Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIASportage KIA ÍSLAND H ið O P IN B E R A ! Fögnum vetri á einstökum jeppa! KIA ~ kominn til að vera! KIA Sportage er verulega rúmgóður, alvöru jeppi með háu og lágu drifi og LSD læsingu á afturdrifi. Hann er byggður á öflugri grind og 2000 cc, 4 cyl. vélin, gefur 128 hestöfl. Þetta er bíllinn sem kemur þér á fjöll án þess að kollkeyra fjárhaginn! KIA Sportage fæst í tveimur útgáfum, Classic og Wagon, dísil eða bensín, beinskiptur eða sjálfskiptur – Þitt er valið. Fjallabakurinn . . . Sjón er sögu ríkari og reynsluakstur KIA Sportage óviðjafnanlegur. Komdu og mátaðu nýjan jeppa við þig og fjölskylduna. Verð frá 2.150.000 kr. INGÓLFUR Bender, hagfræðing- ur hjá greiningardeild Íslands- banka, spáir mikilli aukningu í bílasölu á næstu árum. Aukin bíla- sala verði knúin áfram af vaxandi kaupmætti og endurnýjunarþörf á bílaflota landsmanna. Hann sagði að framundan væru einhverjar stærstu framkvæmdir Íslandssög- unnar og þær væru þegar farnar að hafa áhrif, ekki síst á bílgrein- ina, „í gegnum aukna eftirspurn, gengisþróun krónunnar og í gegn- um fjármagnskostnað fyrirtækja sem eru að sækja sér fé á innlendan mark- að“, sagði Ing- ólfur. Framundan væri góður hag- vöxtur og búast mætti við enn frekari styrk- ingu krónunnar og launahækkunum. „Þessi bjarta mynd endurspeglast í sölu á bif- reiðum eins og við áætlum hana. Við gerum ráð fyrir að vaxandi kaupmáttur á næstu árum muni endurspeglast í mikillli uppsveiflu í sölu bifreiða. Heildarsala bif- reiða getur að okkar mati vel farið yfir 16.000 bíla á árinu 2005. Fólksbílasalan verður ríflega 9.000 á þessu ári og ef eitthvað er þá er það að mínu mati vanmat. Við gætum farið í og jafnvel yfir 11.000 bifreiðir á næsta ári. Þetta er knúið áfram af kaupmáttar- aukningunni og endurnýjunar- þörfinni,“ sagði Ingólfur. Bjart framundan í bílasölunni Ingólfur Bender GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra sagði á aðalfundi Bílgreina- sambandsins að hugmyndir um breytingu á þungaskattskerfinu hefðu mætt andstöðu frá olíufélög- unum og leigubílstjórum. Engu að síður væri stefnt að því að koma á olíugjaldi í stað þungaskatts fyrir meginþorra bílaflotans. Fjármála- ráðherra sagði jafnframt að allt benti til þess að mikil uppsveifla væri framundan í sölu á ökutækj- um. Ekkert vafamál væri að mikill innflutningur væri framundan á ökutækjum og vinnuvélum í tengslum við þær miklu fram- kvæmdir sem framundan væru. Sem dæmi um umsvifin framundan nefndi hann að á næstu mánuðum, frá apríl fram í september, væri von á 70 skipsförmum í hafnirnar í Fjarðabyggð í tengslum við Kára- hnjúkavirkjun. Mörgu verið komið í verk Hann sagði að miklu hefðu verið komið í verk í sambandi við bíl- greinina á þeim fimm árum sem hann hefði setið sem fjármálaráð- herra. Fyrir þremur árum hefði gjaldflokkum í vörugjaldi á öku- tæki verið fækkað úr þremur í tvo. Áður voru gjaldflokkarnir mest sjö og mikil neyslustýring samfara því. „Það vaknar sú spurning hvort og hvenær það er tímabært að sameina þessa gjaldtöku alla í einn vörugjaldsflokk. Með því væri horfið algjörlega frá þeirri stýr- ingu sem óneitanlega er í þessu kerfi þegar miðað er við slagrými vélar.“ Hann sagði að ekki væri raun- hæft að reikna með miklum skipu- lagsbreytingum hvað varðaði vöru- gjald á eldsneyti. Margir hefðu hins vegar knúð á um breytingar á þungaskattskerfinu. „Á síðasta þingi, [2001–2002], lagði ég frum- varp fyrir Alþingi um breytingar á kerfinu. Það frumvarp fór til um- sagnar á síðasta sumri til allra að- ila sem telja sig eiga hagsmuna að gæta í þessum máli og þeir eru margir. Þegar við fórum yfir um- sagnirnar kom í ljós að það eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál. Það byggist á því að sumir hagnast á því en aðrir tapa. Flestir hagnast á því. Hverjir tapa á því? Til dæmis þeir sem eru með bíla sem eru mikið keyrðir en eru á föstu gjaldi, t.d. leigubílstjórarnir. Sendibílstjórar eru hins vegar ánægðir með slíka breytingu. Al- menningur sem á dísilbíla til einkanota vill auðvitað frekar borga skattinn af olíunni við dæl- una í stað þess að fá gíróseðil tvisvar á ári upp á 70–80 þúsund kr.,“ sagði Geir. Andstaða olíufélaganna Hann sagði að breyting yfir í ol- íugjald myndi ekki verða til óhag- ræðis eða leiða til hækkunar á vöruverði úti á landi. „Ætlunin er að gera þetta þann- ig að ríkissjóður komi skaðlaus út úr því. Til þess að svo megi verða og án þess að olíuverðið fari yfir bensínverðið verður óhjákvæmi- legt að hafa áfram einhvers konar þungaskatt á allra þyngstu bílun- um. Við þetta myndi fækka mjög gjaldskyldum bílum í þungaskatts- kerfinu, úr því að vera nokkrir tugir þúsunda bíla, niður í um 5 þúsund bíla.“ Hann sagði að ástæða þess að ekki væri fyrir löngu búið að koma þessu í framkvæmd væri andstaða hjá ákveðnum hópum. Olíufélögin hafa talið að þetta væri óhagræði og þau þyrftu að leggja í aukinn kostnað vegna tvöfalds kerfis og sá kostnaður myndi lenda á neyt- endunum fyrr eða síðar. „Þetta mál verður ábyggilega ofarlega á baugi á nýju kjörtíma- bili. Það er ekki vafi á því að það er þjóðhagslega hagkvæmt að auka notkun á dísilolíu á Íslandi. Hún er ódýrari á heimsmarkaði, mengar minna með þeim nútíma- legu vélum sem nú eru komnar og mun þess vegna lækka olíureikn- ing þjóðarbúsins. Vandinn er að koma breytingunni í gegn án þess að tilteknir hópar skaðist í stórum stíl. Einhvern veginn verðum við samt að brjótast út úr þessu kerfi og taka slag í kringum það. Oft þarf að brjótast út úr vissri fast- heldni og kyrrstöðu sem myndast í kringum svona mál,“ sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fjármálaráðherra mælir með olíugjaldi á aðalfundi Bílgreinasambandsins Þarf að brjótast út úr þunga- skattskerfinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmennt var á aðalfundi Bílgreinasambandsins sem haldinn var á Hótel Loftleiðum. Geir H. Haarde sagði að brjótast þyrfti út úr núverandi þungaskattskerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.