Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞAÐ gengur sorglega illa að breyta íslenska karlaveldinu í jafn- réttissamfélag. Á því berum við karlarnir meginábyrgð en það er líka dapurlegt að sjá þegar konur í áhrifastöðum þekkja ekki vitj- unartíma sinn. Áferðarfalleg lög, stefnumótun, áætlanir og önnur þekkt úrræði í jafnréttismálum hafa ekki megnað að breyta launa- misrétti kynjanna. Launamisrétti er staðreynd, einnig hjá sveit- arfélögum sem virðast hafa náð bestum árangri í jafnréttismálum. Ég á ekki eingöngu við það að konur njóti ekki sömu kjara og karlar fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf. Ekki síður á ég við kynjamismunun sem felst í því að laun fyrir mörg mikilvægustu störf samfélagsins, til dæmis umönnun barna, aldraðra og sjúklinga, eru láglaunastörf sem konur sinna nær eingöngu. Sama gildir um fisk- vinnslu, ræstingu og önnur störf þar sem ekki eru gerðar kröfur til sérmenntunar. Má jafnvel tala um mismunun vegna þjóðernisupp- runa á sjúkrahúsum og í fisk- vinnslunni. Það skortir raunverulegan vilja ríkisstjórnar, ríkisstofnana, sveit- arfélaga og einkafyrirtækja. Ráð- herrarnir, sveitarstjórarnir, for- stjórarnir, framkvæmdastjórarnir, millistjórnendurnir og hvað þessir karlhugsandi einstaklingar allir heita, gefa kvenfrelsi lítinn við ákvarðanatöku. Það ær ugan að tilgreina dæmi. N skýrsla um skipan í nefndi á vegum ríkisins sýnir að k eru þar í skelfilegum meir Ráðamenn hafa til skam verið úrræðalausir gagnva un nektarstaða og atvinnu hafa verið veitt á fölskum sendum þrátt fyrir ábendi aðvaranir. Af hverju eru k ekki í bankaráðum? Á tutt öldinni lifðu aðeins tvær k Björk Guðmundsdóttir og Kvenfrelsi – Réttlæti Eftir Atla Gíslason „Síðustu tólf ár hafa verið ár einkavæðingar, tólf feit ár atvinnurek- enda en tólf mögur ár launamanna.“ FRAMBJÓÐANDI Samfylking- arinnar, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, ritaði á mánudag pistil sem birtur er á politik.is, vefriti ungs samfylkingarfólks. Þessi skrif eru um margt athyglisverð enda gerir frambjóðandinn þar trúlega í fyrsta sinn tilraun til að skýra af- stöðu sína til ýmissa pólitískra álitamála. Gera má veigamiklar athugasemdir við margar fullyrð- ingar og sjónarmið sem þar birt- ast, en engu að síður hefði pistill þessi verið efnislegt, jafnvel mál- efnalegt innlegg til kosningabar- áttunnar, ef ekki kæmi til loka- kaflinn. Þar dettur Ingibjörg Sólrún í þann pytt, að ítreka órök- studdar árásir sínar og dylgjur um ofríki stjórnvalda í landinu. Hún gengur meira að segja lengra en áður og fullyrðir bein- línis að forsætisráðherra hafi að undanförnu vegið að íslenska stjórnkerfinu. Orðrétt segir Ingibjörg, eftir að hafa fullyrt að í samfélaginu ríki óheilbrigt andrúmsloft : „Aldrei hefur það blasað við okkur eins og í síðustu viku þegar forsætisráð- herra landsins, æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar og sá sem mest völd hefur í íslenskum stjórn- málum, setti allt samfélagið á annan endann með vanhugsuðum orðum sínum og athöfnum. Hann, sem mesta ábyrgð ber á því að viðhalda trú almennings á stjórn- sýslu og stjórnmálum, hjó að rót- um stjórnkerfisins og fórnaði trú- verðugleika þess á altari pólitískra skammtímahagsmuna.