í gegnum árum svo nú er stórt skarð komið í okkar hóp en við fengum að njóta sam- verustunda með henni til hárrar elli og fyrir það viljum við þakka. Jóhanna hafði skilað miklu lífs- verki og átti ekkert ógert og því tilbúin að kveðja okkur. Hugheilar þakkir fyrir sam- veruna. Anna Sigrún og fjölskylda. Elsku Jóhanna mín, mamma var að segja mér að þú hefðir sofnað svefninum langa – og ég sem var bú- in að pakka niður í tösku og tilbúin að fara heim í flugvélina á morgun. Ég ætlaði að fara beint til þín og færa þér gula túlípana sem ég hefði keypt hér hjá mér í Scheveningen. Ég veit það hefði glatt þig. Mig langaði svo að fá að sitja og spjalla við þig. Ég veit að ég á að vera glöð og innst inni er ég það. Ég hafði fengið svo langan tíma með þér. Það eru ótal minningar sem herja á mann á stundu sem þessari. Ég man þegar þú varst svo veik og ég var að fara í burtu fyrir nokkrum árum. Ég sagði þér þá að við myndum hittast aftur og bað þess á hverju kvöldi. Þegar ég kom aftur mörgum mán- uðum seinna varstu enn á þínum stað á Laugarnesveginum og marg- ar góðar stundir höfum við átt sam- an síðan. Ég minnist þess sérstaklega nú þegar við Brynjar komum til þín niður á Skjól og sögðum þér að þar sem við værum nú að flytja til Hol- lands langaði okkur að bjóða þér í bíltúr á Þingvelli eftir nokkra daga. Fyrst neitaðir þú alveg og sagðist vera sama „druslan og alltaf“. Það var ekki fyrr en ég sagði þér að við Brynjar værum að fara að gifta okk- ur að þú lagðir saman hendurnar eins og þú værir að fara að biðja og beygðir þig fram og aftur þar sem þú sast á rúmstokkinum og svo sagðir þú „ætli ég verði þá ekki að reyna að tjasla mér saman“. Þú varst svo glöð yfir þessu með okkur. Ég er svo þakklát fyrir að eiga minningu um þig á þessari gleði- stundu í lífi mínu. Verst fannst mér þó að fara daginn fyrir níræðisaf- mælið þitt en þegar ég hringdi til að óska þér til hamingju með daginn frá Vestmannaeyjum þá varstu nú ekki mikið að spá í afmælið heldur fremur hvort ég væri sjóveik. Þér líkt, alltaf að spá í hvernig aðrir hefðu það. Svo var það í haust er ég hringdi einhverju sinni í þig og hafði spjallað heillengi og þú sagðir þegar samtalinu var að ljúka „ég sakna þín svo mikið“ og það eina sem ég gat stunið upp var „ég líka“ og svo bara grét ég eins og lítið barn og langaði heim til að faðma þig. Það varð því miður aldrei en ég er engu að síður glöð því ég veit að þú hafðir lengi óskað þess að fá að sofna þar sem líkaminn var farinn að þrá hvíldina. En af því að ég sá þig ekki í tæka tíð þá langar mér að segja þér einu sinni enn að þú varst mér sem amma og þannig mun ég ávallt minnast þín. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Blessuð sé minning þín, Guðrún Bergsteinsdóttir. JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR Ástkær móðir mín, amma okkar, langamma og systir, ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Fögrubrekku 5, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir miðviku- daginn 5. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 13. mars kl. 15.00. Stella Sigurðardóttir, Einar S. Axelsson, Kristjana H. Axelsdóttir, Ólafur Jónsson, Rannveig Jónsdóttir, Halldór Jónsson, Kristjana Jónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR frá Hnjóti við Örlygshöfn, áður Suðurgötu 50, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi mánu- daginn 10. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Höskuldur Þórðarson, Hafdís Guðmundsdóttir, Dallý Þórðardóttir, Brynjar Þórðarson, Jóhanna Valtýsdóttir, Þóra Þórðardóttir, Melvin Gyle, Jóhanna Sigurþórsdóttir, Theodor Lewis, Guðfinna Sigurþórsdóttir, Sævar Sörensson, barnabörn og langömmubörn. Bróðir minn og mágur, EINAR VILHELM GUÐMUNDSSON, Garðvangi, Garði, áður Sólbakka, andaðist á Garðvangi mánudaginn 10. mars. Útförin fer fram frá Hvalneskirkju föstudaginn 14. mars kl. 14.00. Fyrir hönd systkina, Ólafur S. Guðmundsson, Sigurbjörg Smith. Elskulegur sonur okkar, stjúpsonur og bróðir, JÓNAS EINARSSON WALDORFF, Álsvöllum 4, Keflavík, lést af slysförum sunnudaginn 9. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helle Alhof, Einar Þórðarson Waldorff, Ragnheiður Anna Georgsdóttir, Daníel Einarsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELLERT EMANÚELSSON, varð bráðkvaddur sunnudaginn 9. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Emanúel Ellertsson, Lísa Ellertsson, Soffía Ellertsdóttir, Tómas Tómasson, Pétur Lúðvíksson, Karin Uglenes og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN KRISTJÁN JÓHANNSSON læknir, Hlíðarhúsum 3-5, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 11. mars. Ólafía Sigríður Sigurðardóttir, Jóhann Jónsson, Sigurveig Víðisdóttir, Margrét Jónsdóttir, Elías H. Leifsson, Sigurður S. Jónsson, Kristín Þ. Guðbjartsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.