Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ erum allslaus. Allt sem við áttum eyðilagðist sökum elds, reyks og sóts,“ segir Friðveig Elísabet Rósadóttir, tveggja barna móðir úr Vesturbæ Reykjavíkur, en eldur kviknaði á heimili hennar og barnsföður í byrjun mánaðar- ins með þeim afleiðingum að þau standa nú uppi slipp og snauð; allt innbúið, s.s. rúm, sængur, föt, ís- skápur og myndir, er ónýtt. Þau voru ekki með neina tryggingu. Friðveig, barnsfaðir hennar og tveir synir; 11 ára og 21 árs, en sá eldri er fatlaður, eiga ekkert nema fötin sem þau eru í. Íbúðina leigði hún af Félagsbústöðum, en hún býr ásamt börnum sínum í einu herbergi á gistiheimili í Reykjavík á meðan verið er að leita að nýrri íbúð. Barnsfaðir hennar er hjartasjúklingur en hann fékk hjartaáfall nokkrum dögum fyrir brunann. Hann býr nú á gistiheimili Rauða krossins fyrir veikt fólk, en hann hefur á síðustu dögum gengist undir tvær hjartaaðgerðir. Friðveig er 75% öryrki og segist því ekki hafa mikið handa á milli. Það sé því erfitt að borga leiguna á gistiheimilinu jafnvel þótt hún sé bara einu herbergi. „Félags- þjónustan í Reykjavík hefur greitt helminginn af leigunni en það dugar samt ekki,“ segir hún. Friðveig segir að hún og börnin hafi verið heima, þegar eldur kom upp í sjónvarpinu. Auk þess hafi frændi hennar verið í heimsókn. „Þetta var um kvöldmatarleytið. Skyndilega kom blossi og svo sprenging.“ Hún segir að áður en hún vissi af hafi eldurinn læst sig í allt sem fyrir varð og reykur fyllt íbúðina. „Við hlupum bara út,“ segir hún, „og frændi minn hringdi í slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins.“ Friðveig segist hafa fengið áfall, þegar þetta gerðist. Ekki hafi svo ástandið batnað þegar hún kom í íbúðina daginn eftir og sá alla eyðilegginguna. Íbúðin hafi öll verið svört af sóti og reyk og ekkert heillegt eftir, „ekki einu sinni myndirnar á veggjunum“. Eins og staðan sé í dag sé íbúðin rétt fokheld. Af þeim sökum flutti hún og börnin á gistiheimili, þar sem þau hafa dvalið síðustu vik- urnar eins og áður sagði. Greiðir af því sem ekki er til Friðveig segir að það fyrsta sem hún hafi keypt eftir brunann hafi verið nærföt og sokkar handa sér og börnunum, annað geti hún ekki leyft sér að kaupa. „Þá þarf ég að borga af húsgögnum sem ég keypti hjá Rúmfatalagernum en þau húsgögn eru nú öll ónýt, þannig að ég er að borga af því sem ekki er lengur til.“ Friðveig segir erfitt að fá hjálp; hún hafi í raun „alls staðar komið að lokuðum dyrum“ eins og hún orðar það. Hún kveðst þó hafa fengið 20.000 kr. styrk frá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík til að kaupa föt eftir brunann og að ver- ið sé að leita að nýrri íbúð handa henni hjá Félagsbústöðum. Það geti þó tekið nokkurn tíma og dýrt sé að búa á gistiheimili þang- að til. Vinir Friðveigar hafa vegna þessa hafið söfnun til styrktar Friðveigu svo hún geti komið sér upp heimili að nýju. Reiknings- númer söfnunarinnar er: 0323 – 13 – 168880. Kennitalan á reikn- ingnum er: 150358-6719. Misstu allt sitt er eldur kom upp í sjónvarpi Friðveig Elísabet Rósadóttir „Við eigum bara fötin sem við stöndum í“ STEFNT er að því að hefja á næsta ári borun á 4–5 km djúpum rann- sóknarborholum á háhitasvæðum landsins. Markmiðið er að finna yfir- krítískan jarðhitavökva djúpt í rót- um háhitasvæðanna, rannsaka hann og kanna nýtingarmöguleika hans. Þetta kom fram í erindi sem Guð- mundur Ómar Friðleifsson jarð- fræðingur flutti á ársfundi Orku- stofnunar. Vitað er að yfirkrítískan jarðhita er að finna á háhitasvæðum landsins en ekki er vitað hvort hann er í vinn- anlegu magni. Hreint vatn sýður við 100°C við yfirborð jarðar en með auknu dýpi og þar með auknum þrýstingi sýður það við stöðugt hærra hitastig þar til komið er að krítískum mörkum við tæplega 375°C og rúmlega 222 bara þrýsting. Við hærra hitastig og þrýsting er vatnið í einum fasa, einskonar gas- fasa, og hvorki sýður né þéttist við hita- eða þrýstingsbreytingar ofan krítísku markanna. Neðan krítískra marka skilst vatn hins vegar í tvo fasa við suðu, þ.e. vatn og gufu. Ljóst er að orkuinnihald vökva í þessu ástandi er firnahátt, en óljóst er hvort tekst að nýta það með hag- kvæmum hætti. Til að átta sig á því hvert orkuinnihaldið er hefur verið nefnt að því megi helst jafna við orku í jafnþyngd af dýnamíti. Grundvall- arspurningin er hvort vinna megi margfalt meiri orku úr háhitasvæð- um en unnt er með hefðbundinni tækni. Með djúpvinnslu má væntan- lega auka líftíma