Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ                             !    " #  $  !%  &     ! !  ' ( !    !  "!  #)*+  ,      !#  ! - .#!'     . !        , *    /0123452 6$!/0123422 7        843  6 #  849      84:  ('6/ ;$'  8<1  * $  !;   ! ! #  "!# 81  )#    "! 84  )#  "!.#    = 13/22-15/22   '  (#   ! '   ; "!!. !  !  .     Á SVIÐINU stendur frískur kynningarstjóri óperunnar og lýsir hressilega grimmd og morðum í svæsinni sögu óperunnar Mac- beth eftir Verdi. Þetta er notaleg stund og lýsingin yljar gestum eins og arineldur, þó vissulega séu skuggar flöktandi í skúmaskotum sálar- innar. – Oooóóó, ómar úr iðrum jarðar. Hirðmær lafði Macbeth gefur sér tíma til að hitta áhorfendur skömmu fyrir sýningu. Hún er komin í bún- ing, þó „hár og smink“ sé eftir. Og hún deilir því með áhorfendum að eitthvað ískyggilegt sé í gangi hjá morð- elskum húsbændum sínum, Macbeth-hjónunum. – Oóóóóóó, drynur í digrum karlmannsbörkum sem eru að stilla saman innyflin fyrir sýningu. Þrátt fyrir þennan drungalega undirtón, þá er andrúmsloftið létt og kátt. Lafði Macbeth mætir ein- um og hálfum tíma fyrir sýningu í hús og tekur því rólega í sminki, förðun og hárgreiðslu. Þá finnst henni gott að vera með fólkinu og drekka í sig stemmninguna og and- rúmsloftið. Rétt fyrir sýningu fer hún afsíðis, er út af fyrir sig, klæðir sig í búninginn og „kemur sér í stuð“. – Horfirðu á Nightmare on Elm Street? spyr blaða- maður. – Ekki alveg, þó maður verði að fá einhvern grimmd- arfíling í sig, svarar hún og hlær. Ég æði stundum um gólf rétt áður en ég fer inn á svið til að fá í mig spennu og valdafíkn persónunnar. Fólk er að leita að sætum og það ríkir kaos í salnum. Svo er kaos í hljómsveitargryfjunni og mætti ætla að verið væri að spila nútímalistaverk eftir Atla Ingólfsson eða Atla Heimi Sveinsson. Þannig er óreiðan sem hljóð- færin skapa. Og kemur hún heim og saman við leik- myndina, sem fellur að kaoskenningu stærðfræðinnar. Ljósin slokkna í salnum. Raddirnar þagna. Hljóm- sveitarstjórinn stígur upp úr jörðinni. Það er klappað. Og klárt. Svo hljóðnar allt. Heyrist aðeins óbærilegt skrjáf í pennanum. Blaðamaður reynir að skrifa laust, svo það heyrist ekki, en þó þannig að hugsanirnar fest- ist á blað. Sviðið fyllist af konum á brjóstunum. Brjóstin eru í laginu eins og norðurveggur Íslensku óperunnar. Þær veifa kústsköftum eins og kökukeflum og það rennur kalt vatn milli skinns og hörunds á karlmönnum í saln- um. Fjölmenni er á þessari útför Macbeths og lafði Mac- beth, jafnt í salnum sem á sviðinu, og þau sjálf for- söngvarar. Formælingar og bravó eru eftirmæli þeirra; formælingar á sviðinu og bravó úr salnum. Áhorfendur eru að rifna úr kæti á meðan sviðið breytist smám sam- an í grafreit skosku þjóðarinnar. Í hléinu þekkja allir alla. Þetta er sá angi af menning- arelítunni, sem ekki meikaði það á frumsýninguna. Svona er þá þessi menningarelíta. Það er óneitanlega gildishlaðið orð og neikvæður bragur á því. Samt þýðir það einfaldlega fólk sem hefur gaman af og sækir menningarviðburði. Eyrun grípa á lofti stöku orð úr kliðnum: – Frábært… Meiriháttar… Hrollvekjandi. Nótnakliður berst úr gryfjunni og rennur saman við kliðinn í salnum. Áhorfendur eru að koma sér aftur fyr- ir í sætum sínum. Í