Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 39 PLUS PLUS ww w. for va l.is Halldór G. Meyer Gsm 864 0108 Heimilisfang: Hvassaleiti 28. Stærð íbúðar: 126,3 fm Stærð bílskúrs: 20,7 fm Brunabótamat: 15,8 millj. Byggingarár: 1960. Verð 15,9 millj. FALLEG 5 HERBERGJA ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ MEÐ AUKAHERBERGI Í KJALLARA OG BÍLSKÚR. 4 rúmgóð svefnherbergi eru á hæðinni ásamt stórri stofu. Parket á öllum herbergjum nema einu sem er dúklagt. Eldhús með eldri innréttingu og dúk á gólfi. Baðherbergi með baðkari – tengi fyrir þvottavél. Aukaherbergi í kjallara sem hægt væri að leigja út. Stór og góð geymsla. Upphitaður bílskúr. Halldór Meyer, sölufulltúi Re/max, sýnir eignina frá kl. 14–16 í dag. Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS – 6 herb. – 103 RVÍK www.hofdi.is Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Lækjargata 18, Hf. - Opið hús í dag frá kl. 14 til 17 Er þetta húsið þitt? Verið velkomin að skoða glæsilegt 172 fm hús staðsett í hjarta bæjarins. Byggt 1999 og engu til sparað, frábært eldhús, skemmti- leg gólfefni. Sjón er sögu ríkari. Hag- stæð áhv. lán. Verð 24,5 millj. Gils og Rósa taka vel á móti gest- um og gangandi. Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali Þrastarás 28, Hf. - Opið hús í dag frá kl. 14 til 17 Nú þarft þú ekki að leita lengra. Glæsilegt 190 fm endaraðhús á tveimur hæðum. Góður bílskúr, frá- bær staðsetning og glæsilegt útsýni. Eldhús, innréttingar og allur frágangur í sérflokki. Verð 23,5 millj. Jón tekur vel á móti gestum, verið velkomin! Gistiheimilið Hvammur á Höfn Vorum að fá í sölu þetta fallega og vel rekna gistiheimili sem staðsett er við smábátahöfnina. Í húsinu, sem er mjög mikið endurnýjað og glæsilegt, er þriggja herbergja „penthouse“-íbúð ásamt 11 herbergja gistiheimili. Sjón er sögu ríkari. Verð 29 millj. Áhv. hag- stæð lán 24 millj. Allar nánari upplýs- ingar veita sölumenn Höfða. jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, NÝJAR/NÝLEGAR EIGNIR Á SKRÁ HJÁ OKKUR LÓÐIR/JARÐIR LÓÐ Á ARNARNESINU Eigum til eina sjávarlóð á Arnarnesi í Garðabæ, glæsileg staðsetning, öll gjöld greidd og þetta er eignarlóð. Uppdráttur til á skrif- stofu, þó er ekki búið að teikna neitt hús á lóðina svo allir möguleikar eru opnir. Uppl. veittar á skrifstofu hjá Dan eða Hákoni. 2JA HERBERGJA VESTURBERG Stór, björt og rúm- góð íbúð. Parket á gólfum, laus, ekkert áhvílandi, stórar svalir. Verð 7,9 millj. Nr. 3620 KRÍUHÓLAR 2ja herb. íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi, útgangur út á stórar svalir til austurs. Sérgeymsla í kjallara. Sameign mjög snyrtileg, nýleg teppi. Hús í góðu við- haldi. Gott leiksvæði fyrir börn. Verð 7,8 millj. Nr. 3611 LAUGARNESVEGUR Rúmgóð og björt kjallaraíbúð, lítið niðurgrafin, á góðum stað í Laugarnesinu. Íbúðin er 2ja-3ja herb. Stutt í alla þjónustu. Verð 8,7 millj. Stærð 62 fm. Nr. 3618 3JA HERBERGJA ÁLFTAMÝRI - M. BÍLSKÚR Rúmgóð mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð á 4. hæð. Glæsilegt útsýni. Stærð 87 fm. Nýl. bílskúr 21 fm. Örstutt í skóla o.fl. þjónustu. Laus strax. Áhv. ca 5.0 millj. Verð 13,5 millj. Nr. 3407 GNOÐARVOGUR Góð íbúð sem hefur allt sér, en sameiginlegt þv.hús, hver með sína vél. Vel staðsett í vinsælu hverfi. 