Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 43 DAGBÓK Megrun er úrelt! - Að borða en grennast samt!  Sólginn í sykur og kolvetni?  Orkulaus?  Borðar lítið en fitnar samt?  Vantar þig leiðir til lausnar? Námskeið laugardaginn 15. mars kl. 10-16 með Þorbjörgu Hafsteinsdóttur næringarþerapista. Skráning og nánari upplýsingar í s. 848 5366. FISKBÚÐIN VÖR Höfðabakka 1, sími 587 5070 Bryggjustemmning í Vör! Opið hús, allir velkomnir Rauðmagi 10 kr. stk. Lúða 299 kr./kg Rauðspretta 199 kr./kg Ýsuflök 499 kr./kg Í raspi 599 kr./kg Gos og grillkynning Hoppukastali fyrir börn Afmælisþakkir Ég vil þakka öllum sem heimsóttu mig 6. mars á 90 ára afmæli mínu á Hótel Sögu. Ég vil þakka fyrir allar gjafirnar, þær voru svo miklar að maður finnur ekki orð að lýsa þeim. Einnig þakka ég fyrir öll skeytin sem ég fékk. Þakka öll elskulegheit. Sigurður Ólafsson frá Kjarlaksvöllum, Saurbæ, Dalasýlsu. SÍÐASTA lota úrslita- leiks Englendinga og Pól- verja um NEC-bikarinn fór hægt af stað og engin sér- stök teikn voru á lofti um stórfengleg umskipti. Pól- verjar höfðu gott forskot og tími Englendinga virtist á þrotum. Hér er spil nr. 50 af 64: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ ÁG3 ♥ Á2 ♦ 542 ♣ÁG432 Vestur Austur ♠ K98 ♠ 102 ♥ 9876 ♥ KDG1043 ♦ G1093 ♦ D ♣K5 ♣D976 Suður ♠ D7654 ♥ 5 ♦ ÁK876 ♣108 Samningurinn var sá sami á báðum borðum, eða fjórir spaðar í suður. Hvern- ig myndi lesandinn spila með hjartaníunni út? Vörnin á augljóslega þrjá slagi: einn á tromp, einn á tígul og einn á lauf. En 4-1 legan í tígli skapar vanda- mál. John Armstrong var sagnhafi á öðru borðinu. Hann tók á hjartaás og spil- aði tígli á ásinn. Svínaði svo spaðagosa og spilaði aftur tígli úr borði. Austur lét á móti sér að trompa og kóng- urinn átti slaginn. Spilið er nú vonlaust. Armstrong gaf vestri tígulslag, en vestur mætti því af hörku með fjórða tíglinum og tryggði vörninni þannig annan slag á tromp – einn niður. Á hinu borðinu valdi sagnhafi svip- aða leið og spilið féll. En það er til vinningsleið. Hún er sú að gefa austri fyrsta slaginn á tíguldrottn- ingu! Þá getur sagnhafi svínað spaðagosa, tekið spaðaásinn og spilað síðan ÁK í tígli og trompað fjórða tígulinn með hundinum í borði. Þetta er falleg leið, en alls ekki örugg og því lang- sótt við borðið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 12. mars, er sextug Ragnheiður Skúladóttir, píanóleikari, Suðurgötu 9, Keflavík. Eig- inmaður hennar er Sævar Helgason. Þau eru að heim- an í dag. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 12. mars, er sjötug Erna Eden Marinós, Frostafold 49. Eiginmaður hennar er Ingi- mundur Ólafsson. Þau eru stödd á Kanaríeyjum. KOM MILDA NÓTT Kom milda nótt er mýkir dagsins sár, kom morgunstund er færir ljós og yl, ég bíð þess eins að brátt ég liggi nár, ég beiddist aldrei þess að verða til. Kom þunga starf og þreyt hinn aldna mann er þekkti vel hve lítil var hans dáð. Feyk stormur tímans öllu sem ég ann, lát arð minn jafnan því sem til var sáð. Kom ljúfa gleymska, leið mig þín á vit, kom langa myrkur, vef mig þínum hjúp. Kom alda sterka hönd, lát hvert mitt rit og hvert mitt kvæði sökkt í neðsta djúp. Jón Helgason LJÓÐABROT 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. e4 d6 5. g3 g6 6. Bg2 Bg7 7. d4 O-O 8. d5 Rd4 9. Be3 Rxf3+ 10. Bxf3 Bh3 11. g4 Re8 12. Hg1 f5 13. gxf5 gxf5 14. Hg3 fxe4 15. Bxe4 Bf5 16. Dh5 Dd7 17. O- O-O Df7 18. Dh4 Kh8 19. Hf3 Dg6 Staðan kom upp á Edduskákmótinu, minningarmóti um Guðmund J. Guð- mundsson, sem lauk fyrir skömmu í Borgarleikhúsinu. Jaan Ehlvest (2600) hafði hvítt gegn Etienne Bacrot (2671). 20. Hxf5! Hxf5 21. Dh3 Hh5 22. Df3 og svartur gafst upp enda er hann að verða manni undir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert ákveðin og djörf persóna. Þá ertu einnig nægilega sterkur einstaklingur til þess að standast áföll eða vonbrigði. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur mikla samúð með vini þínum. Reyndu að koma honum til aðstoðar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sköpunar- og listhæfi- leikar koma fram hjá þér í starfi. Af þeim sökum vilja margir notfæra sér aðstoð þína til þess að hanna verkefni eða fá ráðlegg- ingar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kannt að meta fegurð í listum. Heimsóttu listagall- erí, listaverslun eða lista- safn til þess að svala áhuga þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert undir smásjánni hjá öðrum svo þú skalt haga gjörðum þínum svo að þú gefir engan höggstað á þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hafðu augun hjá þér svo þú missir ekki af þeim tækifærum sem bjóðast. Þú skalt engu að síður flýta þér hægt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Persóna þín er örlát í garð annarra. Af þeim sökum er fólk rausnarlegt við þig í staðinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þig dreymir dagdrauma í ríkari mæli en áður. Það er í lagi svo lengi sem þú ger- ir þér grein fyrir mörkum draums og veruleika. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú er tækifæri til þess að lífga upp á heimilið. Kauptu eitthvað fallegt fyrir heimilið eða fjölskyld- una. Fallegir hlutir geta oft breytt miklu á heim- ilum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er ástæðulaust fyrir þig að hengja haus því þú hefur unnið vel. Vertu fast- ur fyrir í rökræðum við vinnufélaga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú freistast til þess að kaupa munaðarvöru handa sjálfum þér. Því ekki að kaupa frekar eitthvað sem kemur öðrum að notum? Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Persónuleiki þinn er við- kvæmur og blíður gagn- vart öðrum, einkum fjöl- skyldunni. Segðu hvað þér býr í brjósti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þessi dagur hentar til þess að íhuga stöðu þína og finna lausn á því hvernig þú getur látið drauma þína rætast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Íslandsmót í paratvímenningi Íslandsmót í paratvímenningi verður spilað helgina 22.–23. mars í Siðumúla 37. Spilaður verður barómeter, allir við alla en fjöldi spila fer eftir þátt- töku. Keppnisstjóri verður Björgvin Már Kristinsson. Skráning í s. 587 9360 eða www.bridge.is Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófst vel sóttur tví- menningur þar sem tvö kvöld af þremur gilda. Það er því lítið mál fyrir þá sem ekki gátu mætt þá, að koma næstu tvö kvöld. Hæstu skor : NS: Erla Sigurjónsdóttir–Sigfús Þórðarson 272 Eggert Bergss.–Unnar Atli Guðm. 234 Magnús Aspelund–Steingrímur Jónass. 228 AV: Georg Sverriss.–Sigurjón Tryggvas. 249 Hallgrímur Hallg.–Hermann Friðriks. 248 Ragnar Björnss.–Sigurður Sigurjónss. 246 Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á tólf borðum í Gullsmáranum mánudaginn 10. marz. Miðlungur 220. Efst vóru: NS Sigurpáll Árnason–Jóhann Ólafsson 278 Ernst Backman–Karl Gunnarsson 259 Sigtryggur Ellertss.–Þórarinn Árnas. 252 Jón Bondó og Magnús Gíslason 249 AV Filip Höskuldsson–Páll Guðmundsson 277 Eggert Kristinss.– Kristjana Halldórsd. 254 Ari Þórðarson–Díana Kristjánsdóttir 241 Heiðar Þórðarson–Björn Björnsson 224 Guðlaugur Árnason–Jón Páll Ingibers 224 Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 24 pör þriðjudaginn 4. mars og lokatölur í N/S urðu þessar: Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 278 Lárus Hermannss. - Sigurður Karlsson 238 Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 229 Hæsta skorin í A/V: Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 282 Guðm. Magnúss. - Magnús Guðmss. 268 Guðm. Þórðars. - Magnús Þorsteinss. 235 Það mættu einnig 24 pör sl. föstu- dag en þá urðu úrslitin þessi í N/S: Júlíus Guðmss. - Oliver Kristófss. 292 Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 244 Alfreð Kristjánss. - Óskar Karlss. 234 Hæsta skorin í A/V sl. föstudag: Bent Jónss. - Garðar Sigurðss 71 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 258 Hörður Davíðss. - Einar Einarss. 248 Meðalskor báða dagana var 216. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson MEÐ MORGUNKAFFINU Af hverju viltu endi- lega lækna mig? Ég kann ágætlega við ástandið svona! Ég hef það á til- finningunni að við eigum eftir að fá á okkur kæru vegna læknamis- taka…       ÁRNAÐ HEILLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.