jarðhitakerfanna, draga úr umhverfisáhrifum, auka nýtni vinnslunnar umtalsvert og jafnvel vinna verðmæt steinefni og málma úr djúpvökvanum. Áhersla verður lögð á heildstæða vinnslu auðlindanna sem þýðir að fléttað verður saman framleiðslu á raforku, framleiðslu á varmaorku fyrir iðnað, lífrænni og ólífrænni efnavinnslu og skipulagðri fræðslu og ferða- mennsku. Áhugavert alþjóðlegt verkefni Guðmundur Ómar segir að verk- efnið sé ekki einvörðungu áhugavert fyrir Ísland, heldur einnig í alþjóð- legu tilliti þar sem líklega megi yf- irfæra reynsluna héðan á háhita- svæði vítt og breitt um heiminn bæði á landi og á hafsbotni. Talið hefur verið að Ísland henti vel til slíkra rannsókna þar sem landið er staðsett á miðju rekbelti jarðskorpuplatna á úthafshrygg. Hér er bæði hægt að skoða háhita- kerfi sem flytja varmaorku til yfir- borðs með missöltu sjávarættuðu vatni eins og á Reykjanesi og með tiltölulega fersku úrkomuvatni eins og á Hengilssvæðinu og á Kröflu- svæðinu. Til þessa hafa Hitaveita Suður- nesja hf., Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur staðið að þessu verk- efni með ráðgjöf frá Rannsóknasviði Orkustofnunar. Leitað hefur verið eftir alþjóðlegu samstarfi um rann- sóknir aðrar en nýtingarrannsóknir og hefur miðað vel í þeim efnum. Ef áætlanir um verkefnið ganga eftir má búast við að ýmsum undirbún- ingi, svo sem hagkvæmniathugunum og umhverfismati, verði lokið á næstu tveimur árum þannig að bor- anir geti hafist árið 2004. Stefnt að því að hefja djúpborun á næsta ári UMSÓKNIR sem bárust Nýsköp- unarsjóði námsmanna í ár voru alls 352 talsins og hafa þær aldrei verið fleiri. Að mati framkvæmdastjóra sjóðsins hefur óöruggt atvinnu- ástand haft áhrif á fjölda umsókna. Tvö sveitarfélög, Reykjavík og Garðabær, hafa aukið framlög sín til sjóðsins í ár, en vonast er til að fleiri feti í fótspor þeirra. Enn er ekki ljóst hve miklu verð- ur úthlutað úr sjóðnum í ár þar sem öll fjárframlög eru ekki komin inn en á síðasta ári var úthlutað 34 millj- ónum. Umsóknarfresturinn rann út 10. mars en úthlutað verður úr sjóðnum um miðjan apríl. „Þetta er metár hjá sjóðnum, um- sóknirnar eru 83 fleiri en í fyrra,“ segir Hanna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunar- sjóðs námsmanna. „Ég held að þessi fjölgun sé til marks um atvinnu- ástandið og þær líkur sem náms- menn telja á að þeir fái vinnu á al- mennum vinnumarkaði. Þeir sjá það sem góðan kost að geta unnið að rannsóknarverkefnum. Sífellt fleiri sjá þetta sem góðan möguleika og einnig hafa fyrirtæki og stofnanir tekið við sér og sjá að þarna er möguleiki á að fá unnin góð verk- efni.“ Hanna María lýsti því yfir í Morg- unblaðinu á dögunum að sjóðurinn væri mjög atvinnuskapandi, þar fengist í raun gott vinnuframlag fyr- ir tiltölulega lágar upphæðir við verkefni sem skila mikilli þekkingu til samfélagsins. „Við höfum fengið góð viðbrögð frá sveitarfélögunum síðan síðast og Reykjavíkurborg og Garðabær hafa aukið framlög sín. Við vonum að enn fleiri sveitarfélög muni fylgja í kjölfarið.“ 352 umsóknir í Nýsköpunarsjóð námsmanna Aldrei hafa fleiri sótt um BRYNJAR Örn Rúnarsson, 12 ára nemandi við Nesskóla í Neskaup- stað, sýndi mikil markmannstilþrif fyrir utan skólann er Morgunblaðs- menn voru þar á ferð í miklu blíð- viðri á dögunum. Fékk hann fast skot frá hinum átta ára gamla Páli Jónssyni upp undir vinkilinn vinstra megin. Morgunblaðið/RAX Markmannstilþrif í Neskaupstað BIRGIR Ísleifur Gunnarsson Seðla- bankastjóri segir að 8 milljarða lækkun á bindiskyldu bankanna, sem tók gildi í gær, ætti að geta verið tilefni vaxtalækkana í banka- kerfinu. Þetta kom fram á ársfundi Seðlabankans sem haldinn var í gær. Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbanka, segir að málið sé í skoð- un og að ákvörðun verði tekin í bankanum eftir helgi. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segir að vaxtamál séu til stöðugrar endurskoðunar innan bankans. „Ljóst er, að minnkandi bindiskylda eykur möguleika okkar til hagstæðari kjara,“ segir hann. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir þessa breytingu jafna starfsskilyrði ís- lenskra banka miðað við evrópska. Hann telur lækkun bindiskyldu eina og sér ekki gefa sjálfstætt tilefni til vaxtalækkana. „Þetta hefur jákvæð áhrif á starfsskilyrði bankanna og er eitt af mörgum atriðum sem tek- ið er tillit til við ákvörðun vaxta.“ Lækkun á bindi- skyldu hugsanlegt tilefni vaxtalækkana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.