Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar INGVAR Helgason hf. hefur tekið í notkun nýja og glæsilega smur- stöð á Sævarhöfða 2 og er hún lið- ur í aðgerðum til að bæta þjón- ustuna við þá sem aka um á bílum frá Ingvari Helgasyni og Bílheim- um. Að sögn Matthíasar E. Jónas- sonar, sviðsstjóra þjónustusviðs Ingvars Helgasonar hf. og Bíl- heima, er boðið upp á alhliða smurþjónustu í nýju smurstöðinni auk þess sem starfsmenn munu annast minniháttar lagfæringar og viðhald, s.s. peruskipti o.fl. Smur- stöðin er á sama stað og verkstæð- ismóttaka Bílheima eða í norðaust- urenda Sævarhöfða 2. „Smurstöð IH er opin alla virka daga frá kl. 8:00 á morgnana til kl. 18:00 á kvöldin og þurfa menn ekki að panta tíma frekar en þeir vilja. Eigendur bíla frá okkur, þ.e. Nissan, Subaru, Opel, Isuzu og SAAB, hafa forgang að þjónust- unni en auðvitað vísum við ekki öðrum bílum frá,“ sagði Matthías. Opna nýja smurstöð Matthías E. Jónasson, yfirmaður þjónustusviðs, ásamt starfsmönnum smurstöðvarinnar. Ingvar Helgason og Bílheimar STUNDUM er sagt að líkja megi tiltrú manna á einstakar dekkjagerð- ir við trúarbrögð. Hvað svo sem um það má segja er staðreynd að sum dekk henta betur en önnur við ákveðnar aðstæður. Meðfylgjandi tafla sýnir virkni mismunandi gerða dekkja. Rétt er þó að benda á að trú á einstakar gerðir vegur oft þyngra en töflur og útreikningar. Hæð og breidd dekkja Á sama hátt og stærð dekkja skiptir miklu máli, skiptir hlutfall milli hæðar og breiddar einnig miklu máli. Breidd sóla (mynstur) dekks- ins má ekki vera meira en 1⁄3 af hæð dekksins samkvæmt reglugerð. Þetta er í raun ágæt regla því ef dekkið er of breitt miðað við hæð verður fyrirstaða í akstri, t.a.m. í snjó, of mikil. Almennt má segja að við akstur í snjó sé betra að dekkin séu hærri heldur en breiðari því þá lengist snertiflötur dekksins við jörð í stað þess að breikka. Þó eru til að- stæður þar sem verulega breið dekk geta verið mjög góð, t.d. í gljúpum og djúpum púðursnjó. Þá skiptir flot dekkjanna miklu máli en fyrirstaða púðursnjós er mjög lítil. Flipaskurður Flipaskurður er hárfínn skurður á mynstri dekkjanna. Aukinn áróður gegn notkun nagla hefur leitt til nýrri leiða í því markmiði að viðhalda veggripi. Flestar nýjar gerðir vetr- ardekkja fyrir fólksbíla hafa flipa- skurði og eru hluti af hönnun fram- leiðenda. Á flestum öðrum dekkjum er skurðurinn gerður eftir á í sér- stökum vélum. Er jafnvel hægt að flipaskera hluta dekksins og negla hluta þess. Flipaskurður hefur þau áhrif að fleiri brúnir grípa í snjóinn. Við það eykst veggrip verulega, sér- staklega í þjöppuðum snjó eins og algengt er á vegum. Sumum finnst flipaskurður reynast betur en naglar. Flipaskornum dekkjum hættir síður við að svella undir sig, en það gerist þegar dekk spólar og svell myndast undir. Flipaskorin dekk plana síður í vatni, en það gerist þegar dekk bíls missir veggrip og flýtur vegna hraða. Við flipaskurð verða dekk yf- irleitt mýkri. Hætta er á meira sliti ef mikið er ekið á hrauni og grjóti. Þess ber að geta að framleiðendur taka venjulega enga ábyrgð á dekkj- um sem hafa verið flipaskorin. Mynstur dekkja Fínmynstrað dekk. Grófmynstrað dekk. Jeppahornið                        !     " #    #    #    # !   #    "   "  AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Toyota Yaris SOL, 05/00, ek. 12.000, 5 dyra, ssk. V. 1.070.000 Toyota Landcruiser LX D4D 10/00, ek. 68.000, 33" breyttur, toppbogar og fl. V. 3.190.000. Toyota Corolla 1600 VVTI H/B 03/02, 5 gíra, álfelgur, spoiler, ek. 19.000. V. 1.580.000 Toyota Landcruiser 100 VX TDI, 08/01, ek. 35.000 ,leður og fl. V. 5.700.000. NEUSON -öflugur kostur Sími: 575 2400 www.ishlutir.is LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ OKKUR Smágröfur, sturtuvagnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.