húsi sem er eins og í álögum. Máln- ingin er flögnuð af viðnum og áferðin á veggjum og stól- um máð og slitin. Samt er hún falleg. Eins og maður getur ímyndað sér rykfallinn kjólinn hennar Þyrnirósar eftir hundrað ára svefn. – Sussssss, sussar einn áhorfenda og skvaldrið hljóðnar. Nornirnar halda áfram að fremja magnaðan seið úr hugum og hjörtum áhorfenda. Macbeth og lafði Mac- beth eru hreint yndislega ömurleg í fúlmennsku sinni og andstyggð, enda eygja þau aðeins von í að leiða hörmungar yfir aðra. Áhorfendur halda ekki vatni, svo mikil er hrifningin. Þær eru ekki huggulegar sviðsmyndirnar. Þetta er eins og að verða vitni að krufningu mannslíkamans. Macbeth-hjónin hugsa blóðugar hugsanir og láta blóðið drífa yfir áhorfendur með söngnum. Þetta er dásam- legt. Söngurinn er skelfilegur og skínandi í senn; ólýs- anlegt þegar lafði Macbeth yfirgnæfir her manns á sviðinu og ramakvein hljóðfæranna í gryfjunni. Baksviðs eru leikararnir á hlaupum upp og niður stigana, enda oft sem þeir þurfa að komast inn á senuna á efri hæðum. Þá þræða þeir mjóa hænsnastiga, sem eru þröngir og varhugaverðir. Í búningsaðstöðunni er lífið eins og í kösinni við erlent stórstræti. Nema það er lágt til lofts, þröngt til veggja og loftlaust. Í miðri óreið- unni er lafði Macbeth og umbreytist smám saman í dramatískan sópran, Elínu Ósk Óskarsdóttur. – Þetta var síðasta sýningin; heldurðu að þú eigir eft- ir að sakna lafði Macbeth? – Já, veistu að ég á eftir að gera það að vissu leyti. Það er svo skrýtið. Það hefur verið þroskandi og mikil upplifun að takast á við hana. – Verdi vildi ekki hafa söng lafði Macbeth of fagran. – Áskorunin er sú að nota dýpstu tónana gróflega, ná síðan mýktinni í hæstu tónunum og gera það með ýms- um tilbrigðum; lita alla tónaflóruna í hennar stíl. Skuggarnir eru enn í sminkinu sem safnast höfðu á andlit lafði Macbeth þangað til hún truflaðist í lokin. Og einmitt þá fór hún upp fyrir háa c-ið á des. Þannig er Macbeth Verdis, þegar sturlunin er mest rís fegurðin hæst. – Aaaaaaaaa… Morgunblaðið/Sverrir Dásamleg dráp í óperunni SKISSA Pétur Blöndal skoðaði menn- ingarelítuna STEFNA Reykjavíkurborgar í sér- kennslumálum gerir það að verkum að biðlistar eftir greiningu hjá barna- og unglingageðdeild (BUGL) lengjast. Þetta sögðu borgarfulltrúar sjálfstæðismanna á fundi borgarstjórnar á fimmtudags- kvöld. Var grein Önnu G. Ólafs- dóttur blaðamanns, sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag, kveikj- an að umræðunum. Sagði meiri- hlutinn að fyllsta ástæða væri til að bregðast við ef rétt væri að sér- kennslustefna borgarinnar leiddi þetta af sér, það hafi hins vegar ekki verið sýnt fram á að svo sé. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði Reykjavíkurborg bera ábyrgð á því að nemendur fái þá greiningu og stuðning sem þeir þurfi á að halda. Fræðsluyfirvöld geri greiningu frá BUGL að skilyrði fyrir sérstökum fjárúthlutunum til skólanna vegna barna með alvarleg hegðunarfrávik. Þó skólarnir fái bráðabirgðaúthlut- un meðan beðið væri eftir grein- ingu væri þetta mikið áhyggjuefni. Biðlistar styttri en í fyrra Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, sagði að það væri vissulega alvarlegt mál ef sér- kennslustefna borgarinnar leiði af sér að biðlistar lengist. Kallað hafi verið eftir upplýsingum um ástand- ið. Hann sagði biðlista eftir þjón- ustu BUGL hafa verið styttri í jan- úar á þessu ári en árið áður. „Það er því vandséð að kenna sér- kennslustefnu Reykjavíkurborgar um að biðlistinn hafi lengst, þegar hann hefur í raun og veru styst, samkvæmt því svari sem Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra gaf á Alþingi.