Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 37
FASTEIGNAMARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
Sími 588 9090 • Fax 588 9095 • Síðumúla 21
Söluaðilar: Eignamiðlunin ehf., Síðumúla 21 og Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu 4
Suðurhlíð 38 – Sjávarútsýni – Frábær staðsetning
Glæsilegar íbúðir í vönduðu fjölbýlishúsi
á þessum fallega útsýnisstað við Fossvoginn.
Stórar suður-og vestursvalir og sérlóðir.
Íbúðirnar afhendast fullbúnar með vönduðum innréttingum og
tækjum, en án gólfefna, utan gólf í baðherbergi og þvottaher-
bergi verða flísalögð.
Vandaðar eldhúsinnréttingar og hægt að velja um nokkrar viðarteg-
undir. Hægt er að velja granítborðplötur af nokkrum gerðum frá S
og flísar eru á milli efri og neðri skápa. Gert er ráð fyrir arni í nær
öllum íbúðum og tengt er fyrir heitum potti á svölum þriðju og fjórðu
hæðar og einnig í garði fyrstu hæðar. Innfelld lýsing er að hluta í
íbúðum. Sérinngangur í allar íbúðir af svölum. 1-2 stæði í bíla-
geymslu fylgja hverri íbúð. Afh.er í júní/júlí nk.
Húsið er steinsallað að utan og klætt með áli. Lýsing í sameign
verður fullfrágengin með hreyfiskynjurum. Lyftur eru fjórar og verða
fullfrágengnar og póstkassar settir upp í anddyri ásamt mynddyra-
símum. Öryggismyndavél verður í bílageymslu og við alla aðalinn-
ganga. Gert er ráð fyrir að allar íbúðir geti tengst öryggiskerfi. Lóð
verður fullfrágengin við afhendingu, þ.m.t. púttvöllur og tennisvöllur.
STÆRÐIR ÍBÚÐA OG VERÐLISTI:
1. hæð:
Íbúð nr. 101, stærð 103,3 fm, verönd. Verð 23.900.000.-
Íbúð nr. 102 - SELD
Íbúð nr. 103, stærð 101,0 fm, verönd. Verð 22.100.000.-
Íbúð nr. 104, stærð 102,4 fm, verönd. Verð 22.380.000.-
Íbúð nr. 105, stærð 102,2 fm, verönd. Verð 22.420.000.-
Íbúð nr. 106, stærð 101,0 fm, verönd. Verð 22.000.000.-
Íbúð nr. 107, stærð 102,4 fm, verönd. Verð 22.400.000.-
Íbúð nr. 108, stærð 102,5 fm, verönd. Verð 22.560.000.-
Íbúð nr. 109, stærð 101,7 fm, verönd. Verð 22.600.000.-
Íbúð nr. 110, stærð 102,9 fm, verönd. Verð 22.400.000.-
Íbúð nr. 111, stærð 103,2 fm, verönd. Verð 22.400.000.-
Íbúð nr. 112, stærð 102,4 fm, verönd. Verð 22.400.000.-
Íbúð nr. 113, stærð 100,8 fm, verönd. Verð 22.500.000.-
Íbúð nr. 114, stærð 102,3 fm, verönd. Verð 22.900.000.-
Íbúð nr. 115, stærð 104,8 fm, verönd. Verð 24.500.000.-
2. hæð.
