Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 20
20 B MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ vinnuvélar Sími: 575 2400 www.ishlutir.is HYUNDAI -öflugur kostur- fl t LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ OKKUR HYUNDAI MIKLAR breytingar hafa orðið síðustu ár á MAN vörubílum, sem Kraftur hf. selur hér á landi. „Allar þessar breytingar, á húsi, grindum, vélum og driflínu, eru til þess gerð- ar að auka öryggi í akstri, bæði bíl- stjóra og annarra vegfarenda, auka þægindi bílstjóra, auka hagkvæmi í rekstri og minnka mengun svo eitt- hvað sé nefnt,“ segir Gunnar Mar- geirsson sölustjóri Krafts. Tvær myndavélar eru framan á bifreiðinni, önnur metur fjarlægð í næsta ökutæki á undan og sér til þess að rétt bil sé á milli þeirra miðað við hraða, sem minnkar verulega alla hættu á aftanáakstri, en hin myndavélin sér um aksturs- línuna; sér til þess að ökumaður fær viðvörun ef aksturslína tekur óeðlilegum breytingum. Þessi tækni byggist á því að myndavélin safnar upplýsingum um viðkom- andi aksturslag og breidd akreinar og bregst við með viðvörunartón ef bifreiðin fer yfir óbrotna veglínu eða rangan hluta vegarins. „Annar búnaður sem snýr að ör- yggi vegfarenda sem og bifreiða- stjóra er svo kallað ESP [Electron- ic Stability Programme] en hann gerir það að verkum að stöðugleiki bíla og vagna eykst verulega þegar hemlað er, sérstaklega á blautum vegi; við fullt álag hemlunar helst akstursstefna bíls og vagns stöðug. Þessi búnaður samanstendur af ASR [spólvörn] og ABS [hemla- læsivörn] sem er orðinn staðalbún- aður í öllum MAN bifreiðum yfir 18 tonnum í heildarþunga,“ segir Gunnar. Loftpúði í stýri, sem blæs út á broti úr sekúndu við árekstur, er einnig komin í MAN bíla og tengist jafnframt öryggisbeltum með nýrri hönnun sem samanstendur af sér- stökum strekkjurum sem taka af allan slaka ef árekstur verður. Þá segir Gunnar MAN fyrsta vörubílaframleiðandann sem notar Xenon framljós og alsjálfvirka hæðastýringu fyrir ljósgeislann sem þýðir að ef bíll lestast of mikið fram eða aftur verður ljósgeislinn aldrei til vandræða fyrir aðra veg- farendur. Kraftur hf. hefur einnig umboð fyrir vinnuvélaframleiðandann Fiat-Kobelco hér á landi. Það hét áður Fiat-Hitachi en Hitachi seldi sinn hlut til Kopelco í fyrra. Gunnar segir að á markað komi á þessu ári nýjar beltagröfur frá Fiat-Kobelco, byggðar á hönnun japanska fyrirtækisins. Miklar breytingar stuðla að auknu öryggi BÍLASALAN Hraun í Hafnarfirði er ein stærsta og elsta tækjasala í land- inu og vegna aukinna umsvifa hefur fyrirtækið nýverið flutt sig um set, var búið að sprengja af sér gamla húsnæðið í Kaplahrauni 2–4 en er nú starfrækt á 7.000 fermetrum við Hraungarða. Rafnar Arnar Guðjónsson hjá BH sagði í samtali við Morgunblaðið að hafið væri náið samstarf við fyr- irtækið Ístraktor og hefði það í og með flýtt fyrir þörfinni á stærra rými þó svo að í raun hafi plássið í Kapla- hrauni verið „sprungið fyrir löngu“ eins og hann komst að orði. „Númer eitt, tvö og þrjú hefur starfsemin einkun snúist um sölu á öllum mögu- legum vinnutækjum, vörubílum, at- vinnu- og tækjabílum. Mest höfum við flutt inn notaða bíla að utan. Að undanförnu höfum við verið að bæta við okkur spennandi nýjum umboð- um, t.d. sænskum snjóplógum frá Univag.