Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ELÍN Árnadóttir, eini ís-lenski efnatæknifræð-ingurinn, er komin á eft-irlaunaaldur og ætti meðréttu að láta af störfum í lok apríl. Elín starfar hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og hefur fengið leyfi til að vinna áfram, eins lengi og mikið og hún treystir sér til. „Hér starfar eng- inn annar tæknifræðingur hjá stofnuninni,“ segir Elín. „Og ég hef heyrt að ég sé eini efnatækni- fræðingurinn á landinu. Ég ætla ekki að hætta á meðan ég er í svona fínu formi og ég fæ að vera hér. Þetta er skemmtilegt starf og nú fæ ég að ráða mínum vinnu- tíma að nokkru.“ Tilviljun Elín segir að tilviljun hafi ráðið því að hún innritaðist í efnatækni- fræði við tækniskóla í Gautaborg en þaðan lauk hún prófi árið 1976. „Ég ætlaði að læra allt annað,“ segir Elín. „Það má segja að ég hafi óvart og fyrir misskilning lært efnatæknifræði. En þannig var að við hjónin bjuggum í fjór- tán ár í Gautaborg, þar sem mað- urinn minn var við sérnám í lækn- isfræði. Þegar börnin okkar fjögur voru komin í framhaldsskóla ákváðum við Sigríður Hannesdótt- ir vinkona mín að rifja upp stærð- fræðina úr menntaskóla, en henni hafði ég ekki sinnt þegar ég átti að gera það. Ég ætlaði að leika mér með stærðfræðina en svo vegna smámisskilnings þegar við komum í skólann fór þetta öðru- vísi. Konan sem tók á móti okkur var ekki hrifin þegar við komum og vildum fara að læra stærð- fræði. Hún fór óðara að beina okk- ur inn á aðrar brautir og vildi að við færum til dæmis í listasögu eða eitthvað annað kvenlegra en þá gellur í Sigríði: „Nei við viljum læra eitthvað teknískt …“ en á sænsku þýðir það nám í tækni- skóla en ekki eingöngu í stærð- fræði. Þannig að við vorum reknar út og vísað á annan skóla en þá tók ekki betra við. Við ætluðum að læra stærðfræði í tómstundum. Svona pínulítið, eins og eitt fag í öldungadeild í tækniskóla, en þeg- ar við komum þangað var ekki um annað að ræða en fullt nám.“ Saga eða verslunarfræði Elín segir að ekki hafi verið tekið vel á móti þeim í tækniskól- anum. Ungi maðurinn, sem þeim var vísað á og þær ræddu við, vildi endilega að þær færu í sögu eða verslunarfræði. Það ætti betur við. „Við streittumst við í þó nokkra stund eða þangað til hann gaf sig og sagði að við gætum svo sem reynt þetta. Alveg viss um að við myndum ekki komast nokkurn hlut áfram og gefast upp á stund- inni. En það hljóp svo mikil þrjóska í okkur – sem höfðum alls ekki ætlað í fullt nám heldur gutla svolítið og leika okkur – að við hættum ekki fyrr en við vorum Ætlaði að lesa stærðfræði Tilviljun réð því að Elín Árnadóttir lagði stund á efnatæknifræði í stað stærð- fræði. Kristín Gunnarsdóttir ræddi við hana. Morgunblaðið/Kristinn Elín Árnadóttir, efnatæknifræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. SVANA Helen Björnsdóttirverkfræðingur og nánastasamstarfsfólk hennar,Bjarni Þór Björnsson stærðfræðingur og meðeigandi, Guðmundur Sigurðsson læknir og Hjörleifur Pálsson verkfræðingur hafa sett upp tvö rafvædd matskerfi fyrir aldraða undir merkjum verk- fræðistofunnar Stika. Um er að ræða svokallað vistun- armat og RAI mat aldraðra sem fyrr segir, en að sögn Svönu nýta þessi kerfi sér sérstakt öruggt heil- brigðisnet sem kalla má heilbrigð- isnet matskerfa. Þetta heilbrigðis- net hefur Stiki hannað í samvinnu við Landssíma Íslands og Opin kerfi, sem í upphafi lánaði allan búnað til verkefnisins. Vistunarmat aldraðra var lögfest árið 1990. Samkvæmt lögunum skyldu allir sitja við eitt og sama borð við mat á þörf er óskað var eft- ir langtímavist á stofnun og mark- miðið að þeir sem mesta hefðu þörf- ina nytu forgangs. Matið er þrískipt, þverfaglegur hópur kann- ar félagslegar aðstæður, líkamlegt atgervi, og andlegt atgervi og færni. Að sögn Svönu og félaga varð fljótt nær óvinnandi vegur að sam- ræma skráningu og mat á umsókn- um aldraðra um vist á stofnun, skrifræðið í algleymingi og fjöldi einstaklinga á skrá á mörgum stöð- um. RAI er skammstöfun fyrir: Raun- verulegur aðbúnaður íbúa, nafnið RAI-mat felur því í sér aðferð til þess að meta heilsufar og aðbúnað þeirra sem vistaðir eru á hjúkrun- ar- og dvalarheimilum aldraðra. Um er að ræða aðferð sem tekin var upp í Bandaríkjunum fyrir rúmum áratug og er