Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EGILSDÓTTIR, Hæðargarði 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 13. mars kl. 13.30. Guðrún J. Óskarsdóttir, Magnús S. Magnússon, Svanborg E. Óskarsdóttir, Guðjón Antonsson, Ragna S. Óskarsdóttir, Bergsveinn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabarn. Bróðir minn, ÁRSÆLL JÓHANNESSON frá Lágafelli, Miklaholtshreppi, lést á St. Franciskusspítala, Stykkishólmi, fimmtudaginn 6. mars. Jarðarförin fer fram frá Fáskrúðabakkakirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Fyrir hönd vina og vandamanna, Jóhannes Jóhannesson. Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JOHNSEN LANGELYTH, Suðurhvammi 15, Hafnarfirði, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 5. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Vignir B. Árnason, Helena Vignisdóttir, Arnar B. Vignisson, Hallfríður Hrund Jónsdóttir, Sigrún Rut Hjálmarsdóttir, Helgi Hreinn Hjálmarsson, Kristján Örn Arnarsson, Hallfríður Jónína Arnarsdóttir. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, KRISTJÁNS G. MAGNÚSSONAR málarameistara, frá Langa-botni, síðast til heimilis á Hrísateigi 10, Reykjavík, sem andaðist laugardaginn 15. febrúar síðastliðinn. Magnús Kristjánsson, Hrafnhildur Hlíðberg, Kristín Þórðardóttir, Sævar Örn Kristjánsson, Árni Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, ELÍNAR ÞÓRU SIGURBJÖRNSDÓTTUR frá Sveinsstöðum í Grímsey. Börn, tengdabörn og þeirra fjölskyldur. Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, FRIÐRIK ÓLAFUR ÓLAFSSON, sem lést í Laos miðvikudaginn 12. febrúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 14. mars kl. 13.30. Ólafur Friðriksson, Lilja K. Hallgrímsdóttir, Albertó Marquez, Ólafur Friðriksson, Brynhildur Jónsdóttir, Þóra G. Friðriksdóttir, Skúli H. Magnússon, Elísabeth A. Friðriksdóttir, Bjarndís H. Friðriksdóttir, Alexander H. Friðriksson, Kristófer R. Friðriksson, systkini og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA MAGNEA BERGMANN, Hringbraut 77, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 14. febrúar kl. 14.00. Böðvar Þ. Pálsson, Ásta Vigdís Böðvarsdóttir, Kristján Vilberg Vilhjálmsson, Margrét Böðvarsdóttir, Anna Þóra Böðvarsdóttir, Lúðvík U. Smárason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, EIRÍKUR HREIÐARSSON garðyrkjubóndi, Grísará, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 13. mars kl. 13.30. Margrét Sigurðardóttir, Ragnheiður María Pétursdóttir, Sigríður Emilía Eiríksdóttir, Einar Þ. Einarsson, Hreiðar Eiríksson, Hallfríður Böðvarsdóttir, Sigurður Eiríksson, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Snjólfur Eiríksson, Kristjana Helga Ólafsdóttir, Aron Eiríksson, Eiríkur Anton Eiríksson, Helga Jóhannsdóttir, barnabörn og systkini. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN SIGMUNDSSON fyrrum bóndi á Arnarhóli, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 14. mars klukkan 13.30 Hörður Kristinsson, Sigrún B. Sigurðardóttir, Magnús Kristinsson, Brigitte Kristinsson, Hallmundur Kristinsson, Anna Lilja Harðardóttir, Kristinn Örn Kristinsson, Lilja Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegrar eiginkonu minn- ar, móður okkar, dóttur, tengdadóttur og ömmu, ÖNNU ALFONSDÓTTUR, Starhólma 16, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og líknardeildar Landspítalans. Harry Sampsted, Alfons Sigurður Kristinsson, Gerður Aagot Árnadóttir, Hannes Ómar Sampsted, Eygló Íris Oddsdóttir, Bergsveinn Sampsted, Hrönn Sveinsdóttir, Alfons Oddsson og barnabörn. Nú hefur afi minn fengið hvíldina. En söknuðurinn ríkir hjá okkur hin- um. Hann dvelur nú meðal vina og systkina á góðum stað. Fyrirmynd mín í svo mörgu, tilefni aðdáunar og undrunar. Traustur og sannur. Hann var listamaður af guðs náð, sönnun þess að fólk fæðist með gáfur sem það síðan ræktar með sér. Hann var ekki einungis einstaklega hagur, heldur sá hann gjarnan hlutina í nýju ljósi sem er það sem gerir mann að listamanni. Útskurðarmeistari á heimsmælikvarða, jafnvígur á lág- myndir og flókin mynstur, sem og þrívíða hluti. Ótalmargar tréstyttur og dásamlega fallegir húsmunir sanna það. Það var gaman að sækja hann í kvöldmatinn út í bílskúr og sjá hvað hafði töfrast fram úr viðnum eftir hverja dagstund. Á efri árum náði hann mikill færni í vatnslitamál- un, en auk þess kunni hann bókband, málaði málverk og fékkst við gler. Allt lá vel í höndum hans. Umgengni hans var líka einstök við verkfæri sín og eigur. Allt var í röð og reglu, vel með allt farið og umhyggja og vandvirkni með ein- dæmum. Þannig var öll persóna hans. Réttlætiskennd hans var rík og endurspeglaðist í pólitískum skoðun- um hans. Ég var yfirleitt alltaf sam- mála afa þegar rætt var um þjóð- félagsmál við eldhúsborðið í Bólstaðarhlíð. Hann var sósíalisti eins og þeir eru fallegastir. Ef allir sósíalistar væru einsog hann þá væri allt gott. Að búa við slíkt öryggi, virðingu og ástúð einsog ég hafði og hef enn í Bólstaðarhlíð hefur gefið mér allt. Að verða þeirra gæfu aðnjótandi að vera alinn upp af góðu fólki er ómet- anlegt. Einn af mikilvægustu uppal- endum mínum er nú dáinn, aldraður með gott og langt líf að baki. Jón afi minn var mér mikilvæg fyrirmynd á margan hátt. Hann mótaði lífsvið- horf mín meira en ég geri mér grein fyrir. Ég minnist hans með söknuði, virðingu og hlýju. Sigrún Inga Hrólfsdóttir. JÓN JÓHANN MAGNÚS- SON ✝ Jón Jóhann Magnússon fædd-ist í Innri-Fagradal í Saurbæj- arhreppi 16. nóvember 1912. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans við Hringbraut 10. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 18. febr- úar. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.