“ Hér er um slík stóryrði að ræða að menn hljóta að spyrja, hvað á þessi frambjóðandi eiginle Það er afar alvarleg ásöku halda því fram að forsætis herra landsins höggvi að r stjórnkerfisins og fullyrði slíkt verða að styðjast við gild rök. Slík rök er ekki í orðum Ingibjargar, ekki sinni gerð tilraun til að rö þessa fullyrðingu. Málatil inn er bara með sama hæ áður hjá þessum frambjóð að fullyrða að í samfélagin óheilbrigt andrúmsloft og síðan um að það sé forsæt herranum að kenna. Nú e síðan bætt við að hann sé höggva að rótum sjálfs stj Eftir Birgi Ármannsson „Hitt er svo annað mál að framga Ingibjargar Sólrúnar og fylgisman hennar er farin að draga stjórnmá umræðuna í aðdraganda kosning anna niður á áður óþekkt stig.“ Er ekki nóg komið, Ing NÚ HEITA nýju umbúðirnar umræðustjórnmál. Fram til þessa stóð ég í þeirri trú að þeir stjórn- málamenn sem tæku þátt í um- ræðunni gerðu það í krafti hug- sjóna og sannfæringar. Þrátt fyrir mismunandi og ólíkar skoð- anir, sem mikilvægt er fyrir hvert lýðræðissamfélag að hlúa að, þá hef ég nú litið svo á að menn, hvaða nafni sem þeir nefnast eða hvaða flokki þeir tilheyra, hafi tekið þátt í orðræðunni vegna sinnar eigin sannfæringar. Ég á bágt með að trúa að ágætt fólk eins og Rannveig Guðmunds- dóttir, Kristján Möller og Jó- hanna Sigurðardóttir hafi látið einhver annarleg sjónarmið ráða ferð sinni á vagni stjórnmálanna. En nú er víst annað hljóð kom- ið í strokkinn hjá (hinum eina) talsmanni Samfylkingarinnar. Nú á að beita nýjum aðferðum því aðferðirnar sem þetta fólk hefur beitt eru allt í einu ekki lengur gjaldgengar. Umræðustjórnmál er nýja töfraorðið - eða töfratepp- ið sem öllu má sópa undir. Ekki má lengur ræða orð, gjörðir og loforð sem fylkingarfólk samein- aðist um. Það er víst ekki nógu smart fyrir nýja töfraorðið, og kannski ekki nógu heppilegt held- ur. Ég hef enga trú á því að stjórnmálamenn hafi ekki litið á umræðuna sem snaran þátt í heildarmynd stjórnmálanna. Um- ræðan, en ekki síður baráttan sjálf fyrir framgangi háleitra hugsjóna í þágu alls almennings, er drifkraftur þeirra stjórnmála- manna sem ég þekki best. En vísbendingar um hvað átt er við með umræðustjórnmálum, aðrar en hinar augljósu, eru fáar en þó sterkar. Til að átta sig á um hvað málið snýst er eðlilegt að skoða framgöngu hins nútíma- lega talsmanns Samfylking- arinnar. Ekki ætla ég mér að rifja upp umræðuna um afsögn borgarstjórans fyrrverandi og nú- verandi talsmanns. Augljóst var að lítið mark var takandi á fram- lagi talsmannsins til þeirrar um- ræðu og aðdraganda hennar. En innkoma talsmannsins inn í lands- málin er margþvæld tugga sem allir þekkja nema þeir sem ekk- ert vilja við hana kannast vegna óþægindanna sem upprifjuninni fylgja. Ef rýnt er frekar í vísb arnar um hin nýju umræð mál þá hlýtur fyrsta ræða manns Samfylkingarinnar landsmálin, hin svokallað arnesræða, að vera ákveð bending. Reyndar finnur að þá ræðu má helst ekki um lengur, kannski vegna ingar talsmannins um van kirkjunni og lögreglunni. Landssamband lögreglum hafði ályktað gegn orðum mannsins þá kom í ljós að orðum var víst ekki beint kirkjunni og lögreglunni stjórnmálamönnum. Þetta auðvitað allir að vita! Hin er langt síðan einn stjórn málamaður hefur gengisf og félaga sína jafn mikið þeim vörnum sem þurfti a uppi eftir þetta innlegg. O eftir 20 ára reynslu í pólit Í kjölfar slíkrar ræðu e sagt að velta fyrir sér hvo ur og kjaftasögur séu og kjarninn í umbúða- og um Tökum umbúðirnar utan af „umræðustjórnm Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur „Ekki má lengur ræða orð, gjörði loforð sem fylkingarfólk sameina um. Það er víst ekki nógu smart f nýja töfraorðið, og kannski ekki n heppilegt heldur.