Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 8 konur und Fáar franskar kvikmyndir hafa í seinni tíð notið jafn- mikilla vinsælda og viðurkenningar og 8 femmes eða 8 konur eftir hinn umdeilda leikstjóra François Ozon, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Þessi fagurlega hannaða blanda af morðgátu, gamanmynd, ÞAÐ eru jólin. Allt er ákafi í snjó á einangruðusveitasetri í Frakklandiá 6. áratugnum þegarfjölskyldan safnast sam- an til jólahalds. Konurnar eru átta, á ýmsum aldri og ólíkrar gerðar. Karlmaðurinn er einn, sjálfur fjöl- skyldufaðirinn. Við sjáum hann ekki en fylgjumst með konunum hittast og fagna hver annarri í vandlega litaðri leikmynd. En fögnuður og hátíðahöld verða senn víðsfjarri þegar maðurinn finnst myrtur í herbergi sínu og grunur og tortryggni vakna í kvennahópn- um, ásakanir og gagnásakanir. Hver er morðinginn? Er það eig- inkonan (Catherine Deneuve)? Hin pipraða systir hennar (Isabelle Huppert)? Hin dularfulla systir mannsins (Fanny Ardant)? Tann- hvöss tengdamamma hans (Dan- ielle Darrieux)? Þjónustustúlkan ósvífna (Emmanuelle Béart)? Eða ráðskonan móðurlega (Firmine Richard)? Önnur hvor fallegu dætranna (Virginie Ledoyen og Ludivine Sagnier)? Þessar átta konur í 8 konur eru taflmennirnir í refskák hins 35 ára gamla leikstjóra François Ozon sem afhjúpar lygar þeirra og leyndardóma jafnt og þétt á milli þess sem þær bresta í söng og dansa og sannleikurinn um líf þeirra stígur fram í þessari til- búnu, stílfærðu og lokuðu söguver- öld. Ozon er einn djarfasti leik- stjóri Frakka og hefur í þeim fjórum kvikmyndum í fullri lengd sem hann gerir fyrir 8 konur fjallað um sifjaspell, morð, sjálfs- víg, sjálfspyntingarhvöt og gægju- þörf. En engin fyrri mynda Ozons hefur fengið viðlíka viðtökur og 8 konur. Hún vann t.d. Silfurbjörn- inn í Berlín, fékk 12 tilnefningar til Sesarverðlaunanna í heimalandi leikstjórans þar sem 3,7 milljónir manna sáu hana; erlendis hafa um 2,3 milljónir látið heillast af 8 kon- um. François Ozon er myndarlegur, dökkhærður maður, opinn og þægilegur viðræðu. 8 konur er byggð á leikriti og leikstjórinn reynir ekki að fela það heldur þvert á móti nýtir sér afmarkað rýmið til að ýta undir einangr- unartilfinningu hjá áhorfand- anum. En þegar hann er spurður hvort söng- og dansatriðin hafi einnig verið í leikritinu segir hann svo ekki hafa verið. Þeim bætti hann við og eykur þannig enn á stílfærslu þessa gerviheims; annað slíkt áhrifabragð er að láta leikkonurnar tala beint við myndavélina. „Þessu voru leik- konurnar ekki vanar,“ segir hann. „Það er því í þessum atriðum sem ekki aðeins persónurnar heldur leikkonurnar um leið afhjúpa sína viðkvæmu, brothættu eiginleika. Hugmyndin var að þarna felldu bæði leikkonur og persónur grím- ur sínar og opna innsýn í það sem undir býr.“ Skrímsli eða ekki skrímsli Það væri synd að segja að mynd- in sýni þessar kvenpersónur í já- kvæðu ljósi. Köld eru kvennaráð, gæti myndin fullt eins heitið, og Catherine Deneuve, ein aðal- leikkonan, hefur kallað þær „skrímsli“. Hafa feministar gert at- hugasemdir við kvenlýsingarnar? „Nei,“ svarar Ozon brosandi. „Þetta er gamanmynd. Sannarlega birtir hún grimmd þessara kvenna, en einnig viðkvæmni þeirra og nærgætni. Við sjáum samstöðu þeirra á vissum augnablikum ekki síður en sundrungu. Það væri frek- ar að hlutverk karlmannsins í verk- inu sé einhliða og neikvætt. Hann er rola.