Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 24
24 B MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar GÍSLI Magnússon rekur samnefnt fyrirtæki á sviði verktöku í Reykjavík og býr yfir ágætum vélakosti. Hann starfar mikið ásamt syni sínum, Magnúsi, fyrir gatnamálastjóra, m.a. við breikkun gatna og gerð hraðahindrana inn í hverfi með 30 km hámarkshraða. Gísli vinnur mest á þýskri Schaeff HML 42-hjólavél, ellefu tonna. Hann lætur mjög vel af vélinni og segir hana afar lipra og nákvæma og henta vel til verka þar sem þrengsli eru mikil. Vél Gísla er vel búin, m.a. á belgdekkjum, með vökvahamri, hallaskóflu sem hægt er að hella úr horninu á, t.d. eins og þegar verið er að sanda yfir strengi. Einnig er stýri á öllum hjólum, liður við húsið, servó- stjórntæki, hraðtengi og þrískipt bakkó. Vélin kom í góðar þarfir þegar kviknaði í Teppalandi í Fákafeni síðastliðið sumar, en þá var hún notuð með brothamri til að brjóta leið inn í kjallarann. „Þar kom í ljós hve mikill kostur er að hafa liðbómu. Hamarinn gróf sig niður með húsinu og stakk sér svo inn í það. Svo var rótað út því sem var logandi innan við vegginn. Vélin er náttúrulega ekki ætluð fyrir svona verk en þetta sýnir hvað er raun- verulega hægt að gera með henni þegar hún er vel útbúin,“ segir Gísli. Hann segir að brothamarinn henti mjög vel í minni brot en síð- ur til að maska niður heilu húsin. „Við vinnum mest fyrir gatna- málastjóra. Við erum að setja upp eyjur, skipta götum upp í tvennt og í fleiri aðgerðum sem miða í ör- yggisátt í umferðinni. Við erum líka að setja upp hraðahindranir og 30 km hliðin.“ Þeir feðgar eru með aðra Schaeff-vél sem er með bakkó- grafarmi og venjulegri framskóflu. Hamarvélin er á belgdekkjum með miklu floti, 70 metra breiðum. Þau fljóta mun betur en venjuleg dekk og skera síður jarðveginn og skemma. Hægt er að nota vélina á blautu túni á þessum dekkjum án þess að tjón verði. Þetta eykur notagildið því vélin er ekki með driflæsingum og því auðvelt að festa hana þegar aðstæður eru með þeim hætti. Vinnur á lipurri Schaeff HML 42-hjólavél Schaeff-grafan er fjölhæft tæki. POULSEN ehf. hefur verið að sækja í sig veðrið á sviði vinnuvéla og fylgihluta þeirra. Fyrirtækið telst nýtt á þessu sviði, en fyrir tæpu ári flutti það sig af Suður- landsbrautinni í Skeifuna 2. „Það má segja að við séum nýir á þessu sviði. Fyrirtækið stofnaði land- búnaðardeild og færði sig meira út á það svið. Þá var hér sameining við Á. Bjarnason og fylgdi Ásgeir Bjarnason eigandi þess fyr- irtækis sinni starfsemi. Þetta var bæði hagræðing, auk þess sem aukið var við úrval þess sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. Með Á. Bjarnasyni komu inn í reksturinn smurkerfi fyrir vinnuvélar og iðnaðartæki, en fyrir vorum við mikið í smurfeiti á hvers kyns kerfi, legum, snúnings- ljósum, vinnuljósum af ýmsum gerðum, hjörul- iðskrossum, tengjum o.m.fl.,“ sagði Kristján Jónsson í spjalli við Morg- unblaðið. Poulsen eykur framboðið Nokkrir starfsmanna Poulsen ehf., Kristján Jónsson, Ásgeir Bjarnason, Bergþór Valur Þórisson, Agnar Hjartar og Ásbjörn Gunnar Guðmundsson. AUSTFJARÐALEIÐ bætti nýlega við þriðja nýja bílnum í flota sinn á tveimur árum. Fyrirtækið er nú með 2⁄3 af bílahluta sínum sem stenst Euro 2 og 3 mengunarstaðla. Það var Hekla á Austurlandi sem seldi Aust- fjarðaleið sinn nýjasta bíl og er um að ræða nýjan Volkswagen LT fólks- flutningabíl. Bíllinn er 18 manna, með árekstrarprófuðum sætum. Öll sætin eru búin þriggja punkta ör- yggisbeltum, stillanlegum bökum, fótskemlum og hliðarfærslu. Frá- gangur bifreiðarinnar er allur hinn glæsilegasti en það var Bifreiða- smiðja Sigurbjörns Bjarnasonar í Kópavogi sem gekk frá bílnum. LT bifreiðar eru framleiddar í verk- smiðjum Volkswagen í Hannover. Hægt er að fá LT bifreiðar í fjölda mismunandi útfærslna, allt eftir því sem viðskiptavinur óskar eftir. Hekla Austurlandi er á Reyðarfirði. Fyrirtækið selur og þjónar öllum gerðum bifreiða og véla fyrir Heklu hf. Þjónustuverkstæði Heklu á Aust- urlandi er búið góðum tækjabúnaði til viðgerða og bilanagreiningar. Meðal búnaðar er ein fullkomnasta hjólastillingavél á landinu. Auk þess að sinna viðgerðum á vélum og tækj- um selur Hekla á Austurlandi hjól- barða frá Goodyear. Fyrirtækið var stofnað árið 2001. Austfjarðaleið með VW LT Helgi Magnússon, hjá Heklu Austurlandi, afhenti Hlífari Þorsteinssyni, fram- kvæmdastjóra Austfjarðaleiða, bílinn. VÉLASVIÐ Heklu hefur fengið sýn- ingareintak af nýja Flex-plógnum frá Mählers AB. Fyrirtækið er með að- setur í Norður-Svíþjóð og er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á plógum og undirtönnum fyrir vörubíla. Tönnin er 3,7 m á breidd. Skekkj- anleg í báðar áttir. Hún er búin sér- stökum gúmmíkjarna á milli skera og tannar sem dregur úr hljóðmyndun. Mählers er með einkaleyfi á þessum búnaði. Gísli Guðnason í Þorlákshöfn hefur prófað plóginn í nokkrar vikur, en hann sér um að ryðja Árborgarhring- inn og hluta af Hellisheiði og Þrengslum. „Tönnin er alveg frábær, hún er mun léttari en sú tönn sem ég hef í dag. Mikill kostur er að hún er skekkj- anleg í báðar áttir sem auðveldar þegar hreinsað er við gatnamót og hringtorg og er hún þó ótrúlega stöð- ug. Einnig er frábært hversu hljóðlát hún er, sem er mjög mikilvægur kost- ur þegar ekið er um miðja nótt í gegnum bæjarfélög,“ segir Gísli. Þess má geta að Gísli hefur um nokkurt skeið verið með undirtönn frá Mä- hlers undir sínum bíl af Scania-gerð. Vélasvið Heklu kynnir Flex-plóginn Tönnin er 3,7 m á breidd, skekkjanleg í báðar áttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.