“ LJÓS Í MYRKRINU? Deilur Ísraela og Palestínumanna hafaum nokkurt skeið verið í slíkri sjálf- heldu að fátt hefur gefið tilefni til bjart- sýni. Eftir að upp úr viðræðum um sjálf- stætt ríki Palestínumanna slitnaði fyrir rúmum tveimur árum hefur ofbeldið stig- magnast á báða bóga og staðan nú er að mörgu leyti svartari en hún var fyrir upp- haf leyniviðræðnanna í Ósló í byrjun síð- asta áratugar. Þó er nauðsynlegt að áfram verði hald- ið að finna lausn á þessari langvinnu deilu. Fyrr en sú lausn finnst er vart hægt að koma á stöðugleika í Mið-Aust- urlöndum í heild. Sú styrjöld, sem flest bendir nú til að sé að skella á í Írak, flækir stöðuna enn frekar. Búast má við að innrás í Írak muni leiða til einhverrar ólgu í ríkjum araba. Það er ekki heldur hægt að útiloka að Saddam Hussein muni, rétt eins og hann gerði í fyrra Persaflóastríðinu árið 1991, reyna að draga Ísraela inn í átökin. Á hinn bóginn gætu stjórnarskipti í Írak orðið til að lægja öldurnar að einhverju leyti. Saddam hefur leynt og ljóst stutt við bakið á hryðjuverkasamtökum á borð við Hamas og greitt fjölskyldum þeirra Palestínumanna er gera sjálfsmorðsárás- ir á Ísrael háar fúlgur. Í um ár hafa háttsettir embættismenn Bandaríkjastjórnar, Evrópusambands- ins, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna unnið að því að leggja drög að þriggja ára áætlun er myndi koma til móts við kröfur jafnt Ísraela og Palestínumanna. Mark- miðið væri stofnun palestínsks ríkis en jafnframt að öryggi Ísraels yrði tryggt til frambúðar. Vonir höfðu verið bundnar við að Bandaríkjaforseti myndi kynna þessa áætlun í kjölfar þingkosninga í Ísrael í janúar. Sú hefur ekki orðið raunin. Áætlunin er sögð gera ráð fyrir að jafnt Ísraelar sem Palestínumenn taki gagnkvæm skref á þriggja ára tímabili til að bæta sambúð þjóðanna. Þær breytingar sem á síðustu dögum hafa orðið á pólitískri forystu Palestínu- manna gætu orðið til að auka líkurnar á að skriður geti komist á viðræður í náinni framtíð þótt útlitið virðist nú svart. Með skipan Mahmoud Abbas sem fyrsta for- sætisráðherra Palestínumanna við hlið Yassers Arafats hefur verið tekið mik- ilvægt skref. Hvorki Bandaríkjamenn né Ísraelar vilja eiga viðræður við Arafat. Þau rök eiga hins vegar ekki við um Abb- as. Hann er einn af stofnendum Fatah- hreyfingarinnar og hefur verið einn nán- asti samstarfsmaður Arafats um áratuga skeið. Hann og Arafat hafa hins vegar ekki ávallt verið samstiga. Abbas hefur til dæmis gagnrýnt þær aðferðir sem Pal- estínumenn hafa beitt undanfarin tvö ár og telur þær hafa unnið gegn hagsmunum þeirra. Fáir Palestínumenn hafa meiri reynslu en Abbas, eða Abu Mazen, eins og hann er oftast nefndur. Hann var einn af lyk- ilmönnunum á bak við Óslóarfundina og tók þátt í samningaviðræðum Ísraela og Palestínumanna allt þar til upp úr þeim slitnaði. Það á þó eftir að koma í ljós hvort hann nær að festa sig í sessi. Annars vegar er óljóst hvort Arafat muni veita honum raunveruleg völd. Hins vegar liggur fyrir að þar sem hann hefur að mestu unnið á bak við tjöldin er hann lítt þekktur og nýtur ekki mikillar lýðhylli. Þrátt fyrir það er skipan Abbas í emb- ætti fyrsta vonarglætan í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs, sem hefur sést um langt skeið. DEILUR UM TRÚFÉLAGSAÐILD Hjörtur Magni