“ En hvað segirðu um þau ummæli Deneuve að kvenpersónurnar séu skrímsli? „Hefur hún virkilega sagt þetta? Jæja, kannski líður henni eitthvað illa með sjálfa sig. Í mínum huga eru þær ekki skrímsli. Þær eru á vissan hátt ýktar persónur en þær þjást og maður fær samúð með þeim. Þær eru ekki skrímsli nema í þeim skilningi að við erum öll skrímsli á vissan hátt. Manneskjur eru flóknar og margsamsettar; einnig þessar átta konur.“ Karlmaðurinn hefur gert sitthvað hræðilegt en samt er hann fórn- arlambið í myndinni. Er hann fórn- arlamb þessara kvenna eða sjálfs sín og þess sem hann hefur gert? „Hvað heldur þú?“ spyr Ozon kankvís á móti. „Hver og einn verður að meta það fyrir sig.“ Hann segir að allar þessar stóru frönsku leikkonur hafi lagt sitt af mörkum við persónusköpunina og sumu hafi hann jafnvel breytt í handriti vegna tillagna frá þeim. En var erfitt að ná þeim öllum saman, búa til þennan sterka leik- hóp? „Ekki eins erfitt og ég bjóst við. Þær virðast hafa treyst mér og áttu ekki í neinum vandræðum með að vinna saman. Sumar leikkonur vissi ég að vildu ekki leika á móti öðrum stórstjörnum, leikkonur eins og Isabelle Adjani og Sophie Marceau. Umboðsmenn þeirra sögðu nei en kannski núna, þegar myndin hefur slegið í gegn, gegndi öðru máli.“ Gildi tilraunanna Kemur velgengni 8 kvenna hon- um á óvart? „Já, vegna þess að í upphafi var handritið mjög tilraunakennt og skrýtið, m.a. þessi blanda af leikn- um og sungnum atriðum. Ég vissi að þessar frægu leikkonur myndu vekja athygli á myndinni en viðtök- urnar hafa farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég er mjög ánægður með að hafa náð til stærri áhorfendahóps en mér hefur áður tekist. Að vissu leyti var ég í þess- ari mynd að reyna að ná aftur sambandi við barnið í mér. Svei mér, ef það hefur ekki tekist. Mig langaði til að gera mynd sem ég hefði sjálfur gaman af, mynd sem hefði innanstokks sem mest af því sem ég elska í kvikmyndum. Ég þurfti hins vegar að vinna hratt, því tökutíminn var aðeins tveir mánuðir, og gat ekki leyft mér að vera of sjálfsmeðvitaður.“ Er mikilvægt fyrir þig að reyna sífellt eitthvað nýtt þegar þú gerir kvikmyndir, prófa ólík kvikmynda- form t.d.? „Já, mér finnst gaman að gera tilraunir og prófa mig áfram í sköpuninni. Ég forðast að end- Höfundurinn: François Ozon Köld eru kven François Ozon á tökustað: Langaði að gera bíómynd sem ég hefði sjálfur gaman af að horfa á … „FYRST langar mig til að segja þér að ég var á Íslandi í hitteðfyrra og það var einn besti staður sem ég hef nokkurn tíma komið til.