Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR þeir sem lagt hafahönd á plóg við upp-færslu á Söngvaseið áÍsafirði eru sammálaum að þetta sé verkefni af þeirri stærðargráðu að áhuga- menn ættu ekki að valda því. „Við hefðum líklega aldrei gert þetta ef við hefðum séð fyrir hvað þetta yrði mikil vinna, “ segir Sigríður Ragn- ars skólastjóri Tónlistarskóla Ísa- fjarðar og einn aðalhvatamaðurinn að sýningunni. Alls eru þátttakend- ur vel ríflega 110 talsins, þar af 50 leikarar og söngvarar, 12 hljóð- færaleikarar og aðrir starfsmenn sýningarinnar eru liðlega 40. Þá eru ótaldir listrænir stjórnendur sem eru nær 10 talsins. Fjöldinn stafar að hluta til af því að tvísett er í hlutverk yngstu barnanna til þess að létta þeim álagið við æfingarnar og sýningarn- ar og einnig er tvísett að nokkru leyti í hljómsveitina. Vegna tvísetn- ingarinnar eru frumsýningarnar tvær um helgina, sú fyrri fór fram á föstudagskvöldið og sú seinni verð- ur í kvöld, sunnudag, svo allir fái jafnt tækifæri til að njóta uppsker- unnar af öllu erfiðinu sem er að baki. Þegar spurt er hvers vegna þetta verkefni hafi orðið fyrir valinu er svar leikstjórans Þórhildar senni- lega næst sannleikanum. „Hér var bara ákveðið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur og mér sýnist að allir ætli bara að komast yfir með nokkrum sóma.“ Löggilt kraftaverk Það getur varla talist annað en lítið en löggilt kraftaverk í hvert sinn sem margar hendur leggjast á eitt í sameinuðum áhuga af slíku afli að Grettistökin bifast hvert af öðru. Og ef sýningin sjálf er ekki kraftaverk fyrir einhverja van- trúaða þá má bæta því við að til að koma sýningunni fyrir með góðu móti fyrir leikendur og áhorfendur þá var ónotuð rækjuverksmiðja tekin til handargagns og innréttuð sem leikhús svona í leiðinni. Hvern- ig er þetta hægt? „Þetta er svo rosalega gaman,“ sögðu allir sem blaðamaður ræddi við. Það hlýtur eiginlega að vera því hvers vegna ætti fólk að fórna öll- um frítíma sínum í þrjá eða fjóra mánuði nema af því að þetta sé svo óskaplega gaman. Hvað er það ná- kvæmlega sem er svona gaman? Að vinna saman í stórum hópi fólks á öllum aldri, sameinast í sköpun, leik og söng, ásamt því að fjöldi manns fær útrás fyrir félags- og athafna- þörf sína að tjaldabaki við smíðar, ljós, búninga, leikmynd og hvaðeina án þess að sjást nokkurn tíma utan úr sal. Kynslóðabilið hverfur og börn og unglingar kynnast full- orðnu fólki í öðru samhengi en hin- um hefðbundnu hlutverkum uppal- enda, kennara, starfsfólks og stjórnenda í samfélaginu. Allt í einu kenur í ljós að þessi eða hinn er allt annar maður (eða kona) þegar hann er laus af klafa hlutverksins sem hann leikur í daglega lífinu. Skemmtilegt tækifæri fyrir atvinnu- og áhugafólkið okkar Sigríður Ragnarsdóttir skóla- stjóri Tónlistarskólans á Ísafirði er ásamt Guðrúnu Jónsdóttur sópran- söngkonu upphafsmaður að því að Söngvaseiður varð samstarfsverk- efni skólans og Litla leikklúbbsins á Ísafirði. „Okkur þótti þetta tilvalið verkefni fyrir nemendur skólans að takast á við. Þarna bjóðast bæði tækifæri fyrir söngnemendur okkar og hljóðfæraleikara,“ segir Sigríð- ur. „Hugmyndin er auðvitað ekki gripin algjörlega úr lausu lofti og markmiðið með þessari sýningu er margþætt. Í fyrsta lagi að gefa nemendum okkar tækifæri til að þjálfast í tónlistarflutningi af þessu tagi. Þá vildum við líka gefa at- vinnumönnunum okkar, söngkon- unum Guðrúnu Jónsdóttur og Ing- unni Ósk Sturludóttur, tækifæri til að stunda list sína en þær sinna fyrst og fremst kennslu. Tónlistar- stjóri sýningarinnar, Beáta Joós, er jafnframt kórstjóri og kennari við skólann. Hún hefur lagt gríðarlega mikla vinnu í þetta. Með því að ráða atvinnuleikstjórann Þórhildi Þor- leifsdóttur og Messíönu Tómasdótt- ur leikmyndahönnuð þá fær fólkið okkar einnig tækifæri til að vinna á öðrum forsendum en það gerir alla jafna.