Jóhannsson, prest-ur Fríkirkjunnar í Reykjavík,gagnrýndi í prédikun sl. sunnu- dag tölvubréf, sem Jón Helgi Þórarins- son, formaður Prestafélags Íslands, sendi á póstlista presta 27. febrúar síð- astliðinn. Í tölvubréfinu segir m.a.: „Vitum við hvort að börnin sem ætla að fermast hjá okkur í vor eru í söfnuði okkar eða ekki? Þau geta verið skírð en skráð í allt annað trúfélag, enda fer trúfélagaskráning eft- ir skráningu móður. Ekki er víst að fólk geri sér alltaf grein fyrir þessu. Það hlýt- ur að vera eðlilegt að börn sem fermast í þjóðkirkjusöfnuði séu í þjóðkirkjunni [...] Og síðan er eðlilegt að við bendum for- eldrum viðkomandi fermingarbarns eða barna á þetta og segjum eðlilegt að þau séu í söfnuðinum. Við eigum viðkomandi eyðublöð um skráningu í trúfélög. Við þurfum að vera vakandi yfir þessu atriði – og getum þannig án efa fjölgað enn hraðar í þjóðkirkjunni sem er mik- ilvægt í alla staði – við fáum fyrr fleiri presta til starfa og fleiri bera byrðarnar með okkur þegar fram í sækir. Börn þessara barna verða síðan skráð eftir trúfélagi þeirra ... Þetta er snjóbolti sem er fljótur að hlaða utan á sig.“ Hjörtur Magni benti í prédikun sinni á að unglingar á fermingaraldri vildu gjarnan fylgja sínum bekkjarsystkinum og fríkirkjuungmenni vildu þannig mörg fermast í sinni hverfisþjóðkirkju. Þetta er eðlilegt og allnokkur dæmi eru jafn- framt um að börn, sem skráð eru í þjóð- kirkjuna, vilji fermast í einhverjum af fríkirkjusöfnuðunum. Eðli málsins sam- kvæmt eru þó fyrrnefndu dæmin án efa miklu fleiri, enda er þjóðkirkjan marg- falt stærri en fríkirkjusöfnuðirnir sam- anlagðir. Ummæli formanns Prestafélagsins í áðurnefndu tölvubréfi eru óheppileg, al- veg burtséð frá því hvort þau voru sett fram sem óformleg orðsending, eins og fram kemur í yfirlýsingu Jóns Helga í Morgunblaðinu í dag. Ekki er hann ein- asta formaður í félagi, þar sem a.m.k. sumir prestar fríkirkjusafnaðanna eiga jafnframt aðild, heldur vekur það, að bréf af þessu tagi verður opinbert, upp spurningar um það hvort þjóðkirkjan hyggist neyta aflsmunar í samkeppni við önnur trúfélög um fylgismenn og sókn- argjöld, sem eru veigamikill fjárhags- grundvöllur kirknanna í landinu. Morgunblaðið hefur verið og er þeirr- ar skoðunar að það sé óréttmætt að halda því fram að trúfélögum sé mis- munað fjárhagslega af hálfu ríkisins. Ríkið sér um að innheimta sóknar- eða félagsgjöld fyrir öll trúfélög og hið beina framlag ríkisins til þjóðkirkjunnar er byggt á samkomulagi ríkis og kirkju um kirkjujarðirnar. Þjóðkirkjan nýtur hins vegar í krafti stærðar sinnar, hlutverks, hefðar og sögu mikillar sérstöðu. Stuðn- ingsmenn þjóðkirkjunnar hafa lagt áherzlu á að sú sérstaða felist m.a. í því að hún veiti öllum landsmönnum þjón- ustu, burtséð frá trúfélagsaðild. Þannig sagði hér í leiðara blaðsins 19. október sl. þar sem málefni kirkjunnar voru til um- ræðu: „Þjóðkirkjan starfar um allt land og fer ekki í manngreinarálit þegar fólk þarf á aðstoð hennar að halda, spyr aldr- ei um trúfélagsaðild heldur veitir öllum þjónustu.“ Þjóðkirkjan hlýtur að virða rétt ann- arra trúfélaga. Það er ekki viðeigandi að kirkjan krefjist þess að þeir, sem til hennar leita, skipti um trúfélag. Það á að vera ákvörðun hvers og eins. Sömu hátt- vísi eiga forystumenn annarra trúfélaga að sjálfsögðu að sýna þjóðkirkjufólki, sem til þeirra leitar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.