Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ER hægt að biðja um frið á jörð með reiði og hatur í huga? Geta slík mótmæli skilað tilætluðum ár- angri? Þessara spurninga verð- ur að spyrja nú þegar mörg stríð geisa í heimin- um. Ég skil vel að ástandið í Írak kalli fram margar tilfinn- ingar í brjóstum manna. Ég er yf- irlýstur friðar- sinni, bið fyrir friði á hverjum degi og er meðlimur í alþjóðlegum frið- arsamtökum. Ég styð ekki stríð. En setja verður spurningarmerki við mótmælaaðferðir friðarsinna. Hatur og reiði skaða engan nema þá sem bera þær tilfinningar í brjósti sér. Hægt er að finna frið- samlegar leiðir til mótmæla og þar vitna ég til mikilsverðari friðar- sinna á borð við Mahatma Ghandi og Nelson Mandela. Það liggur styrkur í fjöldanum. En hatur leið- ir alltaf af sér meira hatur. Besta leiðin til að koma á friði í heiminum felst í því að finna frið innra með sjálfum sér. Margir menn hafa reynt að breyta heiminum án þess að breyta sjálfum sér. Þeim hefur mistekist. Gandhi sagði: Þú verður að vera breytingin sem þú vilt sjá verða í heiminum. Við getum ekki ætlast til þess að hafa áhrif á ástand mála í heiminum með því að öskra á ráðherra, lenda í slagsmál- um og henda málningu á stjórn- arráðið. Enginn er heilagur í al- þjóðastjórnmálum. Látum söguna dæma um það. Eina sem við getum gert er að leita að friði innra með okkur og skipuleggja í framhaldi friðsamleg mótmæli. Til lengri tíma litið er slík aðferðafræði lík- legri til árangurs. Við búum í lýð- ræðissamfélagi og getum kosið, við getum skrifað í blöðin, lagt niður vinnu í mótmælaskyni, sýnt and- stöðu okkar á friðsamlegan máta. Við verðum engu að síður að hafa í huga að við getum ekki breytt öðr- um, við getum einungis breytt okk- ur sjálfum. Megi friður ríkja á jörð. Megir þú finna frið núna! GUÐJÓN BERGMANN, jógakennari og friðarfulltrúi WPPS á Íslandi, Ármúla 38, 108 Reykjavík. Friðlausir friðarsinnar? Frá Guðjóni Bergmann Guðjón Bergmann EINHVERRA hluta vegna telja frambjóðendur Samfylkingarinnar eðlilegt að halda því fram að stöð- ugar skattahækkanir hafi verið á yfirstandandi kjörtímabili. Eins og þingmenn Samfylkingarinnar ættu að vita hefur ríkisstjórnin lækkað tekjuskatt á einstaklinga um 4% á síðustu árum. Þetta verður vita- skuld ekki flokkað sem skatta- hækkun, en væri í því sambandi hægt að nefna Reykjavíkurborg sem dæmi um skattahækkun. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur lækkað tekjuskattinn, hefur R-list- inn hækkað útsvarið í Reykjavík og það þrátt fyrir skýr loforð fyrir kosningar um hið gagnstæða. Annað dæmi um skattalækkun er að tekjuskattur á fyrirtæki hefur lækkað niður í 18%, en hann var 30% í byrjun kjörtímabilsins og 50% fyrir rúmum áratug. Þetta kallar Samfylkingarfólk ekki skattalækkun, sem er ef til vill skiljanlegt þegar litið er til þess að Samfylkingin beitti sér ákaft gegn þessari lækkun skattsins. Þessi skattalækkun á fyrirtæki hefur orðið til þess að efla íslenskt at- vinnulíf, sem meðal annars sést á því að íslensk útrásarfyrirtæki kjósa nú að vera með sem stærstan hluta starfsemi sinnar hér á landi. Enn má nefna að eignarskattar rík- isins hafa verið lækkaðir um helm- ing, auk þess sem sérstakur eign- arskattur hefur verið felldur brott. Frambjóðendur Samfylkingunnar virðist vera þeirrar skoðunar að þetta sé ekki skattalækkun, en engu að síður er þetta nokkuð sem kemur sér ákaflega vel fyrir íbúð- areigendur, sérstaklega þá sem eldri eru og búa í skuldlausu hús- næði. Staðreyndin er þess vegna sú að ríkið hefur lækkað skatta á síð- ustu árum. Það er umhugsunarvert fyrir kjósendur þegar frambjóð- endur geta ekki viðurkennt einfald- ar staðreyndir en telja sig þess í stað þurfa sýknt og heilagt að klifa á sömu rangfærslunum. PÉTUR ÁRNI JÓNSSON, Tjarnarbóli 14. Samfylkingin neitar staðreyndum Frá Pétri Árna Jónssyni Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.