Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 33 KAUPÞING birti á sunnudag auglýsingu í Morgunblaðinu með samanburði á ávöxtun lífeyrissjóða fjármálafyrirtækjanna og aftur í Fréttablaðinu í dag (10. mars 2003). Auglýsingarnar koma á óvart því ár- angur sjóða í vörslu Kaupþings hef- ur ekki verið góður sl. ár. Saman- burður Kaupþings er villandi og ekki til þess fallinn að auka tiltrú viðskiptavina á sparnaðarforminu. Hér eru nokkur atriði til umhugs- unar vegna þessara auglýsinga:  Í fyrri auglýsingu Kaupþings eru bornar saman ávöxtunarleiðir með ólíka eignasamsetningu. Eignasamsetningin ræður mestu um ávöxtun og allur samanburður án upplýsinga um hana er mark- laus.  Í fyrri auglýsingu Kaupþings er ávöxtun Leiðar 3 í Frjálsa lífeyr- issjóðnum með hæstu ávöxtunina en þessi leið ávaxtar eignir á inn- lánsreikningi. Önnur fjármálafyr- irtæki hafa boðið sambærilegar ávöxtunarleiðir en ekkert er minnst á þær.  Í annarri auglýsingu Kaupþings er ávöxtun Leiðar 1 í Frjálsa líf- eyrissjóðnum borin saman við Ævisafn I í Almenna lífeyris- sjóðnum og Ávöxtunarleið 3 hjá Séreignarsjóði BÍ. Eignasam- setning Leiðar 1 í Frjálsa lífeyr- issjóðnum er hins vegar mun lík- ari Ævisafni II hjá Almenna lífeyrissjóðnum og Ávöxtunarleið 2 hjá Séreignarsjóði BÍ. Hefði samanburðurinn verið við þessi verðbréfasöfn hefði niðurstaðan verið allt önnur og árangur Frjálsa verið sá lakasti.  Í annarri auglýsingu Kaupþings sem sýnir nafnávöxtun árin 2001 og 2002 er notuð sitthvor upp- gjörsaðferð við útreikning ávöxt- unar Leiðar 1 hjá Frjálsa lífeyr- issjóðnum milli ára. Árið 2001 er ávöxtunin reiknuð miðað við kaupkröfu en árið 2002 miðað við markaðsverð.  Samanburður Kaupþings nær yfir mjög stutt tímabil. Lífeyrissparn- aður er langtímasparnaður og því hæpið að gera slíkan samanburð fyrir stutt tímabil, samanburður- inn ætti að minnsta kosti að ná yf- ir 3 til 5 ár. Ef ávöxtun lífeyrissjóða fjármála- fyrirtækjanna er borin saman frá árinu 1999, sama ár og lífeyrissparn- aðurinn hófst, og ávöxtunarleiðir eru flokkaðar eftir eignasamsetn- ingu breytist samanburðurinn tölu- vert eins og sjá má á skýringarmynd 1. Úr myndinni má lesa eftirfarandi:  Öll fjármálafyrirtæki nema Kaup- þing hafa boðið upp á val um ávöxtunarleiðir allt þetta tímabil.  Myndin sýnir tvær ávöxtunarleið- ir frá Kaupþingi á tímabilinu, annarsvegar Lífeyrissjóðinn Ein- ingu og hins vegar Frjálsa lífeyr- issjóðinn. Sjóðirnir sameinuðust um mitt ár 2002 en frá þeim tíma er ávöxtun þessara leiða sú sama.  Árangur sjóða Kaupþings er tölu- vert lakari en sambærilegra sjóða á tímabilinu.  Lífeyrissjóðir í vörslu LÍ, BÍ og ÍSB skila hæstu ávöxtuninni inn- an hvers flokks. Ef borin er saman ávöxtun sl. þrjú ár eða árin 2000 til 2002 lítur myndin svona út (sjá skýringar- mynd 2): Úr myndinni má lesa eftirfarandi:  Á þessu tímabili hefur ávöxtun líf- eyrissjóða verið almennt lág vegna óhagstæðrar þróunar á er- lendum hlutabréfamörkuðum. Nafnávöxtun verðbréfasafna með hátt hlutfall hlutabréfa sýnir þetta.  Árangur sjóða Kaupþings er tölu- vert lakari en sambærilegra sjóða á tímabilinu.  