Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 37 FASTEIGNAMARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Sími 588 9090 • Fax 588 9095 • Síðumúla 21 Söluaðilar: Eignamiðlunin ehf., Síðumúla 21 og Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu 4 Suðurhlíð 38 – Sjávarútsýni – Frábær staðsetning Glæsilegar íbúðir í vönduðu fjölbýlishúsi á þessum fallega útsýnisstað við Fossvoginn. Stórar suður-og vestursvalir og sérlóðir. Íbúðirnar afhendast fullbúnar með vönduðum innréttingum og tækjum, en án gólfefna, utan gólf í baðherbergi og þvottaher- bergi verða flísalögð. Vandaðar eldhúsinnréttingar og hægt að velja um nokkrar viðarteg- undir. Hægt er að velja granítborðplötur af nokkrum gerðum frá S og flísar eru á milli efri og neðri skápa. Gert er ráð fyrir arni í nær öllum íbúðum og tengt er fyrir heitum potti á svölum þriðju og fjórðu hæðar og einnig í garði fyrstu hæðar. Innfelld lýsing er að hluta í íbúðum. Sérinngangur í allar íbúðir af svölum. 1-2 stæði í bíla- geymslu fylgja hverri íbúð. Afh.er í júní/júlí nk. Húsið er steinsallað að utan og klætt með áli. Lýsing í sameign verður fullfrágengin með hreyfiskynjurum. Lyftur eru fjórar og verða fullfrágengnar og póstkassar settir upp í anddyri ásamt mynddyra- símum. Öryggismyndavél verður í bílageymslu og við alla aðalinn- ganga. Gert er ráð fyrir að allar íbúðir geti tengst öryggiskerfi. Lóð verður fullfrágengin við afhendingu, þ.m.t. púttvöllur og tennisvöllur. STÆRÐIR ÍBÚÐA OG VERÐLISTI: 1. hæð: Íbúð nr. 101, stærð 103,3 fm, verönd. Verð 23.900.000.- Íbúð nr. 102 - SELD Íbúð nr. 103, stærð 101,0 fm, verönd. Verð 22.100.000.- Íbúð nr. 104, stærð 102,4 fm, verönd. Verð 22.380.000.- Íbúð nr. 105, stærð 102,2 fm, verönd. Verð 22.420.000.- Íbúð nr. 106, stærð 101,0 fm, verönd. Verð 22.000.000.- Íbúð nr. 107, stærð 102,4 fm, verönd. Verð 22.400.000.- Íbúð nr. 108, stærð 102,5 fm, verönd. Verð 22.560.000.- Íbúð nr. 109, stærð 101,7 fm, verönd. Verð 22.600.000.- Íbúð nr. 110, stærð 102,9 fm, verönd. Verð 22.400.000.- Íbúð nr. 111, stærð 103,2 fm, verönd. Verð 22.400.000.- Íbúð nr. 112, stærð 102,4 fm, verönd. Verð 22.400.000.- Íbúð nr. 113, stærð 100,8 fm, verönd. Verð 22.500.000.- Íbúð nr. 114, stærð 102,3 fm, verönd. Verð 22.900.000.- Íbúð nr. 115, stærð 104,8 fm, verönd. Verð 24.500.000.- 2. hæð. Íbúð nr. 201 - SELD Íbúð nr. 202, stærð 88,3 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.- Íbúð nr. 203, stærð 87,9 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.- Íbúð nr. 204 - SELD Íbúð nr. 205, stærð 99,2 fm, svalir 13,8 fm. Verð 22.900.000.- Íbúð nr. 206, stærð 87,9 fm, svalir 13,8 fm. Verð 19.500.000.- Íbúð nr. 207, stærð 98,9 fm, svalir 13,8 fm. Verð 22.300.000.- Íbúð nr. 208, stærð 98,7 fm, svalir 13,8 fm. Verð 22.300.000.- Íbúð nr. 209, stærð 88,1 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.- Íbúð nr. 210, stærð 99,8 fm, svalir 8,6 fm. Verð 21.900.000.- Íbúð nr. 211, stærð 99,9 fm, svalir 8,6 fm. Verð 21.900.000.- Íbúð nr. 212, stærð 88,3 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.- Íbúð nr. 213, stærð 88,3 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.