Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 B 11 vinnuvélar Smiðjuvegi 9A (gul gata) · 200 Kópavogur Sími 554 4445 · www.egill.is EGILL VÉLAVERKSTÆÐI ehf. Viðgerðir · Breytingar · Nýsmíði · Vagnaviðgerðir · Loftpressur RENNISMÍÐI - VÉLSMÍÐI VÉLAVIÐGERÐIR Til sölu Grófin 8, 230 Keflavík Sími 421 1200 Fax 421 6294 www.toppurinn.com Toppurinn ehf. MAN 26321 vörubíll, árg. 1983, með grjótpalli. Hagstætt verð.Valtaratromla vélalaus. Selst ódýrt. Sky Jack vinnulyftur, árgerðir ´95-´96. „VIÐ ERUM bæði að þjóna bænd- um og vinnuvélaeigendum með starfsemi okkar. Undanfarin þrjú ár höfum við verið að þróa þjónustu og vöruúrval okkar fyrir verktaka og bjóðum í dag ýmsan búnað og hjálpartæki fyrir vinnuvélar. Hjá okkur er lögð áhersla á landið allt sem markaðssvæði fyrir þjón- ustuna,“ segir Finnbogi Magnús- son, framkvæmdastjóri Bújöfurs Búvéla á Austurvegi 69 á Selfossi. Starfsmenn eru 5 hjá Bújöfri Búvél- um á Selfossi en fyrirtækið er með 14 þjónustustaði víðs vegar um landið. Fjölnota vélar í boði Búnaður undir heitinu Rototilt er meðal þess sem verktökum er boðið upp á en um er að ræða tæki sem sett er á gröfuskóflur og gerir að verkum að skóflan verður mun hreyfanlegri en áður og grafan því mun fjölhæfari. Fyrstir til þess að nálgast svona tæki hjá fyrirtækinu voru Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi. Finnbogi bendir á vagn með krókheysi sem getur dregið gáma eða palla upp á sig. „Með þessu geta menn átt einn vagn og síðan margar gerðir af út- búnaði til að setja á hann. Svo erum við með liðstýrða vinnuvél, Schäffer Lader, sem fáanleg er í ýmsum stærðum. Þessi vél hefur sýnt sig að vera mjög gott tæki sem býður upp á marga notkunarmöguleika, t.d. við snjóblástur, lyftaravinnu og mokst- ur, sem sagt fjölnota vél með mikla möguleika. Svo aðstoðum við fyrir- tæki við að nálgast notaðar vinnu- vélar erlendis frá,“ sagði Finnbogi. Nýtum okkur nálægðina við bændur „Markaðshlutdeild okkar meðal bænda hefur vaxið mjög undanfarin ár og meðal annars náði markaðs- hlutdeild fyrirtækisins í dráttarvél- um 24% á síðasta ári. Innflutningur Valtra hófst árið 1994 og í desember síðastliðnum afhentum við þrjú- hundruðustu Valtra dráttarvélina til Bændaskólans á Hólum. Á þeim 4 árum sem við höfum starfað á Selfossi hefur okkur verið mjög vel tekið, við höfum fundið mikinn velvilja hjá bændum gagn- vart starfsemi okkar. Það er okkar markmið að vera með allar þær vél- ar og tæki sem bóndinn þarf við sín fjölbreyttu störf. Það er sama þróun í landbúnaðinum og í öðrum at- vinnugreinum að gerðar eru auknar kröfur til birgja varðandi þjónustu og ráðgjöf og því er mikilvægt að vera í sem mestri nálægð við við- skiptavinina. Nálægðin skapar okk- ur tækifæri til nánari tengsla við bændurna og þá um leið möguleika á betri þjónustu og þetta tækifæri reynum við að nýta sem best,“ segir Finnbogi Magnússon framkvæmda- stjóri Bújöfurs Búvéla á Selfossi. Bújöfur Búvélar hf. á Selfossi með 24% markaðshlutdeild í dráttarvélum Áhersla lögð á þjónustu við bændur og verktaka Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Bújöfurs Búvéla á Selfossi, með nýj- ustu Valtra-dráttarvélina sem bíður afhendingar en hún verður ekki flokkuð sem nein smávél. Svæðisvinnumiðlun Suðurlands hélt 80 klukkustunda vinnuvélanámskeið í samstarfi við Ökuskóla Suðurlands dagana frá 3.–14. mars. Alls tóku 22 af Árborgarsvæðinu og nágrenni þátt í námskeiðinu, þar af ein kona. Við námskeiðsslit fengu þátttakendur námsvottorð frá Ökuskólanum og lýstu ánægju sinni með námskeiðið en þetta var fyrsta námskeið þessarar tegundar hjá Svæðisvinnumiðluninni. Námskeið þetta er liður í fræðslu- starfi Svæðisvinnumiðlunarinnar en markmið þess er að gefa fólki í at- vinnuleit kost á að auka færni sína og þekkingu á sem flestum sviðum og nýta þannig tíma sinn á meðan á at- vinnuleit stendur. Einnig opnar fræðslan möguleika til þess fyrir fólk að marka sér nýja braut á vinnumark- aðnum og takast á við önnur viðfangs- efni en áður í starfi. 22 tóku þátt í vinnuvélanámskeiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.