Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA vetnisstöðin kom til landsins í gær með Dettifossi og var skipað í land á Sundabakka. Vetn- isstöðin er framleidd af Norsk Hydro í Noregi og verður útbúin til framleiðslu og afgreiðslu vetnis í gasformi til ökutækja. Hún verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Vetnisstöðin, sem verður á Skeljungsstöðinni við Vesturlandsveg, verður opn- uð á sumardaginn fyrsta. Hún er í eigu Íslenskrar NýOrku og Skeljungs hf. Síðar á árinu hefst svo til- raunaakstur vetnisknúinna strætisvagna hér á landi en þrír slíkir eru væntanlegir í ágúst. Þeir verða í tilraunaakstri á vegum Strætó bs. næstu tvö árin. Starfræksla vetnisstöðvarinnar og strætisvagna- verkefnið eru hluti af verkefni sem Íslensk NýOrka stendur að og er styrkt af Evrópusambandinu. Verkefnið miðar að því að þróa og rannsaka dreif- ingu og notkun vetnis. Einnig á að skoða hvaða efnahags- og samfélagsáhrif vetnisstöðin hefur ásamt því að skoða framtíðarmöguleika þess að nýta vetni í stað jarðefnaeldsneytis í íslensku sam- félagi. Hefur vakið athygli víða um heim Íslensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að stefna beri að því að innlendir orkugjafar leysi innflutt jarð- efnaeldsneyti af hólmi og hafa einnig stutt við hug- myndir um vetnisvætt samfélag í framtíðinni. „Við höfum verið að vinna að þessum markmiðum smátt og smátt,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær. „Það sem við Íslend- ingar erum að gera hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim og ég hef orðið vör við það í iðn- aðarráðuneytinu. Það að við skulum vera þarna í fararbroddi er ekki óeðlilegt miðað við að við höfum verið í fararbroddi varðandi hreina orkugjafa og endurnýtingu á orku. Þess vegna fellur þetta afar vel að okkar markmiðum almennt,“ sagði Valgerð- ur. Hún hefur sjálf prófað vetnisstrætisvagn og segir einu úrgangsefnin sem úr honum koma vera hreint vatn. Valgerður sagði framhald nýtingar vetnis sem orkugjafa velta nokkuð á því hvernig til tekst með strætisvagnana. Hún sagði einnig spennandi mögu- leika að vetnisvæða skipaflota Íslands í framtíðinni. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Ís- lenskrar NýOrku ehf., sagði vetnisstöðina opna fjölmarga möguleika fyrir Íslendinga. „Vetnisstöð- in gerir það að verkum að við getum dregið að okk- ur athygli bifreiðaframleiðenda og þeirra sem eru að vinna í slíkri tækni,“ sagði Jón Björn sem er afar bjartsýnn á framhaldið. „Ég get séð fyrir mér að vetnisfarartæki komi í notkun hjá þjónustufyrir- tækjum í kringum 2005–2007. Síðan tel ég að fjöldaframleiðsla á bílum sem verða samkeppnis- hæfir gæti orðið í lok þessa áratugar,“ sagði Jón Björn. Fyrstu vetnisstöðinni var skipað í land í gær Morgunblaðið/Golli Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, Hjálmar Árnason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, Bragi Árnason prófessor og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, voru hin kátustu á Sundabakka þegar síðasta gámnum með vetnisstöðinni innanborðs var skipað á land. FINNBOGI Sigurðsson formaður Félags grunnskólakennara segir að 3% allra grunnskólabarna eigi við verulegar hegðunar- og tilfinninga- raskanir að stríða og viðeigandi með- ferðarúrræði vanti fyrir þennan hóp. Vandamál margra barna í þessum hópi segir hann falla beint undir heil- brigðisráðuneytið en að hans sögn getur ráðuneytið varpað ábyrgðinni yfir á skólana á grundvelli skóla- skyldu í landinu. Á ársfundi Félags grunnskóla- kennara sem haldinn var um síðustu helgi var eftirfarandi ályktun sam- þykkt einróma: „Alvarlegt ástand hefur skapast víða í skólakerfinu vegna barna með miklar hegðunar- og tilfinningarask- anir. Ársfundur Félags grunnskóla- kennara ... beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að skoða frá öllum hliðum heildstæð úrræði fyrir þennan hóp. Fundurinn hvetur stjórnvöld til þess að veita fagfólki sem á að sinna málefnum barna með geðraskanir svigrúm og aðstöðu til þess að veita þá þjónustu sem þessi börn eiga rétt á. Fundurinn skorar á yfirvöld heil- brigðis-, félags- og menntamála að bregðast snarlega við þessu brýna málefni og vinna í sameiningu að lausn þess.“ Vandamálið hefur stækkað Finnbogi Sigurðsson segir kennara hafa vissulega haft áhyggjur af þessu máli í áraraðir en það hafi hins vegar stækkað. Skýringarnar liggja ekki ljósar fyrir að hans mati, en hann bendir á að hugsanlega séu greining- ar orðnar betri. „Sá hópur sem á við geðræn vandamál að stríða, auk lyfja- og fíkniefnaneyslu, hefur einfaldlega stækkað,“ segir hann. Hann segir að viðeigandi úrræði vanti fyrir um 30 börn í Reykjavík. Gera megi ráð fyrir að ástandið sé svipað hér og erlendis, með því að 3% barna á grunnskóla- aldri séu mögulega svo illa á vegi stödd af einhverjum ástæðum, að þau þurfi á sérstakri innlögn eða aðstoð að halda. „Miðað við 40 þúsund grunn- skólanemendur á landinu erum við að tala um 1.200 börn.