Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ STEINÞÓR Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að ef ekki verði leitast við að jafna fram- boð á kjötmarkaði geti svo farið að markaðurinn breytist úr gífurlegu offramboði og miklu verðfalli yfir í skort á kjöti. Hann segir einnig að þær aðstæður sem nú hafi skapast á markaðinum geti orðið til að flýta breytingum milli kjötgreina. Bent hefur verið á að það sé ekki í samræmi við ákvæði samkeppnis- laga ef bændur fari að draga „skipu- lega“ úr framleiðslu eins og Ari Teitsson, formaður Bændasamtak- anna, hefur hvatt til að verði gert, a.m.k. verði að fá formlega undan- þágu frá samkeppnislögum áður en þetta er gert. Steinþór sagði að reglur kveði á um að hinn frjálsi markaður eigi að gilda á þessu sviði, en hins vegar væru markaðslögmálin ekki á ferð- inni þegar lánastofanir eða skuldu- nautar héldu fyrirtækjum gangandi löngu eftir að þau væru komin í þrot, sem orsakaði síðan þrot hjá öðrum fyrirtækjum sem ella hefði ekki orð- ið. „Þessi þróun á einnig eftir að flýta breytingum milli búgreina. Fram- leiðslueiningar í svínum og kjúkling- um eru stórar og þar hefur verið ráð- ist í miklar fjárfestingar sem kröfuhafar eiga mikið undir. Þó að fyrirtækin lendi í erfiðleikum sjá lán- veitendur sig knúna til að halda áfram rekstri, annaðhvort með nýrri kennitölu og nýju eigið fé eða með því að gefa eftir skuldir. Aðilum, sem eru með smærri bú og framleiða kindakjöt og nautakjöt, er hins veg- ar ekki gert kleift að halda áfram framleiðslu lendi þeir í erfiðleikum með sinn rekstur. Þarna er auðvitað um mismunun að ræða.“ Steinþór sagði að menn yrðu að hafa í huga að kjöt væri ekki eins og hver önnur vara sem hægt væri að taka út af markaði og setja hana á markað með stuttum fyrirvara. Framleiðsluferillinn í nautgriparækt væri t.d. yfir tvö ár. „Ef það sem er að gerast á kjötmarkaðinum í dag gengur algerlega án nokkurrar stýr- ingar gætum við farið úr gífurlegu offramboði og miklu verðfalli yfir í vöntun á kjöti. Þeir sem hafa verið lengi í þessari grein telja að það sé óskynsamlegt að reyna ekki eitthvað að jafna framboð.“ Flýtir breyting- um milli kjötgreina Forstjóri SS um offramboð á kjötmarkaðnum TIL að tryggja varnir Íslands á 21. öld verður áfram að byggja á varn- arsamstarfinu við Bandaríkjamenn en Íslendingar verða jafnframt að taka aukna ábyrgð og frumkvæði í vörnum landsins. Um þetta voru þau Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra, Björn Bjarnason, alþingismaður og borg- arfulltrúi, og Þórunn Sveinbjarnar- dóttir alþingismaður sammála en þau voru framsögumenn á sameig- inlegum fundi Varðbergs og Sam- taka um vestræna samvinnu á Hótel Sögu í gær þar sem fjallað var um hvernig varnir Íslands yrðu tryggð- ar á 21. öldinni. Halldór Ásgrímsson sagði að að- ildin að Atlantshafsbandalaginu yrði, líkt og fyrr, hornsteinn ís- lenskrar öryggis- og varnarmála- stefnu á 21. öldinni. Breyttar að- stæður kölluðu hins vegar á aukin framlög Íslands í þágu heildarinnar. Íslendingar bæru jafnframt siðferði- lega skyldu til að leggja sitt af mörk- um til að efla öryggi. „Þótt friðarvilji sé dyggð er enginn hróður í því að ætla nágrannaþjóðum hugsanlegar fórnir, meðal annars í okkar þágu, og láta eins og okkur komi það ekki við,“ sagði Halldór. Ekki horfið frá vopnleysi Í ræðu sinni í gær sagði Halldór að almennur skilningur virtist vera á nauðsyn þess að Íslendingar tækju að sér aukið hlutverk og frumkvæði í vörnum landsins. Þetta þýddi þó ekki að hverfa ætti frá vopnleysi eða að íslenskir aðilar geti tekið við meg- inverkefnum varnarliðsins, heldur að kanna hvort og hvernig íslenskir borgaralegir starfsmenn geti tekið að sér frekari stuðningsverkefni á varnarsvæðum. Í samtali við Morg- unblaðið sagðist Halldór sjá fyrir sér aukna þátttöku Íslendinga t.d. í fjar- skiptamálum, öryggisgæslu á varn- arsvæðum og jafnvel samstarf á sviði björgunar. „Þá á ég við þyrlubjörg- unarsveitina í samstarfi við varnar- liðið. Það liggur fyrir að við munum smíða nýtt varðskip á næstunni og það skip er hannað með tilliti til auk- ins samstarfs á þessu sviði,“ sagði hann. Bókun um