Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 27 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.isOD DI H F J 48 73 HINN 28. mars 2002 birtist eftir mig grein hér í Morgunblaðinu sem bar heitið „Hvar er fjaran mín ?“ Engin hefur ennþá svarað mér hvar fjaran mín er. Það er líklega vegna þess að ég beindi spurningu minni ekki á neina sérstaka persónu, ekki neinn aðila og ekki til neins fyrir- tækis. Nú beini ég spurningu minni beint til Landsvirkjunar því ég hef sterkan grun um að stór hluti þeirra efna sem fjaran byggðist upp af séu föst uppi í uppistöðulónum Blöndu- virkjunar og þessi lón eru á vegum Landsvirkjunar. Sandfjaran við Blönduós hefur að mestu leyti horfið og í staðinn komið grjót, nokkuð landbrot er orðið við ströndina við sjávarbakka sem er um það bil 50 metra hár, þar fyrir ofan eru íbúðar- hús. Hver á að borga? Mig langar til þess að vita hver eigi að borga mótvægisaðgerðir vegna landbrotsins sem stöðugt heldur áfram við Blönduós. Það er enginn sandur lengur í fjörunni til þess að brjóta niður afl öldunnar sem skellur með miklum þunga á sjávarbakkanum. Grjótfjaran teygir sig sunnar og sunnar með hverju árinu sem líður og spurningar vakna. Hvar er sandurinn eiginlega og af hverju er komið grjót í stað sands? Af hverju breyttist fjaran? Er það vegna breyttra hafstrauma eins og margir vilja halda fram eða vegna þess að setið er mestallt uppi í lónum Blönduvirkjunar? Hver mun þróun fjörunnar verða? Mun allur sandurinn hverfa að endingu ? Hvað þýða þessar breytingar fyrir lífríkið í Húnaflóa? Munu þessar breytingar hafa einhver áhrif á Vatnsdalsá sem rennur út í Húnaflóa og laxveiðina þar? Ein af mörgum áhrifum vatnsafls- virkjana eru þau að þær hafa áhrif á aurburð vatnsaflanna. Jökulár bera fram mikinn aur og þegar þær renna í lón þá minnkar burðargetan og aurinn sest til í botni lónsins og með tímanum fyllist lónið af aur. Lög um mat á umhverfisáhrifum voru ekki komin til sögunnar á Íslandi þegar Blanda var virkjuð þannig að ekki var farið út í nákvæmar rannsóknir á náttúrufari og staðháttum og ekki var tekið á þeim mótvægisaðgerðum sem líklega þyrfti að fara út í ef farið yrði út í virkjun. Lærdómsríkt dæmi Núna eru komin 11 ár frá virkjun Blöndu og bráðlega þarf að fara að huga að því að byggja varnargarð til þess að stoppa landbrotið við Blönduós. Hver á að borga þessar framkvæmdir? Hvar er sandurinn sem fyrir virkjun tók á sig brimið? Ég vil fá svör við spurningum mín- um, Landsvirkjun. Við Blönduós eru breytingar sem tengjast mjög lík- lega Blönduvirkjun. Þetta er lær- dómsríkt dæmi um áhrif vatnsafls- virkjunar sem ekki voru tekin með í reikninginn þegar farið var út í það að virkja Blöndu. Það þarf að fylgj- ast grannt með þeim náttúrubreyt- ingum sem eiga sér stað við fram- kvæmdir. Aldrei er hægt að vita fullkomlega hvað muni breytast við framkvæmdir í umhverfi okkar. Mælinga er þörf á því hve landbrot er mikið á ári við Blönduós. Fjaran við Blönduós var útivistarsvæði, efn- istökusvæði, þarna léku börn sér daglega og hestamenn tömdu hesta þar. En í dag er þetta ekki lengur góður staður til þess að fara í göngu- túra því fjaran hefur breyst í hnull- ungafjöru þar sem erfitt er að fóta sig, allur sandur er farinn sem not- aður var til efnistöku, hestamenn voga sér ekki lengur í fjöruna og börn leika sér annars staðar. Landbrot mun halda áfram Þessar breytingar er