Morgunblaðið - 26.03.2003, Page 7

Morgunblaðið - 26.03.2003, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 B 7 bílar R Scania vörubílar Forsenda framfara R • vinnuvélar • lyftarar • smátæki • rafstöðvar • vörubílar ásamt ábyggingum • hjólbarðar fyrir atvinnutæki og bíla Vinnuvéla og vörubíladekk Laugavegur 170-174 • s ími: 590 5100 • netfang: velasvid@hekla. is býður heildarlausnir EIN STÆRSTA GRJÓTMULNINGSVÉL Í SÍNUM GÆÐAFLOKKI ROBOTRAC C-10 DOUBLE SCREEN Skúlagötu 61 • Sími 562 6470 UM 40 konur fóru í hina árlegu kvennaferð Ferðaklúbbsins 4x4 og Fjallasports um síðustu helgi. Konurnar voru á 16 bílum og mættu við Fjallasport á laugardagsmorgun, eldhressar og tilbúnar í hvað sem er. Konurnar komu víða að, þar á meðal úr Suðurlandsdeild, Vesturlandsdeild og af höfuðborgarsvæðinu. Eftir heitt kaffi og þrumuræðu frá Stínu í Fjallasporti var lagt af stað. Að þessu sinni var haldið á Hvera- velli og var hugmyndin að fara yfir Langjökul ef veður leyfði. Ekkert skyggni var á Langjökli og horfið frá því að aka á jöklinum. Kvennaferðin í fyrra var mjög erfið vegna krapa og því ekki hægt að halda neina grillveislu um kvöldið. Að þessu sinni skyldi haldin veisla og vegna þess hve veður var slæmt á jöklinum var ákveðið að fara norður og aka frá Blöndudal í stað þess að fara Kjalveg, en þar var vitað að væri mikill krapi. Ferðin gekk ágætlega, þar sem krapapollarnir sáust og var hægt að sneiða framhjá þeim. Þrátt fyrir nokkrar festur var allur hópurinn kominn á Hveravelli um fimmleytið. Það mátti ekki seinna vera því að þá skall á vitlaust veður með snjókomu og skafrenningi. Nokkrir ungir menn höfðu tekið að sér að matreiða fyrir konurnar. Eins og margir vita vilja konur láta stjana við sig þegar þær lyfta sér upp. Strákarnir lentu í basli með að komast á Hvera- velli og því þurftu þær sjálfar að byrja að grilla en þeir komu þó að lokum og kláruðu matseldina og það mikilvæg- asta; að þvo upp. Það var ekki farið í heita pottinn vegna veðurs og verður það því að bíða betri tíma, en eins og flestir vita þá er ein skemmtilegasta náttúrulaug landsins á Hveravöllum. Sunnudagsmorgunninn skall á með heldur leiðinlegu veðri og litlu skyggni á jökli. Það hafði snjóað um nóttina, skyggni var slæmt og því ómögulegt að sjá hvar krapinn lá. Það var ákveðið að fara aftur niður í Blöndudalinn. Ferðin sóttist hægt og voru spottarnir óspart notaðir. Það voru þreyttar en ánægðar kon- ur sem komu heim um kvöldið, stað- ráðnar í að fara aftur á fjöll við fyrsta tækifæri. Nokkrar hressar í jeppaferðinni. 40 konur í jeppaferð í vondu veðri Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Verð 450 kr. og 795 kr. 5 stærðir Páskaeggjamót

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.