Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGTAKIÐ lúx-usvandamál öðl-aðist nýja dýpt núí vikunni þegar fólkið í Hollywood velti áhyggjufullum vöngum yfir því hvað það ætti nú eig- inlega að gera í sambandi við Óskarsverðlaunaafhend- inguna. Eins og fram hefur komið var löngu ákveðið að Óskarsverðlaunin skyldu af- hent í dag (sunnudaginn 23. mars) með tilheyrandi dem- antsskreyttu tilstandi og fjaðrafoki, en eitthvað tók brúnin að þyngjast á að- standendum hátíðarinnar nú í vikunni þegar ljóst varð að þennan dag yrði stríð að öll- um líkindum nýhafið í Írak. Skipuleggjendur hátíð- arinnar brugðust við fréttum af yfirvofandi stríði með því að tilkynna að hátíðin yrði engu að síður haldin. Og þeir sem sækja hátíðina fóru strax að velta því fyrir sér hvernig réttast væri að bera sig að miðað við aðstæður og … í hverju þeir ættu að vera. Eins og allir þekkja er hefð fyrir því að leikkonur tjaldi öllu til þegar mætt er á Óskarinn. Minna er ekki meira þegar hann er annars vegar og þar gilda lögmál fágaðs mínimalisma sjaldn- ast. Nokkurs konar óopinber keppni ríkir um athyglina og gefst hún jafnan þeim sem stíla inn á yfirkeyrðan glæsi- leika, eða sýna óvenjulega hugkvæmni og frumleika. Tískuhönnuðir keppast við að fá leikkonur sem sýnt er að muni njóta sérstakrar at- hygli það árið til að klæðast sinni hönnun. Flottur kjóll á flottri leikkonu getur gert mikið fyrir tískuhönnuði, sérstaklega þá sem eru að reyna að skapa sér orðstír, en einnig fyrir eldri og virt- ari hönnuði sem vilja sýna að þeir séu í takt við tímann. Mikill spenningur ríkir jafn- an meðal tískuáhugafólks um ,,hver klæðist hverjum“ á Óskarnum, og kannast margir við spurninguna sem jafnan er kastað til leik- kvennanna á leið þeirra eftir rauða dreglinum; ,,Í hverjum ertu?“ Í vikunni bárust fréttir af því að leikkonur væru upp til hópa að koma sér upp ,,vara- dressi“ fyrir Óskarinn, það er að segja lágstemmdum klæðnaði til að eiga til vara ef stríð yrði skollið á með fullum þunga. Látlausar svartar draktir og lítið áber- andi skartgripir munu vera það sem helst fyllir varafata- bekkinn. Flestar leikkonur munu taka ákvörðun um klæðnað samdægurs og þá í samræmi við þá línu sem skipuleggjendur hátíð- arinnar leggja varðandi um- gjörð hennar. Stílistar í Hollywood hafa greint frá því að stjörnurnar vilji ekki virðast of léttúðugar þegar ástandið í heiminum er eins alvarlegt og raun ber vitni. Philip Bloth, einn af þekkt- ust stílistunum í Hollywood, sagði í samtali við New York Times að þó að sumir af skjólstæðingum hans vilji í lengstu lög reyna að halda sig við síðkjólana sína komi þeir samt til móts við að- stæður með því að slaka á í demöntunum; ,,dropalaga eyrnalokkar í stað áberandi hálsfesta,“ eins og Bloth kemst að orði. Eftir atburði síðustu viku greindu forsvarsmenn frá því að hátíðin yrði með lát- lausara móti með tilliti til að- stæðna. Göngu stjarnanna eftir ,,rauða dreglinum“, þar sem aðdáendur geta barið þá augum og ljósmyndarar myndað þá í bak og fyrir, yrði til dæmis aflýst og þess í stað gengju gestirnir bak- dyramegin inn í Kodak- höllina. Óskarsverðlaunahátíðin var fyrst haldin árið 1928 og hefur henni þrisvar sinnum verið frestað um fáeina daga vegna utanaðkomandi at- burða; 1981 þegar Ronald Reagan var skotinn, 1968 vegna morðsins á Martin Luther King og 1938 vegna flóða í Los Angeles. Ósk- arinn var haldinn öll þau ár sem seinni