Íbúð nr. 201 - SELD
Íbúð nr. 202, stærð 88,3 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.-
Íbúð nr. 203, stærð 87,9 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.-
Íbúð nr. 204 - SELD
Íbúð nr. 205, stærð 99,2 fm, svalir 13,8 fm. Verð 22.900.000.-
Íbúð nr. 206, stærð 87,9 fm, svalir 13,8 fm. Verð 19.500.000.-
Íbúð nr. 207, stærð 98,9 fm, svalir 13,8 fm. Verð 22.300.000.-
Íbúð nr. 208, stærð 98,7 fm, svalir 13,8 fm. Verð 22.300.000.-
Íbúð nr. 209, stærð 88,1 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.-
Íbúð nr. 210, stærð 99,8 fm, svalir 8,6 fm. Verð 21.900.000.-
Íbúð nr. 211, stærð 99,9 fm, svalir 8,6 fm. Verð 21.900.000.-
Íbúð nr. 212, stærð 88,3 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.-
Íbúð nr. 213, stærð 88,3 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.-
Íbúð nr. 214, stærð 88,1 fm, svalir 13,8 fm. Verð 21.000.000.-
Íbúð nr. 215, SELD
3. hæð:
Íbúð nr. 301 - SELD
Íbúð nr. 302 - SELD
Íbúð nr. 303 - SELD
Íbúð nr. 304 - SELD
Íbúð nr. 305 - SELD
Íbúð nr. 306 - SELD
Íbúð nr. 307, stærð 126,3 fm, svalir 87,8 fm. Verð 33.900.000.-
Íbúð nr. 308, stærð 126,3 fm, svalir 87,8 fm. Verð 33.900.000.-
Íbúð nr. 309 - SELD
Íbúð nr. 310, stærð 135,5 fm, svalir 130,6 fm. Verð 35.800.000.-
4. hæð
Íbúð nr. 401 - SELD
Íbúð nr. 402, stærð 138,0 fm, svalir 66,4 fm. Verð 36.000.000.-
Íbúð nr. 403, stærð 83,7 fm, svalir 33,2 fm. Verð 22.600.000.-
Íbúð nr. 404, stærð 138,7 fm, svalir 113,9 fm. Verð 38.600.000.-
Íbúð nr. 405, stærð 113,5 fm, svalir 96,1 fm. Verð 32.000.000.-
Íbúð nr. 406 - SELD
Jón Guðmundsson, löggiltur fasteignasali
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Guðmundur Valtýsson Sími 865 3022
gudmundur@remax.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fast.sali
Byggingarár: 1984
Íbúð: 45,8 fm
Bílskúr: 31,4 fm
Geymsla: 8 fm
Afhending: Við kaupsamning
Verð: 9,1 millj.
Opið hús: Í dag milli kl. 14 og 16.
Góð 2ja herbergja, 45,8 fm íbúð með
glæsilegu útsýni auk 31,4 fm bílskýlis
og stórri geymslu í vesturbæ Reykja-
víkur. Glerskáli út frá eldhúsi sem er
ekki í fasteignamati. Sameiginleg hjóla
og vagnageymsla á jarðhæð. Sameigin-
legt þvottaherbergi á hæð. Tvennar
svalir með útsýni út á Faxaflóa.
Frekari upplýsingar:
gudmundur@remax.is
OPIÐ HÚS - Hringbraut 119 - íbúð 415
OPIÐ HÚS - Háaleitisbraut 14 - Reykjavík
Páll Guðjónsson
Gsm 896- 0565
pallg@remax.is
Hrafnhildur Bridde
lögg. fasteignasali
SUÐURLANDSBRAUT
Heimilisfang: Háaleitisbraut 14, jarðh.
Stærð eignar: 75 fm.
Brunabótamat: 7,7 millj.
Byggingarefni: Steypa.
Verð: 9,9 millj.
Páll, sölufulltrúi RE/MAX, tekur á
móti gestum milli kl. 15-17.
Um er að ræða góða 3 herbergja 75 fm
íbúð á jarðhæð (lítið niðurgrafinn kjall-
ari). Íbúð: Komið er inn í hol með flísum.
Á gangi eru góðir skápar. Parket á stofu.
Barnaherbergi með skáp og parketi.
Svefnherbergi með góðum skáp og park-
eti. Eldhúsið er með málaðri innréttingu,
flísum milli skápa og dúk á gólfi. Bað-
herbergi með flísum á gólfi og innrétt-
ingu kringum vask. Baðkar er með sturtu
og er flísalagt kringum baðkar. Í sameign
er þvottahús. Geymsla er undir tröppum.
Nánari upplýsingar. veitir Páll Guðjóns-
son hjá Re/Max, Suðurlandsbraut 12, í
síma 520 9307 eða 896 0565.
LEIKFÉLAG Akureyrar er eitt
elsta leikfélag landsins, stofnað árið
1907. Það starfaði sem blómlegt
áhugaleikhús í 66 ár, en í september
árið 1973 var brotið blað í sögu þess
þegar bæjaryfirvöld á Akureyri og
ríkisvaldið ákváðu að auka fjárfram-
lög sín til LA og gera félaginu kleift
að ná þeim langþráða áfanga að
starfa sem atvinnuleikhús.