“ Hann segir að um 18% grunnskóla- nemenda taki of mikinn tíma kennara og þar af séu 3–5% þeirra með veru- leg vandamál, m.a. ofbeldisvandamál. Þessi börn séu t.d. farin að beita mun grófara ofbeldi en áður þekktist, gangi jafnvel með vopn og beinlínis beiti ofbeldinu af ásettu ráði, sem er nokkuð sem ekki þekktist áður. „Áður hljóp skapið oft með fólk í gönur en nú eru komin upp tilvik þar sem ungling- ar beita ofbeldi að yfirlögðu ráði,“ segir hann. Formaður Félags grunnskólakennara segir hegðunarvanda nemenda alvarlegan Úrræði vantar fyrir 3% grunnskólabarna „ÞAÐ er komið nóg af persónu- legum árásum í aðdraganda kosn- inga og ég ætla því ekki að láta eft- ir mér að fjalla um þetta með þessum hætti,“ sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra þegar Morg- unblaðið hafði samband við hann til að leita viðbragða hans við ummæl- um Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur, talsmanns Samfylkingarinnar, í pistli, sem birtur var í vefriti ungra jafnaðarmanna, politik.is, og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Ingibjörg íslenskt sam- félag einkennast af valdþreytu stjórnvalda og ótta hinna við að gagnrýna vald þeirra. Davíð hafi með vanhugsuðum orðum og gjörð- um sett samfélagið á annan endann. Hann hafi hoggið að rótum stjórn- kerfisins og fórnað trúverðugleika þess á altari pólitískra skammtíma- hagsmuna. „Ég vek athygli á því að það er nóg af málefnum sem þarf að ræða um. Ég tel að málefnastaða rík- isstjórnarinnar sé sterk og menn eigi ekki að veigra sér við að fjalla um málefnin,“ sagði Davíð. Davíð segir nóg komið af persónu- legum árásum FRAMSÓKNARFLOKKURINN og Vinstrihreyfingin–grænt fram- boð bæta við sig fylgi á kostnað Samfylkingarinnar í nýjustu könn- un IBM sem gerð var fyrir Stöð tvö. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 39,3% atkvæða en Samfylkingin 33,2% ef marka má könnunina sem gerð var dagana 7.–9. mars. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist mjög svipað og í könnun IBM sem gerð var 21.–24. febrúar en fylgi Sam- fylkingar mældist þá mun meira eða 38,1%. Framsóknarflokkur bætir við sig fylgi og fengi 14,2% atkvæða og Vinstrihreyfingin–grænt framboð fengi 9,9% og bætir einnig við sig fylgi frá síðustu könnun IBM. Frjálslyndi flokkurinn mælist með 2,1% fylgi sem er svipað og í síð- ustu könnun. IBM tók lagskipt slembiúrtak fólks á aldrinum 18–67 ára í könn- uninni og spurðir voru 843 einstak- lingar. Könnun IBM á fylgi flokkanna Framsókn og VG vinna á LÁNASÝSLA ríkisins hefur endur- unnið og uppfært tölur um stöðu rík- isábyrgða árin 1997–2002. Skráðar ríkisábyrgðir hafa vaxið verulega á tímabilinu eða úr 199 milljörðum árið 1997 í liðlega 454,6 milljarða í lok árs 2002. Sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu námu ríkisábyrgðirnar 38,8% 1997, um 50% árið 2000 og um 60% árið 2002 og skýrist það fyrst og fremst af auknum ábyrgðum vegna Íbúðalánasjóðs en þær námu 128,7 milljörðum árið 1997 en liðlega 360 milljörðum í lok síðasta árs. 50 milljarðar vegna Landsvirkj- unar og viðskiptabankanna Þannig hefur hlutfall ríkisábyrgða af vergri landsframleiðslu án Íbúða- lánasjóðs að mestu staðið í stað um- rætt tímabil og verið á bilinu 12,5%– 14,5 %. Ríkisábyrgðir vegna Lands- virkjunar (LV) og viðskiptabankanna námu um 51,6 milljörðum króna í lok árs 2002 en þar af voru ábyrgðir vegna eignarhluta ríkisins í LV tæpir 40 milljarðar. Í greinargerð Lánasýslunnar kem- ur fram að tölur nú taki loksins til lána Landsvirkjunar „en fyrirtækið hefur nú loks brugðist við ítrekuðum óskum Lánasýslunnar og sent inn skilmerkilegar og vel sundurliðaðar upplýsingar varðandi skuldbindingar sínar“. Þá kemur og fram í greinargerð- inni að ákveðið hafi verið að telja með ábyrgðir vegna viðskiptabankanna sem eru enn að hluta, eða hafa verið í eigu ríkisins og eiga enn lán með rík- isábyrgð og nam sú ábyrgð um 12,3 milljörðum í lok síðasta árs. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að ábyrgð vegna bréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs skýri aukningu ábyrgða sem hvíla á ríkinu. Hann segir að upphæð ríkis- ábyrgða sé aðeins eitt af mörgum at- riðum sem erlend fyrirtæki spyrji um þegar þau meta lánshæfi íslenska rík- isins. Þau meti auðvitað fyrst og fremst efnahagshorfur og stöðu rík- isfjármála o.s.frv. en ríkisábyrgðir vegi væntanlega ekki þungt í heild- armyndinni svo lengi sem þær séu innan skynsamlegra marka. Ríkis- ábyrgðir orðnar 454 milljarðar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.