erfitt að meta til fjár. En eitt er víst að land- brotið mun halda áfram með fullum þunga og því þarf að fara að huga að mótvægisaðgerðum sem fyrst. Landsvirkjun á að taka þátt í þeim en þar sem ekki var tekið með í reikninginn að þetta gæti gerst við virkjun Blöndu, mun fyrirtækið lík- lega firra sig allri ábyrgð. En hver veit? Ég spyr því Landsvirkjun beint. Hvar er fjaran? Hver er ábyrgð ykkar á þeim breytingum sem hafa orðið á fjörunni við Blönduós? Ætlið þið að taka þátt í þeim mikla kostnaði sem mun fylgja því að koma í veg fyrir meira land- brot ? Hvar er fjaran mín? Eftir Björk Bjarnadóttur Höfundur stundar meistaranám í umhverfismálum við HÍ. „Hvar er fjar- an? Hver er ábyrgð ykk- ar á þeim breytingum sem hafa orðið á fjör- unni við Blönduós?“ RÆÐU Ingibjargar Sólrúnar í Borgarnesi verður eingöngu minnst fyrir dylgjur og róg um persónu Dav- íðs Oddssonar. Hún var ekki beinlínis uppbyggileg umræðan sem af þessu leiddi. Ræðan er þó einungis loka- hnykkur þeirrar rógsherferðar sem staðið hefur linnulítið um árabil á hendur forsætisráðherra. Herferðin hófst með síbylju upphrópana um skapofsa ráðherrans í hvert sinn sem hann lýsti skoðun á málefnum dagsins og endaði í þeirri lágkúru sem ein- kennir Borgarnesræðuna. Allt er þetta til að breiða yfir málefnafátækt Samfylkingarinnar. Biðin eftir málefnaskrá Samfylk- ingarinnar ætlar að verða löng. For- smekkinn að því sem í vændum var fengu kjósendur síðastliðið haust þegar formönnum ungliðahreyfinga gafst kostur á að viðra skoðanir sínar í „Kastljósinu“. Tveir gerðu tilraun til málefnalegrar umræðu, en bjartasta von ungra jafnaðarmanna kyrjaði ein- ungis órökstuddan óhróður um Davíð Oddsson. Þegar upptalningu lauk átti hann ekkert í bakhöndinni og setti þá bara plötuna á aftur. Í þessu tilviki má rekja dómgreindarskort til ungs aldurs, en hann var einungis að eta eftir það sem fyrir honum hafði verið haft. Ingibjörg Sólrún hefur ekki þá afsökun. Heimabróderaður „almannaróm- ur“ er í ræðu Ingibjargar síðan orðinn að einhverju sem „liggur í loftinu“. Hún býður kjósendum að setja at- kvæði sitt á atóm andrúmsloftsins enda heimsviðburður í vændum sem tekur langt fram þeim auvirðilega hagvexti sem stjórnartíð Davíðs Oddssonar hefur fært þjóðinni. Hag- vöxtur sem hefur gert R-listanum kleift að auka skuldir Reykvíkinga um 1100% á síðustu árum án þess að afleiðingarnar geri óþægilega vart við sig í buddu kjósenda. Nú langar Ingibjörgu að komast með puttana í ríkiskassann. Komi til þess, munum við ekki bara þurfa að snusa út í loftið eftir því sem þar liggur, heldur í orðs- ins fyllstu merkingu að lifa á loftinu. Getur einhver ímyndað sér þá upp- hæð sem 1100% aukning ríkisút- gjalda felur í sér? Er líklegt að Sam- fylkingin láti staðar numið þar? Það veit hún nú þegar. Hún er far- in að draga í land enda þeir ófáir sem hún hefur ærudregið með orðum sín- um. Hroki hennar kemur fram í því að hún gengur út frá að kjósendur hafi ekki fyrir því að kynna sér málin. Eflaust settu margir fyrir sig lengd greina Agnesar Bragadóttur, enda margir orðnir vanir „skotunum“ frá Fréttablaðinu, sem nú er að verða ein styrkasta stoð ólæsis í landinu. En þeir sem höfðu fyrir því að lesa greinaflokkinn vita að þótt nafn Dav- íðs Oddssonar komi þar 6–7 sinnum fyrir (skv. talningu Ingibjargar), þá er ekkert þarna sem bendir til stjórn- valdsafskipta utan ákvörðunin að flýta