heimsstyrjöldin stóð yfir þó svo að hátíðin hafi vísvitandi verið ,,lág- stemmdari“ vegna stöðu mála í heiminum. Þá var Emmy-verðlaunahátíðinni (,,sjónvarps-Óskarnum“) frestað tvisvar árið 2001, fyrst vegna árásanna 11. september og svo vegna loft- árása Bandaríkjanna í Afg- anistan. Þegar hún var loks haldin var mælst til þess að stjörnurnar klæddust svörtu sem þær og velflestar gerðu. Samt tókst fjölmiðlum að gera sér mat úr klæðnaði leikkvenna og þá til dæmis á þeim nótum hvort að svarti kjóllinn hennar Kim Cattrall hefði virkilega getað talist látlaus eins fleginn og hann var. Og víst er að á Ósk- arnum í ár munu fjölmiðlar einnig finna allar mögulegar leiðir til að spá, spekúlera og lesa í klæðnað stjarnanna, hvernig sem þær leysa þrautina fyrir framan fata- skápinn í dag. Finnski leikstjórinn Aki Kaurismäki (mynd hans er tilnefnd sem besta erlenda myndin) þarf samt ekki að spá mikið í klæðnaðinn fyrir kvöldið því hann hefur af- boðað komu sína í mótmæla- skyni við stríðsreksturinn í Írak. Aðrir leikstjórar og leikarar sem tilnefndir eru hafa sagt að þeir ætli sér að lýsa andstöðu sinni við stríð- ið í þakkarávarpi sínu. Gil Cates, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagðist, í sam- tali við San Francisco Cron- icle, vilja að gefnu tilefni taka fram að verðlauna- höfum væri frjálst að nota að eigin vild þær 45 sekúndur sem þeir hafa til umráða til að þakka fyrir sig. Hins veg- ar yrði hann reiður ef þeir sem afhenda verðlaun færu út fyrir ,,handritið“. Eins sagðist hann vonast til þess að verðlaunahafar ,,héldu sig við efnið – verðlaunin sjálf“. Meðal þeirra sem víst er að munu ekki fara að óskum Cates er breski leikstjórinn Stephen Daldry (kvikmynd hans The Hours er tilnefnd til níu verðlauna), sem sagði í samtali við Telegraph að fengi hann orðið myndi hann hiklaust gagnrýna ,,ólög- mæta innrás Bandaríkjanna og Bretlands inn í Írak“. Aðrir sem fréttastofa BBC býst við að geri hið sama eru Bono söngvari U2 og spænski leikstjórinn Pedro Almadovar. Þá hefur Nicole Kidman, sem tilnefnd er fyrir leik í aðalhlutverki, látið í ljós efa- semdir um hvort viðeigandi sé að mæta á Óskarinn undir þessum kringumstæðum og það sama gildir um Daniel Day-Lewis sem einnig er til- nefndur fyrir leik í aðal- hlutverki. New York Times hefur eftir Day-Lewis að það verði erfitt að gera þetta vel. Það verði virkilega ósmekk- legt að spranga brosandi fyrir framan myndavélarnar um leið og fjöldi fólks sé að falla á vígvellinum annars staðar í heiminum. Og þá hlýtur að gilda einu í ,,hverj- um“ maður er. Morgunblaðið/Jóra Ó, stríð? Í hverju á ég að vera? Birna Anna á sunnudegi bab@mbl.is S TRÍÐIÐ er byrjað og fjölmiðlar eru á staðnum að flytja heims- byggðinni fréttir af gangi mála. Að vanda fer mikið fyrir upp- slætti ljósvakamiðlanna, stóru fréttastofurnar senda frá sér hvað er nýjast í stöðunni, og svo eru aðrir fréttamenn á ferli, eins og ljósmyndararnir sem reyna að skrá gang mála með myndafrásögnum. Þær myndir eru bæði af hermönnum og fórnarlömbum. En getur það verið rétt, sem sagt var við mig um daginn, að fólk sé búið að fá nóg af því að sjá ljósmyndir af þjáningum annarra? Á liðnum áratugum hafa viss markaðsöfl vissulega keppst við að útliloka sannleika dagslegs lífs í fjölmiðlum; sannleikann um raunverulegar að- stæður manna í heiminum. Þess í stað á allt að snú- ast um tilbúnar gervistjörnur sem standa ekki