Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 16
16 B MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
búvélar
A
ÐALMARKMIÐ safnsins
er að sýna þróun tækni-
væðingar í landbúnaði
hérlendis og fræða fólk
um þýðingu hennar fyrir
þessa atvinnugrein. Ennfremur á
safnið að vera stuðningur við nám,
kennslu og rannsóknir við landbún-
aðarháskólann. Sumarið 1987 var
það opnað til sýningar í smáum stíl
og höfðu starfsmenn bútæknideildar
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins, RALA, þá gert upp nokkrar vél-
ar. Útbúin hafði verið geymslu- og
sýningaraðstaða sem nú hefur verið
stækkuð og bætt. Unnið hefur verið
að eflingu safnsins og nú heimsækja
það á milli 4 og 5 þúsund manns á
hverju sumri. Safnið er í eigu land-
búnaðarháskólans sem rekur það
með styrk frá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins og er Bjarni Jónsson
prófessor ábyrgðarmaður þess.
Á safninu má líta marga athyglis-
verða muni, s.s. jarðyrkjuverkfæri
frá Búnaðarskólanum í Ólafsdal
(1880–1907), þrjá elstu traktora
landsins, auk ýmissa tegunda drátt-
arvéla, dragþóra, ljárklappa, hesta-
verkfæra sem notuð voru til jarð-
vinnslu, heyskapar og flutninga,
mjólkur- og tóvinnuáhöld, grjót-
gálga, beltavélar o.fl.
Fyrstu vélknúnu
jarðvinnuvélarnar komu um 1920
Fyrstu dráttarvélarnar urðu til í
Bandaríkjunum upp úr 1890. Til
Norðurlandanna bárust þær 1910–
1920 og fyrsta dráttarvélin kom hing-
að til lands 12. ágúst 1918. Það var
amerísk hjóladráttarvél, 16 hestöfl
og brenndi steinolíu. Hún var 2,5
tonn að þyngd og gat dregið 3 plóga.
Vélin var oft nefnd „Akranes-trakt-
orinn“ því þangað kom hún fyrir for-
göngu Þórðar Ásmundssonar kaup-
manns og fleiri manna. Hún var
notuð við jarðvinnslu í þrjú sumur og
síðan rifin í sundur. Þá komu nokkrir
beltatraktorar til landsins af Cleve-
land-gerð en ekki gekk vel að nota þá
til landbúnaðarstarfa, vegna skorts á
kunnáttu og verkfærum. Thor Jen-
sen notaði Cleveland vélarnar við
jarðvinnslu á Korpúlfsstöðum. Árið
1920 keypti Búnaðarfélag Íslands
enska hjóladráttarvél af gerðinni
Austin. Dráttarvélin sú var sennilega
20 hestöfl að stærð og kostaði um
20.000 kr. Ætlunin var að nota hana
einkum fyrir vagna til flutninga og
komu með henni 6 vagnar. Vélin var
þó síðar reynd við herfingu á Korp-
úlfsstöðum og var síðan lengi notuð
þar við nýræktarstörf. Líklegast er
þetta elsta hjóladráttarvélin sem til
er á Íslandi og vantar lítið á að hún sé
gangfær. Dráttarvél af gerðinni For-
dson flutti Páll Stefánsson frá Þverá
inn, líklega árið 1921, og gaf Halldóri
Vilhjálmssyni skólastjóra vélina árið
1927, sennilega til kynningar. Sam-
kvæmt lýsingu úr skólaskýrslu Hall-
dórs var vélin bæði lipur og auðveld í
meðferð og með góðum herfum,
framúrskarandi í að plægja og herfa
dagsláttuna. Dráttarvélin var einnig
notuð til að slóðadraga tún, til að
grafa, færa til í flögum, jafna skurð-
ruðninga og til sláttar svo eitthvað sé
nefnt. Á Hvanneyri var hún notuð til
búverka og kennslu til ársins 1945.