sölu FBA. Skýrt er tekið fram að Davíð hafi talið afskipti Hreins Loftssonar af viðskiptalífinu óheppi- leg meðan hann gegndi formennsku í einkavæðingarnefnd. Hins vegar kemur ýmislegt fram um fjárfestana í Orca-hópnum sem er til þess fallið að vekja mönnum ugg um hvað orðið hefði ef yfirtakan á bankakerfinu hefði gengið eftir. Nú, tveimur árum síðar, er raunveruleiki þessara fyrir- tækja gjaldþrot, skattsvik og lög- reglurannsókn. Óþarfi að tíunda það hér. Átökin sem þarna áttu sér stað voru óvenju hörð og óvægin, en greinaflokkur Agnesar gerir einungis grein fyrir baráttu viðskiptajöfra sem eru að takast á um völd í nýju um- hverfi. Slík átök eru eilíf, en aðeins þeir sem ekki kunna að hemja sig taka þau út fyrir leikvöllinn. Nú reynir Ingibjörg Sólrún að halda því fram að hún sé ekki að stilla málum upp sem „tveggja turna tali“. Henni hefur loks orðið ljóst að þetta er ófrjó umræða og nú vill hún fara að ræða málefni. En talnaleikir Ingi- bjargar geta snúist í höndum hennar sjálfrar. Ef nafn Davíðs Oddssonar sést 6–7 sinnum í sextán síðna grein og verður við það miðpunktur henn- ar, hvað segir það okkur þá að nafn hans kemur 4 sinnum fyrir í tveggja síðna ræðu, auk þess sem Sjálfstæð- isflokkurinn og Samfylking eru einu stjórnmálaflokkarnir sem nefndir eru á nafn? Vera má að kjósendur séu stundum andvaralausir gagnvart lýð- skrumurum, en er ekki fullgróft að gera því skóna að þeir séu meðvit- undarlausir? Dragi maður ályktanir útfrá þeim staðreyndum sem fyrir liggja er Ingibjörg Sólrún ekki væn- legur kostur til að veðja á, enda telja fyrrum samherjar hennar í R-listan- um að hún hafi svikið þá í tryggðum. Hvernig sem hún snýr sér veður á henni vitleysan. Í margumræddri ræðu lýsir hún því yfir að Tony Blair hafi „stolið“ hugmyndum Kvennalist- ans og gangi þær nú undir nafninu „þriðja leiðin“. Eitthvað skolast þarna til, því öll þessi hugmyndafræði á rót í flótta franskra kommúnista frá uppruna sínum. Allir jafnaðarmenn hafa verið að feta sig inn á þann stíg síðan. Það er óráðlegt að misbjóða vits- munum kjósenda. Þeir eiga betra skilið en þá hugmyndafátækt sem loftkastalaræða Ingibjargar Sólrún- ar býður þeim uppá. Þeir hljóta að gera kröfu um annað og meira af stjórnmálamönnum en dylgjur og róg. Fögur orð eins og „frjálslynt lýð- ræði“ glata fljótt glansi sínum, þegar þau standa aðeins fyrir neikvæð gildi. Viljum við lifa á loftinu? Eftir Ragnhildi Kolka „Ingibjörg Sólrún mun ekki ríða feitum hesti frá þessu upphlaupi.“ Höfundur er meinatæknir. GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hefur í fjögur ár niðurlægt íslenska laxinn með því að greiða fyr- ir aðgangi erlendra laxastofna hingað til lands, stofna sem eru framandi í ís- lenskri náttúru. Til þess hefur hann notið stuðnings ráðherranna sem fara með umhverfis- og utanríkismál. Á sama tíma nýtir hann tíma sinn í fjöl- miðlum óspart til að tjá ofurást sína á íslenskri náttúru og mæra bændur og búalið. Villti laxinn er dýrmætur bústofn í íslenskum landbúnaði og skilar um- talsverðum verðmætum til nær 2.000 lögbýla í sveitum landsins. Laxa- stofninn er verðmæt auðlind og hana er hægt að styrkja með samstilltu átaki og skynsamlegum aðgerðum hagsmunaaðila, m.a. í skipulagsmál- um, með verndun og jákvæðri upp- byggingu. Guðni Ágústsson hefur ekki getað svarað Landssamböndum veiðiréttareigenda og stangaveiði- manna um hver fari með