81,5 fm. Flísar og parket á gólfum, sólskáli o.fl. spennandi. Verð 11,5 millj. Nr. 3610 HÆÐIR MÁVAHLÍÐ Mjóg góð sérhæð á 1. hæð hússins, falleg gólf, baðherbergi ný- legt, góð staðsetning, sam. þvottahús. Verð 19,8 millj. Nr. 3472 RAÐHÚS/PARHÚS GNITAHEIÐI - RAÐHÚS Vandað nýlegt raðhús, tvær hæðir og ris, á fallegum útsýnisstað rétt fyrir ofan Smárann. Hús vandað og innréttingar sérlega skemmtileg- ar. Falleg gólf. Verð 24,9 millj. Nr. 3458 FJARÐARSEL Endaraðhús á tveimur hæðum ásamt sérbyggðum bílskúr. Rúmgóð- ar stofur, fallegar innréttingar og gólf. Verð 17,9 m. Áhv. 8,2 húsbr. og byg.sj. Nr. 3470 JÓNSGEISLI - PARHÚS á tveim hæðum, steypt einingahús m. einangraða útveggi. Til afhendingar strax, fullfrágengið að utan, gott fyrirkomulag, útsýni, innbygg. bílskúr. Nr. 3453-3454 DALSEL Gott endaraðhús á þremur hæðum með innréttaðri 2ja herbergja íbúð á jarðhæð og merktu sérstæði í sameigin- legri bílageymslu. Stærð 211 fm. Verð 19,8 millj. Nr. 3468 EINBÝLI BOLLAGARÐAR/Seltjn. Nýlegt vandað einbýlish. Hæð og ris m. innb. bíl- skúr, ca 220 fm. Sérlega gott fyrirkomulag, frábær staðsetning. Rúmgóðar stofur, ar- inn. Vönduð eign en án gólfefna á neðri hæð. Nr. 2355 ATVINNUHÚSNÆÐI LAUGAVEGUR Um er að ræða 377,9 fm jarðhæð auk 262,3 fm kjallara. Húsnæðið er nú nýtt fyrir útibú Íslandsbanka. Verð 59,0 millj. Nr. 1386 FAXAFEN Um er að ræða skrifstofu- húsnæði sem búið er að innrétta sem kennsluhúsnæði. Niðurtekin loft, vönduð gólfefni, allur frágangur er hreint afbragð. Stærð 1.668 fm. Nr. 3459 Auk fjölda annarra eigna á skrá. Hafið samband við sölumenn vegna frekari uppl. Skrifstofan opin í dag frá kl. 12-14 NÝJAR/NÝLEGAR EIGNIR Á SKRÁ HJÁ OKKUR Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 HLYNSALIR 5-7 GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR Í LYFTUHÚSI 2 FULLBÚNAR ÍBÚÐIR TIL SÝNIS Sérlega vel staðsett fjögurra hæða, 24 íbúða lyftuhús, þar sem allar íbúðir eru 3ja og 4ra herbergja. Íbúðirnar hafa sérinngang af svala- gangi, auk þess sem stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum. Val er um eik eða mahóní-viðar- spón í innréttingar. Húsið stendur ofarlega í Salahverfinu og er því á hæsta byggða svæði í Kópavogi. Glæsilegt óhindrað útsýni er úr öll- um íbúðum, útsýnið er frá suðri til norð-aust- urs. Svalir íbúðanna snúa til suðurs. SL. FÖSTUDAGUR, 21. mars, var alþjóðlegur baráttudagur Sam- einuðu þjóðanna gegn rasisma. Að því tilefni stendur nú yfir viðamikil dagskrá í Alþjóðahúsinu við Hverf- isgötu í Reykjavík og vil ég hvetja sem flesta til að líta við og kynna sér það góða starf sem þar er unn- ið. Það er einlæg von mín að kyn- þáttafordómum verði sem allra fyrst útrýmt úr okkar samfélagi því slíkir fordómar eru eyðileggjandi og þar með hættulegir fyrir sam- félagið allt, ekki bara fyrir þá sem fordómarnir beinast gegn heldur ekki síður þeim sem þá hafa. Til að fordómum verði útrýmt þurfum við fyrst að líta í eigin barm og við- urkenna að öll berum við þar ákveðna fordóma, meðvitaða eða ómeðvitaða, hvort sem við viljum það eður ei. Við þurfum að vera hreinskilin við okkur sjálf og gera okkur grein fyrir því hvaðan þessir kynþáttafordómar koma, af hvaða meiði þeir eru sprottnir. Í mínum huga