Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhanna Jakobs-dóttir fæddist á Þverá í Núpsdal í Miðfirði V-Hún. 26. nóvember 1919. Hún andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jakob Skarp- héðinsson, f. 26. júní 1891, d. 21. október 1941, og kona hans Ástríður Pálsdóttir, f. 26. september 1892, d. 25. maí 1983. Jó- hanna var elst fimm systkina. Systkini hennar eru: Lára Þuríður, f. 9. mars 1921, d. 17. nóvember 1978, Páll Ingvar, f. 14. janúar 1924, d. 9. september 1978, Sigríður Sveinbjörg, f. 27. janúar 1927, búsett í Reykjavík og Sigurborg, f. 6. júní 1931, búsett í Reykjavík. Á afmælisdegi sínum 26. nóvem- ber 1944 giftist Jóhanna eftirlif- andi eiginmanni sínum Helga Hós- eassyni, f. 21. nóvember 1919, og hann því aðeins fimm dögum eldri en hún. Helgi er ættaður frá Höskuldsstaðaseli í Breiðdal á Austur- landi, sonur hjón- anna Hóseasar Björnssonar og Ingi- bjargar Bessadóttur. Systkin Helga eru þau Kristinn, Ragn- heiður og Sigrún. Helga og Jóhönnu varð ekki barna auð- ið, en fósturbörn þeirra eru tvö systur- börn Jóhönnu, þau Gísli Jónsson sonur Láru Þuríðar og Sigrún Harðardóttir dóttir Sig- urborgar, og síðan Ástríður Emma dóttir Sigrúnar og barnabarn Sig- urborgar. Auk þess var heimili þeirra Jóhönnu og Helga alltaf op- ið vinum og vandamönnum og veittu þau mörgum öðrum athvarf, ástúð og umhyggju á lífsleiðinni. Útför Jóhönnu var gerð frá Langholtskirkju fimmtudaginn 20. mars. Jóhanna systir er fallin frá. Andlát hennar kom okkur aðstandendum þó ekki alveg á óvart, þar sem Jóhanna hafði háð harða lífsbaráttu um nokk- urt skeið vegna heilsufarsbrests. Jó- hanna ólst upp á Þverá í Miðfirði und- ir styrkri handleiðslu foreldra okkar, þar sem hún gekk til allra starfa jafnt við sveitastörfin sem við uppeldi yngri systkina. Laun erfiðis síns á þessum tíma uppskar Jóhanna við að sjá systkin sín, hest sinn og öll hin dýrin vaxa úr grasi. Jóhanna hlaut hefðbundna barna- skólamenntun á heimaslóðum en um tvítugt hleypti hún heimdraganum, seldi hest sinn og hélt til náms við Héraðsskólann í Reykholti, Borgar- firði. Ári síðar féll Jakob faðir okkar frá og flutti Jóhanna þá aftur heim í sveitina til að aðstoða Ástríði móður okkar við búskapinn og uppeldið um stundarsakir en hélt síðan til Reykja- víkur til frekari starfa, fyrst á sauma- verkstæði og síðan í mötuneyti Há- skóla Íslands þar sem hún kynntist Helga Hóseassyni trésmið. Hófu þau búskap í bragga í Kleppsholtinu og gengu síðan í hjónaband á afmælis- degi Jóhönnu 26. nóv. 1944. Um vorið sama ár brá móðir okkar búi á Þverá og flutti síðan um haustið með yngri börnin suður á mölina í braggann góða hjá Jóhönnu og Helga. Nokkru síðar fluttu foreldrar Helga, þau Ingibjörg og Hóseas, einnig til þeirra og bjuggu Jóhanna og Helgi því mörgum gott heimili í bragganum góða þar sem allir voru aufúsugestir. Um 1950 byggði Helgi fjölskyldun- um stærra og betra heimili er hann reisti þriggja íbúða hús á lóðinni við Skipasund 48 og hafa Jóhanna og Helgi því búið þar í meira en hálfa öld. Á rishæðina fluttu foreldrar Helga en sjálf bjuggu þau á miðhæðinni. Þrem- ur árum síðar flutti Ástríður, móðir okkar