Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 41 Lundúnamessa í Dómkirkjunni Sr. Jón A Baldvinsson, sendiráðsprestur, sem staddur er hér á landi í námsleyfi, mun syngja messu í Dómkirkjunni, sunnud. 16. mars kl. 14. Messan er að frumkvæði fyrrverandi sóknarbarna hans á Bretlands- eyjum og er hugsuð sem kærkomið tækifæri til endurfunda. Eftir messu verður kirkjukaffi á Hótel Borg og mun undirbúnings- nefndin viðra þar hugmyndir um árlega samkomu þessa hóps. Gamlir og nýir félagar úr Íslenska kórnum í London eru beðnir að koma til æfingar í Dómkirkjunni, þriðjudagskvöldið 11. mars kl. 20. Undirbúningsnefndin. RIMASKÓLI í Reykjavík varð um helgina Íslandsmeistari barna- skólasveita í skák og hlaut þar með keppnisrétt á Norðurlandamóti í Finnlandi í september. Skólinn heldur upp á 10 ára afmæli sitt á þessu ári og er árangur skákmann- anna góð afmælisgjöf til skólans. Þetta mun vera fyrsti Íslandsmeist- aratitill Rimaskóla í skák. Sigurinn var mjög öruggur, en sveitin hlaut 29 vinninga af 36 mögulegum. Rima- skóli gerði einungis eitt jafntefli, við Melaskóla, en vann allar aðrar við- ureignir. Melaskóli varð í öðru sæti með 24 vinninga og Hlíðaskóli náði þriðja sætinu eftir stigaútreikning við Laugarnesskóla, en báðar sveit- irnar hlutu 23½ vinning. Alls tóku 18 sveitir þátt í mótinu frá 11 skólum. Sigursveit Rimaskóla skipuðu: 1. Hjörvar Grétarsson 9 v. af 9 2. Ingvar Ásbjörnsson 8 v. 3. Egill Gautur Steingrímsson 7 v. 4. Sverrir Ásbjörnsson 5 v. Hjörvar Steinn, sem sigraði alla andstæðinga sína, er einungis 9 ára gamall. Vigfús Ó. Vigfússon er liðs- stjóri Rimaskóla. Í sveit Melaskóla, sem lenti í öðru sæti voru: 1. Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir 3½ v. af 9 2. Haraldur Franklín 6½ v. 3. Dofri Snorrason 6 v. 4. Árni Snorrason 8 v. Liðsstjóri Melaskóla var sem fyrr Arngrímur Gunnhallsson. Lið Hlíðaskóla skipuðu: 1. Helgi Brynjarsson 7 v. af 9 2. Aron Hjalti Björnsson 5½ v. 3. Atli Dagur Sigurðarson 3 v. 4. Bjarki Brynjarsson 8 v. Liðsstjóri Hlíðaskóla er Tómas Einarsson. Lokaröðin á mótinu varð eftirfarandi: 1. Rimaskóli-A, Rvk. 29 v. 2. Melaskóli-A, Rvk. 24 v. 3. Hlíðaskóli, Rvk. 23½ v. 4. Laugarnesskóli-A, Rvk. 23½ v. 5.–6. Hvaleyrarskóli, Hafnarf. 20½ v. 5.–6. Breiðagerðisskóli-A, Rvk. 20½ v. 7. Flataskóli, Garðabæ 19 v. 8.–9. Digranesskóli, Kópav. 18½ v. 8.–9. Lundarskóli Akureyri 18½ v. 10.–11. Salaskóli-A, Kópav. 17 v. 10.–11. Salaskóli-B, Kópav. 17 v. 12. Laugarnesskóli-B, Rvk. 16½ v. 13. Melaskóli-B, Rvk. 15½ v. 14.–15. Breiðagerðisskóli-B, Rvk. 14½ v. 14.–15. Rimaskóli-B Rvk. 14½ v. 16. Korpuskóli, Rvk. 11½ v. 17. Melaskóli-C, Rvk. 11 v. 18. Rimaskóli-C, Rvk. 9½ v. Skákstjóri var Haraldur Baldurs- son. Skákmót fyrir 40 ára og eldri Skákmót öðlinga, þ.e. keppenda 40 ára og eldri, hefst miðvikudaginn 12. mars í Faxafeni 12, félagsheimili TR, kl. 19:30. Tefldar verða sjö um- ferðir eftir Monrad-kerfi og er um- hugsunartíminn 1½ klst.á 30 leiki og svo 30 mínútur til að ljúka skák- inni. Teflt er á miðvikudagskvöld- um og hefst taflið alltaf klukkan 19:30. Tefldar verða sjö umferðir. Mótinu lýkur 7.maí með hrað- skákmóti og verðlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar, en auk þess eru verðlaunagripir fyrir þrjú efstu sætin,bæði í aðal- mótinu og hraðskákmótinu. Þátt- tökugjald er kr. 2.000. Nánari upplýsingar veitir Ólafur S Ásgrímsson í síma 895-5860. Tek- ið er við skráningum í sama síma. Metþátttaka á Meistaramóti Hellis Metþátttaka er á Meistaramóti Hellis, sem hófst á mánudagskvöld, en skráðir keppendur eru 40. Nokk- uð var um óvænt úrslit í fyrstu um- ferð. Aron Ingi Óskarsson (1.440) lagði Þór Örn Jónsson (1.820), Atli Freyr Kristjánsson (1.465) gerði jafntefli við Sverri Örn Björnsson (1.945) og Sveinn Arnarsson (stiga- laus) gerði jafntefli við Óskar Maggason (1.695). Áhugasamir geta enn tekið þátt og eru hvattir til að hafa samband við Gunnar (861 9416). Rimaskóli Íslandsmeist- ari barnaskólasveita Íslandsmeistarar Rimaskóla í flokki barnaskólasveita. Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, Sverrir Ásbjörnsson, Ingvar Ásbjörnsson, Egill Gautur Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Vigfús Vigfússon þjálfari. SKÁK Skáksamband Íslands ÍSLANDSMÓT BARNASKÓLASVEITA 7.–9. mars 2003 dadi@vks.is Daði Örn Jónsson HINN 11. desember heimsóttu Morgunblaðið hinir hressu krakkar í 7.E í Álftanesskóla. Þau höfðu þá þegar tekið þátt í skólaverkefninu Dagblöð í skólum og komu til að forvitnast frekar um þá vinnu sem liggur að baki útgáfu dagblaða. Krakkarnir spurðu margs eins og vera ber, enda sjálfsagt að nota tækifærið og fræðast eftir megni. Morgunblaðið þakkar þessum skemmtilega hópi kærlega fyrir komuna um leið og við óskum þeim gleðilegs nýárs! Morgunblaðið/Sverrir GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.