Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er vandfundið verðugra viðfangsefni fyrir íslenska fé- lagsvísindamenn en byggðaþróun undanfarinna tveggja alda eða svo. Flutningur Íslendinga, fyrst úr sveitum í þorp og síðan úr þorpum í borg, og sú uppstokkun á at- vinnulífi landsmanna, sem hefur bæði knúið og fylgt búferlaflutn- ingunum, hefur gjörbreytt bæði landi og þjóð. Ýmislegt hefur enda verið bæði rætt og ritað um þessar breytingar, af fræðimönnum, stjórnmálamönnum og almenn- ingi, en þó furðulítið í ljósi þess þvílík grundvallarbreyting hefur orðið og er að verða á íslensku þjóðlífi. Rit hagfræðinganna Axels Hall, Ásgeirs Jónssonar og Sveins Agn- arssonar er kærkomið innlegg í þessa umræðu. Það er vandfundið betra rit um þéttbýlismyndun á Ís- landi. Í bókinni er fjallað á skýran og skipulegan hátt um flestar hlið- ar byggðaþróunar undanfarinna áratuga á Íslandi og fjallað um helstu hagfræðilegar skýringar á þeim sem til greina þykja koma. Allt er þetta ágætlega unnið og skýrt fram sett. Textinn er dálítið köflóttur, sums staðar skemmtilegur, nánast leiftrandi, en annars staðar þurr- ari og sennilega nokkuð tyrfinn fyrir þá sem ekki eru vanir að lesa hagfræðilega greiningu. Efnið er eldfimt en höfundarnir fjalla um það af yfirvegun og hlut- leysi. Án efa eru þó ýmsir ósam- mála mörgum af niðurstöðum bók- arinnar eða finnst þær a.m.k. afar óþægilegar. Höfundarnir sjá litla von til þess að straumurinn til höf- uðborgarsvæðisins eða nágrennis þess snúist við, það er helst að Eyjafjarðarsvæðið og fáeinir smærri byggðakjarnar utan suð- vesturhornsins séu sæmilega líf- vænlegir. Hagfræðingarnir benda líka á að þjóðin sé að nokkru marki að skiptast í tvennt, langskóla- gengnir setjist í miklu ríkari mæli að á höfuðborgarsvæðinu en utan þess og þeir sem alast upp á lands- byggðinni en sæki menntun utan hennar snúi sjaldan til baka. Mest sláandi er þó að þeir vekja athygli á því að á landsbyggðina vantar nú þegar stóran hluta þeirra árganga sem nú eru 20 til 40 ára, það fólk sem mun bera að stórum hluta uppi atvinnulíf og náttúrulega fjölgun landsmanna á næstu árum. Í bókarlok leggja höfundar fram þrjár tillögur í byggðamálum. Þeir vilja í fyrsta lagi samgöngubætur, þannig að aðgengi að stærri þétt- býlisstöðum batni. Í öðru lagi vilja þeir að byggðastefna framtíðar- innar leggi megináherslu á mennt- un. Þeir vilja bæði auka menntun þeirra sem búa á landsbyggðinni og byggja þar upp öflugari menntasetur. Loks vilja þeir auka gagnsæi byggðastefnunnar, þann- ig að bæði verði ljósara hver mark- mið hennar eru og í hve mikinn kostnað er lagt til að ná þeim. Til- lögurnar eru ágætlega rökstuddar og ekki er hægt annað en að vona að þær verði teknar til alvarlegrar skoðunar á vettvangi stjórnmál- anna. Það er fátt hægt að finna að bók- inni sem máli skiptir. Frágangur er að mestu ágætur. Á einstaka stað hefði e.t.v. mátt skera niður, nokkuð er um endurtekningar og sum af þeim hagfræðilíkönum sem fram eru sett bæta litlu við skiln- ing en flækja málin í þess stað. Á nokkrum skýringarmyndum er reynt að koma helst til miklu til skila í einu, t.d. á myndum 10.2 til 10.4. Sumum finnst líklega helst til oft staldrað við orð og gerðir Jón- asar frá Hriflu í ritinu, en hann er nánast gerður að fulltrúa tiltek- inna viðhorfa í byggðamálum. Allt er þetta þó sparðatíningur og breytir því ekki að ritið er gott, raunar svo gott að nær óhugsandi virðist að ætla sér að ræða af ein- hverju viti um byggðamál á Íslandi framvegis án þess að hafa kynnt sér það rækilega. Borgríki verður til BÆKUR Félagsvísindi Axel Hall, Ásgeir Jónsson og Sveinn Agnarsson. 213 bls. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (haustskýrsla 2002), Reykjavík 2003. BYGGÐIR OG BÚSETA – ÞÉTT- BÝLISMYNDUN Á ÍSLANDI Gylfi Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.