framkvæmd varnar- samningsins við Bandaríkjamenn rann út árið 2001 en enn er starfað eftir henni. Íslensk stjórnvöld hafa afdráttarlaust lýst því yfir að á Keflavíkurflugvelli væri nú lág- marksviðbúnaður. Á síðustu tveimur árum hafa farið fram óformlegar við- ræður milli íslenskra og bandarískra yfirvalda um framkvæmd varnar- samningsins en Halldór sagði að þær væru ekki komnar langt á veg. Spurður sagði hann að formlegar viðræður gætu í raun hafist hvenær sem er. „En aðstæður hér á landi eru ekki sérstaklega góðar til mikilla við- ræðna um stórpólitísk mál. Við erum að fara hér inn í kosningabaráttu og það geta allir skilið að það er ekki heppilegur tími til að taka stórpóli- tískar ákvarðanir um mál sem snerta grundvallarhagsmuni Íslands,“ sagði Halldór. Réttast væri að málið biði nýrrar ríkisstjórnar en hann vildi þó ekkert útiloka í þessu sam- hengi. Skylda að bregðast við nýjum ógnum Í framsögu sinni sagði Björn Bjarnason að Íslendingar gætu ekki, frekar en aðrar þjóðir, haft að engu þær hættur sem blöstu við í upphafi aldarinnar. Íslendingar hlytu að bregðast við þeim til að gæta eigin hagsmuna og einnig líta til þess sem bandamenn okkar í Evrópu og Norð- ur-Ameríku væru að gera. Á leið- togafundi NATO í Prag í nóvember 2002 hafi verið samþykkt, m.a. af Davíð Oddssyni og Halldóri Ás- grímssyni hvernig ætti að bregðast við hættunni. Ríkisstjórnir NATO- ríkjanna ætli að auka getu sína til að standast ógn sem steðjar af efna- vopnum, sýklavopnum, geislavopn- um og kjarnorkuvopnum. Þær ætli að auka hæfni sína til njósna og eft- irlits og snúast harkalega gegn hryðjuverkum og leggja áherslu á ráðstafanir til að verjast árásum á tölvu- og upplýsingatæknikerfi inn- an landamæra sinna. „Hættumatið, sem kemur fram í ályktun leiðtogafundar NATO í Prag, nær ekki síður til Íslands en annarra NATO-landa,“ sagði Björn. Hann benti á að líkt og Bandaríkja- menn hefðu Norðmenn tekið skipu- lega á varnar- og öryggismálum. Norsku stjórnarflokkarnir þrír auk Verkamannaflokksins hefðu ákveðið að verja 118 milljörðum norskra króna til þessa málaflokks frá 2002 til 2005 sem væri um 12% nettóaukn- ingu að ræða frá næstu fjórum árum á undan. Í Noregi hefðu stjórnmála- flokkarnir með öðrum orðum komið sér saman um framtíðarstefnu, fjár- veitingar og aðgerðir til að treysta öryggi lands síns við nýjar aðstæður. Í þeim ríkjum sem leggja opinbert fé til varnarmála væri óhjákvæmilegt að gera það á grundvelli hættumats og rökstuddra áætlana. „Öryggismál Íslands eru aldrei rædd undir þess- um formerkjum á Alþingi. Okkur Ís- lendingum er framandi að ræða um eigið öryggi með vísan til opinberra útgjalda. Engar sambærilegar um- ræður hafa því miður farið fram hér á landi og meðal nágranna okkar austan og vestan Norður-Atlants- hafs um nauðsyn þess að endurmeta stöðu okkar í öryggismálum og hugsanlega leggja meira fé til þeirra,“ sagði Björn. Íslendingar gætu ekki verið varn- arlausir og horfið til þess tíma þegar treyst var á fjarlægðina frá öðrum löndum. Til að tryggja varnir Íslands á 21. öld yrði að halda áfram virku varnarsamstarfi við Bandaríkin. Gera þyrfti nýtt hættumat fyrir al- mannavarnir. Þá ætti að endurnýja hlutverk, skipulag og tækjakost Landhelgisgæslunnar á grundvelli nýs mats á verkefnum hennar og einnig að tryggja að lögreglan gæti lagað sig að nýjum aðstæðum með virkri þátttöku í alþjóðlegu sam- starfi. Jafnframt að meta hættur sem Íslandi kunni að stafa af hryðju- verkastarfsemi, skipulagðri glæpa- starfsemi og útbreiðslu gereyðingar- vopna. „Íslendingum er skylt sem sjálfstæðri þjóð að sýna og axla ábyrgð í varnar- og öryggismálum, annars eru þeir ekki fullgildir þátt- takendur í samfélagi þjóðanna,“ sagði Björn Bjarnason. Ekki einblína á hernaðarmátt Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði að ekki væri nóg að einblína á hern- arðarmátt og varnarmátt. Öryggis- hugtakið hafi ekki eingöngu hernað- arlega þýðingu. „Þekking á stöðu efnahagsmála,umhverfismála, mannréttinda og þjóðfrelsisbaráttu minnihlutahópa víða um heim, og áhrif þeirra á öryggi okkar í óstöð- ugum heimi er ekki síður nauðsyn- legt. Hið sama má segja um áhrif glæpastarfsemi sem teygir anga sína um allt,“ sagði hún. „Hinn almenni borgari kann að óttast fyrirvaralaus- ar hryðjuverkaárásir. Og ekki að ástæðulausu. Hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington 2001 af- hjúpuðu varnarleysi okkar gagnvart slíkum ódæðisverkum. En þær hafa einnig leitt okkur fyrir sjónir að órói, átök og kúgun í fjarlægum löndum, svo ekki sé talað um gamlar syndir stórveldanna, geta haft bein áhrif á öryggi okkar og lífsafkomu í dag.