Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 53 DAGBÓK Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 28. mars og laugardaginn 29. mars í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Námskeið verður haldið dagana 29., 30. og 31. mars um meðferð ilmolía við sjúkdómum. Einnig verða kynntar þær vísindarannsóknir, sem hafa farið fram á undanförnum árum um virkni olíanna á líkama og sál. Kennarar verða dr. Erwin Haringer prófessor í heimilislækningum og lífeðlisfræðum og Margret Demleitner, grasalæknir og ilmolíufræðingur. Bæði frá München. Kennt verður á ensku með túlkun. Allt áhugafólk velkomið. Nánari upplýsingar eru í Lífsskólanum, sími 557 7070, netfang: lifsskolinn@simnet.is www.simnet.is/lifsskolinn LÍFSSKÓLINN AROMATHERAPYSKÓLI ÍSLANDS S ími 557 7070 - Fax 557 7011 - lifskoli@simnet.is Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu Bessastaðahreppur, Garðabær, Gerðahreppur, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes, Vatnsleysuströnd. Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona sem veitir, eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf. Kárahnjúkar – Svartiskógur . . . . . . . . 27. til 29. júní. Ítalía – Gardavatn. . . . . . . . . . . . . . . . 17. til 24. ágúst. Helsinki – Tallin . . . . . . . . . . . . . . . . . 25. til 29. sept. Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma á milli kl. 17 og 19 á virkum dögum frá 24. mars til 4. apríl nk. Svanhvít Jónsdóttir . . . . . . . . . . . . . . 565 3708 Ína Jónsdóttir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 421 2876 Guðrún Sigurðardóttir . . . . . . . . . . . . 426 8217 Guðrún Eyvindsdóttir . . . . . . . . . . . . . 422 7174 Valdís Ólafsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . 566 6635 Sigrún Jörundsdóttir . . . . . . . . . . . . . 565 6551 Orlofsnefndin. UM FLJÓTSHLÍÐ Eyjafjalls grætur ásinn þar ísa frá toppi hám og hrynja lætur hvarmskúrar haglið úr mekki blám, af því að fætur Fljótshlíðar fljótið sker uppað knjám – Yggdrasils rætur við svo var vættur með hvofti grám. Bjarni Thorarensen LJÓÐABROT STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú kafar djúpt í hlutina og ert námfús. Þú ert vel að þér í mörgu og getur átt samræður við ólíkt fólk. Leggðu hart að þér á árinu því að þú munt uppskera árið 2004. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt þess kost í dag að eignast útlendan vin. Þér finnst það spennandi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér kann að finnast eigin tilfinningasemi fullmikil í dag. Sýndu þolinmæði og hugsaðu ekki of mikið um þetta. Á morgun verður þetta liðið hjá. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Athygli þín beinist að nán- ustu samböndum þínum í dag. Hlýddu á aðra af þol- inmæði og svaraðu svo. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert staðráðin(n) í að bæta heilsuna á einhvern máta. Bætt mataræði er spor í rétta átt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að berjast ekki um völdin við börn í dag. Mundu að börn hugsa öðru- vísi en fullorðnir. Þol- inmæði! Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver vill fá sínu fram- gengt gagnvart þér í dag og því er líklegt að þú lendir í orðaskaki við einhvern úr fjölskyldunni. Stígðu út úr þessu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ætlar þér að sannfæra einhvern í dag. Því miður getur þú í raun ekki breytt hugsunarhætti annarra. Sættu þig við það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert haldin(n) þráhyggju varðandi einhvern hlut sem þig langar að kaupa. Ekki láta þessa þráhyggju ná yf- irhöndinni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samskipti við fólk, sér- staklega konur, eru mjög spennuhlaðin í dag. Gættu þín á afbrýðisemi og ráð- ríki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tilfinningarnar sem leynast í undirmeðvitundinni koma allar upp á yfirborðið í dag. Með því gefst þér kostur á að kynnast sjálfri/sjálfum þér betur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Annaðhvort þú eða vinur þinn verður gagntekin(n) af ákveðinni hugmynd. Hvern- ig sem því er farið verða um það heitar umræður. Gættu þín á að aðhyllast ekki öfgakenndar skoðanir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér gæti fundist sem fólk í valdastöðum sé að reyna að ráðskast með þig í dag. Gættu þín á svona leikjum og taktu ekki þátt í þeim. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÚTTEKTARDOBL eru til í mörgum myndum. Opn- unardoblið er algengast, en flestir keppnisspilarar nota líka neikvæð dobl og svardobl. Svokallað „geimáskorunardobl“ er minna þekkt: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ D87 ♥ G103 ♦ KD9 ♣7654 Austur ♠ 64 ♥ Á42 ♦ Á108653 ♣KG Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 2 hjörtu 3 tíglar Dobl * Pass 3 hjörtu Allir pass Það verður verkefni les- andans að spila vörn gegn þremur hjörtum eftir sagnirnar að ofan. En þær þarf að skýra. Dobl suð- urs á þremur tíglum sýndi geimáhuga, en hafði ekk- ert með tígul að gera. Ef suður hefði sagt þrjú hjörtu væri hann ein- göngu að berjast um bút- inn. Makker kemur út með tígultvist og þú drep- ur kóng blinds með ás. En hvað svo? Vonandi er tígultvistur makkers einn á ferð. Þú slærð því alla vega föstu, því annars fer þetta spil aldrei niður. En það væri ótímabært að gefa makker stunguna strax. Norður ♠ D87 ♥ G103 ♦ KD9 ♣KD9 Vestur Austur ♠ K9532 ♠ 64 ♥ 76 ♥ Á42 ♦ 2 ♦ Á108653 ♣109832 ♣KG Suður ♠ ÁG10 ♥ KD985 ♦ G74 ♣ÁD Ef þetta er heild- armyndin er nauðsynlegt að skipta yfir í spaða í öðrum slag. Makker fær á kónginn og spilar aftur spaða og nú nær vörnin tveimur stungum. En er þetta rökrétt vörn? Gæti makker ekki allt eins átt sinn litastyrk í laufi eins og spaða? Vissulega, en það liggur ekkert á að spila laufinu hvort sem makker á þar ásinn eða drottninguna. Hins vegar er bráðnauð- synlegt að spila spaðanum ef makker er með kóng- inn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 23. mars, er sextug Dorothy Lillian Ellison, Borgarheiði 31, Hveragerði. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili sínu milli kl. 15 og 18 í dag, afmælisdaginn. BRÚÐKAUP. Hinn 22. júní 2002 voru Rósa Guðlaug Kristjánsdóttir og Páll Hrannar Hermannsson gef- in saman í Ólafsvíkurkirkju af séra Gunnari Eiríki Haukssyni. Heimili þeirra er á Starengi 12. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. Da4 Bb7 6. Bg2 c5 7. dxc5 bxc5 8. 0–0 Be7 9. Rc3 0–0 10. Bf4 d6 11. Hfd1 Db6 12. Hab1 Hd8 13. b4 Re4 14. Rxe4 Bxe4 15. bxc5 Dxc5 16. Hb5 Dc7 Staðan kom upp í seinni hluta Íslandsmóts skák- félaga sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum MH. Predrag Nikolic (2638) hafði hvítt gegn Jóni L. Árnasyni (2517). 17. c5! Bc6 18. cxd6 Bxd6 19. Hxd6 Hxd6 20. Dc2! Dd8 21. Bxd6 Bxb5 21… Dxd6 var ekki heldur fýsi- legur kostur þar eð eftir 22. Rg5 g6 23. Hc5 Bxg2 24. Hc8+ Kg7 25. Dc3+ e5 26. Kxg2 er svartur í mik- illi úlfakreppu. Í framhald- inu fær hvítur tvo létta menn fyrir hrók sem dugði til sigurs. 