Á þriðja áratugnum keyptu mörg
búnaðarfélög og -sambönd Fordson-
dráttarvélar með stuðningi Véla-
sjóðs. Þær voru notaðar til fé-
lagsvinnu við nýrækt í mörgum sveit-
um fram að seinna stríði og sums
staðar lengur.
Um 1920 skiptust skoðanir manna
um vélvæðingu ræktunar í tvennt.
Annars vegar voru þeir sem vildu
léttar hjóladráttarvélar og svo hinir
sem aðhylltust „þúfnabanann“,
(Landbaumotor Lanz), sem var evr-
ópskt nýmæli. Hafði hann betur og
lentu hjóladráttarvélar í skugga hans
um tíma. Búvélaverksmiðjur Hein-
rich Lanz í Mannheim smíðuðu vél-
ina eftir hugmynd ungversks verk-
fræðings. Þúfnabaninn var engin
smásmíð; vó 6,6 tonn, var knúinn 4
strokka bensínvél sem talin var 80
hestöfl. Hún brenndi 15–18 lítrum
eldsneytis á klukkustund við fulla
vinnu. Þúfnabaninn var ætlaður til
jarðvinnslu og var með jarðtætara.
Hægt var að fá mýrahnífa, valllend-
ishnífa, akurhnífa og mykjuhnífa á
tætarann, allt eftir því hvað vinna
skyldi með vélinni. Vinnslubreidd
tætarans var um 2 metrar og öku-
hraði allt að 5 km/klst. Sex svona vél-
ar voru fluttar til landsins á árunum
1921–1927 og voru einkum notaðar
við túnasléttun í nágrenni Reykjavík-
ur og í Eyjafirði. Þúfnabanarnir
höfðu vakið trú manna á vélarafli og
vélavinnu á kostnað þess að bændur
færu að nýta sér venjulegar drátt-
arvélar til jarðvinnslu. Fljótlega viku
þeir þó fyrir léttari og liprari drátt-
arvélum og framleiðslu þeirra var
hætt. Þúfnabaninn á Hvanneyri mun
síðast hafa verið gangfær á Land-
búnaðarsýningunni í Reykjavík 1947.
Ekki er vitað um aðrar leifar þúfnab-
ana og hafa erlend söfn óskað eftir
því að kaupa þennan. Hann er ekki til
sölu enda um fornminjar að ræða.
Léttari jarðvinnuvélar á nýjan leik
Centaur dráttarvélar voru fluttar
inn á eftir þúfnabananum en Finnur
Ólafsson heildsali frá Fellsenda í
Dölum annaðist innflutning þeirra.
Centaur dráttarvélin sem til er á
Hvanneyri var keypt 1927 af Jóhann-
esi Reykdal, bónda og verksmiðju-
eiganda á Setbergi við Hafnarfjörð.
Hún var með 10 hestafla vél og henni
fylgdi sláttuvél af McCormic-gerð og
ýmis önnur verkfæri mátti tengja við
hana. Jóhannes notaði vélina í nokk-
ur ár en hún var síðan gefin Búvéla-
safninu.
Á árunum 1929–1931 flutti SÍS inn
IH-dráttarvélar. Á Búvélasafninu er
IH 10–20 dráttarvélin sem Búnað-
arfélag Biskupstungna keypti árið
1929 eða 1930 og nýtti til jarðvinnslu í
sveitinni. Síðan var dráttarvélin seld í
einkaeign en Þorsteinn Sigurðsson á
Vatnsleysu, formaður Búnaðarfélags
Íslands, og Haraldur Árnason, fram-
kvæmdastjóri Vélasjóðs, keyptu vél-
ina til varðveislu og gerði Karl Auð-
unsson á Akranesi hana upp. Á safnið
kom vélin 1974. IH 10–20 dráttarvél-
in er einn merkasti gripur safnsins
vegna hlutverks síns í ræktunarátaki
á fjórða áratugnum.