“ Þórunn taldi það forgangsatriði að efla framlag Íslands til þróunarsam- vinnu. Það væri í raun framlag til varnarmála en ekki væri hægt að skilja öryggismál frá baráttunni gegn fátækt og misrétti. Til að tryggja öryggi Íslands á 21. öldinni yrði utanríkismálastefna Íslands að taka mið af nýjum ógnum og hættum í veröldinni. Til að móta slíka stefnu lagði hún til að stofnuð yrði þver- pólitísk nefnd, líkt og gert var árið 1979 þegar skipuð hafi verið öryggis- málanefnd með fulltrúum allra þing- flokka til að gera úttekt á öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. „Ég tel fullt tilefni til að skipa aðra slíka nefnd,“ sagði hún. Íslendingar taki aukinn þátt í vörnum landsins Utanríkisráð- herra sér fyrir sér verkefni í öryggisgæslu, fjarskipta- og björgunarmálum Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fjallaði um varnir Íslands á 21. öld á fundi Varðbergs í gær. Auk hans fluttu framsögur þau Björn Bjarnason, alþingismaður og borgarfulltrúi, og Þór- unn Sveinbjarnardóttir alþingismaður en þau sitja bæði í utanríkismálanefnd Alþingis. SAMTÖKIN Vímulaus æska hafa hrundið af stað þjóðarátaki gegn lög- leiðingu ólöglegra eiturlyfja. Átakið fer þannig fram að undirskriftarlist- um verður dreift meðal annars í helstu verslunarkjörnum, stofnun- um, framhaldsskólum og á heima- síðu Vímulausrar æsku á vefnum. Þeir sem setja nafn sitt á undir- skriftalista lýsa þar með yfir fullri andstöðu við lögleiðingu ólöglegra eiturlyfja. Átakinu var hrint af stað í gær í Foreldrahúsi og stendur yfir í eina viku. Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir undirskriftalistunum til stuðnings Vínarsáttmálanum en hann felur í sér andstöðu við lögleiðingu ólög- legra eiturlyfja. Vímulaus æska mun afhenda skrifstofu Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi undirskriftalistana í apríl. Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi, úr hljómsveitinni Í svörtum fötum var með þeim fyrstu sem und- irrituðu listann. „Þar sem ég hef allt- af haldið fram hreinum skildi í þess- um málum þá finnst mér mjög gaman að til mín hafi verið leitað til að styrkja þetta góða og þarfa átak. Annars vegar er þetta viðurkenning og hins vegar staðfesting á því að við getum öll hjálpað til. Ég ætla að hvetja alla vini mína til að skrifa und- ir,“ sagði Jónsi og bætti við að hann héldi að fólk í skemmtanaiðnaðinum tæki vel undir þetta. Sigrún Hv. Magnúsdóttir, fé- lagsráðgjafi, tekur þátt í norrænu samstarfi Vímulausrar æsku. „Við vonumst eftir að sem allra flestir skrifi undir,“ sagði Sigrún. Hún fór á ráðstefnu fyrir nokkru þar sem Norðurlöndin komu saman til að ræða baráttuna gegn eiturlyfjum. „Þar kom fram að þau lönd sem eru hvað mest sammála um að banna eit- urlyf eru Ísland og Svíþjóð. Hin eru að gefa þessu meira færi en við,“ sagði Sigrún. Hún sagði umræðuna um skertar refsingar vegna eitur- lyfja ekkert hafa með lögleiðingu þeirra að gera. „Það er frískt fólk á öllum aldri með hugmyndir um að lögleiða eiturlyf. Við þurfum því að standa vörð um þetta svo það læðist ekki að okkur. Með lögleiðingu yrði aðgengi auðveldara.“ Sigrún sagði nýja heimasíðu um kannabisefni lýsa vel þeim viðhorf- um sem ríkja í þjóðfélaginu um þess- ar mundir. „Það eru hundruð ef ekki þúsundir heimasíðna um cannabis og það að íslensk heimasíða skuli orðin til sýnir þróunina hér á landi í þess- um málum. Á móti sýnum við við- brögð og tökum þátt í þessum al- þjóðlegu undirskriftasöfnunum,“ sagði Sigrún. Undirskriftir gegn lögleiðingu eiturlyfja TENGLAR ..................................................... www.vimulausaeska.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.