Ævisöfn Almenna lífeyrissjóðsins skila hæstu ávöxtuninni innan hvers flokks. Almenni lífeyrissjóðurinn (áður ALVÍB) hóf árið 1998, fyrstur líf- eyrissjóða, að bjóða sjóðfélögum val um ávöxtunarleiðir. Þessi nýjung var tekin upp á sama tíma og ákveð- ið var að auka vægi hlutabréfa við ávöxtun sjóðsins. Með því móti gætu sjóðfélagar sem vildu ekki auka vægi hlutabréfa valið minni áhættu en aðrir gætu valið söfn með hærra hlutfall hlutabréfa. Stór part- ur af þessari breytingu var að bjóða sjóðfélögum ávöxtunarleið sem byggir á því að inneign flytjist milli safna eftir aldri (Ævileiðin) en fyrir marga hefur reynst vel að miða eignasamsetningu eftirlaunasparn- aðar við aldur. Aðrir sjóðir (BÍ og LÍ) fylgdu í kjölfarið og tóku upp sambærilegar ávöxtunarleiðir. Kaupþing sá hins vegar ekki ástæðu til þess fyrr en haustið 2001 í kjölfar lágrar ávöxtunar næstu ára á und- an. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur frá því um mitt ár 1998 gert daglega upp eignir sjóðsins og birt upplýs- ingar um ávöxtun og eignir á vef- síðu Íslandsbanka. Þar geta sjóð- félagar og aðrir áhugasamir skoðað daglegt gengi og fylgst með ávöxtun sjóðsins. Á árinu 2001 hóf Láns- traust að birta upplýsingar um ávöxtun á viðbótarlífeyrissparnaði á slóðinni sjodir.is. Almenni lífeyris- sjóðurinn er einn af fjórum aðilum sem hafa verið með frá upphafi og birtir með þessum hætti ávöxtunar- tölur og upplýsingar um eignir árs- fjórðungslega. Það vekur óneitan- lega athygli að fleiri vörsluaðilar lífeyrissparnaðar, þar á meðal Kaupþing, skuli ekki sjá sér fært að birta upplýsingar um ávöxtun og eignasamsetningu og stuðla þannig að betri upplýsingum fyrir neytend- ur og heilbrigðum samanburði. Það gengur ekki að haga seglum eftir vindi og birta samanburð við aðra aðila ef samanburðurinn er ekki vandaður. Slík verk dæma sig sjálf. Óskhyggja um góðan árangur eða blekking Eftir Gunnar Baldvinsson „Það gengur ekki að haga seglum eftir vindi og birta samanburð við aðra aðila ef saman- burðurinn er ekki vand- aður.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Skýringarmynd 2. Skýringarmynd 1. FRUMVARP um lyfjagagna- grunna, sem nú er til umræðu á Al- þingi, gerir ráð fyrir að allar upplýs- ingar á öllum lyfseðlum verði geymdar í gagnagrunnum hjá Tryggingastofnun ríkisins og að Landlæknir, Lyfjastofnun og e.t.v. fleiri muni hafa aðgang að gögnun- um. Persónuvernd taldi frumvarpið ógn við stjórnarskrárvarin mann- réttindi. Þegar umsagnaraðilar mættu hjá heilbrigðis- og trygginga- nefnd Alþingis í febrúar sl. tilkynnti formaður nefndarinnar að nú væri full sátt um frumvarpið við Persónu- vernd. Lítilsháttar breytingar höfðu verið gerðar, og dulkóðunartækni gagnagrunnslaganna tekin í notkun. Með þessu sáttabragði átti að þagga niður í andmælum, sem voru byggð á misskilningi eins og formaður og heilbrigðisráðherra héldu fram í fjölmiðlum. Virkt eftirlit er til staðar Að mati Mannverndar geta dul- kóðuð tölvubrögð ekki réttlætt skerðingu á mannréttindum. Eftirlit með lyfjamisnotkun er fullnægjandi nú þegar. Ekki er ástæða til að búa til flókið og dýrt eftirlitskerfi með borgurunum, sem mun leiða til mis- notkunar. Það er sérlega varasamt að láta Tryggingastofnun ríkisins fá þetta nýja eftirlitshlutverk