Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Prentsmiðja Prentari eða vanur aðstoðarmaður óskast í prentsmiðju í Reykjavík sem fyrst. Reyklaus vinnustaður. Áhugasamir skili inn umsóknum á augldeild Mbl. eða á box@mbl.is, merktum: „P — 13424." R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Ferðafélags Íslands Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn í FÍ-salnum, Mörkinni 6, fimmtudaginn 13. mars nk. kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Vinsamlega sýnið félagsskírteini við innganginn. Aðalfundur GFF árið 2003 verður haldinn í Norræna húsinu miðviku- daginn 19. mars kl. 20.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður opnuð vefsíða samtakanna. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórn GFF. „Skógar í umhverfinu“ Ráðstefna föstudaginn 14. mars kl. 13.00-18.00 í Mörkinni 6 í Reykjavík Skógrækt er að verða algengt form landnýting- ar og ljóst er, að hún mun hafa áhrif á náttúru landsins og landslag. Skógræktarfélag Íslands og Landvernd vilja að fjallað sé um margþætt viðhorf til skógræktar og þau áhrif, sem hún hefur á umhverfið. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Sjá dagskrá ráðstefnunnar á www.skog.is og/eða www.landvernd.is . Aðalfundur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. 2003 Aðalfundur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. 2003 verður haldinn í fundarsal Flugstöðvar- innar, Keflavíkurflugvelli, fimmtudaginn 20. mars 2002 kl. 16.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga til breytinga á samþykktum félagsins sem lýtur að boðun til hluthafafunda. Auk dagsblaðsauglýsingar skal heimilt að boða til þeirra með ábyrgðarbréfi til hvers hlut- hafa, með símskeyti eða öðrum jafn sannan- legum hætti. 3. Önnur mál. Keflavíkurflugvelli, 12. mars 2003. Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. FYRIRTÆKI Svæði 104 — laus Til leigu er 2ja—3ja herbergja íbúð á svæði 104 með öllum húsgögnum. Getur losnað strax. Leiga 90 þúsund á mánuði. HÚSNÆÐI ERLENDIS Barcelóna — Menorca Íbúð til leigu í Barcelóna og á Menorca. Vetrarfrí/sumarfrí. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. KENNSLA Kennarar Þorsteinn Sigurðsson sérkennslu- fræðingur efnir til námskeiðs um LESTRARÖRÐUGLEIKA - umfang, einkenni, orsakir og úrræði í Öskjuhlíðarskólanum miðvikudag- inn 19. og fimmtudaginn 20. mars kl. 17.15—19.15 báða dagana. Innritun í síma 552 2132 milli kl. 17 og 19. TILKYNNINGAR Auglýsing um mat á umhverfisáhrifum - úrskurður Skipulagsstofnunar Nám kalkþörungasets úr Arnarfirði í Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á nám kalkþörungasets úr Arnar- firði í Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is . Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 9. apríl 2003. Skipulagsstofnun. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13— 18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 7  18331271/2  0 I.O.O.F. 18  1833128  I.O.O.F. 9  1833128½   HELGAFELL 6003031219 IV/V  Njörður 6003031219 III  GLITNIR 6003031219 I  EDDA 600303122 I Fræðslufundur kl. 20.15 Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Í kvöld kl. 20 Hjálparflokkur. Allar konur velkomnar. Hugrækt og hamingja Anna Valdimarsdóttir, sálfræð- ingur, flytur erindi á vegum Sál- arrannsóknarfélagsins í Hafnar- firði í Góðtemplarahúsinu fimmtudaginn 13. mars kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Stjórnin. www.fi.is Myndakvöld — 12. mars kl. 20.00 Í þetta sinn mun Ragnar Páll Ein- arsson, myndlistarmaður, sýna myndir úr Arnarfirði og ná- grenni, m.a. úr Dýrafirði og frá Rauðasandi. Einnig mun hann sýna einstakar myndir úr safni Samúels í Selárdal, lista- mannsins með barnshjartað. Sportvöru- og reiðhjólaverslun Verkstæði. Óskum að ráða laghentan og dug- legan starfsmann á verkstæði okkar til sam- setningar og viðhalds á reiðhjólum og skíðum. Umsækjandi þarf að hafa áhuga á reiðhjólum, skíðum og öðrum sportvörum. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir góða starfs- menn. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun okkar í Ármúla 40. Ármúla 40 - Sími 553 5320 - www.markið.is AÐALFUNDUR Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar samþykkti álykt- un þar sem lýst er yfir eindreginni andstöðu við hernaðaraðgerðir gegn Írak. Skorað er á ríkisstjórn Íslands að gera allt sem í hennar valdi stend- ur til að þessi alvarlega deila verði leyst á friðsamlegan hátt. „Fundurinn fordæmir mannrétt- indabrot Íraksstjórnar og sérstak- lega að hún hlíti ekki ályktunum Sam- einuðu þjóðanna. Fundurinn fordæmir slík brot hver sem fremur þau og minnir sérstaklega á grimmd- arlegt framferði Ísraelsstjórnar gagnvart palestínsku þjóðinni fyrr og síðar í trássi við samþykktir SÞ.“ Fundurinn lýsti áhyggjum sínum með þann drátt, sem þegar er orðinn á gangsetningu hæfnislaunakerfis og framkvæmd starfsmats. Minnt er á efni bókunar frá 28. nóv. s.l. og skorar á borgaryfirvöld að standa í einu og öllu við þá áætlun. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Andstaða við hern- aðaraðgerðir í Írak SKÁKSKÓLI Hróksins og Eddu tekur til starfa í Rimaskóla í Graf- arvogi og Melaskóla í Vesturbæn- um um næstu helgi. Skólinn er ókeypis og opinn öllum börnum á grunnskólaaldri, sem lært hafa mannganginn. Skákskólinn mun starfa næstu tólf vikur. Í boði er fræðsla, skákþjálfun, skákmót, fjöltefli og ýmsar uppá- komur. Í Rimaskóla verður teflt á laug- ardögum kl. 11 – 14 og hefst skóla- haldið laugardaginn 15. mars kl. 11. Í Melaskóla verður teflt á sunnudögum kl. 11 – 14 og hefst skólahaldið sunnudaginn 16. mars kl. 11. Skákskólinn er rekinn í sam- vinnu við Rimaskóla og Melaskóla, sem lentu í tveimur efstu sætum á Íslandsmóti barnaskólasveita. Skákskóli Hróksins og Eddu er opinn nemendum úr öðrum skólum og geta áhugasöm börn skráð sig til þátttöku í netfanginu skakskoli- @hotmail.com. Skákskóli Hróksins og Eddu FIMMTUDAGINN 13. mars verður haldinn fundur kl. 13.30 á Hótel Loftleiðum með yfirskriftinni: „Framtíð einstaklinga með heilabil- un“. Þar verður fjallað um sjúkdóm- inn frá ýmsum sjónarhornum og meðal fyrirlesara er David Wilkins- son, læknir á Morgreen-spítalanum í Southamton í Bretlandi. Fundurinn er ætlaður fagfólki sem kemur að umönnun heilabilaðra. Einnig verður á fundinum Ásta Möller, hjúkrunarfræðingur og al- þingismaður. Eva María Jónsdóttir stjórnar pallborðsumræðum. Fundur um framtíð heilabilaðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.