“ Þannig tekur Ludivine Sagnier forystuna í upphafi viðtals. Hún er sú ljóshærða sem leik- ur yngri og, að því er virðist, lítt lífs- reyndu dótturina í 8 konur. Hún er 22 ára, en persónan sex árum yngri. Rétt eins og Virginie Ledoyen byrjaði hún að leika mjög ung að árum, eða um tíu ára, og hefur yfir tvo tugi mynda að baki. Frami hennar í seinni tíð hefur verið mjög hraður, enda er hún afar hæfileikarík leikkona, sem bæði sést á leik hennar í 8 konur og því að hún er þegar búin að leika í þriðju mynd sinni fyrir François Ozon og nú síðast í amerískri stórfram- leiðslu, Pétri Pan eftir Ástralann P.J. Hogan. Hún er líka óvenju líflegur, hrein- skilinn og skemmtilegur viðmælandi með hása, heillandi rödd. Hún heldur áfram, uppnumin yfir Íslandsferðinni: „Ég fór til Íslands í frí vegna þess að mig langaði að sjá eldfjöll, leigði mér bíl og keyrði allan hringinn í þrjár vik- ur. Fór til Landmannalauga,“ – hún man og ber nöfnin fram kórrétt – „Jökulsárlón, Þórsmörk. Þetta var stórkostlegt!“ Fyrsta mynd hennar með Ozon var einnig byggð á leikriti, eins og 8 kon- ur; það var Vatn drýpur á brennandi steina (1999), sem Rainer Werner Fassbinder samdi. „Þetta var stærsta hlutverk sem ég hafði þá fengið. Mig hafði alltaf langað til að leika á sviði en ekki haft tækifæri til, dáði Fassbinder og myndir François Ozon, og þarna sameinaðist þetta þrennt. Það var dásamlegt. Vinnu- brögðin voru leikhúsleg; við æfðum verkið í tímaröð. Þetta gerði hina dramatísku vinnu stigmagnaða í spennu. Ég fékk sömu tilfinningu þeg- ar við vorum að gera 8 konur á leik- húslýstu sviði en þurftum samt að skapa trúverðugan mannlegan sögu- heim. François tók hana líka í réttri tímaröð og það finnst mér mjög skemmtileg og gefandi aðferð.“ Hvernig vinnur hann með leik- urum? „Hann skilgreinir ekki persónu- sköpunina svo mikið fyrirfram heldur vill frekar að við vinnum hana með hugmyndafluginu. Hann er frekar hlé- drægur leikstjóri að þessu leyti. En t.d. í 8 konum leikstýrði hann þessum 8 leikkonum með ólíkum hætti. Þetta eru svo ólíkir persónuleikar; Cather- ine Deneuve vinnur allt öðru vísi en Isabelle Huppert sem vinnur öðruvísi en Fanny Ardant o.s.frv. Sumar vilja mikla leikstjórn, aðrar vilja enga. Ég þarfnaðist hvatningar en fékk hana ekki í miklum mæli frá honum.“ Hún hlær að hreinskilni sinni. „Hann hafði í svo mörg horn að líta. Hann er mjög kröfuharður við mig – sagði: „Þú ert yngst og reynsluminnst og verður að leggja hart að þér. Ég þarf að sinna stórstjörnunum og þú verður að sanna þig.“ Hann talaði ekki mikið við mig.“ Þetta segir hún blátt áfram og alveg beiskjulaust. En nú ertu nýbúin að leika í þriðju myndinni fyrir hann, Sundlauginni, þannig að hann hlýtur að vera ánægður með þig? „Ja, ég vona það. Og eftir því sem ég vinn meira fyrir hann krefst hann sífellt meira af mér. Þetta verður þannig ekkert auðveldara. En mér finnst það ágætt. Margir leikstjórar vinna með því að skjalla leikara: „Þú ert stórkostleg. Alveg dásamleg. Ekki breyta neinu.“ François segir frekar: „Haltu áfram. Þetta er ekki nóg. Ég vil meira.“ Ég skil þetta þannig að hann meti mig sem leikkonu og vilji að ég taki framförum. Hann er læri- faðirinn minn.