Caterpillar D2 beltavélin á Hvann-
eyri kom til landsins árið 1947 en er
af þeirri tegund sem fyrstar komu til
Íslands. Finnur Ólafsson heildsali
hóf innflutning á þeim um 1934. Vél-
arnar voru notaðar við jarðvinnslu og
síðar vegagerð eftir að ýtutönn
fékkst á þær. Þessi vél var notuð til
margra verka, m.a. í Reykjavík og
vestur á Mýrum. Hekla hf. gaf safn-
inu vélina 1995 og fylgir henni ýtu-
tönn. Vélin var pússuð upp veturinn
1997 og er vel gangfær.
Tímabil heimilisdráttarvélanna
Lýðveldisárið 1944 markaði tíma-
mót í tæknisögu landbúnaðarins. Það
ár flutti SÍS inn 13 Allis Chalmers
dráttarvélar og með þeim hófst tíma-
bil heimilisdráttarvélanna. Það voru
léttbyggðar aflvélar á gúmmíhjólum í
stað járnhjóla, með fjölþætt notagildi
til léttrar jarðvinnslu, heyskapar og
flutninga. Vélin á safninu er ein SÍS
vélanna og fór fyrst að Brúsastöðum
í Þingvallasveit. Þaðan fór hún í
Lundarreykjadalinn og árið 1994
gáfu Davíð Ólafsson og Ólafur sonur
hans Búvélasafninu dráttarvélina.
Starfsmenn Jörva hf. luku við að
gera hana upp vorið 1995. Farmall A
og Ferguson TE 20 dráttarvélarnar
eru fulltrúar eftirstríðsáranna í ís-
lenskum landbúnaði. IH & Co í Chic-
ago framleiddi Farmall A sem er 18
hestöfl, en SÍS flutti þær inn og seldi
í hundraðatali um allar sveitir. Drátt-
arvélin á Búvélasafninu er úr fyrstu
sendingu Farmall A dráttarvéla til
landsins. Hún var keypt árið 1945 af
Jóni Gíslasyni, bónda á Innri-Skelja-
brekku í Andakíl, og kostaði þá 5.960
krónur. Rafkerfi var síðar sett í þessa
vél en annars er hún upphafleg að
allri gerð. Sláttuvél Farmalsins er
næstum jafngömul honum og var
notuð lengi á Glitsstöðum þar sem
Eiríkur bóndi smíðaði heyskúffu á
sláttuvélina sem jók notagildið til
muna. Ferguson dráttarvélin er af
átta fyrstu, af þeirri tegund sem til
landsins komu snemma árs 1949, 24
hestöfl með bensínvél, og kostaði þá
10.228 krónur. Innflutning og sölu
vélanna önnuðust Dráttarvélar hf.
Með þeim komu fjölbreytileg vinnu-
tæki, plógur, herfi o.fl. Tilraunastöð-
in á Keldum keypti vélina og var hún
notuð þar þangað til að Dráttarvélar/
SÍS keyptu hana, létu gera upp og af-
hentu safninu.
Massey-Harris dráttarvélar voru
framleiddar í Kanada en fluttar inn
og seldar af Orku hf. Vél safnsins er
27 hestöfl og gengur fyrir bensíni.
Hún var keypt 1947 af Jakobi Guð-
mundssyni bónda á Hæli í Flókadal
þar sem hún var notuð alla tíð á búi
hans og Ingimundar Ásgeirssonar.
Búvélasafnið á Hvanneyri
Þróun vélvæðingar í landbúnaði
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Þúfnabaninn var engin smásmíð; vó 6,6 tonn, var knúinn 4 strokka bensínvél sem talin var 80 hestöfl.
Farmall A og Ferguson TE 20 dráttarvélarnar eru fulltrúar eftirstríðsáranna í
íslenskum landbúnaði.
Gamlar búvélar og verkfæri hafa verið varðveitt á
Búvélasafninu á Hvanneyri frá árinu 1940 er það var
stofnað. Það ár voru sett lög um rannsóknir í landbún-
aði sem kveða einnig á um söfnun og varðveislu tækja
og verkfæra sem notuð voru í landbúnaði. Guðrún
Vala Elísdóttir skoðaði safnið.