Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ vinnuvélar Audi A6 2.4 Quattro, f.skr.d. 23.04.2002, ek. 12 þús. km., sjálfskiptur, 4 dyra, 16“ álfelgur, sóllúga, leðurinnrétting o.fl. Verð 4.790.000. Toyota Rav4 vvti, nýskráður 10/01, ekinn 24 þús., hvítur, 5 gíra, stærri dekk, spoiler. Verð 2.250 þús. Ath. skipti. Toyota Rav4 vvti, nýskráður 01/02, ekinn 27 þús., blár, sjálfskiptur. Verð 2.350 þús. Toyota Rav4, nýskráður 08/98, ekinn 108 þús., grænn, toppbogar, varadekkshlíf, dráttarbeisli, sjálfskiptur. Verð 1.330 þús. Nissan Patrol SE + 2,8 dísel turbo, nýskráður 10/98, ekinn 138 þús., leður, lúga, dráttar- beisli, 7 manna, 5 gíra. Verð 2.390 þús. Toyota Landcruiser LX turbo dísel, nýskráður 05/97, ekinn 176 þús., 38" breyting, loftdæla, aukatankur, toppgrindar- bogar, grillgrind. Verð 2.390 þús. Ath. skipti. Toyota Landcruiser 100 VX turbo dísel, nýskráður 09/98, ekinn 103 þús., tölvufjöðrun, filmur, 33" breyting, dökkblár. Verð 4.450 þús. Ath. skipti. Toyota Landcruiser VX Common rail nýskráður 10/02, ekinn 5 þús., sjálfskiptur, blár. Verð 4.260 þús. M Bens ML-270 TDI, nýskráður 04/00, ekinn 57 þús., 5 gíra, svartur, filmur, leður, dráttarbeisli o.fl. Verð 3.870 þús. MMC Pajero 2,8 TDI nýskráður 02/99, ekinn 127 þús., sjálfskiptur, cd, dráttarbeisli, varadekkshlíf, filmur. Verð 2.290 þús. Ath. skipti. Musso 2,9 TDI, Grand Lux high output, nýskráður 03/99, ekinn 95 þús., 33" breyting, dökk- blár, sjálfskiptur, filmur, spoiler, dráttarbeisli, topp- lúga,cd. Verð 2.150 þús. Toyota Hilux D/C, nýskráður 08/01, ekinn 37 þús., 33" breyting, rauður. Verð 2.650 þús. MMC Pajero Sport 2,5 bensín GLS, nýskráður 09/00, ekinn 29 þús., leður, topplúga, sjálf- skiptur, filmur, spoiler. Verð 3.100 þús. R æktunarsamband Flóa og Skeiða er í dag eitt reynd- asta og stærsta fyrirtæki í almennri verktakastarfsemi hér á landi. Meginhlutverk þess er- að sinna jarðvinnu af ýmsum toga og nægir þar að nefna vatnsboranir, vegagerð, þungaflutninga og lagn- ingu varnargarða. Fyrirtækið var opinberlega sett á legg sem sam- vinnufélag hinn 22. janúar árið 1946 og telst því vera eitt elsta verktaka- fyrirtæki á landinu. Að stofnuninni komu bændur í fimm hreppum á því svæði sem í dag telst til Flóa og Skeiða. Flóaveitan Þrátt fyrir nærfellt 60 ára sögu Ræktunarsambandsins er forsaga þess mun lengri. Á öðrum áratug síðustu aldar var samþykkt á Al- þingi að Flóinn skyldi í framtíðinni þjóna hlutverki sínu sem helsta landbúnaðarhérað höfuðborgar- svæðisins. Í þessu skyni var sér- stöku fyrirtæki, Flóaáveitunni, hleypt af stokkunum, en eins og nafnið bar með sér var meginhlut- verk þess að veita vatni um Flóann með áveitum og lagningu skurða. Framkvæmdir stóðu yfir á árunum 1917–27 og voru þær að stórum hluta kostaðar af fjárlögum íslenska ríkisins. Eins og að líkum lætur var hér um að ræða einstaklega um- fangsmikið verkefni, enda um að ræða landflæmi upp áheila 11.000 hektara. Þess má geta að sömu að- ilar stóðu síðar að stofnun Mjólk- urbús Flóamanna. Framræsluverkefni Áveitukerfið var komið í fullan gang þegar nær dró miðbiki tuttug- ustu aldar, en þá fóru menn að huga að skipulagningu svæðisins og á hvaða hátt það mundi nýtast bænd- um best. Á þessum tíma var stór hluti Flóans ein fúamýri, en helsta verkefni Ræktunarsambandsins í upphafi var að grafa mýrarnar niður með framræsluskurðum