forræði í málum sem varðar skipulag á nýtingu laxins. Það virðist enn vera í höndum fiskeldismanna eða liggja í skúffu ut- anríkisráðherra. Ímynd Íslands sem forystulands í laxveiðimálum og í fararbroddi að nýta fiskistofna hefur undir stjórn Guðna beðið hnekki vegna aðferða- fræði stjórnvalda í fiskeldismálum. Eftir misheppnaðar tilraunir með laxeldi á níunda áratug síðustu aldar og milljarða tap einkaaðila og opin- berra sjóða var farið að rannsaka lúðueldi. Að þeim rannsóknum var að því er virðist staðið vel og vandlega. Þróunin var í takt við skynsemi og líf- fræðiþættir rannsakaðir af færustu mönnum í sátt við umhverfið og al- menning. En svo datt landbúnaðar- ráðherra í hug að efna til laxeldis í Stakksfirði sem endaði með ósköp- um. Næst steig Guðni á stokk og lof- aði eldi við Vestmannaeyjar þangað til honum var bent á að þar væri dýpi ekki nægjanlegt fyrir væntanlegar kvíar. Þá var haldið til Austfjarða og framandi laxaseiðum dembt niður með opinberri tilskipun og komið í veg fyrir vandaðan undirbúning. Guðni, Sif og Halldór höfnuðu því að þar færi fram umhverfismat. Guðni taldi ekki þörf á því að fram færu þolprófanir á sjávaraðstæðum þar eystra. Bent var á að marglyttur og þörungar hefðu valdið vandræðum í laxeldi í Seyðisfirði, Norðfirði og á Eskifirði þar sem reynt var að stofna til slíks eldis. Nei, ráðherraþrenningin vissi bet- ur; vandaður undirbúningur var óþarfur. Samráð við hagsmunaaðila var hunsað í einu og öllu. Starfshópur á vegum landbúnaðarráðuneytisins um sambýli villtra laxa og fiskeldis var lagður niður þegar nefndarmenn fóru að ræða skipulag og eftirlitsmál. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hagsmunaaðila neitar Guðni að gefa svör um stöðu mála, m.a. um fjölda og afdrif seiða sem sleppt er í kvíarnar fyrir austan og raunar að veita upp- lýsingar um hvaðeina sem varðar for- ræði laxamála og skuldbindingar Ís- lands í alþjóðasamstarfi. Laxeldismálin virðast í miklum ólestri bæði varðandi reglur og staðla. Það kom því ekki á óvart þeg- ar vitnaðist á dögunum að Íslending- ar kunna hvorki að framleiða eldislax né selja hann. Stærsta eldisfyrirtæk- ið fyrir austan þurfti fyrir ærið fé að kaupa sig inn í norskt fyrirtæki til að afla sér lágmarksþekkingar á þessum málum. Trúr andspyrnu sinni við raun- verulega verðmætasköpun í sveitum landsins hefur Guðni nú á seinustu dögum þingsins lætt inn frumvarpi á Alþingi sem heimilar „að flytja til landsins lifandi laxfisk eða annan fisk, er lifir í ósöltu vatni, enda skal inn- flutningurinn háður skilyrðum reglu- gerðar sem landbúnaðarráðherra setur“. Þannig ætlar hann að greiða fyrir því að veirusjúkdómar, sem hér eru ekki til staðar, eigi nú greiða leið í íslenska náttúru. Hann virðist ætla að nýta sér annríki þingmanna og hraða í þingsölum til þess að hagsmunaaðil- ar átti sig ekki á hvað hér er raun- verulega í húfi. Vonandi eru á Alþingi þingmenn sem koma í veg fyrir að þetta frumvarp verði að lögum. Stundum læðist að manni sá grun- ur að hugur fylgi ekki alltaf máli þeg- ar landbúnaðarráðherrann dásamar heilbrigði og hreinleika íslenskrar náttúru. Í þessu síðasta útspili hans fer varla fram hjá neinum að þar kveður við falskan tón. Fölsk dýrkun á firnindum? Eftir Orra Vigfússon ,,Guðni, Sif og Halldór höfnuðu því að þar færi fram umhverfismat.“ Höfundur er formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.