“ Stefán Jón sagðist ekki hafa séð sérstök rök sem véfengdu það sem hafi komið fram í máli ráð- herra. Einnig sæi hann ekki hvern- ig sérkennslustefna borgarinnar gæti tengst lengri biðlistum, væri það raunin. Stefán Jón sagði að ríkið hafi tekið greiningu á alvarlega fötluð- um börnum að sér og samkvæmt reglugerð um jöfnunarsjóð sveitar- félaga séu greiðslur úr sjóðnum skilyrtar þessari greiningu. „Það hefur komið fram að Reykjavík- urborg gæti tekið þetta starf að sér. Það hefur komið fram, eðlilega að mínu mati, ótti við að taka þessa þjónustu að sér vegna þess að þá mun Reykjavíkurborg bera kostn- aðinn. Menn segja: Nóg er nú samt sem við erum að borga fyrir ríkið þegar það skirrist við að veita þá þjónustu sem það á að gera,“ sagði Stefán Jón. Guðrún Ebba sagði það sjálf- stæða ákvörðun Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkurborgar að nota við- mið jöfnunarsjóðs. „Öll sveitarfélög bera lögum samkvæmt ábyrgð á því að það fari fram greining og að börn fái þjónustu miðað við þá greiningu og stuðning í námi. Um það er enginn ágreiningur. Reykja- víkurborg ákveður, þrátt fyrir það að hún viti að það er biðlisti hjá BUGL, að þangað skal senda börn- in til að fá greiningu og fyrr fái skólarnir ekki fjárveitingu,“ sagði Guðrún Ebba. Hún sagði að í grein Morgunblaðsins hafi komið fram að eftir að nýju reglurnar tóku gildi hafi þrýstingur aukist á BUGL. Stefán Jón sagði að málið yrði skoðað frekar í fræðsluráði eftir að upplýsingar um stöðuna liggi fyrir, eingöngu sé um að ræða millibils- ástand sem skapist í nokkra mán- uði meðan börn bíða eftir greiningu á BUGL. Á meðan fylgi barninu bráðabirgðaupphæð sem Fræðslu- miðstöð meti. „Jafn óheppilegur og biðlistinn er á BUGL þá virðist mér […] að við séum að gera það besta úr stöðunni sem við blasir þó miðað við það að hinir óæskilegu biðlistar eru til staðar,“ sagði Stef- án Jón. Segja sérkennslu- stefnu orsök langra biðlista á BUGL breyttar og þótt við sjáum fá merki um alvarlegustu tegund rasisma hér á landi þá er íslenskt samfélag engan veginn með öllu laust við for- dóma. Sem þátttakendum í sam- félagi þjóðanna og sem ein- staklingum ber okkur öllum skylda til þess að vinna gegn þessum vá- gesti,“ segir m.a. í bréfi Alþjóða- hússins. ALÞJÓÐABARÁTTUDAGUR Sam- einuðu þjóðanna gegn rasisma er haldinn árlega þann 21. mars og af því tilefni hélt Alþjóðahúsið við Hverfisgötu sérstakan hátíðar- og baráttufund þar sem flutt voru er- indi og leikin var tónlist. Alþjóða- húsið efndi til sérstakrar dagskrár sem stendur enn yfir. „Birtingar- myndir rasisma eru afar fjöl- Morgunblaðið/Sverrir Bjarney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, flutti opnunar- ávarp í Alþjóðahúsi á baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn rasisma. Barátta gegn ras- isma í Alþjóðahúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.