“ Ný gámagrind „Þá má ekki gleyma að segja frá því að við erum að láta smíða fyrir okkur nýja gámagrind sem sérhönnuð er fyrir íslenskar aðstæður. Þetta er gert hjá þýska fyrirtækinu Vliegle sm er með starfsemi m.a. í borginni Trib- its í austanverðu landinu. Þessi grind er að því leyti öðru vísi, að hún er með þrjá öxla á tvöföldum hjólum, sem sagt tólf hjóla og hásingar mun aftar en á venjulegum gámagrindum. Þá eru gámafestingar 20, 20, 40 og 20 á miðju og menn geta valið um eina eða tvær lyftuhásingar. Útkoman er gífurlega sterk grind. Sú fyrsta, sem er tilraunaverkefni, er komin í gagnið fyrir nokkru, það er Grétar Björgúlfsson á Breiðdalsvík sem er með hana í notkun og til þessa stend- ur hún undir væntingum. Önnur grind er í smíðum ytra svo og ný gerð mal- arvagna,“ sagði Rafnar. Stærsta breytingin Rafnar sagði að e.t.v. væri stærsta breytingin hjá fyrirtækinu fyrrnefnt samstarf við Ístraktor sem væri afar gott fyrir bæði fyrirtækin. „Mark- aðurinn á Íslandi er lítill og ég er búinn að sjá það á ferðum til Þýskalands um 10–12 ára skeið, að svona fyr- irtæki eru best rekin með því að hafa fjölbreytta þjónustu. Með Ístraktor komu inn Schaff vélarnar og fleira og auk þess rekum við verkstæði á staðnum sem sinnir til að mynda Glitni og fleirum. Þar tökum við við bílum og komum þeim í söluhæft stand.“ Ný gámagrind sem sérhönnuð er fyrir íslenskar aðstæður. Ný og öflugri gámagrind INNFLUTNINGUR hvers konar iðnaðarvéla og jarðvinnslutækja hef- ur farið vaxandi ár frá ári allt frá því rekstur Véladeildar Ingvars Helga- sonar hf. hófst fyrir um áratug. Með- al tækja sem þjónað hafa eigendum sínum hér á landi má nefna brota- fleyga frá Euroram, jarðvinnutæki frá Furukawa, sturtuvagna og valt- ara frá Benford og traktorsgröfur frá Fermec, en þau skærgulu jarð- vinnslutæki er víða að finna hjá verktökum og þeim sem þurfa að rótast í fósturjörðinni. Nú eru þessi tæki meira og minna seld undir heit- inu Terex og verða markaðssett þannig eftirleiðis. Að sögn Ingjalds H. Ragnarsson- ar, sölumanns hjá véladeild Ingvars Helgasonar, býður fyrirtækið mjög breiða línu í Terex-tækjunum, „ekki aðeins traktorsgröfurnar sem allir þekkja undir heitinu Fermec heldur m.a. sturtuvagna, valtara, lyftara, minigröfur, hjólagröfur og ámokst- ursvélar. Hvað traktorsgröfurnar varðar er um að ræða sömu gæða- tækin og áður voru seld undir merk- inu Fermec en framleiðandinn ákvað fyrir skömmu að eftirleiðis yrði boð- ið upp á breiða línu undir Terex- merkinu. Öll þessi tæki eru sérútbú- in miðað við þarfir hvers og eins og þessi nýja framleiðslulína býður upp á miklu meiri breidd en áður hefur þekkst,“ segir Ingjaldur. Nú heita þær Terex Ingvar Helgason hf. er með mikið úrval traktora. MIKILL vöxtur hefur verið und- anfarin ár í vinnuvéladeild Brim- borgar. Meginástæðan er mikil sala á Volvo-vinnuvélum. Samhliða þessu hefur úrval aukist og gæðin einnig en vegna aukinnar hagkvæmni hefur verð verið hagstætt. Þar hefur einnig leikið stórt hlutverk birgðastýr- ingastefna Brimborgar. „Brim- borg hefur ekki legið með tugi milljóna á lager í nýjum og not- uðum vinnuvélum og hefur því getað boðið hagstæðara verð vegna þess að fyrirtækið þarf ekki að burðast með mikinn birgðahaldskostnað. Þetta kemur viðskiptavinum okkar til góða og hafa þeir tekið þessu fagnandi,“ segir Egill Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Brimborgar. Hlutdeild Brimborgar á vinnu- vélamarkaði hefur því aukist verulega og er fyrirtækið nú í hópi þeirra stærstu. Fyrirtækið er stórt í bæði belta- og hjóla- gröfum en hefur einstaklega sterka stöðu á hjólaskóflumark- aði. Vegheflar eru einnig stór þátt- ur í starfseminni og í fyrra var Brimborg eina fyrirtækið sem seldi veghefla í landinu. Egill segir að mikill vöxtur sé fram- undan hjá fyrirtækinu og á næsta ári megi búast við að Volvo og Brimborg blandi sér í traktors- gröfumarkaðinn með nýrri vél frá Volvo. Í fyrra seldi Brimborg þrjá liðstýrða efnisflutningabíla, Búkollur eins og þær kallast hér. Vöxtur í vinnuvéla- deild Brimborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.