fyrir neitt nema yfir- borðið og hæfileika markaðsmannanna sjálfra. Fjölmiðlamenn, sem margir hverjir eru knúnir áfram af sannfæringunni um að fólk eigi að þekkja heiminn eins og hann er, hafa oft verið gerðir grunsamlegir af þess- um markaðsöflum sem vilja stjórna hvað er sýnt á prenti. Gagnrýnandinn og rithöfundurinn Susan Sontag sendi árið 1977 frá sér bókina On Photography, bók sem hefur síðan orðið að einskonar stoðriti um ljósmyndarýni í sam- tímanum. Sontag dæmdi þar meðal annars hart „fótó-journalista“, fólk sem oft er knúið áfram af slíkri sannleiksleit. Í nýrri bók sinni, Regarding the Pain of Others, endurskoðar Sontag margar þeirra skoðana sem hún setti fram í On Photo- graphy. Í eldri bókinni má segja að hún hafi borið ljósmyndina þungum sökum, en hún sagði hana meðal annars takmarka „upp- lifun við leit að hinu myndræna, með því að breyta reynslunni í mynd, í minjagrip“. Og hún bætti við: „Því þótt ljósmyndavél- in sé skoðunarstöð, þá er athöfnin sem felst í ljósmynduninni annað og meira en hlutlaus skoðun. Hún á það sammerkt með kynferð- islegri gægjuþörf að hvetja til þess, leynt eða ljóst, að það sem er að gerast haldi áfram að gerast. Að taka ljósmynd er að hafa áhuga á hlutunum eins og þeir eru í óbreyttu ástandi (að minnsta kosti þann tíma sem það tekur að ná „góðri mynd“), að taka afstöðu með öllu því sem gerir við- fangið áhugavert, þess virði að taka af því mynd – og þar með talið, ef áhuginn beinist að því, þjáningum eða ógæfu annarra.“ Sjónarhorn Regarding the Pain of Others beinist að því hvernig viðhorfum á ljósmyndir af hörmungumog siðferðilegum spurningum sem vakna við áhorfið. Sontag hrekur þar ýmist eða undirbyggir hugmyndir sem hún varp- aði fram í On Photography. Þar sagði hún „myndir deyfa“, að ljósmyndir af þjáningu gætu spillt „samviskunni og hæfileikanum til að sýna samúð“ með því að láta hræði- lega atburði sýnast óraunverulega: „Þegar fyrstu myndirnar birtust frá útrýming- arbúðum nasista var ekkert margtuggið við þær myndir. En nú, eftir þrjátíu ár, höfum við hugsanlega fengið nóg. Síðustu áratug- ina hefur „meðvituð“ ljósmyndun gert að minnsta kosti jafn mikið til að drepa sam- viskuna og til að vekja hana.“ Þetta eru óneitanlega sterk orð, en í nýju bókinni segist Sontag „ekki vera svo viss“ um að „ljósmyndir hafi deyfandi áhrif“. Hún bætir síðan við: „Meðan yfir okkur er hellt myndum sem í eina tíð létu okkur bregða og fylltu okkur vandlætingu, þá erum við að glata hæfileikanum til að bregðast við. Það er gengið svo nærri samkenndinni að hún er orðin dofin … En um hvað er í raun verið að biðja? Að myndum af mannfalli verði fækk- að, niður í kannski eina á viku? … Engin verndunarnefnd mun skammta hrylling til að viðhalda þeim hæfileika að við getum lát- ið okkur bregða. Og hryllingurinn sjálfur mun ekki minnka.“ Í On Photography var Sontag dómhörð í garð ljósmyndara sem fara inn á átakasvæði og vilja sýna fólki hvað í raun á sér stað. Hún kallaði þá „stríðsferðalanga“ og „gægjukalla“, sem kysu frekar að skrá en blanda sér í atburðina sem þeir yrðu vitni að. Hún sagði meira að segja að þeir sem horfðu á slíkar myndir væru áhorfendur sem hefðu afmennskað samband sitt við heiminn. „Sú tilfinning að maður sé fjarri hörmungum örvar áhugann á að horfa á sársaukafullar myndir, og það að horfa á þær styrkir þá tilfinningu að maður sé laus við þetta.