Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 4
Nýstárlegt umhverfi ökumanns.
AUDI A6 sem við þekkjum í dag var
fyrst settur á markað 1997. Hann er
því farinn að finna til aldursins þótt
hann hafi fengið ágæta andlitslyftingu
2001. Næsta kynslóð A6 verður að
öllum líkindum kynnt innan eins árs og
margir hafa velt vöngum yfir því
hvaða stefnu Audi taki í hönnun bíls-
ins.
Audi hefur jafnan komið verulega á
óvart á bílasýningum undanfarin ár og
sýnt hvern hugmyndabílinn á fætur
öðrum. Skemmst er að minnast
Steppenwolf-jepplingsins í Frankfurt
1999, Avantissimo-límúsínunnar á
sama stað 2001, Pikes Peak-jeppans í
Detroit fyrr á þessu ári og núna var
komið að Nuvolari-hugmyndabílnum í
Genf. Þetta er kúpubakur og örugglega
mun lágbyggðari en næsta kynslóð A6
verður. Engu að síður er athyglisvert
að virða fyrir sér línurnar í þessum bíl,
t.d. framendann sem greinilega á ættir
að rekja til TT, og stórar hjólaskálarnar.
Einnig geta baklugtirnar upplýst
hvernig Audi sér fyrir sér framtíðina.
Það er reyndar með öllu óljóst hvort
Nuvolari verður settur í framleiðslu en
bíllinn er talinn sýna hvaða leið Audi
mun fara á komandi árum.
Audi Nuvolari
Audi Nuvolari sýndur í Genf.
4 B MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Á FERÐALAGI í Ameríku fyrir
nokkrum árum ókum við hjónin
bílaleigubíl frá Baltimore og til
Florida og viku seinna til baka,
samanlagt um 3.000 km á vegi nr.
95. Bíllinn var nýr amerískur
Mazda 626 sem okkur fannst ein-
staklega þægilegur og lygilega
sparneytinn. Í desember 1999
bauð kunningi minn, Ingimar
Baldvinsson, en hann er lands-
frægur fyrir að flytja inn nýja og
notaða eðalvagna frá Ameríku og
rekur fyrirtækið IB Innflutnings-
miðlun á Selfossi, mér sams konar
bíl til kaups – sagðist vera með
hann tilbúinn í skip í Norfolk. Þeg-
ar hann tók það sérstaklega fram
að bíllinn væri „loaded“, þ.e. hlað-
inn aukabúnaði, féll ég fyrir freist-
ingunni og sló til. Ég hef ekki
þurft að sjá eftir því,“ segir Leó
M. Jónsson, véltæknifræðingur og
einn kunnasti bílamaður landsins.
„Þessi ameríski Mazda 626 LX
er sannkallaður draumabíll að
mínu mati: Hann er af árgerð
1998, var tæplega ársgamall og ek-
inn 12 þúsund km þegar við feng-
um hann í hendur. Mér finnst
þetta merkilegur bíll að mörgu
leyti. Hann er framleiddur af
Autoalliance International Inc. í
Detroit en það er fyrirtæki sem
Mazda og Ford eiga saman. Hann
er áberandi stærri en japanski
626-bíllinn, aksturseiginleikarnir
eru svipaðir og hjá hraðskreiðum
evrópskum fólksbílum en þó með
hæfilegri blöndu af amerískri
mýkt – mér finnst eins og í bílnum
fari saman ýmsir af bestu tökt-
unum annars vegar í Benz en hins
vegar í Buick – stöðugleiki og rás-
festa er áberandi, fjöðrunin hæfi-
lega stinn (dempararnir stilla sig
sjálfkrafa eftir álagi) og sætin
hæfilega mjúk. Hljóðeinangrunin
er sér á parti enda hef ég ekki séð
þykkari teppi í bíl.
Vélin er fjögurra strokka með
2ja lítra slagrými, tvo ofanáliggj-
andi kambása og 16 ventla. Hún
skilar 125 hestöflum við 5.500 sn/
mín. Það sem mér finnst merkilegt
við þessa vél er að aflið, snerpan í
henni er miklu meiri en maður
býst við af 125 hestafla vél – togið
er 180 Nm við 4.500 sn/mín. Sjálf-
skiptingin er 4ra gíra með yfirgír,
læsingu og spólvörn. Á leiðinni
Reykjavík-Akureyri er eyðslan
einungis um 8 lítrar á hundraðið
og þótt þetta sé tæplega 1.300 kg
bíll er hann kattlipur í borg-
arakstri og andskotanum sprækari
við botngjöf. Og þótt nú sé búið að
aka bílnum 57 þúsund km hefur
hann aldrei slegið feilpúst – eina
viðhaldið eru fjögur kerti auk olíu-
og síuskipta. Ég hef gaman af alls
konar tækjum í bíl – er líklega
dæmigert tækjafrík af svæsnustu
gerð. Í bílnum er alls konar bún-
aður sem sjaldan sést í meðalstór-
um evrópskum eða japönskum bíl-
um – svo sem frystikerfi,
hraðanæmt vökvastýri, sjálfvirkur
hraðastillir, aksturstölva, rafstilltir
stólar, veltistýri, fjarstýrð skott-
lokslæsing, rafknúin þaklúga, fjar-
stýrð þjófavörn, alls konar örygg-
isbúnaður o.s.frv. o.s.frv. Eins og
margir vita er bíll líklega það sem
næst kemst hljómleikasal með
góðum hljóðburði – og hljómburð-
urinn í þessum ameríska Mazda
626 er alveg rosalegur – ég er enn
hálf dáleiddur eftir að hafa verið
að hlusta á Diana Krall, þann
magnaða jazzpíanista, í bílnum.“
DRAUMABÍLLINN
„Tækjafrík“ af
svæsnustu gerð
Morgunblaðið/Sverrir
Leó M. Jónsson við Mazda-bifreið sína.
Amerískur Mazda
626 LX TwinCam
VÉLAVER hf. hefur hafið innflutn-
ing á nýrri gerði fjórhjóla sem bera
heitið Puma. Puma-fjórhjólin eru létt-
byggð, vega aðeins um 215 kg. Þau
eru búin fjórgengis 10 kw, 13,4 hest-
afla, 230 rúmsentimetra bensínmótor
með raf- og handstarti. Gírkassinn er
með vökvakúplingu, 5 gírum áfram og
einum afturábak. Afl til afturöxuls er
flutt með drifskafti sem er í lokuðu
húsi. Stuðaragrind er framan á hjól-
inu og það er einnig með bögglabera
að framan og aftan auk festingar fyrir
dráttarkúlu á afturhásingu. Góður
ljósa- og bremsubúnaður er einnig á
Puma-hjólinu. Vélaver hf. fékk fyrstu
Puma-fjórhjólin í janúar sl. og hefur á
þessum stutta tíma afhent yfir 30 hjól,
auk þess bíða fleiri pantanir af-
greiðslu hjá fyrirtækinu. Sérstakt
kynningarverð er á hjólunum, 413.000
kr. með skatti og skráningu. Kaup-
endur hjólanna hafa verið sumar-
bústaðaeigendur, veiðimenn, bændur
og ýmsir þéttbýlisbúar sem eiga eða
hafa aðgang að bújörðum.
Fullbúið fjórhjól á 413.000 kr.
Puma-fjórhjólið frá Vélaveri.
Sími: 575 2400
www.ishlutir.is
LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ OKKUR
BELL
-öflugur kostur-