“ Hún segist hafa þurft að fara í leik- prufu fyrir 8 konur vegna þess að Ozon hafi óttast að hún væri of kven- leg til að leika strákslega stelpu, eins og yngri dóttirin er. „Ég féll á prófinu og hann sagðist því miður þurfa að ráða aðra leikkonu. Mér fannst þetta heimsendir fyrir mig; ég hafði bundið svo miklar vonir við þessa mynd. En tíu dögum fyrir tökur kom í ljós að leikkonan sem átti að leika mitt hlut- verk var barnshafandi. François hringdi og sárbændi mig að koma til hjálpar. Ég þóttist ekki hafa áhuga fyrst í stað, en gafst svo upp á að leika og hoppaði hæð mína um leið og ég lagði símtólið á. Ég þurfti að vinna hlutverkið hratt og skal opinbera það fyrir þér að ég sótti persónusköp- unina ekki aðeins í mína karlmann- legu eiginleika heldur byggði ég hana líka á François sjálfum.“ Veit hann af því? „Já,“ segir hún prakkaralega, „en hann vill ekki að ég segi það. Og nú er ég búin að segja þér það.“ Voru stjörnuleikkonurnar góðar við þig? „Já, auðvitað. Ég var barnið á staðnum. Það ríkti góður andi í tök- unum. Allar þessar konur að tala um eldamennsku, börn og allt það. Við lékum konur sem eru nánar og skyld- ar og þannig samband myndaðist smám saman milli okkar.“ Hún segist stolt af myndinni og glöð yfir velgengni hennar. „En hvort ein milljón manna sér myndina eða fjórar milljónir er ekki málið fyrir mig. Hún kann að breyta minni stöðu sem leikkona og styrkja hana. Kannski ber ég mest úr býtum af öllum þessum leikkonum því þeirra staða var sterk fyrir. Nú get ég frekar byggt minn feril eins og ég vil hafa hann.“ Nú er hún að leika eitt aðal- hlutverkanna í Pétri Pan, hina mál- lausu Skellibjöllu, og segist njóta þess töfraheims til fullnustu. „Tæknilega er þetta erfitt verkefni og ég fæ skemmtilega innsýn í brellulistina. Ameríkanar vinna miklu meira en Frakkar í kvikmyndagerð, 13 tíma vinnudag sem hefst klukkan 6 á morgnana. Hérna fáum við klukku- tíma í hádegishlé, væna máltíð og vín með og allir reykjandi, en í Ameríku er hádegishléið hálftími, hvergi má reykja og ekkert áfengi leyft. Ég kann betur við frönsku leiðina. Í Hollywood var mér bannað að fá mér drykk með bílstjóranum mínum. Ég kann ekki við svona einangrun, snobb og stétta- skiptingu.“ Þannig að vinna í Hollywood er ekki framtíðardraumur þinn? „Ef leikstjórar eins og Tim Burton eða David Lynch eða Steven Soder- bergh byðu mér áhugavert hlutverk myndi ég strax segja já. En mig lang- ar ekki að tilheyra framleiðsluvélinni vestra. Ég hef aldrei átt mér Holly- wood-draum. Minn draumur er evr- ópskur.“ Hún segir að þegar hún var ung stelpa hafi draumurinn verið að verða leikkona eða blaðamaður, svo lög- fræðingur, svo læknir, svo kennari. „Ég sagði við sjálfa mig að eina leiðin til að láta alla þessa drauma rætast væri að leika hin ólíku hlutverk; eina leiðin til að eignast mörg líf er að verða leikari. Og blekkingin er miklu skemmtilegri en hinn niðurdrepandi veruleiki.“ Hún hlær. Er þá eitthvað sem þér líkar ekki við leiklistina? „Kynningarviðtöl! Nei, annars. Ég skynja vissa hættu – hættu á að þjást of mikið, að ganga of nærri sjálfri mér. Þegar maður skapar sárs- aukafullar tilfinningar og fórnar sjálf- um sér um leið er viss hætta á að missa tökin. Þetta er ekki auðvelt, getur verið dapurlegt, en það á heldur ekki að vera auðvelt. Við erum öll hrædd við að deyja en við tökumst á við það.“ Mörg líf leikarans Ludivine Sagnier: Hættan við starf leikarans er að þjást of mikið … Yngri dóttirin: Ludivine Sagnier
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.