22. Bc7 De7 23. Rd4 Bc6 24. Bxc6 Rxc6 25. Dxc6 Hc8 26. Rb5 h5 27. a4 Db4 28. Rd6 Hf8 29. Kg2 Dd2 30. Dc4 a5 31. h4 g6 32. Re4 Db4 33. Dc6 Hc8 34. Rd6 Hf8 35. Re8 Db2 36. Bd6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. FRÉTTIR DAGNÝ Jónsdóttir og Ásgerður Ósk K. Jakobsdóttir, nemendur í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, hlutu lokaverkefnis- styrk Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sem afhentur var í þriðja sinn. Markmið verkefnis þeirra er að rannsaka starfsmannaveltu í mat- vöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu og kanna hverjar ástæður hennar eru. Styrkur VR er 250 þúsund krón- ur en markmið með veitingu hans er að efla rannsóknir á vinnumark- aði með því að hvetja stúdenta í háskólum til þess að huga betur að þessum málaflokki. Dómnefnd taldi verkefnið bæði áhugavert og mikilvægt þar sem mikil þörf sé á að skýra ástæður starfsmanna- veltu í fyrirtækjum og það sé sam- eiginlegt hagsmunamál starfs- manna og atvinnurekenda. Rannsaka starfs- mannaveltu Ungir jafnaðarmenn á Suður- nesjum halda umræðufund á morg- un, mánudaginn 24. mars kl. 20, á kosningaskrifstofu Samfylkingar- innar, Hafnargötu. Skipt verður í umræðuhópa eftir áhugasviði. Allir velkomnir. Frambjóðendur B listans í Norð- vesturkjördæmi, ásamt Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra verða á Bifröst á morgun, mánudag- inn 24. mars kl. 12. Skólinn skoðaður undir leiðsögn aðstoðarrektors og kl. 12.30 verður Halldór Ásgrímsson með málstofu. Á morgun, þriðjudagurinn 25. mars kl. 20.30, verða frambjóðendur B-listans með fund á Breiðinni Akranesi. Gestur fundarins verður Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. STJÓRNMÁL STUNDUM getur verið vandmeðfarið með beyg- ingu sjaldgæfra orða í máli okkar. Er þeim því vissu- lega nokkur vorkunn, sem verður á að fara ekki rétt með. Þetta henti nýlega blaðamann við Mbl., og ég veit það af fenginni reynslu, að lesendur munu ekki allir hafa veitt þessari yfirsjón athygli. En gamall móðurmálskennari hlaut að hnjóta um hana. Í Mbl. 7. þ.m. stóð þetta í fyrir- sögn á baksíðu: „Sást ekki handa skil vegna reykjar- mökks.“ Sá, sem þetta skrifaði, hefur ekki áttað sig á beygingu no. mökkur. Þar sem hún hefur ekki verið rædd sérstaklega í þessum pistlum, virðist ástæða til, að svo verði gert nú. No. mökkur heyrir til svonefndra u-stofna eins og mörg önnur orð. Má hér nefna algengt orð í þessum flokki eins og köttur, en ég held allir ráði við beygingu þess: köttur, kött, ketti, kattar í et. og í ft. kettir, ketti, köttum, katta. Á sama hátt beygist no. mökkur. Nú held ég les- endur átti sig, hver villan er í áðurnefndri fyrirsögn. Ef. mökks fær ekki staðizt, heldur einungis makkar, sbr. kattar. Hér skilur auð- vitað á milli, að kettir eru orðnir algengir í þjóðlífi okkar, en mekkir ekki, sem betur fer. Fyrirsögnin hefði því átt að hljóða svo í Mbl.: Sást ekki handaskil vegna reykjarmakkar. Ég held engum dytti í hug að tala um eða skrifa sem svo: Það sást til kötts vera að elta fugla. Þar segðu allir: Það sást til kattar o.s.frv. Þá má og benda á, að no. handaskil er venjulega haft í einu orði, þótt ekki sé beinlínis rangt að hafa það í tveimur orðum, svo sem stóð í fyrirsögninni. Vel má hugsa sér að tala um skil handa og svo snúa því við og tala um handa skil. Orð- bækur hafa no. hins vegar alltaf sem eitt orð. – J.A.J. ORÐABÓKIN Mökkur – köttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.