“ Þórhildur segir að hún hafi ekki haft neinar fyrirfram gefnar hug- myndir um Söngvaseið. „Ég er lík- lega ein fárra núlifandi Íslendinga sem ekki hafa séð þessa frægu kvikmynd með Julie Andrews í að- alhlutverki en það er ljóst að þetta er kunnáttusamlega samið verk. Rodgers og Hammerstein vissu hvað þeir voru að gera og vinsældir og sýningarsaga verksins taka af allan vafa um hvort það sé sýning- arhæft.“ Þórhildur segist sannarlega gera strangar kröfur til allra sem vinna við sýninguna, bæði flytjenda og annarra starfsmanna, og stundum hafi hrikt í stoðum. „Bæði í sam- starfi og húsinu sjálfu. Það fylgir bara svona krefjandi vinnu en ég verð að segja hversu ánægjulega það hefur komið mér á óvart hvað allir hafa lagt sig gríðarlega vel fram og þá sérstaklega börnin. Þau eru einbeitt og vel öguð og hefur varla þurft að gera meira en að sussa á þau endrum og sinnum. Í atvinnuleikhúsunum í Reykjavík er yfirleitt ráðið fólk sérstaklega til að hafa ofan af fyrir börnum sem taka þátt í leiksýningum. Hér sjá börnin um að hafa ofan fyrir sér sjálf þegj- andi og hljóðalaust.“ Sigríður grípur þetta á lofti og segir þetta vafalaust afrakstur þess mikla uppbyggingarstarfs sem unn- ið hafi verið í málum barna og ung- linga í Ísafjarðarbæ. „Hér hefur þróast mjög skemmtilegt og já- kvætt félags- og tómstundastarf meðal barna og unglinga á undan- förnum árum, þar sem leiklist og tónlist skipa stóran sess. Við erum mjög stolt af unglingunum okkar.“ Hún leggur jafnframt áherslu á að sönglíf í Ísafjarðarbæ sé í mikl- um blóma og það hafi verið ein for- sendan fyrir því að þau hafi séð möguleika á að ráðast í þetta. „Hér eru mjög góðir kórar og Beáta hef- ur stjórnað uppfærslum á Messíasi Händels og Sálumessu Mozarts á undanförnum árum og við vissum því að hér væri fólk sem gæti gert þetta. Beáta setti saman nunnukór- inn sem er skipaður 25 kvenrödd- um.“ Útilokað án þátttöku skólans Fyrir nokkrum árum setti Tón- listarskólinn upp söngleikinn Ólíver og Sigríður rifjar upp að á árum áð- ur hafi óperettur verið settar upp á Ísafirði. „Þetta er því ekkert eins- dæmi sem við erum að fara út í en vissulega er þetta stærra í sniðum, en það réð miklu um valið að tvö stærstu hlutverkin smellpassa fyrir þær Guðrúnu og Ingunni Ósk.“ Sigríður segir alveg ljóst að þetta væri ekki framkvæmanlegt nema með frumkvæði skólans. „Æfingar á tónlistinni, bæði einstaklingsæf- ingar og hljómsveitaræfingar, hafa verið hluti af námi nemendanna frá því í desember. Ég held að það væri útilokað að hugsa sér að nemend- urnir gerðu þetta bara á eigin veg- um utan skólans.“ Að lokum segir Sigríður að þegar svo margir leggi hönd á plóginn þá eigi nánast allir í bæjarfélaginu ein- hvern eða einhverja sem taki þátt í verkefninu. „Maður verður alls staðar var við svo mikinn áhuga og velvilja. Það fylgjast allir vel með, enda eru þetta börnin þeirra, vinir eða ættingjar sem eru í sýning- unni.“ Stærra í sniðum en okkur grunaði Um helgina frumsýna Tónlistarskólinn og Litli leikklúbburinn á Ísafirði söngleikinn Söngvaseið í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Verkefnið er risavaxið og hefur undirbúningur staðið frá því fyrir jól. Vel yfir 100 manns taka þátt í flutn- ingnum, bæði börn og fullorðnir, í leik, söng og hljóðfæraleik auk starfsmanna að tjaldabaki. Hávar Sigurjónsson brá sér til Ísafjarðar í liðinni viku og fylgdist með undirbúningi og ræddi við þátttakendur. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Trapp greifi (Guðmundur Óskar Reynisson) ásamt barnahópnum sínum. Eitt af mörgum glæsilegum hópatriðum í sýningunni. Systurnar sem koma hvað mest við sögu. Frá vinstri: Ragnheiður Halldórsdótt- ir, Sandra Björg Gunnarsdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir og Freyja Ólafsdóttir. „Stolt af unga fólkinu okkar,“ segir Sigríður Ragnars. havar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.