í hendur, eingöngu vegna örfárra ólánsamra einstaklinga sem misnota lyf. Hlut- verk Tryggingastofnunar ríkisins er umsjón almannatrygginga og þjón- usta við þá sem þess þurfa, ekki eft- irlit með borgurum landsins. Stofn- unin má ekki við því að traust almennings til hennar skerðist með því að gera hana að eftirlitsstofnun að hætti Stóra Bróður. Grunnarnir eru ekki nothæfir til að fylgjast með lyfjanotkun lands- manna. Lyfjanotkun á sjúkrahúsum verður ekki skráð, né handkaupslyf, og ekki verður vitað hvað verður notað af þeim lyfjum sem keypt eru í apótekum. Nákvæmari upplýsingar um lyfjanotkun fengjust með því að kanna notkunina á vísindalegan hátt með samþykki þátttakenda. Hinir skráðu: Flestir landsmenn Mikilvægt er að allir notendur lyfja geri sér grein fyrir afleiðingum af frumvarpinu, verði það samþykkt: Opinberir starfsmenn munu fylgjast með öllum lyfjaávísunum, allt verður skráð og búast má við að öflug lyfja- fyrirtæki og aðrir hagsmunaaðilar ágirnist grunnana. Það er öruggt að þessir gagnagrunnar, eins og allir aðrir, verða með tímanum notaðir í öðrum tilgangi en upphaflega var til ætlast. Þá mun lítið gagn vera af dulkóðunartækni sem nú er notuð til að slá ryki í augu þingmanna. Hinir óskráðu: Efnafólk Nú þegar hafa einstaklingar, sem af ýmsum ástæðum vilja ekki að veikindi þeirra verði á allra vitorði, kosið að sniðganga almannatrygg- ingakerfið, og borgað sjálfir fyrir heilbrigðisþjónustu sína. Gera má ráð fyrir að margir veigri sér við að fá lyfseðil á venjulegan hátt þegar neyslan verður skráð í gagnagrunna og gögnin notuð síðar á ókunnan hátt. Búast má við að læknar útvegi þessu fólki, sem er annt um per- sónuvernd sína, nauðsynleg lyf framhjá kerfinu eða það kaupi þau á netinu. Hinn almenni launþegi mun hins vegar ekki getað greitt fyrir slíka persónuvernd, sem verður að- eins á færi forstjóra með afkomu- tengd laun. Má gagnrýna? Mikilvægasta verkefni Mann- verndar hefur verið að efla mann- réttindi og beita sér gegn gagna- grunnslögunum frá 1998. Helsti talsmaður laganna, sem er reyndar ekki í ríkisstjórn, ber sig illa í Morg- unblaðsviðtali 27. febrúar sl. útaf gagnrýninni. Tilefnið er ritrýnd grein í viðurkenndu tímariti, sem dregur í efa einsleitni þjóðarinnar. Einsleitni átti, ásamt ættfræði- og heilsufarsupplýsingum, að vera lyk- ill að ómældum fjársjóðum og al- heimslíkn, og réttlætti að sjálfsögð- um mannréttindum og vísndafrelsi var fórnað á Alþingi á altari skjót- fengins gróða. Þá, líkt og nú, var reynt að drepa gagnrýni á dreif með fullyrðingum um misskilning og lof- orðum um dulkóðun. Rökstuddri gagnrýni á hugmyndirnar að baki gagnagrunnunum hefur ekki verið svarað málefnalega. Allir þessir gagnagrunnar eru óþarfir. Það væri óskandi að Alþingi stundaði ábyrga lagagerð í stað þess að gera Ísland að gagnagrunnsvæddu furðuverki á hjara veraldar. Tryggingastofnun fær nýtt hlutverk Eftir Sigurbjörgu Ármannsdóttur og Pétur Hauksson „Hinn almenni launþegi mun hins vegar ekki geta greitt fyrir slíka persónuvernd …“ Sigurbjörg er gjaldkeri Mannverndar og Pétur er formaður Mannverndar. Sigurbjörg Ármannsdóttir Pétur Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.