Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 55
Óperumaður „Ég fæ miklu meiri hjartslátt þegar frumsýna á óperu- uppfærslu eftir mig, ég tala nú ekki um ef það er á Ítalíu,“ segir Friedkin. Þessi óperu- umsvif has- armyndaleikstjór- ans koma blaðamanni nokkuð í opna skjöldu og lék honum því forvitni á að vita meira. „Já, ég hef sett upp allmargar óperur á milli þess sem ég geri bíó- myndir, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur um heim allan, í Japan og á Ítalíu. Það er dásamlegt að fá tæki- færi til að setja upp óperu í sjálfri vöggu hennar enda eru áhorfend- urnir þar engum líkir, tilfinningarík- ari, þakklátari og óvægnari en allir aðrir.“ Friedkin segir það hjálpa sér sem kvikmyndagerðarmanni að vinna í óperuhúsinu. Það haldi honum vak- andi fyrir því að kvikmyndir þurfi líka að hafa í sér líf, kraft og augna- blikssnilld; þær megi ekki algjörlega skipuleggja út í hið óendanlega, því þá hverfi ferskleikinn og raunsæið. Raunsæismaður Nýja myndin hans, Veiðin, er líkt og langflestar myndir hans spennu- mynd í myrkari kantinum. Hún fjallar um eltingarleik lögreglu- yfirvalda með sérfræðing hersins í fararbroddi (Tommy Lee Jones) við lærling hans, fyrrum sérsveitarmann og morðvél (Benicio Del Toro), sem virðist hafa gengið af göflunum og heldur til í skógi þar sem hann myrð- ir með köldu blóði alla er nærri koma. „Mig hafði lengi dreymt um að gera mynd um sérfræðing innan hersins sem manna færastur væri í að elta uppi fólk. Góðvinur minn Tom Brown yngri gegndi slíku starfi hjá hernum og ég hef lengi verið heill- aður af því . Fyrir mér er persóna Tommy Lee þessi Tom Brown, og til þess að gera persónuna sem trúverð- ugasta var Brown mín hægri hönd við tökurnar og sá til þess að frásögn- in yrði sem raunsönnust.“ Ef það er eitthvað eitt sem myndir Friedkins hafa átt sammerkt í gegn- Skyldi maðurinn sem gerði The French Connenction og The Exorcist enn fá hjartslátt er hann frumsýnir mynd? Skarphéðinn Guðmundsson innti leikstjóra þeirra William Friedkin eftir því í tilefni af frumsýningu The Hunted. ar og mér þætti það tilvalið, French Connection er frábær mynd um við- fangsefni sem enn á erindi. En ég myndi aldrei líta á það sem end- urgerð heldur er miklu nær að tala um nýja útgáfu, eða uppfærslu, rétt eins ég lít á 12 Angry Men. Það eru til nýjar uppfærslur, en ekki end- urgerðir – rétt eins og í leikhúsinu. Hamlet var ekki endurgerður þegar menn ákváðu að setja verkið oftar upp en þegar það var fyrst sýnt. Kvikmyndagerðirnar á Hamlet eru því ekki heldur endurgerðir og að sama skapi yrði ný útgáfa af French Connection ekki endurgerð heldur al- veg ný uppfærsla á ákveðnu verki.“ En Friedkin lítur framhalds- myndir ekki sömu augum. „Þær hafa aldrei vakið áhuga minn, ég botna bara ekkert í tilganginum með þeim. Það mega aðrir gera þær mín vegna, en ekki biðja mig um það.“ Hvað finnst honum þá um þær fregnir að Paul Schrader skuli vera að gera forsögu The Exorcist, sögu sjálfs særingamannsins er hann var yngri? „Ég veit lítið sem ekkert um það verkefni enda hef ég ekki borið mig eftir upplýsingum um það,“ segir Friedkin og hefur lítinn áhuga á að ræða það mál frekar enda hefur hann staðið í málaferlum við framleiðendur myndanna, 20th Century Fox, um hver sé rétthafi þeirra og sögu Will- iams Peters Blatty. Það lá auðheyrilega vel á Friedkin er blaðamaður ræddi við hann. Hann sagðist vera farinn að huga að sínu næsta verki sem er uppfærsla fyrir óperuna í Los Angeles á Tannhäuser eftir Richard Wagner sem stefnt er að að frumsýna á næsta ári. Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro takast harkalega á í Veiðinni.William Friedkin Veiðin eða The Hunted var frum- sýnd á föstudag. skarpi@mbl.is ÉG GET ekki sagt að ég sébeint stressaður en auð-vitað er alltaf ákveðinnfiðringur í maganum,“ segir bandaríski kvikmyndagerð- armaðurinn William Friedkin er blaðamaður átti við hann símaviðtal í síðustu viku, sömu viku og frumsýna átti nýjustu mynd hans Veiðina, eða The Hunted, vestanhafs. Myndin var svo frumsýnd hér á föstudag en hér er á ferð myrkur og óvæginn spennu- tryllir með Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverkum, tveimur eftirlætisleikurum leikstjór- ans, tjáir hann blaðamanni. „Maður er náttúrlega búinn að sjá myndina óteljandi sinnum loksins þegar hún er opinberuð almenningi, þannig að maður ætti að hafa nokkra hugmynd