“ Í Regarding the Pain of Others kveður við nokkuð annan tón. Þar segir Sontag að í umsátrinu um Sarajevo „var leitin að góðri sögu ekki eina ástæðan fyrir ákafa og hug- rekki „fótó-journalistanna““ sem fylgdust með atburðunum, og að auki vildi „fólkið í Sarajevo láta þjáningar sínar vera skráðar í ljósmyndum: fórnarlömb vilja láta sýna hvernig þau hafa þjáðst“. Og um þá sem horfa á ljósmyndir afhryllingsverkum skrifar hún:„Látum myndirnar af hryll-ingnum ásækja okkur. Þótt þær séu bara táknmyndir og geti á engan hátt útskýrt annað en brot af þeim sannleika sem þær vísa til er tilgangur þeirra samt af- ar mikilvægur. Myndirnar segja: Þetta geta mennirnir gert – þeir geta boðist til að gera það, af ástríðu, af sannfæringu. Gleymum því ekki.“ Loks segir hún: „Það er ekki … hægt að ætlast til þess af ljósmyndinni að hún bæti fávisku okkar um söguna og ástæður þján- ingarinnar sem hún velur og rammar inn. Slíkar myndir geta ekki verið annað en boð til okkar um að veita athygli, að endur- skoða, að læra, að velta fyrir okkur ástæð- unum fyrir þjáningum fjöldans af hálfu þeirra sem hafa völdin.“ Ljósmyndin skiptir máli. Hún segir sögu og henni ber að segja söguna ef í henni felst vitnisburður um misrétti og neyð. Á síðustu árum hefur nokkuð farið fyrir umræðu fræðimanna um raunverulegan áhrifamátt ljósmynda af slíkum aðstæðum. Oft hefur orðræðan verið undirbyggð með hug- myndum Susan Sontag í On Photography; sagt að samtíminn horfi sljóum augum á raunveruleikann, að sannleikurinn hreyfi ekki við fólki. Og staðreyndin er sú að smám saman hafa markaðs- og ímyndarfræðingar verið að ýta sönnum heimildaljósmyndum út úr prentmiðlum heimsins, segja þetta efni sem geti ekki staðið með auglýsingum, þetta sé ekki það sem fólk vill sjá. Þetta er þróun sem hefur tröllriðið vestrænum tímaritum síðasta áratuginn, og teygt sig einnig inn í dagblöðin. Vitaskuld er það skylda fjölmiðlannaað sýna heiminn í sinni sönnustumynd, og þar er myndafrásögninafar sterkt frásagnarform. Engu að síður er staðreyndin sú að um allan heim eru afar hæfileikaríkir og ástríðufullir ljós- myndarar uppteknir við að setja saman sannar frásagnir sem skipta máli – en fást ekki birtar og fólk sér þær þar af leiðandi aldri. Þorri þess sem boðið er upp á í tíma- ritum samtímans er hraðsoðnar upphrópanir án bakgrunnsupplýsinga – og svo þetta endalausa flæði mynda úr gerviheimi Séð og heyrt-væðingarinnar. Kann að vera að Sontag hafi rétt fyrir sér að einhverju leyti? Að fólk sé orðið dofið andlega, fólk hafi séð of mikið og hreinlega vilji ekki sjá raunveruleikann? Eða getur verið að fólk sjái of lítið af sannleikanum, hann sé alltaf falinn bakvið tilbúið yfirborð gerviheimsins? Meðan stríðin geisa, heilu þjóðirnar þjást og börnum er búinn heimur sem merktur er skelfingunni vilji fólk bara halda áfram að snúa sér undan og láta sem ekkert sé? Þá held ég að það sé fjölmiðlanna að taka sig á, rífa umbúðirnar burtu og taka ábyrgð sína og uppeldishlutverk alvarlega. Þeirra er að halda staðreyndum að fólki og fræða það um raunveruleikann í þessum heimi sem við lifum öll í saman. Stríðið í ljósmyndum AP/Margaret Bourke-White Í On Photography sagði Susan Sontag að ljós- myndir af þjáningu gætu spillt hæfileikanum til að sýna samúð, með því að láta hræðilega at- burði sýnast óraunverulega. Myndin er tekin í út- rýmingarbúðunum í Buchenwald í apríl 1945. AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.