er alveg ljóst að fordómar, hvaða nafni sem þeir nefnast og ekki síst kynþáttafordómar eru fyrst og fremst hræðsla við hið óþekkta. Þeir eru runnir af sama meiði og hræðsla við breytingar, ótti við umbætur og andstaða við framþróun. Eins og dæmin sanna leiða fordómar ekki einungis til átaka milli einstaklinga heldur geta þeir einnig stuðlað að átökum milli þjóða og heimshluta. Ég er sannfærður um að öfl- ugustu tæki okkar í baráttunni gegn kynþáttafordómum séu þekk- ing, fræðsla og upplýsing almenn- ings í okkar þjóðfélagi. Við þurfum að kynnast hvort öðru betur, læra að skilja og bera gagnkvæma virð- ingu fyrir ólíkum bakgrunni hvers annars og ólíkum menningarheimi. Við þekkjum mörg dæmi úr sögu lands og þjóðar um þá fjölmörgu já- kvæðu strauma og áhrif sem inn- flytjendur og erlendir gestir hafa flutt til landsins, áhrif og þekkingu á sviði lista og menningar, viðskipta og íþrótta svo einhver dæmi séu nefnd. Í uppbyggingu íslensks sam- félags á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á alþjóða- væðingu. Í því sambandi þarf hvoru tveggja að fylgjast að, það að sækja þekkingu og að deila henni með öðrum. Það annars vegar að fara utan og hins vegar að fá hingað til lands nýtt fólk til lengri eða skemmri dvalar. Borgaryfirvöld í Reykjavík líta svo á að það séu mikil auðæfi falin í þekkingu og reynslu fólks frá öðr- um menningarsvæðum. Við fögnum aukinni fjölbreytni borgarlífsins og viljum leggja okkar af mörkum til þess að allir borgarbúar njóti henn- ar sem best. Í þeim tilgangi hefur Reykjavíkurborg mótað sér stefnu um fjölmenningarsamfélagið sem hefur það að leiðarljósi að reykvískt samfélag fái notið fjölbreytni í mannlífi og menningu þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagn- kvæm virðing einkenni samskipti fólks af ólíkum uppruna. Málið er ofarlega á dagskrá borgaryfirvalda og hefur verið unn- ið markvisst að því að skipuleggja þjónustu fyrir innflytjendur und- anfarin ár og auðvelda þeim með ýmsum hætti aðlögun að íslensku samfélagi. Aðild Reykjavíkurborgar að stofnun Alþjóðahússins var stórt skref í því starfi. Það er mikilvægt að við sem stýrum borginni tökum skýra af- stöðu gegn kynþáttafordómum og ákveðum hvernig við ætlum að stuðla að því að borgarbúar geti sem best nýtt sér allt það sem fjöl- menningarsamfélagið hefur upp á að bjóða. Enn mikilvægara er þó að hver og einn einstaklingur geri upp sinn hug í því efni. Á þeim stutta tíma sem ég hef verið í starfi borgarstjóra hef ég hitt sendiherra nokkurra þeirra ríkja sem innflytjendur hér á landi koma frá. Á fundum okkar hef ég sett fram þá ósk að þeir láti mig persónulega vita ef þeim finnist að þegnar þeirra hafi orðið fyrir for- dómum eða á þeim brotið innan borgarinnar, því það mun ég aldrei líða. Ég tel að hver einasti íslensk- ur þegn verði að axla ábyrgð og taka persónulega afstöðu gegn kyn- þáttafordómum. Að þeir láti sig þá varða og láti aldrei líðast að fólk verði fyrir mismunun hér á landi vegna uppruna, hörundslitar, eða menningar. Við líðum ekki fordóma Eftir Þórólf Árnason „Ég tel að hver einasti íslenskur þegn verði að axla ábyrgð og taka per- sónulega afstöðu gegn kynþáttafordómum.“ Höfundur er borgarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.