um hvað maður er að láta frá sér,“ segir Friedkin. „Því verð ég í sjálfu sér þokkalega rólegur á frum- sýningardaginn held ég bara. Kvik- myndafrumsýningar eru svo skrýtn- ar, ekkert sambærilegar við t.d. leik- frumsýningu eða óperufrumsýningu, þar sem allt snýst um það augnablik- ið, þessa kvöldstund sem allir lista- mennirnir hafa búið sig undir með þrotlausri vinnu svo mánuðum skipt- ir. Kvikmyndafrumsýningar ná aldr- ei slíku hámarki, eru miklu settlegri, og satt best að segja ekkert sérlega skemmtilegar. Enda reyni ég að halda mig eins fjarri þeim og ég mögulega kemst upp með, mæti fyrir sýningu en læt mig svo hverfa. Nenni ekki að horfa á myndina mína enn eina ferðina og þurfa svo að halda andlitinu yfir öllum fölsku ham- ingjuóskunum og glópagullhömrum.“ Póstburðarmaður Friedkin hefur haft það orð á sér að vera býsna hvass og þykir ekkert allt of auðveldur í umgengni. Málið er að hann hefur aldrei látið vaða yfir sig og hefur svo gott sem aldrei setið þegjandi undir óskum misvitra fram- leiðenda um að gera málamiðlanir, breyta sýn sinni þeim til þóknunar og, að þeir vilja meina, áhorfendum. Þessi harðjaxl hóf feril sinn sem bréfberi á sjónvarpsstöð í heimaborg sinni Chicago árið 1951, þá 16 ára gamall og á undraskjótum tíma var hann farinn að stýra útsendingum á sjónvarpsþáttum í beinni útsendingu. Eftir að hafa öðlast dýrmæta reynslu við gerð leikinna sjónvarpsþátta og -mynda gat hann sér fyrst orð síðla sjöunda áratugar fyrir gerð áhrifa- ríkra heimildarmynda. Þaðan fór hann út í kvikmyndagerðina og vakti fyrst verulega athygli í þeim harða heimi með Strákunum í bandinu (The Boys in the Band) árið 1970. Fræg- ustu myndir hans tvær komu svo hver á eftir annarri. Hinn margróm- aði glæpatryllir Frönsku tengslin (The French Connection) með Gene Hackman í hlutverki löggunnar Pop- eye Doyle birtist 1971. Fyrir mynd- ina fékk Friedkin bæði Ósk- arsverðlaun og Golden Globe fyrir bestu leikstjórn. Ekki vakti næsta mynd hans, sem frumsýnd var tveim- ur árum síðar, minni athygli enda var þar á ferð Særingamaðurinn (The Exorcist) einhver umdeildasta mynd sögunnar en um leið ein allra besta, ef ekki besta hrollvekja sem gerð hef- ur verið. Aldrei hefur Friedkin tekist eins vel upp og í þessum sögufrægu myndum sínum eftir þótt myndir á borð við Seiðkarlinn (Sorcerer) frá 1977, Á veiðum (Cruising) frá 1980 og Að lifa og deyja í Englaborg. (To Live and Die in L.A.) frá 1985 eigi allar sína hörðu fylgjendur. Minna hefur farið fyrir Friedkin á síðustu árum en eitt helsta afrek sitt vann hann er hann séri aftur á byrjunarreitinn í sjónvarpið þar sem útgáfa hans af 12 reiðir menn (12 Angry Men) hlaut 6 Emmy-tilnefningar 1998. Hamlet var ekki endurgerð um tíðina þá er það einmitt þessi raunsæisblær yfir þeim, viðleitnin til að segja sannar og umbúðalausar sögur af skuggahliðum mannlífsins. Og til þess að skapa raunsæi þetta hefur Friedkin lengur en flestir aðrir notast við óheflaða og hráa kvik- myndatöku þar sem hann hefur gjarnan látið tökumenn halda á vél- um og leyft þeim að hristast eðlilega til fremur en hafa þær í föstum skorðum líkt og venjan er. „Þessi stíll virðist hafa orðið æ meira áberandi síðustu árin og menn láta eins og hann sé nýtilkominn og engum dottið þetta í hug fyrr. Ég leyfi mér að mót- mæla því og bendi á myndir mínar því til sönnunar.“ Friedkin segir að enginn annar en Lee Jones hafi komið til greina til að leika sérfræðinginn vin sinn, veiði- manninn, en þeir Lee Jones unnu áð- ur saman við gerð Bardagareglnanna (The Rules of Engagement) frá 2000. „Tommy er einhver besti leikari sem völ er á, hann er leikari að mínu skapi.“ Blaðamaður segist þá hafa á tilfinningunni, af fyrri leikurum hans að dæma, að Del Toro sé einnig leik- ari að hans skapi, leikari sem hefði smellpassað í flestallar hans myndir, myrkur, dularfullur og skapmikill. „Það er alveg rétt, ég hef lengi haft augastað á þessum dreng. Hann er einkar kröftugur leikari sem veigrar sér ekki við að taka áhættur. Ég hefði alveg getað notað hann í French Connection eða Cruising.“ Særingamaður Talandi um French Connection þá leikur blaðamanni forvitni á að vita í ljósi þess að Friedkin gerði sjálfur nýja útgáfu af 12 Angry Men, hvort það væri honum á móti skapi ef ein- hver tæki sig til og endurgerði hans mynd. „Það verður gert fyrr eða síð- FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.