og þurrka þær þannig upp. Til þess að verkið væri mögulegt þurftu að koma til stórvirkar vinnuvélar. Fyrsti fram- kvæmdastjóri Ræktunarsambands- ins, Sigfús Öfjörð á Lækjamóti, hafði í gegnum tíðina viðað að sér ýmsum nauðsynlegum tækjabúnaði í þessa veru sem sambandið átti eft- ir að kaupa af honum. Tækjakost- urinn var ekki mikill í upphafi, en fyrsta grafan var að hluta til keypt fyrir tilstuðlan styrks frá Búnaðar- félagi Íslands. Þess má geta að ein- ungis tvær gröfur unnu við stærstan hluta framræsluskurða í Flóanum. Flóaveitan – ein stærsta framkvæmdin á Íslandi Mynd frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða Sýsluýtan prufukeyrir jarðtætara á íþróttavellinum á Selfossi. Mynd frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða Fyrsta traktórsgrafan grefur vatnsveitu á Skeiðum, 1962. Mynd frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða Dráttarbíll KÁ kemur með skurðgröfu að Vorsabæ, 1949. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll MERKÚR hf. tók um síðustu ára- mót formlega við Liebherr- umboðinu fyrir vinnuvélar á Íslandi. Má því segja að flestöll framleiðsla Liebherr fyrir verktaka og aðra framkvæmdarstarfsemi sé nú á einum stað en fyrir var Merkúr um- boðsaðili fyrir Liebherr-bygging- arkrana og -bílkrana en býður nú upp á allar vinnuvélar frá Liebherr, hjóla- og beltagröfur, jarðýtur, hjóla- skóflur, grindarbómukrana og trukka af stærstu gerð. Til viðbótar býður Liebherr upp á skipa- og haf- nakrana ásamt steypustöðvum og fylgibúnaði. „Liebherr er eitt af stóru merkj- unum í bransanum og hefur átt mikilli velgengni að fagna hér heima og um heim allan,“ segir Finnbogi Pálsson, sölumaður hjá Merkúr hf., í samtali við Morgunblaðið. „Hér á landi ber mest á Liebherr- byggingarkrönunum sem tróna hátt yfir byggingarsvæðum og er meira en annar hver krani hér á landi af Liebherr-gerð. Vinnuvél- arnar eiga líka sína traustu fylg- ismenn sem hafa kunnað að meta styrk og gæði Liebherr og er Lieb- herr til að mynda stærsti framleið- andi á hjólagröfum í heiminum í dag.“ Finnbogi segir sérstöðu Liebherr ekki síst byggjast á mikilli tækni- þekkingu og eigin framleiðslu á öll- um helstu íhlutum og lykilþáttum í hverri vél. Er Liebherr til að mynda með sínar eigin díselvélar í flestum sínum tækjum. „Þjónustutigið er ekki síður mik- ilvægt og er markið sett hátt með afgreiðsluhlutfall varahluta af lager og afgreiðsluhraða. Ekki er síður krafist mikillar þekkingar af starfs- mönnum og hefur Merkúr lagt metnað sinn í að auka menntun starfsmanna sinna til að tryggja að viðeigandi sérfræðiþekking sé fyrir hendi innan fyrirtækisins.“ Auk Liebherr-umboðsins er Merkúr umboðsaðili fyrir Bomag- valtara og -þjöppunarbúnað en Bomag er stærsti framleiðandi slíks búnaðar í dag að sögn Finnboga. „Þessi tvö umboð mynda kjölfest- una í vinnuvéladeild Merkúr en einnig bjóðum við upp á ýmsa tengda vöru eins og tengivagna frá Muller Mitterdal, mini-gröfur og tæki frá Yanmar, fleyga og stál frá Indeco, rafstöðvar frá F.G. Wilson og fleirum, dælur og önnur sérhæfð verkfæri. Jaðarbúnaður á líka sinn sess og þar má fyrst nefna Trimo- einingahúsin eða gámahúsin eins og svo margir vilja nefna þau. Hafa þessi hentugu hús náð ótrúlegum vinsældum á síðustu misserum.“ Merkúr með allar vinnuvélar frá Liebherr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.