Þá voru átta leikarar ráðnir í hálft
starf við leikhúsið og Ísland hafði
eignast sitt þriðja atvinnuleikhús við
hlið Þjóðleikhússins og Leikfélags
Reykjavíkur. Það verður ekki annað
sagt en að yfirvöld hafi verið djörf og
framsýn á þeim tíma og aðdáunar-
vert hefur verið að fylgjast með þró-
un menningar og lista á Akureyri.
Hver fagnar ekki metnaðarfullu
starfi Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands, nýstárlegum sýningum Lista-
safnsins á Akureyri og fjölskrúðugri
starfsemi í Listagilinu. Hvernig er
annað hægt en gleðjast yfir fram-
sæknum sýningum Leikfélags Akur-
eyrar (nú síðast verðlaunasýning-
unni á Hamlet), uppbyggingu
Háskólans á Akureyri og allri þeirri
stórhuga þróun á sviði menningar og
menntamála sem gera bæinn að rétt-
nefndum höfuðstað Norðurlands.
Til þess að eignast leikhúsfólk á
heimsmælikvarða þurfum við starf-
andi atvinnuleikhús, þar sem leikar-
inn fær tækifæri til að þjálfa sig og
þroska, þannig að hann geti tekist á
við ný og flókin viðfangsefni. LA hef-
ur verið kærkominn starfsvettvang-
ur þess leikhúsfólks sem hefur sest
að á Akureyri, en ekki síður verið
mikilvægt ungum leikurum sem
þangað hafa leitað til að fá tækifæri
til að starfa með reyndu leikhúsfólki
og leggja sitt af mörkum í sköpunar-
starfinu.
Sjálf bjó ég á Akureyri veturinn
1985 og starfaði með LA að söngleik
um franska spörfuglinn Edith Piaf
og gekk sýningin 58 sinnum fyrir
fullu húsi á Akureyri og í Reykjavík.
Það var mjög gott að vera á Akur-
eyri, en það vantaði þó þann
skemmtilega borgarbrag sem nú
prýðir bæinn með lifandi miðbæ,
myndlistargalleríum, úrvals veit-
ingastöðum og notalegum kaffihús-
um.
Það voru því alvarleg tíðindi sem
bárust í lok febrúar þegar fréttir
hermdu að leikhúsráð LA hefði
vegna fjárhagserfiðleika þurft að
segja upp öllum starfsmönnum leik-
hússins að meðtöldum leikhússtjór-
anum. Það eru sannarlega slæm tíð-
indi fyrir leiklist í landinu þegar
þróttmikið leikhús stendur frammi
fyrir svo miklum fjárhagsvandræð-
um að það neyðist nánast til að
hætta rekstri. Mega landsmenn við
því að missa svo margt hæfileikaríkt
leikhúsfólk frá Akureyri og jafnvel
úr listgreininni? Starfandi leikarar á
Íslandi eru aðeins um hundrað
manns og það er því mikil blóðtaka
ef leikhús hættir störfum og at-
vinnutækifærum fækkar.
LA hefur bæði verið bæjarlífinu á
Akureyri og menningarlífi í landinu
mikilvægt, það hefur haft burði til að
móta eftirsóknarverðar leiksýningar
og dregið til sín bæði heimamenn og
aðkomufólk. Atvinnuleikhús á Akur-
eyri er ómissandi hluti af menning-
arlegu sjálfstæði bæjarins, rétt eins
og menntaskólinn, háskólinn, tón-
listarskólinn, listasöfn og önnur
menningarstarfsemi. Einstaka
gestasýningar að sunnan koma aldr-
ei í þess stað þótt vissulega geti verið
krydd í tilveruna að fá góða gesti í
heimsókn.
Næstkomandi september mun LA
eiga 30 ára afmæli sem atvinnuleik-
hús og þá hljóta allir unnendur leik-
listar að vonast eftir því að ríkisvald-
ið og bæjaryfirvöld á Akureyri verði
búin að tryggja okkur áframhald-
andi leikhússtarfsemi á Akureyri og
um næstu áramót muni endurbyggt
Samkomuhúsið draga heimamenn
og aðra gesti að spennandi leiklist
LA og um leið annarri nýsköpun í
menningarlífi Akureyrar.
Hver verður
framtíð LA?
Eftir Eddu
Þórarinsdóttur
„Atvinnu-
leikhús á
Akureyri er
ómissandi
hluti af
menningarlegu sjálf-
stæði bæjarins.“
Höfundur er leikkona og formaður
Félags íslenskra leikara.