háð höfundarrétti, en heilbrigðisráðuneytið hefur tryggt sér samning við fjölþjóðlegan um- boðsaðila þess, Inter-Rai sem heim- ilar notkun aðferðarinnar. Sam- kvæmt reglugerð er skylt að meta heilsufar og aðbúnað árlega og byggja matið á RAI-aðferð. Svana segir að RAI-kerfið og vistunarmatskerfið keyri á sama neti sem í daglegu tali hafi verið nefnt heilbrigðisnet matskerfa sem er hluti af íslenska heilbrigðisnet- inu. „Allar heilbrigðisstofnanir og aðilar sem nota fyrrgreind mats- kerfi þurfa að tengjast matsgrunn- unum með öruggum hætti. Um 30 stofnanir munu sjálfar skrá vistun- armatsgögn. Nú þegar eru um 60 heilbrigðisstofnanir sem skrá RAI- matsgögn. Þær munu einnig fá að- gang að vistunarmatsgögnum. Hluti þessara stofnana skráir mats- gögn í bæði kerfin og áætlað er að samanlagður fjöldi tengdra stofn- ana, þ.e.a.s. skráningarstaða, verði um áttatíu,“ segir Svana. Persónuvernd í öndvegi Ströng persónuvernd er nokkuð sem Stiki hefur haft að leiðarljósi í vinnu sinni við þessi kerfi og við uppsetningu þeirra. Að sögn Svönu og félaga, er á hverri stofnun settur upp tölvuöryggisbúnaður, beinir og eldvarnarveggur, með dulkóðunar- hugbúnaði. Í samræmi við niður- stöður í rannsóknarverkefni sem unnið var hjá Háskóla Íslands sem hluti af meistaraverkefni Hjörleifs Pálssonar verkfræðings var valið að nota IPSec dulkóðun til þess að tryggja öryggi gagnaflutnings í netsamskiptum. Vegna útbreiðslu Cisco vélbúnaðar til slíkra nota var leitað til Opinna kerfa, eins og áður er getið, um lán á slíkum búnaði til prófunar. Góðar niðurstöður próf- ana og gæði búnaðarins leiddu svo til þess að heilbrigðis- og trygging- armálaráðuneytið valdi að kaupa Cisco beint og dulkóðunarhugbúnað í þá frá Opnum kerfum. Aðkoma Landssíma Íslands er með þeim hætti, að sögn Svönu, að í samræmi við stefnu ráðuneytis um uppbyggingu á íslensku heilbrigð- isneti eru almennar gagnaflutnings- leiðir notaðar til flutnings mats- gagna í RAI- og vistunar- matskerfum. „Heppilegast þótti að nota ATM-net Landssíma Íslands. Fyrir því lágu tvær ástæður. Önnur var sú, að netið er lokað og hin, að það tryggir notendum næga band- vídd til gagnaflutnings. Þar sem matskerfin tvö eru rauntímakerfi og öll matsgögn skráð í gagna- grunna sem hýstir eru á einum stað, er mikilvægt að tryggja sem bestan svartíma kerfanna. Fleira mætti nefna, m.a. að um er að ræða svo- kallað sýndareinkanet, VPN, en slík net birtast notandanum eins og um hans einkanet væri að ræða, en í raun væri um hluta af almennu fjar- skiptaneti sem næði um land allt að ræða. Það er nánast útilokað fyrir utanaðkomandi aðila að komast inn á gagnastraum sem streymir frá sýndarrásum í ATM neti og er ör- yggi gagna í slíku neti sambærilegt við gagnaöryggi á leigulínum. Að auki eru svo gögnin dulkóðuð,“ seg- ir Svana. Vísir að Íslenska heilbrigðisnetinu Svana og samstarfsmenn segja að um þessar mundir séu nokkur tilraunaverkefni í gangi við upp- byggingu á Íslenska heilbrigðisnet- inu, en að þeirra mati sé hér komin mjög góð og örugg lausn sem nota má og útvíkka fyrir íslenska heil- brigðisnetið. Þróun heilbrigðisnets- ins getur valdið gjörbyltingu í allri þjónustu á heilbrigðissviðinu. „Hér er gífurlegt hagræði á ferðinni, pappír getur horfið úr kerfinu, bréf, lyfseðlar, beiðnir og svör berast raf- rænt á milli aðila um heilbrigðisnet- ið. Allt verður aðgengilegra. Sparn- aðurinn verður verulegur, auðveldara og fljótlegra verður að taka allar ákvarðanir og allt slíkt verður betur fram sett. Þetta þýðir betri þjónusta fyrir minni pening,“ segir Svana. Bylting í þjónustu við aldraða gudm@mbl.is Verkfræðistofan Stiki hefur sett upp og hannað tvö rafvædd matskerfi, vistunarmat aldraðra og RAI-mat aldraðra, sem hafa valdið byltingu í umsóknum, skráningu og mati á þörf aldraðra fyrir vist og þjónustu á stofnunum. Guðmundur Guðjónsson ræddi við verkfræðingana Svönu Helen Björnsdóttur og Hjörleif Pálsson, Bjarna Þór Björnsson stærðfræðing og Guðmund Sigurðsson lækni. Morgunblaðið/Kristinn Eigendur og starfsmenn Stika, f.v.: Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir, Bjarni Þór Björnsson, Guðmundur Sigurðsson, Guðbrandur Guð- mundsson, Hjörleifur Pálsson og Steffi Botzelmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.