- Íbúð nr. 214, stærð 88,1 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.- Íbúð nr. 215, SELD 3. hæð: Íbúð nr. 301 - SELD Íbúð nr. 302 - SELD Íbúð nr. 303 - SELD Íbúð nr. 304 - SELD Íbúð nr. 305 - SELD Íbúð nr. 306 - SELD Íbúð nr. 307, stærð 126,3 fm, svalir 87,8 fm. Verð 33.900.000.- Íbúð nr. 308, stærð 126,3 fm, svalir 87,8 fm. Verð 33.900.000.- Íbúð nr. 309 - SELD Íbúð nr. 310, stærð 135,5 fm, svalir 130,6 fm. Verð 35.800.000.- 4. hæð Íbúð nr. 401 - SELD Íbúð nr. 402, stærð 138,0 fm, svalir 66,4 fm. Verð 36.000.000.- Íbúð nr. 403, stærð 83,7 fm, svalir 33,2 fm. Verð 22.600.000.- Íbúð nr. 404, stærð 138,7 fm, svalir 113,9 fm. Verð 38.600.000.- Íbúð nr. 405, stærð 113,5 fm, svalir 96,1 fm. Verð 32.000.000.- Íbúð nr. 406 - SELD Jón Guðmundsson, löggiltur fasteignasali Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Guðmundur Valtýsson Sími 865 3022 gudmundur@remax.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fast.sali Byggingarár: 1984 Íbúð: 45,8 fm Bílskúr: 31,4 fm Geymsla: 8 fm Afhending: Við kaupsamning Verð: 9,1 millj. Opið hús: Í dag milli kl. 14 og 16. Góð 2ja herbergja, 45,8 fm íbúð með glæsilegu útsýni auk 31,4 fm bílskýlis og stórri geymslu í vesturbæ Reykja- víkur. Glerskáli út frá eldhúsi sem er ekki í fasteignamati. Sameiginleg hjóla og vagnageymsla á jarðhæð. Sameigin- legt þvottaherbergi á hæð. Tvennar svalir með útsýni út á Faxaflóa. Frekari upplýsingar: gudmundur@remax.is OPIÐ HÚS - Hringbraut 119 - íbúð 415 OPIÐ HÚS - Háaleitisbraut 14 - Reykjavík Páll Guðjónsson Gsm 896- 0565 pallg@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali SUÐURLANDSBRAUT Heimilisfang: Háaleitisbraut 14, jarðh. Stærð eignar: 75 fm. Brunabótamat: 7,7 millj. Byggingarefni: Steypa. Verð: 9,9 millj. Páll, sölufulltrúi RE/MAX, tekur á móti gestum milli kl. 15-17. Um er að ræða góða 3 herbergja 75 fm íbúð á jarðhæð (lítið niðurgrafinn kjall- ari). Íbúð: Komið er inn í hol með flísum. Á gangi eru góðir skápar. Parket á stofu. Barnaherbergi með skáp og parketi. Svefnherbergi með góðum skáp og park- eti. Eldhúsið er með málaðri innréttingu, flísum milli skápa og dúk á gólfi. Bað- herbergi með flísum á gólfi og innrétt- ingu kringum vask. Baðkar er með sturtu og er flísalagt kringum baðkar. Í sameign er þvottahús. Geymsla er undir tröppum. Nánari upplýsingar. veitir Páll Guðjóns- son hjá Re/Max, Suðurlandsbraut 12, í síma 520 9307 eða 896 0565. LEIKFÉLAG Akureyrar er eitt elsta leikfélag landsins, stofnað árið 1907. Það starfaði sem blómlegt áhugaleikhús í 66 ár, en í september árið 1973 var brotið blað í sögu þess þegar bæjaryfirvöld á Akureyri og ríkisvaldið ákváðu að auka fjárfram- lög sín til LA og gera félaginu kleift að ná þeim langþráða áfanga að starfa sem atvinnuleikhús. Þá voru átta leikarar ráðnir í hálft starf við leikhúsið og Ísland hafði eignast sitt þriðja atvinnuleikhús við hlið Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur. Það verður ekki annað sagt en að yfirvöld hafi verið djörf og framsýn á þeim tíma og aðdáunar- vert hefur verið að fylgjast með þró- un menningar og lista á Akureyri. Hver fagnar