Jóhönnu, og stofnaði heimili á Laugavegi 49 með Sigríði systur okk- ar og hefur neðsta hæðin í Skipasund- inu síðan staðið ýmsum til afnota og að jafnaði verið góður samgangur milli íbúa þar. Þar sem Jóhönnu og Helga varð ekki barna auðið tóku þau í fóstur systrabörn og -barnabarn Jóhönnu enda barngóð bæði tvö og öllum stundum tilbúin að láta gott af sér leiða og hjálparhellur öllum þeim, sem til þeirra leituðu. Hafa margir ættingjar þeirra ungir sem aldnir notið góðs af velvilja og rausn þeirra í gegnum tíðina, einnig bjuggu þau öldruðum foreldrum sínum áhyggju- lausa ævidaga fram í háa elli. Auk áð- urgreindra starfa vann Jóhanna við ræstingar í Langholtsskóla og heim- ilishjálp á nokkrum stöðum. Um haustið 1987 fór heilsu Jó- hönnu að hraka er hún fékk alvarlega heilablæðingu, lamaðist að hluta og missti málið, en sakir einstaks lífsvilja og baráttuþreks náði hún sér á strik að nýju. Annað áfall dundi yfir nokkr- um árum síðar og nú í byrjun mars- mánaðar lagðist Jóhanna inn á Land- spítalann í Fossvogi vegna sams konar blæðinga. Þaðan átti Jóhanna ekki afturkvæmt og lést hún þar 11. mars síðastliðinn. Helga og öðrum aðstandendum og ástvinum votta ég innilega samúð mína og megi trú, von og kærleikur veita okkur öllum huggun og ró. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég kveð Jóhönnu systur með hlý- hug, þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Sigurborg Jakobsdóttir. JÓHANNA JAKOBSDÓTTIR Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími 567 9110 • 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Útfararþjónustan Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Elsku Jónas minn. Frá því á mánudags- morguninn 10. mars hef ég verið eins og slegin í framan og ekki rankað við mér aftur. Ég trúði þessu ekki og er ekki nærri því búin að átta mig á að þú sért farinn. Ég heyri röddina þína klingja í hausnum á mér í hvert skipti sem ég hugsa til þín og sárt er að hugsa JÓNAS EINARSSON WALDORFF ✝ Jónas EinarssonWaldorff fæddist í Reykjavík 1. apríl 1989. Hann lést í um- ferðarslysi á Reykja- nesbraut 9. mars síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Kefla- víkurkirkju 18. mars. til þess að eiga ekki eftir að sjá þitt fallega bros aftur. Lífsgleði þín gladdi marga og var ofboðs- lega gaman að setjast með þér og spjalla um hitt og þetta, þú hafðir ótrúleg svör við öllu og alltaf voru þau jákvæð. Jákvæðni þín mun lifa í hjörtum allra sem þekktu þig og hún mun hjálpa þeim að fara sína leið áfram í lífinu og einnig mun hún leiða þig áfram þína leið ef ég þekki þig rétt. Guð geymi þig, kallinn minn, og alla þína fjölskyldu. Skilaðu kveðju til pabba. Ein af þínum 99 kærustum, kær kveðja, Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir frænka. Kveðja frá Sam- Frímúrarastúkunni Ými nr. 724 Horfinn er til hins eilífa austurs bróðir okkar í Sam-Frímúr- arareglunni Pétur Magnússon. Hann gekk í stúkuna Ými nr. 724 árið 1948. Pétur var góður félagi, sem gott var að ræða við, enda af- ar fróður um andleg mál. Hann var víðlesinn og þekking hans á andlegum málum var því mikil. Honum voru falin mörg trúnaðar- störf innan reglunnar, sem öll voru leyst af einstakri ljúfmennsku og kærleika. Pétur var glæsimenni og PÉTUR MAGNÚSSON ✝ Pétur Magnús-son fæddist í Reykjavík 10. októ- ber 1915. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 19. mars. hafði einstaklega góða dómgreind og var fljótur að sjá kjarn- ann í flestum málum. Með hógværð sinni, visku og ljúfmann- legri framkomu kenndi hann okkur hinum hvernig öðlast ætti þekkingu á boð- skap reglunnar. Þar má segja, að Pétur hafi verið fremstur meðal jafningja í regl- unni okkar. Við viljum með þessum fáu orðum þakka Pétri fyrir öll hans góðu störf í okkar þágu. Með þakklæti og virðingu kveðjum við góðan dreng og bróður. Við þökkum hon- um samfylgdina og biðjum honum blessunar á æðri leiðum. Konu hans, Guðmundu Dag- bjartsdóttur, biðjum við blessunar Guðs, svo og öllum eftirlifandi ást- vinum hans. Ása Jörgensdóttir. Fyrstu árin eftir að ég flutti úr Mýrdalnum til Reykjavíkur bjó ég á heimili Hjartar og Jónu systur minnar. Síðar, eftir að ég flutti til Færeyja ásamt eiginmanni og syni, bjuggum HJÖRTUR ELÍASSON ✝ Hjörtur Elíassonfæddist í Saurbæ í Holtahreppi í Rang- árvallasýslu 22. maí 1923. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Árbæjarkirkju 25. febrúar. við ávallt á heimil þeirra er við heimsótt- um mitt kæra fóstur- land. Var ég því vel kunnug heimilisbrag hjá þeim. Þar ríkti ein- stök snyrtimennska bæði innandyra sem ut- an og gestrisni húsráð- enda rómuð af þeim sem sóttu þau heim. Í því sem öllu öðru voru þau hjónin svo samhent að eftir var tekið og hæfir vel um þau orð- takið: ,,Þar sem annað var, þar var hitt.“ Oft skiptumst við Hjörtur á skoðunum um þjóðfélagsmál. Vorum við þar á öndverðum meiði og risu bylgjurnar oft nokkuð hátt. Þótti Jónu stundum nóg um hve hávær við vorum. Þá kyrrðust öldurnar og hafði oftast lægt í umræðulok. Það var gaman að sjá Hjört ganga að vinnu. Allt var fyrirfram skipulagt og vel og traust- lega staðið að verki, hvort sem um var að ræða, smíðar, flísalagnir eða annað, allt lék í höndum hans. Vinna þeirra hjónanna í sumarbústaða- landi þeirra var ómæld og með þrautseigju gerðu þau það að unaðs- reit, er stækkaði með hverju ári og vakti aðdáun þeirra sem að komu. Þar fá börn þeirra og barnabörn stórt hlutverk að halda utan um þann arf. Já, margt kemur í hugann er kær mágur og vinur er kvaddur. Fyrir u.þ.b. tveimur árum fór ég til Íslands að leita mér heilsubótar. Ný- komin heim í Laxakvíslina uppgötva ég að önnur handtaskan var ekki með. Þarna voru í heilmikil verð- mæti sem ætluð voru til að greiða þá hjálp er ég var að sækja, svo þetta leit nú ekki vel út. Hjörtur tók málið í sínar hendur og kvaðst hafa tilfinn- ingu fyrir því að taskan fyndist. Eftir nokkrar hringingar út í flugstöð fannst taskan. Þetta ásamt ómældri hjálpsemi í þessari Íslandsferð er mér ógleymanlegt. Friður sé með minningu Hjartar. Guð styrki Jónu, Steina, Siggu og fjölskyldu, eftirlifandi bræður hans og öll skyldmenni. Auðbjörg Þorsteinsdóttir. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstak- ling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bil- um) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.