ekki metnaðarfullu starfi Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands, nýstárlegum sýningum Lista- safnsins á Akureyri og fjölskrúðugri starfsemi í Listagilinu. Hvernig er annað hægt en gleðjast yfir fram- sæknum sýningum Leikfélags Akur- eyrar (nú síðast verðlaunasýning- unni á Hamlet), uppbyggingu Háskólans á Akureyri og allri þeirri stórhuga þróun á sviði menningar og menntamála sem gera bæinn að rétt- nefndum höfuðstað Norðurlands. Til þess að eignast leikhúsfólk á heimsmælikvarða þurfum við starf- andi atvinnuleikhús, þar sem leikar- inn fær tækifæri til að þjálfa sig og þroska, þannig að hann geti tekist á við ný og flókin viðfangsefni. LA hef- ur verið kærkominn starfsvettvang- ur þess leikhúsfólks sem hefur sest að á Akureyri, en ekki síður verið mikilvægt ungum leikurum sem þangað hafa leitað til að fá tækifæri til að starfa með reyndu leikhúsfólki og leggja sitt af mörkum í sköpunar- starfinu. Sjálf bjó ég á Akureyri veturinn 1985 og starfaði með LA að söngleik um franska spörfuglinn Edith Piaf og gekk sýningin 58 sinnum fyrir fullu húsi á Akureyri og í Reykjavík. Það var mjög gott að vera á Akur- eyri, en það vantaði þó þann skemmtilega borgarbrag sem nú prýðir bæinn með lifandi miðbæ, myndlistargalleríum, úrvals veit- ingastöðum og notalegum kaffihús- um. Það voru því alvarleg tíðindi sem bárust í lok febrúar þegar fréttir hermdu að leikhúsráð LA hefði vegna fjárhagserfiðleika þurft að segja upp öllum starfsmönnum leik- hússins að meðtöldum leikhússtjór- anum. Það eru sannarlega slæm tíð- indi fyrir leiklist í landinu þegar þróttmikið leikhús stendur frammi fyrir svo miklum fjárhagsvandræð- um að það neyðist nánast til að hætta rekstri. Mega landsmenn við því að missa svo margt hæfileikaríkt leikhúsfólk frá Akureyri og jafnvel úr listgreininni? Starfandi leikarar á Íslandi eru aðeins um hundrað manns og það er því mikil blóðtaka ef leikhús hættir störfum og at- vinnutækifærum fækkar. LA hefur bæði verið bæjarlífinu á Akureyri og menningarlífi í landinu mikilvægt, það hefur haft burði til að móta eftirsóknarverðar leiksýningar og dregið til sín bæði heimamenn og aðkomufólk. Atvinnuleikhús á Akur- eyri er ómissandi hluti af menning- arlegu sjálfstæði bæjarins, rétt eins og menntaskólinn, háskólinn, tón- listarskólinn, listasöfn og önnur menningarstarfsemi. Einstaka gestasýningar að sunnan koma aldr- ei í þess stað þótt vissulega geti verið krydd í tilveruna að fá góða gesti í heimsókn. Næstkomandi september mun LA eiga 30 ára afmæli sem atvinnuleik- hús og þá hljóta allir unnendur leik- listar að vonast eftir því að ríkisvald- ið og bæjaryfirvöld á Akureyri verði búin að tryggja okkur áframhald- andi leikhússtarfsemi á Akureyri og um næstu áramót muni endurbyggt Samkomuhúsið draga heimamenn og aðra gesti að spennandi leiklist LA og um leið annarri nýsköpun í menningarlífi Akureyrar. Hver verður framtíð LA? Eftir Eddu Þórarinsdóttur „Atvinnu- leikhús á Akureyri er ómissandi hluti af menningarlegu sjálf- stæði bæjarins.“ Höfundur er leikkona og formaður Félags íslenskra leikara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.